Morgunblaðið - 02.06.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 02.06.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 21 Þessi mynd er táknræn fyrir það góða aðgengi sem fatlaðir búa við í Bresku Kólumbíu í Kanada. -j ¥ iMfy StMUm pony ...stóri smábíllinn sem hœjir öllum 3 og 5 dyra hlaðbakur • 4 dyra stallbakur • 72 og 84 hestafla vél • 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting • Hvarfakútur Verð frá: 694.000,- kr. • Aukabúnaður (t.d.): Topplúga: 38.000,- kr. og álfelgur: 29.000,- kr. stjórnarinnar er nú verið að fram- kvæma áætlun sem var gerð til 5 ára í því skyni að bæta hag fatlaðra og stuðla að aukinni þátttöku þeirra í þjóðfélaginu. A komandi árum verður lögð sérstök áhersla á eftir- farandi atriði: aukna möguleika til menntunar, efling á starfsráðgjöf og tengslum við atvinnulífið, meiri hjálpartækjaþjónusta og tækniað- stoð og áframhaldandi úrbætur í ferli- og aðgengismálum. Þetta var örstutt yfirlit um nokk- ur atriði í sambandi við þjónustu við fatlaða í Kanada. Fjölmennasta ráðstefnan Eins og áður var getið voru rúm- lega 90 þjóðir sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna, þar á meðal komu sendinefndir frá Suður-Ameríku og Afríku. Margir þeirra sem þaðan komu og töluðu, lýstu hrikalegu ástandi í málefnum fatlaðra þar sem samfélagsleg aðstoð og þjónusta er lítil og sumsstaðar engin. Sumir deildu hart á vestræn ríki fyrir að arðræna fátækar þjóðir og gefa þeim síðan ölmusufé til baka. Fram komu að stórar stofnanir eru víða enn við lýði þar sem mannrétt- indi eru ekki virt og fatlað fólk býr við niðurlægingu, ofbeldi og ömur- legar aðstæður. Félagasamtök og sjálfshjálparhópar eru þó að hasla sér völl í æ ríkari mæli til að vekja athygli á þessu ófremdarástandi og berjast fyrir réttindum fatlaðra. Fulltrúar frá Austur-Evrópu lýstu einnig bágbornu ástandi í heima- löndum sínum. M.a. kom fram í erindi sem einn fulltrúi Eistlands flutti, að hvorki væru þar til skólar né heimili fyrir fötluð börn, einu úrræðin væru stórar stofnanir sem væru öðru fremur geymslustaðir og oft væru bæðir þroskaheftir og geð- fatlaðir vistaðir á sömu stofnun. Fulltrúar frá Kína voru fjölmennir á ráðstefnunni og kom fram bæði í ræðu og riti að þar í landi hefur verið gert umtalsvert átak í málefn- um fatlaðra á síðastliðnum áratug. Sérstaklega á þetta við um bætt aðgengi, menntun fatlaðra, endur- hæfingu og atvinnumál. Varðandi skólamálin má geta þess að á síðast- liðnum fimm árum hefur sérdeildum við almenna skóla ijölgað um 200% og 4.500 fatlaðir stunda nú nám við háskóla í Kína. Mikil áhersla er lögð á stafsþjálfun og ráðgjöf til að stuðla að sjálfstæðri atvinnu eða atvinnu- þátttöku á almennum vinnumarkaði. Ekki verður frekar rakið hér efni hinna ýmsu fyrirlestra enda þótt af nógu væri að taka og raunar væri það efni í margar greinar. Við upphaf ráðstefnunnar var opnuð gríðarlega umfangsmikil sýn- ing á nýjustu gerðum hjálpartækja þar sem tækni og vísindi nútímans voru nýtt til fulls. Má þar nefna tölvur og tölvubúnað, ýmiskonar skrifstofubúnað, lyftur, hjólastóla, bifreiðar, svo fátt eitt sé nefnt. Ennfremur var sett upp sölusýn- ing á listaverkum eftir fatlaða frá ýmsum löndum heims. Þá má nefna stuttar leik- og dans- sýningar fatlaðra sem fóru fram alla dagana. Minnisstæðast af því verður danssýning þar sem ung kona dans- aði listdans með litla telpu, sem var lömuð. Listdansarinn lyfti telpunni úr hjólastólnum og dansaði með hana af ótrúlegri leikni. Það var hrífandi sjón að sjá þetta atriði. Á lokahátíð ráðstefnunnar talaði m.a. formaður sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra og ræddi um árangur á síð- astliðnum áratug og koma víða við. Ennfremur fjallaði hann um framtíð- arstefnu og markmið sem stefnt skyldi að fram til næstu aldamóta. Að loknum erindum og ávörpum á lokahátíðinni hófst fjölbreytt skemmtidagskrá, sem fatlaðir sáu að öllu leyti sjálfir um. M.a. sýndi spænskur leikflokkur þroskaheftra, dans og leikræna tjáningu við mikla hrifningu áhorfenda. Þá má nefna söng- og hljómsveitarflutning, upp- lestur, leikþætti og fleira. Öli skipulagning ráðpstefnunanr og framkævmd var til fyrirmyndar þrátt fyrir þennan mikla fjölda. Öll framsöguerindi og umræður voru túlkaðar yfir á táknmál (nema þau sem flutt voru á táknmáli) og voru oft þrír táknmálstúlkar sem túlkuðu þá á ensku, frönsku og spænsku samtímis. Auk þess voru öll erindi þýdd jafn- óðum á þessi þrjú tungumál svo hver og einn gat vaiið að hlusta á það sem hann skiidi best. Mörg alþjóðleg samtök fatlaðra og félög héldu stjórnarfundi í tengsl- um við ráðstefnuna og ennfremur efndi sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra til nokkurra daga fundar að lokinni ráðstefnunni. Fjölmiðlar Vancouver og víðar í Kanada gerðu ráðstefnunni góð skil í blöðum og sjónvarpi og birtu mörg viðtöl við þátttakendur. Eins og áður sagði var þetta fjöl- mennasta ráðstefna sem hefur verið haldin í málefnum fatlaðra og ein- stök upplifun að fá tækifæri til að taka þátt í henni og fylgjast með áhuga og aðdáunarverðum dugnaði fólksins sem var þarna samankomið. Höfundur er deildnrstjóri félagsmálaráðuneytis í málefnum fntlaðra. Yiinnai ■ w&Mw ÉlfaJPlrTÍli ...til framtíðar BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. Ármúla 13 • Sími: 68 12 00 Bein Iína: 3 12 36 Meim en þú geturímyndað þér! ÖRKIN 2114-9-25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.