Morgunblaðið - 02.06.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 02.06.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ Í992 Ráðstefna um ör- yggi á fiskiskipum HAFIN er í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um öryggi um borð í fiski- skipum. Nálægt sextíu fundarmenn frá sautján ríkijum og fjórum alþjóðastofnunum sitja ráðstefnuna, sem hófst í gær og stendur fram á föstudag. „Tilgangur ráðstefnunnar er að leggja síðustu hönd á bókanir við samninginn frá 1977, sem gerður var í Torremolinos á Spáni en öðlað- ist aldrei gildi,“ sagði Ari Guð- mundsson, formaður íslensku sendi- nefndarinnar. Ari kvað veigamiklar breytingar hafa verið gerðar á Torr- emolinos-samþykktinni frá því árið 1986, þegar ákveðið hafi verið að taka upp þráðinn að nýju. Samþykktin gildir fyrir öll fiski- skip, 24 metra löng og lengri, og inniheldur reglur og staðla um stöð- ugleika, véla- og rafbónað, eldvam- ir, björgunar- og öryggisbúnað, neyðaráætlun og fjarskipta- og sigl- ingatækni. „Það eru sérstaklega kaflarnir um eldvamir og björgunar- og ör- LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK: Dagskráin í dag Háskólabíó:Tónleikar James Galway og Phillip Moll kl. 20.30. yggisbúnað sem hafa valdið því að einkum Asíuþjóðir hafa ekki treyst sér til að staðfesta Torremolinos- samþykktina,“ sagði Ari. „Hún var aldrei staðfest nema af forráða- mönnum sem svarar 19% af físki- skipaflota heims, en gera má ráð fyrir að undanþága frá 24-metra reglunni verði gerð fyrir ofan- greinda kafla til að koma til móts við þá aðila.“ Til að samþykktin öðlist gildi þarf hún að hljóta sam- þykki 15 ríkja og fulltrúa sem svar- ar 50% fiskiskipaflotans. Fundarstjóri er Y. Sasamura, fyrrverandi aðstoðaraðalritari Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar og forstjóri öryggismáladeildar. Núverandi varaforstjóri deildarinn- ar, Femando Plaza, situr einnig ráðstefnuna. Þórður Þórðarson, deildarstjóri í Siglingamálastofnun, er skipuleggjandi fundarins. Ráðstefnan er fjármögnuð af fijálsum framlögum, þar sem ekki tókst að fá fjárveitingu Alþjóðasigl- ingamálastofnunarinnar. I mars á næsta ári verður lokahnúturinn rek- inn á þessa vinnu með ráðstefnu í Torremolinos á Spáni, og hafa Spánveijar boðist til að bera af henni allan kostað. MorgunblaOio/tíjami. Gösta Winbergh og Mats Lijjefors hljómsveitarstjóri. Gösta Winbergh q ______Tónlist Jón Ásgeirsson Tenórsöngvarinn Gösta Win- bergh og hljómsveitarstjórinn Mats Liljefors, ásamt Sinfóníu- hljómsveit íslands, stóðu fyrir fyrstu tónleikunum á Listahátíð 1992 í Háskólabíói. Hljóm- sveitarstjórinn Mats Liljefors er góður stjórnandi og stýrði hljóm- sveitinni af öryggi, einkum í for- leiknum að Brottnáminu úr kvennabúrinu, eftir Mozart. Þá var margt fallega gert í La gazza ladra, eftir Rossini, en bæði er forleikurinn nokkuð slitróttur og ýmis fíngerðari atriði hans voru auðheyrilega ekki nógu vel æfð, svo að í heild var forleikurinn nokkuð ójafn að gæðum. Eftir hlé opnaði hljómsveitarstjórinn með Sænskum hátíðarforleik, eftir August Söderman. Þetta er dæmigert rómantískt for- skriftarverk, vel ritað fyrir hljómsveit en litlaust tónverk. Forleikurinn að La forza del destino, eftir Verdi, var síðasta sérverkefni Liljefors og eins og í forleik Rossinis, var margt fal- legt sem hann krafði hljómsveit- ina um og svaraði hún sumu vel. Gösta Winbergh „kom, sá og sigraði", sérstaklega í tveimur aríum úr Don Giovanni, II mio tesoro og Dalla sua pace og nafna-aríunni frægu, In fernem Land, úr Lohengrin, eftir Wagn- er. í þessum verkum mátti heyra fallega leikið með sterka og veika tónmyndun og það sem gerir söng hans sérlega aðlað- andi, „músíkalska" mótun tón: hendinga og agaða túlkun. í Puccini aríunum, Che gelida manina, úr La Bohéme og E lucevan le stella, úr Tosca, var söngur hans glæsilegur og sama má segja um tónles og aríu úr II Trovatore, eftir Verdi, en það vantaði þann ástríðuhita sem verk ítölsku tónskáldanna eru svo rík af og er í raun megin- þunginn í tónrænni túlkun þeirra. Gösta Winbergh er glæsi- legur söngvari og þótt hann flytti mjög fallega Skogen sover og Till havets, eftir landa sína, Alf- vén og Nordquist, vantaði að nokkru tilfinninguna fyrir því alþýðlega, sem Nicolai Gedda kunni að leika sér með, betur en nokkur annar. Hvað sem þessu líður er Gösta Winbergh söngvari heimssviðsins, sérstak- Iega í Mozart og Wagner og að því leyti til gáfu tónleikar hans sýn til þeirrar fegurðar, sem hveijum manni gerir gott að geyma vel í hjarta sínu. Sýning á verkum Míro og Kjarvals var opnuð á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Listahátíð í Reykjavík: Þjóðum hollt að gefa gaum að alþjóðlegn umhverfí sínu - segir Ólafur G. Einarsson við setningu hátíðarinnar ÓLAFUR G. Einarsson, menntamálaráðherra, setti tólftu Listahátíð í Reykjavík á Lækjartorgi á laugardag. Hann sagði þá meðal ann- ars að hverri þjóð væri hollt að gefa gaum að alþjóðlegu umhverfi sínu. Það ætti ekki síst við í menningarmálum þar sem hljómur, form, litir, hreyfing og frásögn væru hið sameiginlega tungumál í samfélagi þjóðanna. „Listsköpun á íslandi er þannig ekki einangruð við ísland fremur en listsköpun annarra þjóða við þeirra heimaland. Með framlagi list- amanna veitist innsýn í menningar- arf þjóðar þeirra," sagði mennta- málaráðherra og nefndi að á dag- skrá Listahátíðar væru ekki ein- vörðungu erlend atriði heldur einnig atriði frábærra íslenskra lista- manna. Hann tók fram að í tilefni af 10 ára afmæli menningarsamn- ings íslendinga og Frakka á næst- unni væri sérstök áhersla lögð á frönsk dagskráratriði á hátíðinni. Ennfremur væru norrænir leiklist- ardagar hluti af henni. Ólafur hélt stutt ávarp við frum- flutning nýrrar íslenskrar óperu eftir Hjálmar H. Ragnarsson við texta Halldórs Laxness seinna sama James Galway flautuleikari: „Ég æfi mig einfaldlega meira en aðrir og er því betri MAÐURINN með gullnu flautuna, James Galway, er kominn til ís- lands og heldur tónleika á vegum Listahátíðar í Háskólabíói í kvöld. Með honum leikur Philip Moll á píanó, en hann er einn þekktasti meðleikari heims. Dagskráin sem þeir flytja er vel æfð að þeirra sögn, enda er þetta í fjórða sinn á tiltölulega skömmum tíma sem þeir leika sömu dagskrá. Galway var ánægður að heyra um hina íslensku alþýðutrú að allt væri fullkomið í fjórða sinn, og sagðist vonast til að það gilti um tónleikana. Galway sagðist vera þreyttur eft- ir ferðalagið frá Bretlandi til ís- lands, er hann ræddi við Morgun- blaðið í gær. Þó hann hafi beðið frá árinu 1977 eftir að koma hingað, er ekki að sjá að landið hafi staðist væntingar hans. Hann horfír reglu- lega út um gluggann, meðan á við- talinu stendur, hristir höfuðið og tjáir önugur álit sitt á veðráttunni. Hann er alvarlegur og stundum kaldhæðinn í svörum, enda glottir hann frekar en að brosa. Honum leiðast viðtöl við fréttamenn og tal- ar við þá meira af skyldurækni en áhuga. „Arið 1977 átti ég að halda tón- leika hér, en skömmu áður ók fá- viti á mótorhjóli yfir mig þegar ég gekk yfir götu í Luzem. Hann braut á mér báða fótleggina og annan handlegginn, svo tónleikunum var aflýst,“ útskýrir Galway. Eftir það voru gerðar nokkrar tilraunir til að fá hann til tónleikahalds hér á landi, en alltaf kom eitthvað uppá sem varð til þess að tónleikunum var aflýst. — Nú ertu loksins kominn. Hvernig lýst þér á landið? „Veðrið hér er ömurlegt." — Er það allt og sumt? „Þið eruð indælis þjóð.“ Galway hefur undanfama mán- uði verið nánast stöðugt á tónleika- ferðalögum og hefur haldið ótelj- andi tónleika beggja vegna Atlants- hafsins, auk þess sem hann hefur í gegnum tíðina leikið inn á mikinn fjölda hljómplatna og geisladiska. Hvarvetna sem hann kemur leikur hann fyrir fullu húsi, enda er hann ekki eingöngu þekktur fyrir klass- ískan flautuleik heldur einnig fyrir írska þjóðlagatónlist og dægurlaga- tónlist. Áheyrendahópur hans er því breiðari en margra annarra klassískra tónlistarmanna. „Eg byijaði á að leika írska þjóðlaga- tónlist, því ég ólst upp við hana. Ég hef í rauninni gaman af allri tónlist." Þegar hann segist vera þreyttur eftir ferðalagið til íslands vaknar óhjákvæmilega sú spuming hvers vegna maður af hans stærðargráðu innan tónlistarheimsins, ferðist um heiminn þveran og endilangan til tónleikahalds. „Til að aðrir en þeir sem búa í næsta nágrenni við mig geti hlustað á mig. Ef fólk væri tilbúið að koma til Sviss og hlusta á mig þar, færi ég aldrei í tónleikaferðalög. Þau eru þreytandi." Galwáy er írskur að uppmna, fæddist og ólst upp í Belfast á Norður-írlandi. Faðir hans og afi vom flautuleikarar, „þess vegna lá beinast við að ég fengi þetta hljóð- færi,“ segir hann. Af fjórum böm- um Galways hefur aðeins ein dóttir hans stundað nám í flautuleik. Hún heitir Jennifer og er 17 ára. Galway segist ekki hafa kennt henni sjálfur og telur ólíklegt að hún muni leggja flautuleik fyrir sig í framtíðinni. „Hún hefur mikinn áhuga á jazz- söng eins og tvíburasystir hennar, Charlotte." Galway hefur mikið álit á fiðlu- leikaranum Nigel Kennedy, sem kom Árstíðum Vivaldis inn á lista yfir vinsælustu dægurlögin í Bret- landi. „Ég hef aldrei séð hann á tónleikum og hirði ekki um álit annarra á honum. Mér finnst hann snillingur. Einn af bestu fíðluleikur- um heims." Þegar hann er spurður hvort hann þekki til íslenskra tón- listarmanna, svarar hann að bragði: „Þið eigið flautuleikara sem þið getið verið stolt af, Ásthildi Har- aldsdóttur. Ég hef heyrt í henni og hún er reglulega snjöll, vemlega góð.“ Galway á 11 handsmíðaðar gull- flautur, sem aðdáandi hans, jap- anski flautusmiðurinn Muramatsu, sérhannaði fyrir hann. „Ég hef allt- af þijár flautur með mér á tónleika- ferðalögum. Fyrir tónleika prófa ég

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.