Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 14

Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 Hrunadans heimskunnar! eftir Bjarna Einarsson Arfur sögunnar Á þeirri öld, sem nú er senn á enda runnin, hafa kynslóðir íslend- inga barist til sigurs á mörgum sviðum. Á fyrsta áratugnum eftir að við fengum heimastjóm varð íslenska undrið, sem á okkar mæli- kvarða var jafn merkilegt þýska undrinu. Á þessum stutta tíma varð tæknibylting í fiskveiðum. Við settum vélar í bátana, byggðum upp vélbátaflota og áræðnir og dugmiklir íslenskir athafnamenn tóku nýjustu tækni þess tíma í notkun og byggðu upp stóran, ís- lenskan togaraflota, allt án erlendr- ar tækniaðstoðar. Um svipað leyti hófst einnig framfarasókn til sveita sem umbreytti íslenskum landbún- aði. Þannig, í krafti eigin atgervis, náðum við efnahagslegu sjálfstæði og sigruðum svo í sjálfri sjálf- stæðisbaráttunni, áfanga fyrir áfanga, frá heimastjórn til fullveld- is og þaðan til lýðveldis og loks tóks okkur að ná valdi yfír náttúru- auðlindum hafsins. Baráttuna fyrir sjálfstæðinu og fyrir fiskimiðunum háðum við við EB-ríki. Á þessum grunni hefur íslenska þjóðin byggt allsnægta- og velferð- arsamfélag sem stenst samkeppni við hvaða annað samfélag í heimi og við höfum þróað menningu okk- ar þannig að hún jafnast á allan hátt við menningu stórþjóða. Samt höfum við ekki enn nýtt nema hluta af arði þess höfuðstóls, sem landið okkar og við sjálf búum yfír, því til skamms tíma hefur fískurinn nægt. Við eigum enn eftir að nýta meginhluta orkunnar okkar, Iegu landsins höfum við heldur ekki nýtt því fæstir virðast enn átta sig á hver hún er og hugvit og sköpunarmátt fólksins höfum við enn látið fara að mestu forgörðum. Stjórnun hagkerfísins og sjálfs þjóðfélagsins höfum við þó verið að læra og m.a. höfum við verið að opna það gagnvart umheimin- um, stig af stigi, eins og okkur hefur hentað á hveijum tíma. Mest- um árangri í landstjóm höfum við náð í „þjóðarsátt", sem á að vera hin íslenska stjórnunaraðferð. Þannig eigum við að starfa sem menntuð, sjálfstæð og fullvalda þjóð. Hlutverk okkar í samfélagi þjóðanna er einmitt það, að sýna hvað smáþjóðir geta gert, að sanna tilverurétt smáþjóðanna. Mistök síðustu ára Síðasti áratugur var þjóðinni reynslutími. Eftir linnulítinn hag- vöxt í kjölfar útfærslu fískveiðilög- sögunnar þurftum við nú að læra að spila rétt úr góðri hönd. Áratug- urinn hófst með efnahagslegum samdrætti en fyrsta mál á dagskrá var að stöðva óðaverðbólguna, sem við komum af stað með því að taka skakkt á afleiðingum olíuverð- sprenginga áttunda áratugarins, sem tókst 1983 og 1984. Síðan vorum við á vissan hátt óheppin þegar venjuleg uppsveifla, byggð á góðum afla og hagstæðu útflutn- ingsverði, hófst 1985 og varð síðan mjög sterk 1986, því á þessum árum virtist ákveðinn hópur manna tapa glórunni í bijáluðu fjár- festingaræði. Byggðar voru við- skipta- og iðnaðarhallir á höfuð- borgarsvæðinu, án nokkurra tengsla við þarfir markaðarins, risastórar fiskeldisstöðvar án undangenginna rannsókna, lífeðlis- fræðilegra né á markaðsmöguleik- um, og keypt voru fiskiskip og önnur stækkuð, þó- gert væri út á sama eða minnkandi kvóta. Á árinu 1987 náði hagvöxturinn svo nýju hámarki, en nú ekki í krafti aukins afla né verðhækkana í útlöndum heldur byggðist vöxturinn 1987 á erlendum lánum og stóraukinni þjónustustarfsemi á höfuðborgar- svæðinu, langt umfram það sem framleiðslan gat staðið undir. Ekki vantaði þó frjálshyggjuspekingana, sem stofnuðu fjármálafyrirtæki, fjármunaleigur og hvað þetta nú allt heitir og allir ætluðu þeir að verða ríkir strax! í þessum dansi í kringum gull- kálfinn gleymdu hinir nýju fjármál- asnillingar og stórbissnessmenn hvar þeir voru staddir. Með yfírboð- um á vinnu- og peningamarkaði tókst þeim að hækka laun og vexti svo mikið, að undirstaða hagkerfís- ins gat ekki borgað sig. Þeir virð- ast hafa haldið, að þeir væru undir- staðan, en hana var og er enn að finna á fískiskipum, í frystihúsum og saltfískstöðvum um land allt og þaðan koma enn þeir peningar, sem eru einhvers virði. Nú voru snilling- amir í hlutverki apans, sem ságaði niður greinina, sem hann sjálfur sat á. Stefnan sett á villuljós Stórsnillingar fjármálalífs, iðnaðar og verslunar sprengdu hag- kerfíð með skammsýni, þröngsýni og þekkingarskorti á eigin landi og þeir komu þjóðinni í nýtt sam- dráttarskeið. En fjármálaöflin, draghölt og með rassinn úr buxun- um, fundu sér eins og stundum áður kratahækjuna til að styðjast við og nú kom aftur vonarglampi í augun. Stefnan er sett á vitann í austri, EB. Á leiðinni skal stuttur stans gerður í forgarði sæluríkis- ins, EES, en þar er strax að finna þýsk mörk og ecu og góða skólun í EB-fræðum. Þar ætla hinir mis- heppnuðu snillingar íslands að sýna hvað í þeim býr og nú á að hefja dansinn, hrunadans heimskunnar, í kringum ekta Evrópu-gullkálf. Hagsmunir, fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar skipta ekki máli, enda er þetta allt úrelt! Við upphaf aldarinnar hugsuðu íslenskir fjármálamenn stórt og lögðu fram dijúgan hluta af þeim trausta grunni þess efnahagslega og pólitískt sjálfstæða þjóðfélags, sem við lifum í. Fjármálamönnum er öðruvísi farið nú, við lok þessar- ar aldar og upphaf þeirrar næstu. Nú skal arfí forfeðranna kastað eins og flík í gamalli tísku og stokk- ið skal í náðarfaðm þeirrar sömu Evrópu, sem næstum hafði kreist úr okkur líftóruna á fyrri árum og öldum. En mikil verða vonbrigðin hjá snillingunum seinheppnu. EB- vitinn er nefnilega villuljós og lof- orðin stóru um hagvöxt og skjótan gróða í töfraheimi sameiginlega markaðarins eru tál. EB, sem verð- ur að vernda ósamkeppnishæfan iðnað með tollum og „tæknilegum viðskiptahindrunum“, verður ann- ars flokks stórveldi, því slík vernd Bjarni Einarsson „Hlutverk okkar í sam- félagi þjóðanna er ein- mitt það, að sýna hvað smáþjóðir geta gert, að sanna tilverurétt smá- þjóðanna.“ bætir engan iðnað og stuðlar ekki að hagvexti. Það sama er að segja um stjórnarfarið eystra, því „sov- ésk“ miðstýring valds, sem ekki kemur frá fólkinu, er heldur ekki farmiði til glæstrar framtíðar. Auk þess er efnahagsástand í EB-ríkj- um nú slæmt og öflugasta ríkið og stærsti markaðurinn í EB, Þýska- land, hefur reist sér hurðarás um öxl og stjórnvöld þar safna ævin- týralegum skuldum. Á meðan eru Bandaríkin að rétta úr kútnum og Austur-Asía er að verða efnahags- Falskur tónn í íslenskri þjóðmálaumræðu - eða hugleiðing um ráðhús eftir Hjalta Hugason Eitt af einkennum íslensks sam- félags er hversu opið það er á flest- um sviðum. Þjóðinni gefst kostur á að hlýða á og taka þátt í umræðum um flest þau málefni sem upp koma í þjóðlífinu, og taka sjálfstæða af- stöðu í ljósi hennar. Islensk þjóð- málaumræða fer enda að verulegu leyti fram fyrir opnum tjöldum — allt frá þjóðþingi til þjóðfundar í beinni útsendingu — eða í heitu pottunum og á síðum Morgunblaðs- ins. Þetta er mjög af hinu góða. Almenn þátttaka í þjóðmálaum- ræðu er einn af homsteinum lýð- ræðisins. Falskur tónn Hversu sá homsteinn dugar fer þó mjög eftir því, hvernig mál em reifuð í umræðunni. Opin umræða getur bæði verið einn mikilvægasti vettvangur samfélagsins til málefn- alegrar gagnrýni og virks aðhalds almennings gagnvart stjómvöldum. Hún getur þó einnig orðið ein helsta gróðrarstía fordóma, spennu og flokkadrátta, ef henni er beitt með óvönduðum hætti. Því miður virðast mál oft rædd með þeim hætti, að sú verði raun á. Það gætir of oft falsks tóns í íslenskri þjóðmálaum- ræðu. Eitt af einkennum hins falska tóns er að þeir, sem fínna sig knúna til að snúast gegn gagnrýnum sjón- armiðum, laga málstað andstæð- inga sinna í hendi sér, skekkja hann og skæla, gera hann fyndinn eða afkáralegan og gagnrýna hann síð- an sem ómálaefnalegan og rangan. Eftir það þarf ekki að eyða púðri í málefnaleg svör. Eftir slík skrif er leiðin er opin til áframhaldandi aðgerða við niðurskurð, umdeilan- legar aðgerðir eða á hveiju því sviði, sem stjórnvöld æskja. Ráðhússumræðan Mýmörg dæmi má finna um þá fölsun málstaðar, sem hér er um að ræða. Ég læt nægja að staldra við eitt, það er umræður um ráðhús Reykjavíkur. Þær eru í raun nokk- urra ára gamlar, en hafa þó gengið í nokkra endumýjun lífdaga í fram- haldi af því, að húsið var tekið í notkun (vonandi ekki vígt!). í Morgunblaðinu 5. maí sl. ritar Þórarinn Eldjám rithöfundur og skáld grein um þarft málefni, þar sem er framtíð Safnahússins við Hverfisgötu. Ágæt skrif hefur hann þó með hvellu dæmi um hinn falska tón, sem hér hefur verið til um- ræðu. Þar gerir hann gagnrýnend- um ráðhússbyggingarinnar upp það afkáralega sjónarmið, að þeir þoli ekki, að hið opinbera eða stofnanir þess byggi yfír sig húsnæði, sem sérstaklega sé ætlað til þeirrar starfsemi, sem í þeim á að reka, heldur vilji þeir að pylsugerðum sé breytt í listaháskóla eða íshúsum í listasöfn. Hugsunarhátt af þessu tagi telur hann sýnilega skoplegan meðal annars vegna þess, hve end- urbygging er almennt óhagkvæm. Andstæðingar ráðhússbyggingar- innar þurfa því ekki frekar svara við og skáldið getur snúið sér að hinu þarfa og menningarlega erindi sínu fram á ritvöllinn að þessu sinni. En hefur einhver haldið ofan- greindu sjónarmiði fram í raun? Er ekki um augljósa fölsun að ræða — fölsun, sem er beitt í markvissum tilgangi í viðkvæmu máli? Vegna þess stíls og tjáningarháttar, sem Þórarinn Eldjám hefur beitt í rit- verkum sínum, er fölsun hans í raun ekki hættuleg. Hana verður að túlka út frá þeirri stöðu, sem hann hefur innan íslenskra bók- mennta. Þegar ráðherrar, stjóm- málamenn, embættismenn eða for- svarsmenn ríkisstofnana svara framkominni gagnrýni með svipuð- um hætti er hins vegar um mun ^lvarlegra mál að ræða og þar verð- ur almenningur að vera á verði. Höllin í tjarnarendamim Þar sem umræða um ráðhúsið hefur verið tekin hér sem dæmi verður ekki undan því vikist að láta nokkur orð falla um það málefni. Bygging ráðhússins hefur verið rædd út frá fjölmörgum sjónarhorn- um. Á síðari stigum framkvæmd- anna hefur útlit hússins verið mjög til umræðu, eins og eðlilegt er. Sjálfur er ég sannfærður um, að til séu marktækar viðmiðanir varð- andi gott og illt á sviði byggingalist- ar. Til þess að beita þeim þurfa menn hins vegar að búa yfir sér- þekkingu á sviði greinarinnar, sem ég hef ekki og er því ofurseldur þeim vanda að ræða málið út frá persónlegum smekk. Þar sem ég tel það alls ekki áhugavert fyrir lesend- ur Morgunblaðsins að vita hvað mér fínnst í þessu efni læt ég hjá líða að ræða það mál frekar. Með því vil ég þó ekki segja, að almenn- ingi komi útlit opinberra bygginga ekki við. Enginn kemst hjá því, að bera þær augum dögum oftar. Staðsetning hússins er á hinn bóginn á margan hátt mun áhuga- verðara mál frá mínum sjónarhóli séð, hún var enda mjög til umræðu á fyrri stigum. Hvemig sem á mál- ið er litið er ljóst, að staðsetningin er mjög umdeilanleg, þar sem hún hefur svo margháttaðar og stór- felldar breytingar í för með sér bæði á manngerðu og að minnsta kosti “hálf-náttúrulegu“ umhverfi á Tjarnarsvæðinu. Þar sem ég sleit barnsskóm utan Reykjavíkur og kynntist Reykjavíkurtjörn fyrst á fullorðinsárum verð ég að viður- Hjalti Hugason „Eitt af einkennum hins falska tóns er að þeir, sem finna sig knúna til að snúast gegn gagn- rýnum sjónarmiðum, laga málstað andstæð- inga sinna í hendi sér, skekkja hann og skæla, gera hann fyndinn eða afkáralegan og gagn- rýna hann síðan sem ómálaefnalegan og rangan.“ kenna, að ég ber engar rómantískar tilfinningar til Tjarnarinnar, eins og raun er á með flesta þá, sem alist hafa upp í borginni. Aftur á móti er áhugavert að gefa því gaum, að á seinustu áratugum hef- ur athygli manna víða um lönd beinst að mikilvægi þess að varð- veita viðkvæm svæði ekki síst í þéttbýli — þar til breið samstaða ríkir um nýtingu þeírra og hugsan- legar breytingar á þeim. Miðborgir eru dæmi um slík svæði. Þar eru alla jafna elstu byggingar og önnur mannvirki borga, sem hafa ótvírætt menningarlegt gildi. í einstaka til- vikum háttar einnig svo til, að skammt frá miðborgum er að finna tiltölulega ósnertar spildur, líkt og Tjörnina í Reykjavík. Virðist aug- ljóst, að slík svæði bjóða upp á svo margháttaða möguleika, að þeim beri að sýna sérstaka varfræni. Meðal ráðamanna í Reykjavík hafa slík varðveislusjónarmið ekki átt upp á pallborðið, eins og götumynd- in í miðbænum sýnir, enda eru málefni miðborgarinnar oft rædd með rekstrarafkomu fyrirtækja við Austurstræti og Lækjargötu sér- staklega í huga. Þegar umhverfi ráðhússins er skoðað, nú eftir að framkvæmdum er að mestu lokið, er vart hægt að neita því, að staðsetning þess orkar mjög tvímælis. Það er þó ljóst, að umræðu um það mál mun senn ljúka. Þrátt fyrir skrif Þórarins Eld- járns reikna ég vart með því, að gagnrýnendur byggingarinnar muni leggja til, að henni verði breytt í smurstöð og bensínsölu, fremur en fornir andstæðingar Seðla- bankabyggingar við Arnarhól hafa lagt til, að honum væri breytt í fjár- hús. Hinn félagslegi póll Það er þó hægt að taka enn einn pól í hæðina, þegar ráðhússbygg- inguna ber á góma, það er hinn félagslegi og fjárhagslegi póll. Þar á ég við það samstarf, sem ekki var haft við minnihluta borgar- stjórnar um þetta mikilsverða mál; það tillit, sem ekki var tekið til sjón- armiða, sem fram komu meðal al- mennings, og þá varfæmi, sem ekki var beitt við ráðstöfun á al- mannafé við bygginguna, en fram hefur komið að ónákvæmni í áætl- unum hefur hleypt kostnaði langt fram úr því, sem eðlilegt má telja. Umræðu um þessa hlið málsins má ekki vera Iokið. Þar hefur ráð- hússmálinu þó í raun lokið, en við tekið umræða um samskipti ráða- manna og almennings í lýðræðis- samfélagi, umboð og ábyrgð hinna fyrrnefndu og skyldu hinna síðar- nefndu til strangs aðhalds. Höfundur er dósent við KHÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.