Morgunblaðið - 02.06.1992, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Einangrun Júgó-
slavíu
A
Akvörðun Oryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna
um ráðstafanir til þess að
einangra Júgóslavíu eða það
sem eftir er af því ríki er
eðlileg og réttmæt í ljósi at-
burða þar síðustu daga, vikur
og mánuði. Heimsbyggðin
hefur staðið agndofa frammi
fyrir þeim hörmulegu atburð-
um, sem þar hafa orðið. Sak-
laust fólk er drepið með köldu
blóði. Ekkert er hirt um
samninga, sem hvað eftir
annað hafa verið gerðir um
vopnahlé og villimennskan
ræður ríkjum. Það er hvorki
til skýring né afsökun á þeim
atburðum, sem þarna hafa
orðið.
Að hve miklu leyti eiga
aðrar þjóðir að skipta sér af
deilumálum af þessu tagi og
hafa þær bolmagn til þess?
Það er alveg ljóst, að hingað
til hafa Evrópuþjóðir farið sér
hægt í afskiptum af málefn-
um þeirra þjóða eða þjóða-
brota, sem eitt sinn mynduðu
Júgóslavíu. Þegar Demirel,
forsætisráðherra Tyrklands,
var spurður á fundi í Búda-
pest fyrir skömmu, hvort
hann væri tilbúinn til að
senda tyrkneska hermenn til
Júgóslavíu færðist hann und-
an að svara en taldi eðlilegt,
að Sameinuðu þjóðimar
gripu til áþekkra ráðstafana
og samtökin hefðu gert
vegna innrásar íraka í Kú-
væt.
John Major, forsætisráð-
herra Breta, sagði í gær, að
menn skyldu ekki ganga út
frá því sem vísu, að í kjölfar
samþykktar Öryggisráðsins
yrði um hernaðaríhlutun að
ræða í Júgóslavíu og ná-
grannaríkjum. Þýzkaland er
orðið öflugasta ríkið í Evrópu
og eitt af áhrifamestu iðn-
veldum heims en af söguleg-
um ástæðum eiga Þjóðverjar
áreiðanlega erfitt með að
hugsa sér að senda þýzka
hermenn til Júgóslavíu til
þess að skakka leikinn.
Það er engan veginn víst,
að umfangsmiklar hemaðar-
aðgerðir af hálfu Sameinuðu
þjóðanna myndu ná að stöðva
átökin. Löng reynsla er af
því, að auðvelt ér að halda
uppi skæruhemaði, ef vilji
er fyrir hendi og vilji til of-
beldisverka virðist sannar-
lega vera fyrir hendi í Júgó-
slavíu.
Bandaríkjamenn hafa
löngum verið gagnrýndir fyr-
ir að taka að sér hlutverk
lögreglumannsins víða um
heim. I Persaflóastríðinu kom
í ljós, að þeir eru eina her-
veldið , sem hefur raunveru-
legt bolmagn til þess að
blanda sér í deilumál af því
tagi, sem upp kom vegna
ofbeldisaðgerða íraka í Kúv-
æt. En Bandaríkjamenn
beina nú athyglinni í vaxandi
mæli að eigin vandamálum
og þar gætir meiri tregðu en
áður gagnvart afskiptum af
deilumálum annarra þjóða,
þótt Baker utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hafi að vísu
tekið athyglisvert frumkvæði
að undanförnu vegna atburð-
anna í Júgóslaviu.
Óöldin í Júgóslavíu brenn-
ur fyrst og fremst á íbúunum
sjálfum en auk þess á öðrum
Evrópuríkjum. Ef fram fer
sem horfir má búast við gíf-
urlegum fjölda flóttamanna
til nærliggjandi ríkja. Sum
þeirra hafa engin efni á eða
aðstæður til að taka við slík-
um flóttamannastraumi. Þar
við bætast miklar áhyggjur
af því, að sams konar ástand
gæti komið upp í fyrrum lýð-
veldum Sovétríkjanna.
Straumur flóttamanna frá
Júgóslavíu og nýju lýðveld-
unum í austri gæti orðið óvið-
ráðanlegur fyrir Vestur-Evr-
ópuríkin.
Aðalatriði málsins eru þó
þær hörmungar, sem dynja
yfir saklaust fólk vegna of-
beldisverkanna, sem framin
eru í Júgóslavíu um þessar
mundir. Ákvörðun Öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna
stuðlar að því að gera ofbeld-
isöflunum erfiðara fyrir að
halda uppi þeirri glæpastarf-
semi, sem nú er stunduð í
Júgóslavíu. Með því að herða
að ofbeldisöflunum er hugs-
anlega hægt að stöðva þessar
hörmungar. Ef það dugar
ekki til er erfitt að sjá, hvern-
ig nálægar þjóðir komast hjá
því að blanda sér enn frekar
í átökin.
NIÐURSTÖÐUR FISKVEIÐIRÁÐGJAFANEFNDAR ALÞJÓÐAHAFRANNSÓKNARRÁÐSINS UM ÁSTAND FISKISTOFNA VIÐ ISLAND
Þorskstofninn minnk-
ar með óbreyttri sókn
Hafrannsóknastofnun kynnti
niðurstöður ráðgjafanefndar Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins með eft-
irfarandi fréttatilkynningu í gær:
„Á nýafstöðnum fundi sínum fjall-
aði Fiskveiðiráðgjafanefnd (ACFM)
Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES)
m.a um nokkra fiskstofna við Island.
Var að þessu sinni fjallað um þorsk,
ufsa, grálúðu, karfa og loðnu. Hér á
eftir fer stutt samantekt á ráðgjöf-
inni. Athuga ber sérstaklega að hér
er á ferðinni ráðgjöf ICES en ekki
Hafrannsóknarstofnunarinnar. Ráð-
gjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar
verður birt um miðjan júní.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1976
sem Alþjóðahafrannsóknaráðið veitir
ráðgjöf um íslenska þorskstofninn.
Þegar skoðuð eru gögn um þorsk-
stofninn kemur í ljós að hrygningar-
stofninn hefur minnkað úr því að vera
yfir milljón tonn milli áranna 1955
og 1960 í rúmlega 200 þúsund tonn
árið 1992. Einnig er nú orðið ljóst að
aiiir árgangar frá 1985 eru undir Fiskveiðiráðgjafarnefnd Alþjóðahafraniisóknaráðsins:
meðallagi og er 1986-árgangurinn sá
lélegasti frá 1955.
Hér að ofan og í öllu sem hér fer
á eftir er miðað við hrygningarstofn
í byrjun apríl, þ.e. á hrygningartíma,
en ekki í upphafi árs eins og verið
hefur í skýrslum Hafrannsóknarstofn-
unarinnar. Þessar tölur eru því ekki
að öllu leyti sambærilegar.
Meðalstærð árganga frá 1952 til
1991 er rúmlega 200 milljónir en
meðalnýliðun síðan 1985 er undir 140
milljónum. Fram hefur komið í fyrri
skýrslum Hafrannsóknarstofnunar-
innar að umhverfisaðstæður hafa ver-
ið breytilegar á íslandsmiðum undan-
farin ár en hins vegar hefur hrygning-
arstofn verið í minna lagi öll árin, eða
frá því að vera innan við 200 þúsund
tonn upp í tæp 350 þúsund tonn. Af
þessu virðist ljóst að ástæða er til að
hafa áhyggjur af stærð hrygningar-
stofnsins og telur ACFM nauðsynlegt
að stuðla að stækkun hans því annars
eru talsverðar líkur á að hin lélega
nýliðun undanfarinna ára verði viðvar-
andi, þ.e.a.s. góðir árgangar verði
sjaldgæfir og langt á milli þeirra.
Ef fram verður haldið óbreyttri
sókn í stofninn er ljóst að hrygningar-
stofninn mun minnka talsvert á næstu
árum og raunar mun aflinn minnka
ár frá ári og stefna i 200 þúsund tonn
eftir nokkur ár. Óbreytt sókn mun
gefa um 250 þúsund tonna afla á
árinu 1993. Þessi leið þykir ACFM
beinlínis hættuleg hvað varðar við-
komu þorskstofnsins.
Verði sókn minnkuð um 20% á ár-
inu 1993 mun það leiða til þess að
hrygningarstofninn standi sem næst
í stað og afli verði um 200 þúsund
tonn á árinu 1993. Þessari leið þykir
fylgja mikil áhætta að mati ACFM,
því líkur eru á að hrygningarstofninn
muni minnka þótt útreikningar sýni
jafnstöðu.
Ef sóknin er minnkuð um 40% á
árinu 1993 mun hrygningarstofninn
stækka og að líkindum ná um 300
þúsund tonnum árið 1995. Þetta þýð-
ir að afli verður takmarkaður við 150
þúsund tonn á árinu 1993 en mun
síðar aukast hægt og bítandi á næstu
árum vegna stækkunar stofnsins.
Þetta er sú leið, sem ACFM mælir
með en talið er að slíkan niðurskurð
þurfi til að tryggja að hrygningar-
stofninn stækki, sem aftur minnkar
líkumar á áframhaldi þeirrar lélegu
nýliðunar sem verið hefur undanfarin
ár.
ACFM fjallar einnig um loðnu og
var samþykkt ný aðferð við að spá
um afla á komandi vertíð. Þegar reikn-
ireglunni er beitt á þau gögn, sem
nú liggja fyrir, kemur í Ijós að óhætt
er að veiða allt að 500 þúsund tonn
uns nánari upplýsingar liggja fyrir að
haustmælingu lokinni.
Ástand ufsa og grálúðustofna
virðist þess eðlis að ekki sé bein hætta
á ferðum. Við slíkar aðstæður leggur
ACFM ekki .til aflamark, en bent er
á, að ekki er unnt að auka mikið ufsa-
afla til lengri tíma með meiri sókn. í
ljósi talsverðra breytinga í grálúðu-
veiðum bendir ACFM á að ekki sé
ráðlegt að auka sókn í grálúðu nema
auknar rannsóknir komi til. Slíkar
rannsóknir eru nú í gangi í formi rann-
sóknaleiðangurs með botnvörpu á grá-
lúðuslóð en talið er nauðsynlegt að
halda þeim áfram.
Þrír karfastofnar hafa verið nýttir
af íslendingum, gullkarfi, djúpkarfí
og úthafskarfi. Þar af eru gullkarfí
og djúpkarfí lítt sundurgreindir í afla
og því eru þeir teknir saman í ráðgjöf
að þessu sinni. Þar sem afli gullkarfa
og djúpkarfa á togtíma hefur verið
svipaður og verið hefur að undanförnu
eða um 120 þúsund tonn (samtals
fyrir allar þjóðir, sem veiða úr þessum
stofnum, en útbreiðslusvæðið nær frá
Austur-Grænlandi til Færeyja). Hvað
úthafskarfann varðar er lagt til að
afli úr þeim stofni verði takmarkaður
við 50 þúsund tonn uns frekari vitn-
eskja fæst um útbreiðslusvæðið og
um viðbrögð stofnsins við þessum
veiðum. Reiknað er með að áframhald-
andi bergmálsleiðangrar muni skila
þessum upplýsingum."
Þorskafli á íslandsmiðum 195
600-
þús.
tonn
500-
400-
300
200-
100-
Afli útlendingan
Ráðlegging Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins
1952
'55
90 1993
Þorskaflinn verði 175.000
tonn á næsta fiskveiðiári
„EF þorskaflinn árið 1993 verður 150 þúsund tonn, eða 100
þúsund tonnum minni en í ár, þýðir það um 12 milljarða króna
samdrátt í útflutningstekjum en 150 þúsund tonna þorskafli árið
1993 þýðir 175 þúsund tonna þorskafla á næsta fiskveiðiári, 1.
september 1992 til 31. ágúst 1993, að sögn Björns Ævars Stein-
arssonar hjá Hafrannsóknastofnun. Fiskveiðiráðgjafarnefnd Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins mælir með að sókn í þorskstofninn
hér verði minnkuð um 40% á árinu 1993 en við það stækkar
hrygningarstofninn og verður líklega um 300 þúsund tonn 1995.
Það þýðir að afli yrði takmarkaður við 150 þúsund tonn á árinu
1993 en ykist síðan hægt og bítandi á næstu árum vegna stækkun-
ar stofnsins.
Þorskkvótinn á yfírstandandi físk-
veiðiári, 1. september 1991 til 31.
ágúst 1992, er 265 þúsund tonn, eða
15 þúsund tonnum meiri en Hafrann-
sóknastofnun hafði Iagt til, en reikn-
að er með að veidd verði 250 þúsund
tonn af þorski í ár, 1992. Aflasam-
drátturinn milli yfirstandandi físk-
veiðiárs og þess næsta yrði því 90
þúsund tonn, eða 34%, ef farið verð-
ur að tillögum fískveiðiráðgjafar-
nefndar Alþjóðahafrannsóknaráðs-
ins, sem Gunnar Stefánsson, tölfræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun, á
sæti í.
Hafrannsóknastofnun kemur lík-
lega með sínar tillögur um veiðar á
næsta fiskveiðiári 15. júní nk. en
ekki er víst að þær verði nákvæm-
lega eins og tillögur fískveiðiráðgjaf-
arnefndar Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins, að sögn Gunnars Stefáns-
sonar. „Við þurfum að taka inn í
þetta aflann á vertíðinni núna og
kanna hvernig aldurssamsetning
hans er áður en við komum með
okkar tillögur," sagði Gunnar á blað-
amannafundi, sem Hafrannsókna-
stofnun hélt í gær um tillögur ráð-
gjafarnefndarinnar.
„Við leggjum til þá aflakvóta, sem
við höldum að séu skynsamlegastir
fyrir viðhald fiskistofnanna," sagði
Jakob Magnússon aðstoðarforstjóri
Hafrannsóknastofnunar. Hann sagði
að fiskveiðiráðgjafarnefnd Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins kæmi nú með
tillögur um veiðar á þorskstofninum
við Island í fyrsta sinn frá árinu
1976 vegna þess að nefndin teldi
stofninn í hættu.
Björn Ævar Steinarsson sagði að
gert hefði verið ráð fyrir að 28 millj-
ónir þorska gengju frá Grænlandi til
Islands á árinu 1991 en sú ganga
hefði nánast engin verið. „Við byggð-
um þar á rannsóknum Þjóðveija við
Austur-Grænland," sagði Björn
Ævar og bætti við að merktir Græn-
landsþorskar hefðu eingöngu komið
fram við ísland.
Þá samþykkti fiskveiðiráðgjafar-
nefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins
nýja aðferð við að spá um loðnuafla
hér á komandi vertíð og þegar reikni-
reglunni er beitt á þau gögn, sem
nú liggja fyrir, kemur í Ijós að óhætt
er að veiða allt að 500 þúsund tonn
Þorskafli á íslandsmiðum
og ráð Hafrannsóknarstofnunar þar um 1976-90
500
Þús.
tonn
400
Þorskafli hefur frá 1976
oftast farið fram úr ráðum
Hafrannsóknarstofnunar
300
200
i i i i i i i i i i i i
'76 '78 '80 '82 '84 '86
af loðnu á næstu vertíð, þar til nán-
ari upplýsingar liggja fyrir um stofn-
inn að haustmælingu lokinni. Nefnd-
in telur að ekki sé bein hætta á ferð-
um varðandi ástand ufsa- og grál-
úðustofnanna hér en leggur til að
heildarveiði á úthafskarfa verði ekki
meiri en 50 þúsund tonn uns frekari
vitneskja fæst um útbreiðslusvæði
stofnsins og viðbrögð hans við veið-
um.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra:
Veruleg skerðing á þorsk-
aflaheimildum óhjákvæmileg
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ekki geti farið
hjá því, að um verulega skerðingu verði að ræða á þorskaflaheim-
ildum á næsta fiskveiðiári í ljósi þess að ráðgjafarnefnd Alþjóðaha-
frannsóknaráðsins, mælir með því að sókn í þorskstofninn verði
skert um 40% á næsta ári.
„Þetta eru sennilega einhver al-
varlegustu tíðindi sem sjávarútveg-
urinn hefur fengið fyrr og síðar.
Að vísu er það svo að ekki hefur
verið tekin ákvörðun enn um veiðar
en framhjá því verður ekki litið, að
við erum í mjög alvarlegri stöðu
með þorskstofninn. Sem betur fer
virðist þó vera meira jafnvægi á
öðrum stofnum, þannig að þetta
er fyrst og fremst þorskstofninn
sem þarna virðist vera í hættu, og
það kemur í hausinn á okkur að
hafa í svo mörg ár farið fram úr
ráðgjöfinni og að hafa ekki fyrr en
núna komið okkur saman um
stjórnunarkerfi sem hægt er að
treysta á. Því það er fyrst eftir að
núgildandi lög tóku gildi, að við
höfum fengið fiskveiðistjórnunark-
efi sem getur tryggt nokkuð örugg-
lega að veiðarnar verði innan þeirra
marka sem ákveðin eru hveiju
sinni,“ sagði Þorsteinn.
Hann sagði að ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar ætti að liggja fyrir
um miðjan júní. Þá sagðist Þor-
steinn hafa gert ráðstafanir til að
óháður sérfræðingur hjá Fisheries
Laboratory í Lowestoft í Bretlandi
leggði mat á niðurstöður Hafrann-
sóknastofnunar en sú stofnun hefði
unnið að samskonar endurmati á
rannsóknum á þorskstofninum við
Nýfundnaland. Þorsteinn sagðist
telja þetta óhjákvæmilegt í í þess-
ari stöðu, þar sem svo mikilvægir
efnahagshagsmunir væru í húfi
bæði í bráð og lengd. Hann sagðist
vænta þess að þetta sérfræðiálit
lægi fyrir í kringum 20. júlí og
ákvörðun ráðuneytisins um afla-
heimildir gæti legið fyrir í lok júlí
um hver veiðin verður á næsta fisk-
veiðiári.
Þegar Þorsteinn var spurður
hvort ekki lægi alveg ljóst fyrir að
um verulega skerðingu yrði að ræða
á þorskafla á næsta ári svaraði
hann að ekki gæti farið hjá því. „Á
okkar herðum hvílir einnig sú
skylda, að tryggja að þessi stofn
verði til fyrir komandi kynslóðir til
að lifa á,“ sagði Þorsteinn. Hann
sagði aðspurður að það lægi í aug
um uppi, að ef um yrði að ræða
mikinn niðurskurð hefði það mjög
víðtækar efnahagslegar afleiðingar
en um það væri lítið að segja fyrr
en endanleg ákvörðun um aflaheim-
iidir yrði tekin. Hann benti á að
fiskveiðiráðgjafarnefnd Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins legði til 500
þúsund tonna upphafskvóta í
loðnu, líkur væru til þess að rækju-
veiði geti aukist og hugsanlegt að
ýsuveiði aukist eitthvað. Þá væri
ljóst, að leggja þyrfti aukna áherslu
á að kanna möguleika á veiðum á
fiskistofnum sem hingað til hafa
lítið verið nýttir.
Formaður fiskveiðiráð-
gj afar nef ndar innar:
íslensk sljórn-
völd áttu
frumkvæði að
könnuninni
ÍSLENSK stjórnvöld höfðu frum-
kvæði að því að fiskveiðiráðgjafar-
nefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins
tók til umfjöllunar ástand íslenska
þorskstofnsins og nokkurra ann-
arra fiskstofna hér við land, að
sögn Fred Serchuck, formanns
fisk veiðiráðgj afar nef ndarinnar,
sem Morgunblaðið ræddi við í gær-
kvöldi. Nefndin veitti síðast ráðgjöf
um ísleiiska þorskstofninn árið
1976. „Ég tel í fljótu bragði að
okkar niðurstöður gefi ekkert sér-
stakt tilefni til að fram komi gagn-
rýni á störf íslenskra vísinda-
manna,“ sagði Fred Serchuck.
„Okkar athuganir beindust hins
vegar eingöngu að ástandi þorsk-
stofnsins, sem virðist í viðkvæmu
ástandi. Hrygningarstofninn er lítill
og vísbendingar eru um að nýliðun
sé léleg. Miðað við óbreytta sókn virð-
ist allt benda til að ástandið fari enn
versnandi. Okkar athugun beindist að
þessu ástandi, en ekki sérstaklega að
því að kanna hvernig staðið hefur
verið að stjórnun fískveiða og nýtingu
stofnsins af hálfu íslendinga eða til-
lögum íslenskra vísindamanna í því
sambandi," sagði Fred Serchuck.
Þórður Friðjónsson:
Draga þarf
meir úr þjóð-
arútgjöldum
ÞÓRÐUR Friðjónsson forsljóri
Þjóðhagsstofnunar segir að draga
verði meira úr þjóðarútgjöldum en
stefnt var að í ljósi þess að Fiskveið-
iráðgjafarnefnd Alþjóðahafrann-
sóknarráðsins mælir með að þorsk-
afli verði skertur um 40% á næsta
ári. Þórður segir að þessi niður-
skurður myndi þýða 10% skerðingu
á útflutningstekjum þjóðarinnar og
óhjákvæmilegt sé að mæta því með
því að draga enn frekar úr þjóðar-
útgjöldum svo áfallið komi ekki
eingöngu fram sem vaxandi skulda-
söfnun erlendis.
Þórður Friðjónsson sagði, að þegar
um jafn miklar breytingar væri að
ræða og fælust í tillögum ráðgjafar-
nefndarinnar, væri Ijóst að við því
yrði brugðist í þjóðarbúskapnum og
því væru áhrifín vandmetin.
„En þessar tillögur fela í sér 12-15
milljarða samdrátt í útflutningsverð-
mætum milli áranna 1992 til 1993.
Það er 15-20% samdráttur í sjávarút-
vegi og felur augljóslega í sér mjög
djúptæk áhrif,“ sagði Þórður. Hann
sagði að útflutningstekjur íslendinga
yæru áætlaðar 130 milljarðar á þessu
ári þegar tekið væri tillit til þjónustu.
Útflutningstekjur af sjávarafurðum
nema um 73 milljörðum króna.
„Það hlýtur að þurfa að endurskoða
efnahagsstefnuna í þessu ljósi. Það
hefur verið byggt á því að ekki yrði
um frekari verulega skerðingu í sjáv-
arafurðaframleiðslu og þess vegna
yrði botni öldudalsins náð á þessu
ári. En þetta felur í sér að aftur verð-
ur verulegur samdráttur í þjóðarbú*
skapnum á næsta ári og ríkisfjármál-
in og aðrir þættir efnahagslífsins
hljóta að taka tillit til þessa. Það er
nauðsynlegt að aðlaga þjóðarbúskap-
inn hraðar að þessum verri þjóðhags-
legu skilyrðum en áður var áformað
og þýðir að draga verður meira úr
þjóðarútgjöldum en stefnt var að. Á
þessu ári var gert ráð fyrir að við-
skiptahallinn yrði um 4% af lands-
framleiðslu eða um 15 milljarðar, og
þar var í raun teflt á tæpasta vað.
Það er óhjákvæmilegt að mæta þess-
ari skerðingu útflutningstekna með
því að draga enn frekar úr þjóðarút-
gjöldum svo áfallið komi ekki ein-
göngu fram sem vaxandi skuldasöfn-
un erlendis," sagði Þórður.
Aðspurður um möguleika þjóðar-
innar til að bæta sér upp þessa skerð-
ingu sagði Þórður að til dæmis væru
menn tiltölulega bjartsýnir á loðnu-
veiði. Á þessu ári væri spáð 700 þús-
und tonna loðnuafla og sumir físki-
fræðingar hefðu gefíð í skyn að hugs-
anlega yrði hægt að veiða 900 þúsund
til milljón tonn á næsta ári. Hver 100
lúsund tonn af loðnu jafngiltu 10
lúsund tonnum af þorski í útflutnings-
tekjum. Varðandi aðra þætti sagði
Þórður að útlitið væri ekki sérlega
bjart, og tölur um annan útflutning á
fyrri hluta þessa árs ekki uppörvandi
heldur væri um áframhaldandi sam-
drátt að ræða.
Benedikt Valsson:
Vekur spurn-
ingar um
stjórnkerfið
BENEDIKT Þór Valsson fram-
kvæmdasljóri Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands segir að
ef samdráttur þorskveiða sam-
kvæmt ráðgjöf Fiskveiðiráðgjafar-
nefndar Alþjóðahafrannsóknaráðs-
ins verður staðreynd verði það
fjórða eða fimmta árið í röð sem
samdráttur verði í þorskaflanum.
Við það hljóti að vakna spurningar
um gagnsemi núverandi stjórnkerf-
is fiskveiða sem hafi það að mark-
miði að byggja upp fiskistofnana.
Benedikt sagði að niðurstöður.
skýrslu Fiskveiðiráðgjafamefndarinn-
ar yllu miklum vonbrigðum. „Ef þetta
gengur eftir þarf að draga þorskafl-
ann saman ennþá meira en verið hef-
ur. Það hlýtur að vekja upp spuming-
ar um það hveiju núverandi stjórn-
kerfi fiskveiða hefur skilað okkur.
Markmið þess hefur verið að byggja
upp fískistofnana. En nú stefnir í
þveröfuga átt með okkar helsta fiski-
stofn," sagði Benedikt.
Benedikt sagði að skýrsla nefndar-
innar fengi væntanlega rækilega um-
íjöllun innan FFSÍ. Sagðist hann vera
ánægður með að sjávarútvegsráð-
herra ætlaði að leita til erlends fiski-
fræðings, það hlyti að vera gott að
fá ráð sem flestra, þetta væri svo
mikið hagsmunamál.
KristjánRagnarsson:
Megum ekki
skerða stofn-
inn meira en
orðið er
KRISTJÁN Ragnarsson formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna segist óttast að niðurstöður
Fiskveiðiráðgjafarnefndar Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins um
þorskstofninn séu réttar. Hann seg-
ir veiðar togaranna bendi til hins
sama og því hafi hann ekki ástæðu
til að gagnrýna skýrsluna. „Við
verðum að snúa þróuninni við,
megum ekki skerða stofninn meira
en orðið er,“ segir Kristján. Hann
segir að ef þessar hugmyndir yrðu
að veruleika myndi útflutnings-
verðmæti sjávaralfurða minnka um
15-16 milljarða kr. Þá vekur hann
athygli á að samdrátturinn muni
bitna mjög misjafnlega á útgerðum
og byggðarlögum.
Kristján sagði að stjóm LIÚ myndi
fjalla um niðurstöður skýrslunnar á
fundi á morgun. Þá sagði hann að
sérfræðingur sambandsins fengi að-
stöðu og öll gögn til að meta niður-
stöðurnar.
„Þetta á ekki að koma okkur á
óvart,“ sagði Kristján þegar leitað var
álits hans á niðurstöðum ráðgjafar-
nefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins.
Benti hann á að nýliðum þorskstofnis-
ins væri langt undir meðaltali undanf-
arinna ára og að þetta væri sjöunda
árið í röð sem nýliðun í stofninum
væri slök. Hann sagði að samkvæmt
skýrslunni stæði stofninn undir
200-220 þúsund tonna afla. En vegna
þess hvað hrygningarstofninn væri
lítill þyrftu öryggismörkin að vera
meiri til að byggja stofninn upp.
Kristján sagði að snúa yrði dæminu
við, byggja stofninn upp. Það væri
hins vegar eftir að sjá hvemig það
væri hægt. Hugmyndin um að minnka
lorskaflann niður í 150 þúsund tonn
yrði efnahagslegt áfall ef hún yrði .
framkvæmd. Það þýddi að verðmæti
útfluttra sjávarafurða myndi minnka
um 15-16 milljarða kr. en þau væru
áætluð 74 milljarðar kr. í ár.
Kristján sagði að ástand þorsk-
stofnsins endurspeglaðist í veiðum
togaranna. Veiðarnar að undanförnu
sýndu að lítið væri af físki í sjónum.
„Nú þurfum við að leggja á ráðin
hvernig við þessu verður brugðist,"
sagði Kristján. Hann sagði að heilu
byggðarlögin og útgerðimar byggðust
svo til eingöngu á þorskveiðum. Nefni
hann togaraútgerðir á Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austfjörðum og bá-
taútgerðir á Suður- og Vesturlandi.
Samkvæmt lögum ættu útgerðirnar
ákveðna hlutdeild í heildarkvótanum
og því bitnaði fýrirsjáanlegur sam-
dráttur lang verst á þeim. Það skap-
aði augljós vandamál. Kristján sagði
að ýmislegt þyrfti nú að koma til end-
urmats og nefndi þar m.a. kvóta hag-
ræðingarsjóðs, sóknarmark smábát-
anna og sérreglur um línuafla. Hann
sagði ljóst að aldrei yrði hægt að gera
öllum til hæfís enda ekki hægt að
tala um annað en neyðarráðstafanir
jegar menn stæðu frammi fyrir þess-
um hlutum.
Óskar Vigfússon:
Stærra áfall en
síldarhrunið
ÓSKAR Vigfússon forseti Sjó-
mannasambands Islands segir að
niðurstöður Fiskveiðiráðgjafar-
nefndar Alþjóðahafrannsóknaráðs-
ins séu skelfilegar. Hann telur að
sá samdráttur í þorskveiðum sem
þar er mælt með yrði stærra áfall
fyrir þjóðina en árið 1968 þegar
síldveiðarnar hrundu.
„Afleiðingamar hljóta að verða
mjög alvarlegar, ekki aðeins fyrir sjó-
menn heldur þjóðina alla. 40% sam-
dráttur í þorskveiðum hlýtur að hafa
mjög mikla niðursveiflu í för með sér.
Varla er á atvinnuleysið bætandi en
það gæti tvöfaldast við þetta,“ sagði
Óskar.
Hann sagði að þó síldarhrunið 1968
hefði verið erfítt hefðu menn átt
nokkra möguleika á að bæta sér það
upp með öðru. Nú væru afskaplega
takmarkaðir möguleikar í öðrum físk-
veiðum, í besta falli óbreytt ástand.
Óskar taldi að þó sjávarútvegsráð-
herra tæki þá áhættu að leyfa eitt-
hvað meiri veiðar en Fiskveiðiráðgjaf-
arnefndin legði til myndi það aldrei
geta munað miklu. „Þetta em skelfi-
legar niðurstöður. Manni verður orða
vant,“ sagði Óskar.
Arnar Sigurmundsson:
Þessi niður-
skurður myndi
kollvarpa öllu
„ÞAÐ lá í loftinu að einhver sam-
dráttur yrði í þorskveiðum á næsta
fiskveiðiári en á þessum tillögum
átti maður ekki von. Margir í sjáv-
arútvegi voru að gera sér vonir um
að kvótinn yrði lítið skertur, e.t.v.
um 10%, en tillögur um 40% skerð-
ingu bókstaflega kollvarpa öllu sem
menn hafa verið að gera,“ sagði
Arnar Sigurmundsson formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva.
Hann sagði að ef þorskafli yrði
skorinn niður um 100 þúsund tonn
þýddi það allt að 15-16 milljarða verð-
mætaskerðingu í útflutningstekjum.
„Þetta er óskapleg tala og ef þetta
gengur eftir sé ég ekki annað en allt
efnahagslíf fari hér á hliðina. Maður
verður því að vona að þetta verði
ekki niðurstaðan og því tel ég rétt að
bíða eftir tillögum Hafrannsóknar-
stofnunar og því mati sem erlendur
vísindamaður mun leggja á tillögurnar
að ósk sjávarútvegsráðherra. En engu
að síður liggur í loftinu að það verður
verulegur samdráttur í þorskveiðum
sem mun hafa gífurleg áhrif á þjóðar-
búið og sjávarútveginn allan,“ sagði
Arnar.