Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 26

Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 26 Samið hjá SAS FYRIRHUGUÐU sólarhrings- verkfalli flugmanna SAS hef- ur verið aflýst. Samningar tókust um helgina um 3,3 % launahækkun næstu tvö ár, gegn því að flugmennirnir tækju þátt í aðhaldsaðgerðum sem auka eiga framleiðni flug- félagsins. Með samningunum lýkur eins og hálfs árs löngum launadeilum flugmanna SAS. Leiðtog*i ETA handtekinn FRANSKA lögreglan hefur handtekið mann, sem grunað- ur er um að vera leiðtogi ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska á Spáni, að sögn sjónvarps- stöðvarinnar Antenne 2. Stöð- in sagði að maðurinn, Inaki Bilbao, hefði verið í hópi ETA- manna sem handteknir voru í borginni Bayonne, en lögregl- an hefur ekki viljað staðfesta það. Franska lögreglan handt- ók forvera Bilbaos, Francisco Mugica Garmendia, í mars síð- astliðnum. ETA hefur myrt yfir 700 manns í 23 ára bar- áttu sinni fyrir aðskilnaði Baskahéraðanna. Bjartsýnir á frið í Nag- orno-Karabak RÁÐSTEFNA til að koma á friði á milli Armena og Azera í Nagorno-Karabak hófst í Róm í gær. ítalskur sáttasemj- ari lýsti yfir bjartsýni á árang- ur og sagði að greinilegur sáttavilji væri fyrir hendi, þó að nokkuð bæri á milli. Það varpaði þó skugga á ráðstefn- una að sendinefnd Armena, sem búa í hinu umdeilda hér- aði, mætti ekki fyrsta daginn. Talsmenn ráðstefnunnar sögðust ekki vita ástæðuna, en getum var að því leitt að sendinefndin vildi vera talin fulltrúi sjálfstæðs ríkis, en Nagorno-Karabak er innan Azerbajdzhan. Langlíf ljósa- perafundin upp FYRIRTÆKI í Kaliforníu seg- ist hafa hannað ljósaperu sem geti enst í yfír 18 ár, miðað við að hún sé látin loga í þijár stundir á dag. Peran á að koma á markað snemma á næsta_ ári og kosta þá 600 til 1200 ÍSK. Endingin mun vera þrettánföld á við venjulegar ljósaperur, en ekki fylgir frétt- inni hve lengi prófanir hafa staðið yfir. Tilraunastöð * Iraka eyði- lögð EFTIRLITSMENN Samein- uðu Þjóðanna sprengdu í gær það sem eftir var af Al-Atheer tilraunastöðinni, sem var hluti af kjarnorkuáætlun íraka. Grikkinn Dimitri Perricos, sem hefur umsjón með eftirlits- Sveitinni, sagði að hún myndi nú snúa sér að tveimur öðrum stöðvum, en þar sem þær væru í nágrenni við aðrar byggingar þyrfti hugsanlega að brjóta þær niður með sleggjum en ekki sprengiefni. De Klerk í Moskvu: „Aðskilnaðar- stefnan dauð“ Moskvu. Reuter. F.W. DE Klerk, forseti Suður- Afríku, gekk í gær um Rauða torgið í Moskvu og lýsti því yfir að aðskilnaðarstefnan í heima- landi hans væri steindauð eins og kommúnisminn í Rússlandi. De Klerk sagði þó að marxistar hefðu enn mikil áhrif innan stjórn- arandstöðuhreyfinga í Suður-Afr- íku og þeirra á meðal væri Afríska þjóðarráðið (ANC). „Við eigum enn í baráttu við kommúnisma í Suður-Afríku, en við erum sann- færð um að við förum með sigur af hólmi,“ sagði hann. Sovétmenn lýstu oft Suður-Afr- íku sem „verkfæri heimsvalda- stefnunnar" og studdu baráttu Afríska þjóðarráðsins gegn stjórn hvíta minnihlutans. Heimsókn for- seta Suður-Afríku hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum. De Klerk ræddi í tæpar tvær klukkustundir við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, sem er sjálfur fyrrverandi kommúnisti. Jeltsín þáði boð um að heimsækja Suður- Afríku. Flóð í París Miklar rigningar hafa verið í París og valdið þar nokkrum hverfum. Myndin var tekin af bílstjórum flóðum. Ókumenn komust ekki leiðar sinnar í gær sem þurftu að bíða tímunum saman eftir því að vegna vatnsflaumsins og rafmagnslaust varð í vatnið sjatnaði. Umhverfisverndarráðstefnan í Rio: Samningar í hættu vegna afstöðu Bandaríkjastjómar Rio de Janeiro. The Daily Telegraph. STJÓRN George Bush Bandaríkjaforseta hefur hafnað mikilvægum samningi um verndun villtra dýra og lífvera og þykir afstaða henn- ar draga mjög úr líkunum á að alþjóðlega umhverfisverndarráðstefn- an í Rio de Janeiro skili verulegum árangri. Breska stjórnin lýsti því einnig yfir að meinbugir væru á samningnum og ekki er víst að hún undirriti hann. Fulltrúar 98 ríkja gengu frá samningnum til undirritunar í Nairobi fyrir tveimur vikum. Bandaríska utanríkisráðuneytið segir að í samningnum séu „ýmsir alvarlegir gallar“ og helsta athuga- semd þess er að þróunarríkin ráði of miklu um ákvarðanir varðandi fjármögnun vemdunarinnar. Samn- ingnum er meðal annars ætlað að samræma náttúmvemd og efna- hagslega uppbyggingu í þriðja heiminum. Breskir embættismenn hafa einnig gagnrýnt þetta atriði. Mich- ael Howard, umhverfisráðherra Bretlands, sagði á sunnudag að breska stjórnin væri að íhuga hvaða afstöðu hún myndi taka til ljár- mögnunarhliðar samningsins. How- ard sagði að Bretar kynnu að þurfa að veita fjármagn án þess að ráða nokkru um hvernig því yrði varið. Breska sendinefndin, sem fer til Rio, hafði nokkrum dögum áður Arafat gengst undir heila- skurðaðgerð Amman. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), gekkst í gær undir skurðaðgerð vegna blóðkekkjunar í heila, sem rakin er til flugslyssins sem hann lenti í fyrir tæpum tveimur mánuðum. Yfirmaður Læknamiðstöðvar Husseins konungs í Jórdaníu, þar sem Arafat var skorinn upp, sagði að líðan PLO-leiðtogans væri góð eftir uppskurðinn, sem tók um 90 mínútur. Arafat hafði kvartað yfir miklum höfuðverk. „Hann þjáðist af blóðkúlu, stað- bundinni uppsöfnun blóðs undir heilahimnunni," sagði yfirmaðurinn og bætti við að rekja mætti þetta til flugslyssins í eyðimörk Líbýu í apríl. Hann kvað Árafat ekki hafa verið í lífshættu. sagt að John Major, forsætisráð- herra Bretlands, hygðist undirrita samninginn. Ekki verður unnt að ganga frá nýjum samningi um verndun villtra dýra og lífvera í Rio þar sem marg- ir af þeim sérfræðingum, sem hafa verður samráð við, verða ekki á ráðstefnunni. Óttast er að yfirlýsing Bandaríkj- astjórnar verði til þess að upp komi ágreiningur að nýju um hversu mikla fjárhagsaðstoð norðlæg iðn- ríki skuli veita suðlægum þróunar- ríkjum. Afstaða Bandaríkjastjórnar gæti leitt til þess að Japanir neituðu einnig að undirrita samninginn. Þá var skýrt frá því í Rio að suðlæg ríki eins og Pakistan væru líkleg til að neita að undirrita samning um aðgerðir til að draga úr loft- slagsbreytingum, sem verður þung- amiðjan á ráðstefnunni, til að sýna óánægju sína með afstöðu Banda- ríkjastjórnar. Talsmenn náttúruverndarsam- taka sögðu að yfirlýsing Bandaríkj- astjórnar hefði komið á versta tíma og gæti orðið til þess að ekki yrði hægt að undirrita neina samninga, sem gengið var frá fyrir ráðstefn- una. „Þetta gæti leitt til þess að samningaviðræðurnar í Rio kæmust í hnút,“ sagði Barry Coates, frá Worldwide Fund for Nature. Jer- emy Leggat, helsti vísindamaður Grænfriðunga, sagði að iðnríkin ættu nú að einangra Bandaríkja- menn með því að undirrita samning- inn um vemdun villdra dýra og líf- vera. Ráðstefnan hefst á morgun, miðvikudag, og stendur til 14. júní. Milljarðamæringnrinn Ross Perot kynnir viðhorf sín; Myndi ekki velja samkyn- hneigða í æðstu embætti ROSS Perot, sem óvænt er kom- inn í fremstu röð í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember, var yfirheyrður um stefnumál sín í sjónvarpsþætti fyrir helgina. Þá sagði hann meðal annars að það væri ekki „raunsætt" fyrir sam- kynhneigða að gegna herþjón- ustu og að hann myndi hvorki skipa slíkt fólk í há embætti né þá sem hefðu orðið uppvísir að framhjáhaldi. „Nei, ég vil ekki standa fyrir ráðningum sem stríddu gegn vilja bandarísku þjóðarinnar," sagði milljarðamæringurinn frá Dallas í viðtali við Barböru Walters hjá ABC-sjónvarpsstöðinni sem dag- blaðið International Herald Tribune greinir frá. „Það myndi tmfla það starf sem þarf að inna af hendi. En hvað mig snertir þá er það einka- mál fólks hvað það gerir í einkalífi sínu.“ Perot sagði að brátt mætti vænta tillagna frá sér um hvernig skera ætti niður ríkisútgjöld. „Síðan myndi ég snúa öllu við til að útrýma sóuninni...Á nokkrum vikum myndi ég framkvæma niðurskurðartillög- Ross Perot heilsar stuðnings- mönnum á kosningafundi ú Or- lando í Florída. urnar þannig að brátt yrði röðin komin að smáatriðunum." Ennfrem- ur sagðist hann algerlega andvígur skattahækkunum. Perot kvaðst hlynntur efna- hagsaðstoð við aðildarríki Samveldis sjálfstæðra ríkja en. gaf til kynna að það væri hyggilegt að binda að- stoðina því skilyrði að bandarískar vörur yrðu keyptar fyrir féð. Perot kynnti einnig hugmyndir um endur- skipulagningu utanríkisþjónustunn- ar. Sagði hann að það væri úrelt að hafa öll þessi sendiráð erlendis. „Áður fyrr þegar fjarskipti heims- hluta á milli voru óþekkt var sendi- herrann talsmaður ríkis síns. En nú þegar hægt er að ná sambandi án tafar heimshorna á milli gegna sendiherrar fýrst og fremst félags- legu hlutverki. Ef Bandaríkjamaður rekst inn á skrifstofuna og leitar ásjár er hann látinn finna fyrir því að hann er til vandræða. Eg held við ættum að stokka sendiráðaskip- ulagið upp.“ Hvað gerist ef enginn fær ' hreinan meirihluta kjörmanna? Atli Steinarsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Florída, skrifar: Skoðanakannanir síðustu daga benda til að Perot hafi svo mikið fylgi að hann muni e.t.v. koma í veg fyrir að George Bush eða Bill Clin-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.