Morgunblaðið - 02.06.1992, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992
Alþjóðleg ráðstefna um málefni fatlaðra í Vancouver í Kanada;
„Sjálfstæði ’92“
- markmið fyrir fatlaða
eftir Margréti
Margeirsdóttur
Dagana 21.-26. apríl síðastliðinn
var haldin alþjóðleg ráðstefna um
málefni fatlaðra í borginni Vancou-
ver í Kanada. Það voru aiþjóðleg
samtök fatlaðra sem stóðu að ráð-
stefnunni, en þau heita á ensku
Disabled People International og eru
skammstöfuð D.P.I. Samtökin voru
stofnuð á alþjóðaári fatlaðra 1981,
í því skyni að vinna að sameiginleg-
um hagsmunamálum 'fatlaðra um
heim allan.
Auk þessara samtaka stóðu að
ráðstefnunni ríkisstjóm Kanada,
fylkisstjóm og borgarstjórnin í
Vancouver, en fjölmargir aðrir aðil-
ar, s.s. félagasamtök, fyrirtæki og
einstaklingar létu í té stuðning á
ýmsan hátt.
Þátttakendur á ráðstefnunni vom
um þijú þúsund frá rúmlega 90 þjóð-
löndum og mun þetta vera stærsta
ráðstefna sem hefur verið haldin um
málefni fatlaðra. Langmestur hluti
þátttakenda var úr röðum fatlaðra,
þaraf voru um 700 manns í hjólastól-
um að því er talið var, en flestir ef
ekki allir hópar fatlaðra áttu fulltrúa
á ráðstefnunni.
Auk þáttakendanna á ráðstefn-
unni sem skráðir voru á ráðstefnuna
var aðstoðarfólk hinna fötluðu svo
og sjálfboðaliðar sem gegndu marg-
víslegum störfum. Þannig mun sam-
ankominn fjöldi hafa verið á milli
4-5.000 manns. Sjálfboðaliðar voru
m.a. nemendur úr menntaskólum í
Vancouver og nærliggjandi borgum
sem fengu frí úr skólum til að sinna
þessum störfum og var það metið
til punkta eins og um nám væri að
ræða.
Ráðstefnan fór fram í glæsilegum
húsakynnum í miðborg Vancouver
sem heita á ensku: World Trade
Union Centre en þessi bygging var
tekin í notkun árið 1986 þegar
heimssýningin var haldin í Vancou-
ver. Byggingin er í tengslum við
Hótel Pan Pacifíc og þarf vart að
taka fram að aðgengi fyrir fatlaða
var alveg til fyrirmyndar — það
besta sem ég hef séð á hótelum. I
þessu sambandi má geta þess að
bæði borgaryfirvöld og einkafyrir-
tæki hafa lagt sig fram um að bæta
aðgengi fyrir fatlaða bæði varðandi
byggingar og samgöngumál og virt-
ist vera tiltölulega auðvelt fyrir fólk
í hjólastólum að ferðast um í borg-
inni.
Yfirskrift ráðstefnunnar var
„Sjálfstæði ’92“ (Independence ’92)
sem felur í sér stefnumótandi mark-
mið fyrir fatlaða. Tilgangur ráð-
Margrét Margeirsdóttir
„Þátttakendur á ráð-
stefnunni voru um þrjú
þúsund frá rúmlega 90
þjóðlöndum og mun
þetta vera stærsta ráð-
stefna sem hefur verið
haldin um málefni fatl-
aðra. Langmestur hluti
þátttakenda var úr röð-
um fatlaðra, þar af
voru um 700 manns í
hjólastólum að því er
talið var, en flestir ef
ekki allir hópar fatl-
aðra áttu fulltrúa á ráð-
stefnunni.“
stefnunnar var m.a. sá að gera eins
konar úttekt á því hvað hefði áunn-
ist á síðastliðnum áratug í málefnum
fatlaðra og hvaða markmið og stefnu
ætti að setja þennan áratug fram á
næstu öld.
Samkvæmt dagskrá sem þátttak-
endur fengu í hendur við upphaf
ráðstefnunnar voru tæplega eitt
hundrað umræðuefni til umfjöllunar
og rúmlega 400 manns fluttu þarna
ræður og framsöguerindi auk þeirra
sem tóku þátt í umræðum. Til að
gefa nokkra vitneskju um efni sem
fjallað var um og fjölbreytni þeirra,
má nefna eftirfarandi: Sjálfs-
ákvörðunarréttur, tryggingabætur
og fjárhagslegt sjálfstæði, hvemig
geta fatlaðir haft áhrif á þjóðfélags-
legar breytingar og skipulagsmál,
afnám stofnana, þátttaka fatlaðra í
samfélagsmálum, draumur eða veru-
leiki, mismunum, útskúfun og fá-
tækt, jafnrétti, mannréttindi, fjöl-
miðlar og áhrifamáttur þeirra á við-
horf til fatlaðra. Þátttaka fatlaðra í
stjórnmálum, Fatlaðar konur í þró-
unarlöndunum, Alnæmi, ný fötlun,
ný útskúfun. Hjálpartæki og tækni-
framfarir, Menntun fatlaðra (mörg
erindi), Arvinnumál fatlaðra (mörg
erindi) Húsnæðismál fatlaðra, Al-
þjóðasamstarf fatlaðra og þróun
þess, íþróttir, og þannig mætti lengi
telja.
Það gefur augaleið að þegar um
er að ræða svo umfangsmikið efni
eins og upptalningin hér að framan
gefur til kynna fer margt framhjá
sem áhugavert hefði verið að hlýða
á. Hins vegar var gefln út bók með
útdráttum flestra erindanna þar sem
kemur fram nokkuð góð yfirsýn um
málefni fatlaðra í hinum ýmsu lönd-
um heims. Frá einstökum ríkjum
voru hlutfallslega flest framsögu-
erindi flutt af þátttakendum frá
Kanada og er það eðlilegt þar sem
ráðstefnan var haldin þar.
Þjónusta við fatlaða í Kanada
Aður en vikið er að einstökum
erindum verður gerð stutt samantekt
um þjónustu við fatlaða í Kanada á
grundvelli þeirra upplýsinga sem
þarna komu fram í ræðu og riti.
Þjónusta við fatlaða er mismun-
andi langt á veg komin eftir fylkjum.
Þó er alls staðar stefnt að samskipan
fatlaðra bæði á almennum skólum
og í þjóðfélaginu yfírleitt, en það á
bæði við um andlega og líkamlega
fatlaða. Stórar stofnanir eru að
Ieggjast af og lítil heimili og íbúðir
taka við sem búsetuúrræði, þó er
enn skortur á slíkum úrræðum.
Fram kom að í Kanada er 14%
atvinnuleysi og eiga fatlaðir því erf-
itt uppdráttar á vinnumarkaðnum
sem kemur fram í þeim tölum sem
nefndar voru, en talið er að milli
60-70 fatlaðra í Kanada séu án
atvinnu. Jafnvel þeir sem lokið hafa
háskólaprófun verða undir í þeirri
hörðu samkeppni sem á sér stað á
vinnumarkaðnum. Hvað viðkemur
ferli- og aðgengismálum kom fram
að miklar úrbætur hafa átt sér stað
á síðustu árum. Einn ötulasti ein-
staklingur sem hefur beitt sér í bar-
áttunni fyrir bættu aðgengi er
Kanadamaðurinn Rick Hansen en
hann vakti heimsathygli fyrir nokkr-
um árum þegar hann ferðaðist í
hjólastól umhverfis hnöttinn og
heimsótti 34 lönd. Ferðin tók rúm-
lega tvör ár og þótti mikið afrek.
Þess skal getið að Rick Hansen var
formaður undirbúningsnefndar ráð-
stefnunnar og flutti hann ávarp við
opnunina.
Þeir sem töluðu fyrir hönd fatl-
aðra gagnrýndu þó ýmislegt sem
þeim þótti ábótavant einkum í at-
vinnumálum og tryggingamálum.
Margir lögðu mikla áherslu á auknar
tryggingabætur og aukið fjárhags-
legt öryggi sem væri forsenda fyrir
því að geta lifað sjálfstæðu lífl.
Á síðastliðnum áratug hefur verið
komið á fót í ýmsum fylkjum Kanada
eins konar svæðismiðstöðvum sem
heita á ensku: Independent Living
Centres. Þetta eru ráðgjafastöðvar
fyrir fatlaða sem eru reknar af
einkaaðilum en njóta opinberra
styrkja svo og fjárhagslegs stuðn-
ings frá félagasamtökum og fyrir-
tækjum.
Þessar ráðgjafastöðvar eru starf-
ræktar á grundvelli hugmyndafræði
um samskipun og miðast starfið við
að hjálpa fötluðum til sjálfstæðis og
aukinnar þátttöku í samfélaginu. Á
ráðstefnunni var sérstök kynning á
þessari starfsemi og var gerð ítarleg
grein fyrir hvernig hún er skilgreind
og hvemig skipulagið er. Þessar
ráðgjafastöðvar njóta mikilla viður-
kenninga og eru nú um 20 slíkar í
Kanada og er stöðugt unnið að því
að koma þeim á fót sem víðast.
Fólk sækist eftir að starfa á þeim
og vinna jafnvel margir sem sjálf-
boðaliðar. Töluverður þáttur í kana-
dísku félagsmálastarfí er ýmiss kon-
ar sjálfboðavinna (volunteer service)
sem er vel skipulögð eftir því sem
næst varð komist. Hér má skjóta inn
í að á stærstu endurhæflngardeild-
inni í Vancouver, G.P. Strong Cen-
tre, sem ég heimsótti að lokinni ráð-
stefnunni komu sjálfboðaliðar til að
sinna félagslegum þörfum sjúkling-
anna.
Hvað varðar opinberar aðgerðir í
þágu fatlaðra í Kanada verður nú
vitnað í ræðu forsætisráðherrans
Brian Mulroney sem hann hélt við
opnun ráðstefnunnar. Að vísu mætti
hann ekki í eigin persónu heldur
sendi yfirlýsingu Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi fatlaðra 1981 þeg-
ar áratugur fatlaðra hófst.
I kjölfar yfirlýsingarinnar var
komið á fót sérstakri ráðuneytisdeild
til að skipuleggja og samhæfa að-
gerðir í þágu fatlaðra sem tekur til
allra fylkja í Kanada. Á vegum ríkis-
0 Listahátíð í Reykjavík Art Film hf og Steinar hf kynna:
Wm\
i
LaoqARdalshöll 16. júní kl. 20.00
Fram koMA: Bubbi Morthens
Ný-Dönsk
Sólin Hans Jóns Míns
Síóan Skein Sól
Todmobile
MÍÓAVERð AÓEÍNS kR. 1.000 • * í foRsölu. Kr. 1.500.' á
TONlEÍkAÖAq. Míóar eru seIcJír kjÁ LisTAhÁTÍð í REykjAvík oq
VersIunum Steínars hF Músik & MyNdÍR. Sú EUen oq FLeírí Liíta upp.
TÓNlEÍkAR þEssÍR veröa kvikMyNÖAÓÍR aF kvikMyNdAFálAqÍNU Art FíLm oq eru
hluTÍ aF IslENskRÍ qAMANMyNd SEM FfiUMSyNd VERÖUR í jANÚAR Á NÆSTA ÁRÍ.
M Ú 5 í K FLUGLEIDIR
^ M Y N D I R
0 Listahátíð í Reykjavík ^Taeknival
ISLISSM UtnSISGtSIOHS HI
ISLANOSBANKA
Lambakjöt alagmarkyverbi