Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 31 Ingibjörg Ingólfs dóttír — Minning Fædd 6. október 1921 Dáin 20. apríi 1992 Ferðaþjónusta í dreifbýli: Skyldunám fyrir þá sem hefja rekstur hjá Ferðaþjónustu bænda Kynningarfundur verður í dag FERÐAÞJÓNUSTA bænda hefur í samvinnu við Fræðsludeild Iðn- tæknistofnunar og Bréfaskólann útbúið námsefni fyrir aðila sem reka ferðaþjónustu í dreifbýli. Um er að ræða tveggja anna fjarnám, og fyrsta kastið verður það með megináherslu á bændur sem reka ferðaþjónustu, en ætlunin er að í náinni framtíð spanni námskeiðið alla ferðaþjónustu í dreifbýli. Þetta er fyrsta námskeiðið í ferðaþjón- ustu í dreifbýli sem stendur til boða I fjarkennslu. Það var á vordögum 1935 að ung borgfirsk sveitastúlka stóð allt í einu í miðju strákageri á Bjargstúni á Akranesi og spurðist fyrir um bróður sinn sem henni var sagt að væri þarna í fótbolta eins og títt var um drengi á Akranesi þá eins og ávallt síðan. Hún þekkti ekki þennan bróður sinn svo hún spurði hátt og skýrt: „Hver ykkar er Dalli?“ Henni var bent á hann en eitthvað hefur sú bending misst marks því hún þreif í einn drengj- anna og kyssti hann á kinnina. Álengdar stóð bróðir hennar og fylgdist með og leiðrétti þennan misskilning sem vakti mikla kátínu meðal drengjanna og einna mest hjá þessari geðþekku stúlku sem var komin til þess að heimsækja móður sína og systkini á Akranesi. Oft riíjuðum við upp þessi fyrstu kynni okkar. Ingibjörg fæddist að Brekku í Norðurárdal í Mýrasýsju, dóttir Ing- ólfs Sveinssonar og Ástrósar Þor- steinsdóttur sem þá bjuggu í Múla- koti í Stafholtstungum en leiðir þeirra skildu og varð það að ráði að Ingibjörg fylgdi föður sínum og ólst hún upp hjá honum og föður- systur sinni Ragnhildi Sveinsdóttur. Ingibjörg vann því heimili öll ung- lingsár sín og var til þess tekið hversu mikill víkingur hún var til allra verka bæði úti og inni, hún var vel greind og stóð hugur henn- ar til þess að mennta sig. Þá voru ekki námslánin til þess að auðvelda ungu fólki að fara menntaveginn. Hún fór á Húsmæðraskólann að Staðarfelli 1941-42 og talaði hún oft um veru sína þar með mikilli gleði og ánægju. Ingibjörg var tvígift, fyrri maður hennar var Eyjólfur Þorleifsson starfsmaður hjá strætisvögnum Reykjavíkur, hann lést af slysförum 3. október 1953 og var öllum harm- dauði. Dætur þeirra eru Ásta Sig- ríður, eiginmaður hennar er Lárus Berg Sigurbergsson verksmiðju- stjóri hjá Agli Skallagrímssyni og eiga þau þijú börn, Eyjólf, Þorstein og Ragnhildi. Ólöf Þórey, eiginmað- ur hennar er Ármann Haraldsson vörubifreiðastjóri og eiga þau þijú börn, Ingibjörgu Lóu, Sigfíði Olsen og Ingólf. Gróa Valgerður, eigin- maður hennar er Þorlákur Ágústs- son starfsmaður Samskipa og eiga þau þrjú börn, Ingunni, Ágúst og Ólaf. Það var kært með þeim mæðg- um og voru barnabörnin og barna- barnabörnin henni mikill gleðigjafi og auðnaðist henni viku fyrir andlát sitt að vera við fermingu eins barna- barns síns. Þó mikið væri af henni dregið lét hún engan bilbug á sér finna og með æðruleysi og hetju- lund tók hún þátt í þeirri hátíð með ástvinum sínum. Seinni maður Ingi- bjargar var Hilmar J.H. Lúthersson, pípulagningameistari, þau slitu samvistir. Ingibjörg batt mikla tryggð við dalinn sinn fagra og reisti ásamt dætrum sínum og tengdasonum sumarhús í landi Stóra-Pjalls þar sem sjá mátti til æskustöðva henn- ar upp í ásunum. Þar undi hún öll- um frístundum sínum ásamt Bjarna Sigurbjörnssyni sambýlismanni sín- um sem reyndist henni vel í hennar erfiðu veikindum. Eftirlifandi eru alsystir hennar Þorbjörg er býr á Akranesi og hálfbræður hennar Guðmundur Kr. Októsson og undir- ritaður. Ég vil þakka Ingibjörgu systur minni fyrir vegferð hennar og það sem hún var mér á unglings- árum mínum. Ég og fjölskylda mín vottum Bjarna, dætrum hennar, tengdasonum, barnabörnum og barnabarnabörnum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé hennar minning. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Elsku amma okkar, Ingibjörg Ingólfsdóttir, lést í Landakotsspít- ala 20. apríl sl. eftir erfiða sjúk- dómslegu. Hún fæddist 6. október 1921 á Brekku í Norðurárdal í Borgarfirði en fluttist þaðan nokk- urra mánaða að Múlakoti í Staf- holtstungum. Þar ólst hún upp til rúmlega tvítugs en fluttist þá til Reykjavíkur og giftist þar Eyjólfi Þorleifssyni. Þau eignuðust þijár dætur, en afa missti hún eftir fárra ára sambúð. Amma giftist aftur Hilmari J.H. Lútherssyni, en þau slitu samvistir. Síðustu árin var hún í sambúð með Bjarna Sigurbjörns- syni. Eftir að dæturnar fóru að heiman vann hún utan heimilis, lengst af í Bernhöftsbakaríi. Margs er að minnast þegar hugs- að er til baka, allar góðu stundirnar heima hjá ömmu, en oft var glatt á hjalla þegar við frændsystkinin vorum þar öll saman komin og voru jólaboðin hennar ömmu okkur sér- stakt tilhlökkunarefni. í Borgarfirði í nálægð við æskustöðvar ömmu, sem hún unni svo mjög, áttu hún og fjölskyldur okkar sumarbústaði saman. Margar stundir áttum við saman þar við leik og störf, en amma var óþreytandi við að gróður- setja og hlúa að gróðrinum í kring- um bústaðina og var amma lang- duglegust við það verk. Jafnvel eft- ir að hún var orðin veik lét hún ekki sitt eftir liggja enda var amma einstaklega dugleg og ósérhlífin kona. Margar ferðir fórum við með ömmu um Borgarfjörðinn og voru það ánægjulegar ferðir. Sérstak- lega þótti okkur gaman að skoða gamla bæinn í Múlakoti. Ekki voru alltaf allir með í hverri ferð, en hún fór þá bara aftur þangað til að við gætum öll séð æskustöðvar hennar. Margt sagði amma okkur frá upp- vaxtarárum sínum og ansi erum við hrædd um að okkur hefði fundist erfitt ef við hefðum alist upp við þær aðstæður, en þá voru ekki til bílar á hveiju heimili og gekk hún stundum í skólann sinn að Hlöðu- túni eða í sund að Varmalandi. Það er svo margt sem við vildum segja og þakka fyrir en geymum í minningunni um elskulega ömmu okkar. Við vitum að nú líður henni vel hjá horfnum ástvinum og við biðjum Guð að blessa hana. Við sendum Bjarna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. . Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þeir sem eru að hefja rekstur ferðaþjónustu í dreifbýli verða héð- an í frá að ljúka umræddu tveggja anna námi, en samkvæmt lögum Félags ferðaþjónustubænda verða allir nýir aðilar að afla sér fag- menntunar til að geta auglýst þjón- ustu sína undir nafni og merki Ferðaþjónustu bænda. Mikil aukning hefur verið í ferða- þjónustu í dreifbýli á undanfömum árum, og samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins hafa margir áhuga á að hefja slíkan rekstur. í flestum tilfellum sé um að ræða fólk sem þekkir lít- ið til ferðaþjónustu, ogþví sé fjarná- mið mikilvægur liður í að tryggja aukna fagmennsku í ferðaþjónustu til sveita og tryggja uppbyggingu hennar. Kynningarfundur um fagmennt- un í ferðaþjónustu í dreifbýli verður haldinn í Bókasafni Búnaðarfélags íslans á 3. hæð Hótel Sögu fimmtu- aginn 30. apríl kl. 13.30, og verða þar meðal annarra fulltrúar Iðn- tæknistofnunar, Ferðaþjónustunn- ar og Bréfaskólans, auk fulltrúa félagsmálaráðuneytis, samgöngu- ráðuneytis og Ferðamálaráðs Is- lands. Barnabörn. t Astkær eiginmaöur minn, EINAR GUÐMUNDSSON sendibflstjóri, Heíðargerði 18, verður jarðsetturfrá Selfosskirkju laugardaginn 2. maí kl. 13.30. Bílferð verður frá Sendibílastöðinni hf., Borgartúni 21, kl. 12.00 á hádegi. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnea S. Hallmundsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN SIGURJÓNSSON, Tjarnargötu 27a, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 2. maí kl. 11.00. Aðalbjörg Stefánsdóttir, Stefán Sigurbjörnsson, Ebba Valvesdóttir, Axel Gísli Sigurbjörnsson, Ingibjörg Pálmadóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS INGIMARSSONAR, Brekkugötu 5, Ólafsfirði. Kristín Margrét Pálsdóttir, Asta Ragnarsdóttir, Sjöfn Ragnarsdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir, Gylfi Ragnarsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Sveinbjörg Þóra Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Andrés Kristinsson, Sigurður Hinrik Hjörleifsson, Sigurjón Jónasson, Auður Traustadóttir, Guðmar Stefánsson, Birgir Bragason, t Móðir okkar og tengdamóðir, ELINBET H. JÓNSDÓTTIR frá Fagradai, verður jarðsett frá Garðakirkju í Garðabæ laugardaginn 2. maí kl. 13.30. Börn og tengdabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN JÓNSSON, Ytra-Hóli, A-Húnavatnssýslu, verður jarðsunginn frá Höskuldsstaðakirkju laugardaginn 2. maí kl. 14.00. Sigríður Björnsdóttir, Jens Jónsson, Sigrún Björnsdóttir, Björg Sigríður Björnsdóttir, Björn Þormóður Björnsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÍSLEIFAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Gaddstöðum, Faxabraut 32c, Keflavík. Helgi G. Eyjólfsson, Hermann Helgason, Áslaug Ólafsdóttir, Eyjólfur Helgason, Erla Knudsen, Guðmundur Helgason, Þórhallur Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ÓLAFS KJARTANS GUÐJÓNSSONAR frá Hnífsdal, Suðurgötu 109, Akranesi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 13D á Lands- pítalanum og á A-deild Sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra umönn- un, svo og þakkir til félaga í Oddfellowstúkunum á Akranesi. Filippía Jónsdóttir, Guðjón B. Óiafsson, Guðlaug B. Guðjónsdóttir, Asgerður Ólafsdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson, Sæunn Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting a finælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.