Morgunblaðið - 02.06.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992
17
Hafa konur týnt hlutverkinu?
eftir Margréti S.
Sölvadóttur
„Við lofsyngjum konur okkar
eins og aðrar þjóðir, enda eru kon-
ur afar dýrmætar í samfélagi okk-
ar. Þær eru höfuð fjölskyldunnar
og sjá um heimilin og fjölskylduna
og börnin eru heilög í okkar augum
og við köllum þau „þau heilögu (the
holy ones)“. Svona mælti Lakota-
indíánahöfðinginn er kom hingað
til lands með fjölskyldu sinni og
söng og dansaði fyrir okkur í Þjóð-
leikhúsinu og kynnti fyrir okkur
menningu þjóðar sinnar.
.Við þessi orð hans kom í huga
mér sú spuniing hvort íslenskar
konur hefðu ef til vill farið villu
vegar og glatað hlutverki sínu eða
brugðist því í leit sinni að jafnrétti
á vinnumarkaðinum? Það sem helst
er að í okkar þjóðfélagi í dag er
upplausn heimila, eyðsla þjóðarinn-
ar og slæmur hagur barna okkar.
Hér áður fyrr þegar fjölskyldan
var og hét, var það vegna þess að
húsmóðirin hélt sterku traustu taki
utanum hana. Hún sá um hag barn-
anna, um sparnað og góða nýtingu
alls þess sem heimilið þurfti á að
halda. Það þótti sómi í þá daga að
vera hagsýn húsmóðir og nýta vel.
Það mundi ganga betur að spara í
þjóðfélaginu ef betur væri haldið á
og fjölskyldurnar í landinu nýttu
betur það sem við notum daglega.
Betur væri líka búið að bömunum
okkar ef mamma væri heima hjá
þeim og það vildu margar mæður
vera ef þeim væri gert það kleift.
Minna þyrfti að flýtja inn af vörum
ef húsmæður hefðu tíma til að vinna
betur úr því sem heimilin nota. Ég
er sannfærð um það að ruslið mundi
minnka.
Segja má að lausn á okkar þjóð-
félagsvanda sé sá að við snúum
aftur til fyrri tíma reynslu og byggj-
um upp sterkar ánægðar fjölskyldur
sem aftur byggir upp sterkt og
gott samfélag fólks sem er í góðu
jafnvægi og lifir í sátt við guð og
náttúruna. Þjóðfélag okkar í dag
byggist upp á svo miklum hraða
að það er ekki tími til neins, enginn
tími til þess að búa betur í haginn
sem veldur því að við notum æ oft-
ar skammtímalausnir í stað þess
að finna hveiju vandamáli varan-
lega lausn. Alveg eins og konur
stóðu saman í átaki til að ná fram
réttindum sínum sem einstaklingar,
ættu þær að standa saman við að
veija og ná fram réttindum fjöl-
skyldunnar og standa vörð um þann
rétt, með því til dæmis að krefjast
þess að stjórnvöld geri konum sem
það kjósa, kleift að vera heima til
þess að vinna það þarfa og göfuga
verk sem það er að vera höfuð fjöl-
skyldunnar og það er ekki gert í
hjáverkum. Það mundu losna mörg
dagheimilisplássin og ekki væri eins
brýnt að fá samfelldan skóladag
og er þar spamaður líka. Það er
oft nauðugur kostur mæðra að
vinna utan heimilis fyrir sér og sín-
um.
Aðgerðir ríkisstjómarinnar hafa
verið börnum og fjölskyldum lands-
ins beinlínis óvinveittar og ekki
bætt hag þeirra. Þeir gætu vafa-
laust náð betri spamaði með því
að vinna með húsmæðrum. Oft hef-
ur þetta verið reifað í ríkisstjómum
fyrri ára, en aldrei náð fram að
ganga og ekki virðist þessi ríkis-
stjóm vera svo skynsöm að skilja
mikilvægi þessa máls.
Þjóðin virðist æ oftar vera farin
að taka málin í sínar hendur þegar
taka verður á vandanum strax, eins
og söfnun fyrir heimili handa vega-
lausum börnum sannaði og sýndi.
Það var mál sem ríkisstjómin gat
ekki sameinast um og skaut á frest
þó það væri mál sem þurfti lausn
strax. Ef ég sæti í þessari ríkis-
stjórn myndi ég skammast mín fyr-
ir það að vera kosin til þess að sjá
um velferð þegna þessa lands en
bregðast þeim síðan gjörsamlega
og sérstaklega þeim sem minnst
mega sín í þjóðfélaginu.
En til hvers var kosið og til hvers
Margrét Sölvadóttir
„ Alveg eins og konur
stóðu saman í átaki til
að ná fram réttindum
sínum sem einstakling-
ar, ættu þær að standa
saman við að verja og
ná fram réttindum fjöl-
skyldunnar.“
era þessir stjórnendur ef almenn-
ingur verður æ ofan í æ að taka
heimamálin í sínar hendur þegar
þau eru orðin svo alvarleg að ekki
er hægt að bíða lengur eftir því að
eitthvað sé að gert? Athygli vakti
það að það vora dagmömmur, sjó-
menn, verkalýðsfélög og almenn-
ingur í landinu sem gáfu féð til
söfnunarinnar fyrir vegalaus börn,
en ekki einn einasti ráðherra eða
alþingismaður (nema þá í kyrrþey).
Fannst þeim ef til vill þeir gera sitt
með því að leggja fram tillögu á
alþingi um það að nú yrði að fara
að athuga mál þessara barna bet-
ur? Mörgum fannst að ráðherrar
hefðu getað gefið eins og dagpen-
ingana í einn dag erlendis til söfn-
unarinnar.
Mér er minnisstætt að ráðamenn
þessarar ríkisstjórnar höfðu á orði
í byijun stjómarferils síns að þeir
ætluðu að LEYFA fólki að borga
fyrir ýmsa þjónustu eins og t.d.
læknisþjónustu. Mátti halda af
þessum orðum að þeir álitu fólk
hafa fulla vasa fjár, bíðandi í biðröð-
um eftir að fá að nota þá. Nú verð-
ur að greiða fyrir t.d. krabbameins-
rannsóknir, hvað gera þeir sem
ekki hafa reiðufé? Koma aftur þeg-
ar þeir geta greitt ef þeir era þá
ennþá lifandi? Vissulega tíðkast
slíkt kerfi meðal annarra þjóða en
þá er þar líka rekin ríkissjúkrastofn-
un sem gefur fátækum kost á
ókeypis læknishjálp. Það er kominn
tími til að það viðurkennist að hér
á landi er til mikið af fátæku fólki
sem ef til vill hefur ekki borið mik-
ið á vegna þess að við bjuggum við
kerfi þar sem vel var hugsað um
sérhvern þegn.
Er það ef til vill stefna stjóm-
valda með þessum aðgerðum og
sífelldum árásum á lítilmagnann að
losa þjóðfélagið við fátæklinga?
Þeir í Brasilíu notuðu byssur í götu-
hreinsun sinni á vegalausum börn-
um þar í landi, en ýmsar aðferðir
má nota. Það er hægt að spara í
þjóðfélaginu á margan hátt annan
Fréttir á ensku
á rás eitt í Rík-
isútvarpinu
f SUMAR flytur Ríkisútvarpið
fréttir á ensku einu sinni á dag
fyrir erlenda ferðamenn.
Fréttatími þessi verður alla daga
vikunnar á rás eitt, upp úr klukkan
hálf átta á morgnana fram til loka
september. Það verður yfírlit helstu
erlendra og innlendra frétta, auk
veðurfregna og upplýsinga fyrir
ferðamenn. Umsjónarmaður ensku
fréttanna í sumar verður Oliver
Kentish.
en þann að ráðast á fjölskyldur og
fátækt fólk. Það er hægt að vinna
með fjölskyldum til þess að þær
geti sparað, hjálpa þeim að nota
minna, hjálpa þeim til þess að þurfa
minna að sækja til hins opinbera.
Það er áreiðaniega besti sparnaður-
inn. Þeir sem við stjórnvölinn standa
hafa sannað fyrir okkur að þeir
hafa ekki hug á að hugsa um vel-
ferð fólksins í landinu, um fjölskyld-
una. Það er ósvörað spurning hvað
þeir telja vera máttarstólpa þjóðfé-
lagsins.
Enn er það látið viðgangast að
menn fái næstum engan dóm fyrir
það að misnota börn kynferðislega
þó allir séu sammála um að það
verði að breyta lögunum þar að
lútandi sem allra fyrst. Sá kaldrana-
legi rukkunarmáti á skuldum sem
hér hefur tíðkast um langt skeið
þar sem jafnvel gamalmenni verða
fyrir hróplegu óréttlæti era mál eins
og mörg önnur, eitthvað sem aðeins
nær því að verða til athugunar hjá
ríkisstjóminni þar sem manni sýnist
helst að þau týnist.
Ráðherrarnir segja okkur að við
verðum að spara en hvað gera þeir
til þess að spara sjálfir og í sínum
embættum? (Jóhanna Sigurðardótt-
ir er hér undanskilin, hún er til
sóma í sínu embætti.) Þeir gætu
svo sannarlega sparað mikið fé sem
nú fer í að halda uppi ríkisbákninu
sem manni finnst oft vera eyðsla í
sýndarmennsku á erlendri grund.
Við höfum ekki efni á því að kosta
þessa kalla í kjól og hvítt erlendis
og ættum ekkert að skammast okk-
ar fyrir að viðurkenna það. Frekar
mætti skammast sín fyrir það að
þykjast geta það. Það er óþarfi að
vera að SNOBBA.
Við sem viljum bæta hag fjöl-
skyldunnar í landinu og við konur
sem viljum vera það afl sem nauð-
synlegt er hverri fjölskyldu. VIÐ
ÖLL verðum að taka þessi mál í
okkar hendur og standa saman að
velferð fjölskyldunnar, alveg eins
og við stóðum saman í átaki fyrir
þau sem stjórnvöld vildu ekkert vita
af. Kreíjumst þess að ein fyrirvinna
nægi og að það einstæða foreldri
sem það vill, geti verið heima hjá
sínum börnum. Á móti spöram við
neysluna og spornum við atvinnu-
leysi.
Höfundur er rithöfundur.
"var einhver að tala um
á útimálningu og viðarvörn?
fV
OKKAR
VERO ERU
T
N
VERÐDÆMI
SADOLIN
| sterk múrmálning
9 L verð frá
3.705,'
HÖRPU SILKI 10 L verðfrá
*
4.390,-
K HORPU
þAKVARI
20 L verðfrá
B n
u
1R
8.903,-
Komdu og kynntu þér málin og gerðu
M
FMH'ililVfcá mögnuð verslun í mjódd
. _ Álfabakka 16 @670050
G.Á. Böðvanson hf.
SELFOSSI
■8
co
mðinlngar
pjdnustan hf
akranesi