Morgunblaðið - 30.04.1992, Síða 43

Morgunblaðið - 30.04.1992, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1992 43 SKIÐI Ólympíumeistarinn Ulvang tekur út skíðasvæði í Fjótum NORÐMAÐURINN Vegard Ul- vang, sem vann þrenn gull- verðlaun og ein silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Albertville i vetur, kemur til íslands ásamt félögum sínum úr norska skíðagöngulandsliðinu í sumar til að skoða fyrirhugað skíða- svæði í Fljótum í Skagafirði. _ Trausti Sveinsson, fyrrum skíðagöngukappi úr Fljótum, bauð Norðmönnunum hingað til lands til að skoða aðstæð- urnar og fá álit þeirra á skíða- svæðinu. Norðmennirnir koma hingað 23. júní og dvelja hér í fjóra daga í boði Trausta. Það verður 15 manna flugvél frá Flugfélagi Norð- urlands sem flytur skíðakappana hingað til lands. Þeir eiga að taka út svæðið jafnframt því sem þeir fá að renna fyrir lax í Fljótá og fara á hestbak. „Þeir tóku þessu boði mjög vel og voru strax tilbún- ir að koma,“ sagði Trausti. Vegard Ulvang, sem var ókrýnd- FELAGSLIF Afmæliskaffi KSI Knattspyrnusamband Islands, sem átti 45 ára afmæli fyrir skömmu, heldur upp á tímamótin með sérstöku hófi í húsakynnum KSÍ í dag kl. 16. Þar verða einstakl- ingar heiðraðir sem og fyrirtæki, en síðan verða kaffíveitingar í húsa: kynnum ÍSÍ. Allir velunnarar KSÍ eru velkomnir. Afmæliskaffi Fram Á morgun, 1. maí, halda Framar- ar upp á afmælisdag sinn, en félag- ið var stofnað 1. maí 1908. í tilefni dagsins verður opið hús í Fram- heimilinu kl. 14-17. Framkonur hafa á boðstólum vöfflur og kaffi. Stúkukvöld KR KR-ingar halda sitt árlega Stúkukvöld (karlakvöld) í Súlnasal Hótel Sögu á föstudaginn kl. 19.30. Veislustjóri er Sveinn Jónsson, fyrr- um formaður KR, en ræðumaður kvöldsins er Guðbjörn Jónsson, fyrrum leikmaður og þjálfari KR. ÍCvennakvöld Hauka Kvennakvöld Hauka verður hald- ið í Haukahúsinu í kvöld, 30. apríl, og verður húsið opnað kl. 19.30. Ólína Þorvarðardóttir, borgarfull- trúi, verður ræðumaður kvöldsins. Karaoke-keppni knattspyrnukvenna Hagsmunasamtök knattspyrnu- kvenna efna til karaoke-keppni meðal leikmanna 1. og 2. deildar kvenna á veitingastaðnum Tveir vinir og annar í fríi. Keppnin hefst kl. 21.10 í kvöld. Fjöldi þátttakenda frá hverju félagi er ótakmarkaður. Þjálfarar og liðsstjórar liðanna eru einnig fjaldgengir í keppnina. Þá hafa landsliðsþjálfarar einnig þátt- tökurétt. Keppendur eru hvattir til að mæta tímalega, eða 20 mínútum fyrir keppni og tilkynna sig til keppnis- stjórnar. ÚRSLIT HM í íshokkí A-riðill: Finnland - Pólland.......11:2 Þýskaland - Bandarikin....5:3 Svíþjóð - Ítalía..........0:0 SUiðan í A-riðli: Finnlandi.....2 2 0 0 17: 5 4 Sviþjóð.......2 110 7: 0 3 Þýskaland.....2 10 1 8: 9 2 Bandaríkin....2 10 1 4: 5 2 Ítalía.-......2 0 11 0: 1 1 Pólland:......2 0 0 2 2:18 0 ur konungur Ólympíuleikanna í Al- bertville, er sjálfsagt þekktastur þeirra sem þekkst hafa boðið. Hann er sannkallað náttúrbam og hefur m.a. gengið yfir Grænlandsjökul og klyfið Mount McKinley, hæsta fjall Norður-Ameríku. Hinir sem eru ákveðnir í að koma eru Kristen Skjeldal, ólympíumeistari í boð- göngu, Óddvar Brá, fyrmm heims- bikarmeistari í göngu og nú ung- lingalandsliðsþjálfari Noregs, og Pál Gunnar Mikkelsplats, silfurhafi frá Calgary, unnusta hans, Marit Vole, en þau hafa bæði verið í norska landsliðinu. Pál Gunnar hef- ur þrisvar áður komið til íslands og keppti m.a. sem gestur á Skíða- móti Islands fyrir nokkmm áram. Trausti, sem var einn fremsti skíðagöngumaður Íslands, er stór- huga varðandi skíðaaðstöðuna í Fljótum. Hann hefur í hyggju að setja upp skíðaaðstöðu eins og hún gerist best í Hólafjalli fyrir ofan bæinn Bjarnargil þar sem hann býr. Sigurður Jónsson, landsliðsþjálf- ari SKÍ, hefur skoðað brekkurnar og segir landið einkar vel fallið til skíðaiðkunar. Hann segir að liægt verði að ná allt upp í tveggja kíló- metra langri brekku, auk þess sem landslagið sé sérstaklega fjölbreytt og skemmtilegt. Trausti hugsar sér að nota gefvisnjó til að lengja tíma- bilið og hefur hann til þess nóg af vatni á staðnum. Trausti segir að hægt verði að stunda skíði fram í júlí í Ólafsfjarð- ardal, sem er um 5 km frá þjóðveg- inum við Bjarnargil. Enn á eftri að leggja þangað veg en það stendur til að bæta úr því í sumar. Þar hyggst hann setja upp færanlegar skíðalyftur. Einnig er mjög góð gönguaðstaða efst í Ólafsfjarðar- dal. „Þetta er orðið meira en hug- mynd því ég hef verið að vinna í þessu nokkuð lengi. Núna er ég að láta teikna upp skíðalyftur og gisti- aðstöðu á svæðinu. Ég hef verið með þennan draum lengi og nú er komið að því að framkvæma. Það hefur verið erfitt hjá bændum að undanförnu og því tímabært að brydda upp á einhveijum nýjung- um,“ sagði Trausti. Reuter Vegard Ulvang Ólympíuleikunum félögum sínum úr varð þrefaldur ólympíumeistari og vann ein silfurverðlaun á í Albertvilie. Hann er væntanlegur til íslands í júní ásamt norska landsliðinu. KNATTSPYRNA Getur Sigurður ekki leikið með landsliðinu? Sfgurður Jónsson SIGURÐUR Jónsson, knatt- spyrnumaður frá Akranesi, er í erfiðri aðstöðu gagnvart íslenska landsliðinu og ekki er víst að hann geti leikið með því þó svo að hann yrði val- inn. Mál hans í Englandi milli viðkomandi tryggingafélags og Arsenal er ekki útkljáð og á meðan svo er gæti reynst erfittfyrir hann að leika með landsliðinu. Sigurður hefur þegar gengið frá félagaskiptum úr Arse- nal yfir í IA og segir hann ekkert athugavert við að hann leiki með áhugamannaliði á íslandi. Málið er hins vegar ekki svo einfalt gagnvart landsliðinu því Sigurður varð að hætta í knattpyrnunni í Englandi samkvæmt læknisráði. Tryggingafélagið sem á að greiða Arsenal og Sigurði bætur myndi ekki sætta sig við það að Sigurð- ur gæti leikið með íslenska lands- liðinu á sama tíma og hann er úrskurðaður óleikhæfur í ensku knattspymunni. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri ekk- ert farinn hugsa um landsliðið á þessu stigi málsins. „Ég hef spilað hluta úr tveimur leikjum með Skagamönnum og fann ekki fyrir meiðslunum sem hafa hijáð mig. Ég er bjartsýnn á framhaldið og stefni á að vera með á fullu í sumar," sagði Sigurður. Hann sagði að það hefði komið í ljós fyrir skömmu að hægri fót- urinn væri einum sm styttri en vinstri fóturinn. Læknar Arsenal höfðu fundið það út að vinstri fóturinn væri styttri og því hefði öll sú meðferð sem hann fór í ytra verið röng og frekar skemmt fyrir en hitt. „Ég fór til Kolbeins Gíslasonar og hann lét mig hafa innlegg í hægri skóinn og ég er allt annar maður fyrir bragðið," sagði Sigurður. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Casagrande hélt Tórínó á fioti Ajax varð að sætta sig við jafntefli WALTER Casagrande frá Bras- ilíu hélt Tórínó á floti, þegar liðið náði 2:2 jaf ntefli á heima- velli gegn hollenska liðinu Ajax í gærkvöldi. Þetta var fyrri leik- ur liðanna í úrslitum Evrópu- keppni félagsliða, en seinni viðureignin fer f ram í Amster- dam 13. maí. Hollendingarnir voru aðgangs- harðari og þögn sló á áhorf- endur eftir aðeins stundarfjórðung, þegar miðjumaðurinn Wim Jonk skoraði með mjög góðu skoti af um 30 metra færi. Óveijandi fyrir markvörð Tórínó. Casagrande jafn- aði um miðjan seinni hálfleik eftir að markvörður Ajax hafði ekki haldið boltanum eftir skot frá Enzo Scifo rétt utan vítateigs. Klaufalegt hjá markverðinum og markið gegn gangi leiksins. Á 77. mínútu var brotið á Denn- is Bergkamp innan vítateigs og Svíinn Stefan Pettersson skoraði úr vítaspyrnu, en Casagrande lyfti yfir markvörðinn og jafnaði aftur fimm mínútum fyrir leikslok. Tórínó, sem sló KR út í 1. um- ferð, átti aldrei svar við öflugum sóknarleik Ajax, en gestunum tókst ekki að nýta sér yfirburðina. „Við lékum vel og undir lokin hélt ég að við ætluðum að vinna 3:1, en jöfnunarmark þeirra kom sem reið- arslag og það gerir okkur erfiðara fyrir í Amsterdam," sagði Louis van Gaal, þjálfari Ajax. Tórínó hefur ekki fyrr leikið til úrslita í Evrópukeppni, en Ajax státar af sigrum bæði í Evrópu- keppni meistaraliða og bikarhafa. Walter Casagrande URSLIT Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða Fyrri leikur í úrslitum: Tórínó, Italíu: Tórínó - Ajax (Hollandi)........2:2 Walter Casagrande (65., 85.) - Wim Jonk (16.), Stefan Pettersson (77. vsp.). 65.000. Evrópukeppni U-21 landsliða Örebro, Svíþjóð: Svíþjóð - Skotland..............1:0 Johnny Rodlund (81.). 2.376. ■Svíþjóð mætir ltalíu í úrslitum. Vináttulandsleikir Kiev, Úkraínu: Úkraína - Ungveijaland..........1:3 Ivan Getsko (89.) - Istvan Salai (63.), Jo- sef Kiprich 2 (68., 83. - vítasp.). 13.000 Moskvu, Rússlandi: Samveldin - England.............2:2 Kakhaber Tskhadadze (43.), Sergei Kiry- akov (53.) - Gary Lineker (14.), Trevor Steven (72.). 25.000 V7n, Austurríki: Austurríki - Wales.................l: l Michael Baur (58.) - Chris Coleman (83.)> 53.000. Árósum, Danmörku: Danmörk - Noregur...............1:0 Lars Elstrup (59.). 7.000. Dublin, írlandi: írland - Bandaríkin.............4:1 Andy Townsend (47.), Denis Irwin (52.), Niall Quinn (68.), Tony Cascarino (87.) - Eric Wynalda (89.). 27.000. England 2. deild: Blackburn - Sunderland..........2:2 Brighton - Portsmouth...............2:1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.