Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992
25
Góð byrjun á laxavertíð:
Atján laxar á land
fyrsta morguninn
LAXVEIÐIN fór prýðilega af stað í Þverá og Norðurá í Borgar-
firði í gær. Á hádegi höfðu 10 laxar veiðst í Þverá og 8 í Norð-
urá. Þótti veiðimönnum þetta mjög svo viðunandi þar sem vatns-
hiti var aðeins 5 til 6 gráður og árnar báðar vatnsmiklar og
hálfskolaðar. Eftir því var tekið hversu vænn laxinn var, feitur
vel, og bendir það til góðs ástands á hafbeitarslóðinni. „Þetta
voru yfirleitt 6 til 9 punda fiskar í fyrra, en núnar er enginn
undir 10 pundum. Reyndar er þetta eins og í gamla daga og
ég hef ekki séð svona fallegan vorfisk í Norðurá í þó nokkur
ár,“ sagði Halldór Þórðarson sljómarmaður í SVFR sem hafði
landað þremur flugulöxum á Stokkhylsbrotinu sunnanverðu. í
Þverá var það sama uppi á teningnum, aðeins þrír fiskar vom
undir 10 pundum og enginn minni en 8 pund, en sá stærsti 13
pund.
Veiðin fékkst vítt og breitt í
Þverá, þrír á efsta hluta svæðis-
ins, fimm um rniðbikið og tveir
á neðsta hlutanum. Sex á maðk,
en fjórir á flugu og voru það
„Traffic Warden“, „Tveir á kamr-
inum“, „Þingeyingur" og
„Thunder and Lightning“ sem
gáfu laxana. Eins og í Norðurá
áttu veiðimenn erfítt með að
meta hvað gengið væri af fiski
í ána þar sem laxinn sýnir sig
lítt við svo lágt hitastig. Hins
vegar voru Þverárlaxamir tíu
ekki allir lúsugir.
í Norðurá var hálfgert spennu-
fall á Eyrinni og Brotinu fyrir
neðan Laxfoss. Þar veiddist einn
fiskur og aðeins tveir á Laxfoss-
svæðinu. Fékkst hinn í
Drottningarhyl. Eins og áður
hefur hent, þegar árvatnið er
kalt, veiðist betur neðar á svæð-
inu, þannig gaf Stokkhylsbrot
nú fjóra og Myrkhylsrennur tvo.
Menn tóku hann bæði á flugu
og maðk í Norðurá, en meðal
flugna sem gáfu í gærmorgun
voru „Gulur hundur“ og
„Kjaftopna".
Veiði hófst einnig síðdegis í
Laxá á Ásum, en ekki náðist í
veiðimenn á þeim slóðum.
Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson
Anna Mósesdóttir og sonur
hennar Ingvar Vilhjálmsson
með 11 og 10 punda laxa úr
Þverá. Lax Önnu tók kl. 7.08
og var því fyrsti stangarveiddi
lax sumarsins.
Halldór Þórðarsson með 3 stór-
laxa 10, 10 og 12 punda úr
Þverá. Állir tóku á flugu.
Samband ungra jafnaðarmanna:
Stuðningsyfirlýsingu
við Jóhönnu vísað frá
Stuðningsyfirlýsingu við störf Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála-
ráðherra í ríkisstjórn var vísað frá á þingi Sambands ungra jafnaðar-
manna um helgina. Að sögn Sigurðar Péturssonar formanns SUJ var
yfirlýsingunni vísað frá þar sem fundarmenn vildu ekki taka afstöðu
til tiltekins ráðherra áður en að flokksþingi kæmi. Jón Baldur Lor-
ange formaður velferðarnefndar aukaþingsins segir frávísunina hafa
verið áfall og hún sýni best að ýmsir aðilar hafi hafið aðför að Jóhönnu.
Sigurður Pétursson segir að allir
sem tjáð hafi sig um stuðningsyfir-
lýsinguna á þinginu hafi lýst yfír
stuðningi við Jóhönnu og stefnu
hennar. Hins vegar hafí fólk ekki
viljað láta stilla sér upp við vegg og
taka afstöðu til forystumanna
flokksins áður en að flokksþingi
kæmi.
„Skoðanir eru skiptar hjá okkur
eins og annars staðar og menn töldu
ekki rétt að sambandið í heild sam-
þykkti slíka yfírlýsingu," segir Sig-
urður.
Jón Baldur Lorange, formaður
velferðarnefndar aukaþingsins, seg-
ir að það hafi verið einróma álit
nefndarinnar að leggja bæri
stuðningsyfirlýsinguna fram. „Sam-
band ungra jafnaðarmanna hefur
undanfarið ár verið með svipaða
skoðun og stefnu og Jóhanna
Sigurðardóttir varðandi ríkisstjórn-
arsamstarfið. Með yfirlýsingunni
vildum við styðja málflutning hennar
og stefnu," segir Jón Baldur.
Hann segir að yfirlýsingin hafi
ekki verið gerð til að styðja Jóhönnu
persónulega fyrir hugsanlegan for-
mannsslag. „Það er engin ástæða
til þess þar sem getgátur um að húri
ætli að bjóða sig fram til formanns
hafa hvergi verið rökstuddar og hún
ekki gefið í skyn að hún hyggist
bjóða sig fram. Yfírlýsingin var því
ekki ætluð í neinn formannsslag,“
segir Jón Baldur.
Hann segir hins vegar að af-
greiðsla stuðningsyfirlýsingarinnar
sýni að full ástæða sé til að standa
að baki Jóhönnu og stefnu hennar
á komandi flokksþingi. „Afgreiðsla
málsins var mikið áfall fyrir marga
þingfulltrúa og sýnir best að ýmsir
aðilar hafa hafið aðför að Jóhönnu.
Við skulum vona að þingfulltrúar á
flokksþingi komi í veg fyrir að Jó-
hönnu Sigurðardóttur verði vísað frá
eins og þessari stuðningsyfírlýs-
ingu,“ segir Jón Baldur.
♦ ♦ ♦----
Flugfreyjur
samþykkja
nýjan kjara-
samning
SAMNINGANEFNDIR rafiðnað-
armanna og ríkisins og banka-
manna og bankanna funduðu hjá
Ríkissáttasemjara í gær. Niður-
staða fékkst ekki og eru samn-
ingamenn rafiðnaðarmanna og
ríkisins boðaðar til nýs fundar í
dag.
Flugfreyjufélag íslands sam-
þykkti nýjan kjarasamning við
Vinnuveitendasamband íslands og
Flugleiðir í síðustu viku. Þórarinn
V. _ Þórarinsson framkvæmdastjóri
VSÍ segir að samningurinn sé eins
og aðrir samningar sem gerðir hafa
verið. í þessum samningi hafi að
auki verið tekið á ýmsum fram-
kvæmdaatriðum, til dæmis við
leigufluug til sólarlanda.
Vegna breytinga í heimilisdeild bjóöum vió allt að
15% - 60% afslótt vikuna 2. júní - 6. júní
Ti
GKS húsið, Hesthólsi 2-4 • 110 Reykjavík • Sími 6721 10