Morgunblaðið - 02.06.1992, Side 18
61
1«
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDÁgUr 2. JÚNÍ1992
s
SUMARBÚSTAÐA
EIGENDUR
GOn ÚRVAL n
Efna til vatns oa
Efna til vatns og
hltalagna, úr járni
eir eða plasti.
Einnig rotþrœr o.m.fl.
Hreinlœtistœki, stálvaskar
og sturtuklefar.
VSnduð vara sem endist
\éá VATNSVIRKINN HF.
fT.. ARMULA 21 SIMAR $86455 - 685966
BSlS FAX 91-687748
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
s fflsrgnwlfrlfofotfo
Um kostnað við
heilbrigðisþj ónustu
Heilbrigðisútgjöld hins opinbera á mann
Miðað við kaupmáttargengi VLF í Bandaríkjadollurum (PPP)
--------------------------------------------------900
eftir Ólaf Ólafsson
Hagfræðistofnun kvittar fyrir
greinina í Morgunblaðinu 14. maí
sl. með því að draga í efa skýringu
á súluriti sem birtist í greininni.
Inntak þess súlurits var að
draga saman að nokkru leyti sam-
eiginlegan kostnað heilbrigðis- og
félagsmálaþjónustu Norðurlanda.
Það virðist hafa farið framhjá
Hagfræðistofnun að mörkin milli
heilbrigðis- og félagsþjónustu eru
oft mjög óskýr. Skal ég því leitast
við að skýra málið. Hugsum okkur
að aldraður maður leggist inn á
öldrunarstofnun. í upphafí þarfn-
ast hann engrar eða lítillar aðstoð-
ar. En eftir því sem árin færast
yfír þarfnast hann meiri hjálpar.
Að lokum verður hann rúmfastur
og ellisjúkdómar marka hann
meir. Hann er orðinn hjúkrunar-
sjúklingur. Hvar endar félagslega
aðstoðin og hvar tekur heilbrigðis-
þjónustan við?
Nú er það svo hér á landi að
greiðsluformið auðveldar okkur að
aðgreina þjónustu sem veitt er í
félags- og heilbrigðisþjónustu. í
mörgum öðrum löndum er
greiðsluformið annað, t.d. þar sem
sami aðili, þ.e. lífeyristryggingar,
greiðir alla þjónustu stofnunarinn-
ar, verður mun erfíðara að að-
greina heilbrigðis- og félagsþjón-
ustu. Sömuleiðis er erfitt að skil-
greina nákvæmlega heilbrigðis-
þjónustuna. Hvar eru t.d. mörkin
milli félagslegrar umönnunar og
hjúkrunar? Og hvers eðlis þarf
hjúkrun að vera og hversu mikil
til þess að flokkast sem heilbrigð-
isþjónusta? Mörkin eru ekki skýr.
Ýmsar þjóðir eiga því í skiljanleg-
um erfíðleikum með að aðgreina
heilbrigðisþjónustuna frá almennri
öldrunarþjónustu og flokka hana
því til félagsþjónustu. Þess vegna
verður að hafa fyrirvara á alþjóð-
legum samanburði í heilbrigðis-
málum. Þetta er ekki gert til þess
að gera Hagfræðistofnuninni
erfiðara fyrir.
Undirritaður hefur áður skýrt
frá útgjöldum íslendinga til heil-
brigðismála en til frekari skýringa
eru hér birtar tölur um heildarút-
gjöld Norðurlanda til heilbrigðis-
og félagsþjónustu (tölurnar eru
gengisleiðréttar af Þjóðhagsstofn-
un).
Heildarútgjöld til heilbrigðis- og
félagsmála sem hlutfall af vergri
þjóðarframleiðslu 1988:
ísland 18,1
Danmörk 29,1
Finnland 24,8
Noregur 25,2
Svíþjóð 36,0
Vegna þess að hlutfallslega er
fieira fólk 65 ára og eldri á hinum
Norðurlöndunum eru hér birt
heildarútgjöld til félags- og heil-
brigðisþjónustu á íbúa 15-64 ára
á Norðurlöndum 1988 (gengisleið-
rétt af Þjóðhagsstofnun):
ÍSK
ísland 284.000
Danmörk 396.000
Finnland 337.000
Noregur 356.000
Svíþjóð 517.000
Meira atvinnuleysi er á hinum
Norðurlöndunum en á Islandi svo
að eitthvað minnkar munurinn en
HÚSEIGENDUR í STÓRRÆÐUM
Nú eru áhyggjur af öllu ruslinu
sem safnast við vorverkin úr
sögunni, því aö hjá okkur getiö
þiö fengi3 stóra og smáa gáma
fyrir múrbrot, garðaúrgang og
allt annaS sem fellur til af rusli.
Nánari upplýsingar eru
gefnar í síma 67 68 55.
HIRÐIR
uMMViiuHíiiuéNym
Höfðabakka 1,110 Reykjavik
sími 67 68 55, telefax 67 32 40
Ólafur Ólafsson
„Ég ítreka fyrra boð
um að Hagfræðistofn-
unin sitji samráðsfundi
embættisins með Þjóð-
hagsstofnun um kostn-
að við heilbrigðisþjón-
ustu. Slíkir fundir eru
líklegri til þess að bera
ávöxt en skrif í dag-
blöð.“
ljóst má_ vera að útgjöldin eru
lægst á íslandi.
Hagfræðistofnun reyndi ekki að
öðru leyti að kasta rýrð á niður-
stöður mínar. Eftir stendur að
Hagfræðistofnun hefur ekki gætt
þess er hún reiknar útgjöld til
heilbrigðismála að:
1. íslendingar skrá útgjöld
vegna þjónustu við aldraða og
áfengissjúka undir heilbrigðismál
en margar aðrar þjóðir skrá slík
útgjöld að verulegu leyti undir
félagsmál.
Afleiðingamar eru þær að mynd
sú er Hagfræðistofnunin dregur
upp af kostnaði við heilbrigðis-
þjónustu íslendinga í samanburði
við margar OECD-þjóðir er röng.
2. Þegar Hagfræðistofnun skrá-
ir opinber útgjöld íslendinga til
heilbrigðismála í Bandaríkjadöl-
um, umreiknuð með gengisvísi-
tölu, miðað við aldursvegnar
mannfjöldatölur, hefur stofnunin
ekki leiðrétt fyrir verðbólgu í
Bandaríkjunum. Þegar heilbrigðis-
kostnaður er staðvirtur miðað við
verðbólgu í Bandaríkjunum blasir
allt önnur mynd við, sbr. meðfylgj-
andi línurit sem unnið er af Þjóð-
hagsstofnun. Þar kemur glögglega
í ljós að heildarútgjöld til heilbrigð-
ismála hér á landi hafa minnkað
að raunvirði frá 1988. ísland er
trúlega í 5.-7. sæti í Evrópu en
ekki langefst.
Eg ítreka fyrra boð um að Hag-
fræðistofnun sitji samráðsfundi
embættisins með Þjóðhagsstofnun
um kostnað við heilbrigðisþjón-
ustu. Slíkir fundir eru líklegri til
þess að bera ávöxt en skrif í dag-
blöð.
Höfundur er landlæknir.