Morgunblaðið - 02.06.1992, Side 35

Morgunblaðið - 02.06.1992, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2, JÚNÍ 1992 35 Stór stund a erlendrigrund MORGUNBLAÐINU hefur borist svohljéðandi fréttatilkynning frá Ferðaklúbbi Ingólfs: „Margir óska þess að minnast merkra tímamóta á ævinni með því að gera eitthvað sérstakt fyrir sjálfa sig, nýtt og eftirminnilegt. Flestir halda uppá tilefnið með veizluhöldum innanlands eða utan, en mörgum vex í augum umstangið og kostnaður við stórveizlur, og í afmælisfréttinni er þess oft getið að viðkomandi „verði að heiman". Margir telja ferðir Heimsklúbbsins veglegan vettvang þess að gera sér dagamun, sem munað er eftir. Komið hefur í ljós, að æ fleiri sækja í ferðir Heims- klúbbsins til að minnast jafnframt sérstaks tilefnis auk þeirrar upplifun- ar sem ferðin er í sjálfu sér. I nýaf- staðinni Heimsreisu var t.d. haldið upp á sjö afmæli frá fertugu til sjö- tugs. Til að uppfylla óskir margra um ógleymanlega gleðistund tengda sér- stöku tilefni, hefur Heimsklúbbur Ingólfs tekið upp sérþjónustu undir kjörorðinu: „Stór stund á erlendri grund.“ Tilefnin geta verið margs konar, s.s. brúðkaup, brúðkaupsaf- mæli, námsafmæli, starfsafmæli, af- mæli fyrirtækis, stórafmæli eða önn- ur merk tímamót á mannsævinni. Heimsklúbburinn sér um allan undir- búning á vönduðu hóteli og völdum veitingastað í samráði við afmælis- bamið eða aðstandendur. Þegar dag- urinn rennur upp, hefst hann með blómagjöf og kampavíni, ef óskað er, ásamt heiðursskjali og heillaósk- um frá Heimsklúbbnum og kveðjum að heiman fyrir milligöngu hans, en deginum lýkur með hátíðakvöldverði á völdum veitingastað og tónlist til- einkaðri heiðursgestinum. Með slíku móti býðst afmælisbami Heims- klúbbsins að halda upp á daginn sinn í fegurstu borgum og á beztu hótel- um Italíu í ágúst, á Filippseyjum eða glæsihótelum Japans og Taiwan eða Thailands í september, í safaríferð í Afríku eða borgum guils og demanta jafnt og náttúruparadís Suður-Afr- íku, þegar blómadýrðin er mest í október að ógleymdum „perlum aust- ursins" í Malaysíu, Bomeo, Singap- ore og Penangs í nóvember. Auk veizlunnar sjálfrar stendur veizlugestinum til boða gegn smá aukagreiðslu viðhafnargisting í de luxe-herbergi eða svítu í stað al- menns herbergis á afmælisdaginn. í kynningartilboði fyrir 10 fyrstu pant- anir með þessu sniðu er veizlan í boði Heimsklúbbs Ingólfs, en kostar annars aðeins 10 þúsund fyrir tvo með blómum, kampavíni, margrétt- uðum hátíðarkvöldverði og þjónustu. Til að auðvelda afmælisbörnum að láta slíkan draum rætast, geta vinir, ættingjar og samst-arfsmenn skotið saman andvirði ferðarinnar eða hluta þess og opnað sérreikning hjá Heimsídúbbnum á nafni afmælis- bamsins eða keypt gjafakort og ákveðið upphæðina sjálft. „Stór stund á erlendri grund“ er ekki bund- in við auglýstar ferðir Heimsklúbbs- ins, heldur er hún einnig fyrir ein- staklinga sem velja sér vandaðar ferðir á eigin vegum og njóta sam- banda og fyrirgreiðslu Heimsklúbbs- ins. Að undanfömu hefur Heimsklúb- burinn skipulagt ferðir ýmissa sér- hópa og einstaklinga og selt farseðla og vandaða gistingu á sérkjörum á staði utan Evrópu. Heimsklúbbur Ingólfs rekur almenna ferðaskrif- stofu á sérsviði en öllum opna og með fullum réttindum og njóta við- skiptavinimir góðs af sérsamningum við mörg flugfélög og hótel um allan heim.“ (Fréttatilkynning) Slökkt á Seljanesvita Finnbogastaðaskóla, Trékyllisvík. ÁVKEÐIÐ hefur verið að leggja niður vitann á Seljanesi við Eyv- indarfjörð. Slökkt var á honum 15. maí sl. Vitinn var reistur um 1930 -i tengslum við síldarstarfsemi sem Norðmenn byggðu á Eyri. Frá upp- hafi hafa þeir Jón Guðmundsson, Kristinn Jónsson og nú síðustu árin Guðmundur Jónsson séð um vitann. - V. Hansen. Fundur um útgáfu fræðirita BANDALAG háskólamanna, BHM, stóð fyrir opnum fundi þriðjudag- inn 12. maí sl. um efnið: Ríkið og útgáfa fræðirita. Meginmarkmið fundarins var að fá fram umræður um hvernig haga skuli stuðningi ríkisins við útgáfu fræðirita þannig að fé til þeirra mála nýtist sem best. Framsögumenn á fundinum voru Helga Kress, bókmenntafræðingur, Ari Trausti Guðmundsson, jarð- fræðingur, og Halldór Guðmunds- son, útgáfustjóri Máls og menning- ar. í fróðlegum framsöguerindum og umræðum að þeim loknum kom skýrt fram sú skoðun fundarmanna að ríkið hefði augljósum skyldum að gegna við gerð, útgáfu og dreif- ingu fræðirita, en nauðsynlegt væri að endurskoða rækilega núverandi framkvæmd þessara mála. í fram- haldi af þessum fundi ályktaði framkvæmdastjórn BHM eftirfar- andi á fundi sínum 19. maí sl. „Framkvæmdastjórn BHM minn- ir á að útgáfa fræðirita er einn af hornsteinum þjóðmenningar og for- senda þróunar ýmissa fræða og vís- inda. Slík útgáfa skilar sjaldnast hagnaði á stuttum tíma, og því hlýt- ur að koma til stuðningur hins opin- bera. Á þetta ekki síst við í fámenn- um samfélögum með lítinn markað. Framkvæmdastjóm BHM skorar því á stjórnvöld að sjá til þess að fyrirhugaðar breytingar á bókaút- gáfu á vegum ríkisins verði ekki til þess að fjárveitingar til fræðiritaút- gáfu dragist saman heldur verði í fréttatilkynningu frá undirbún- ingsnefnd mótmælafundarins segir, að hvalveiðiþjóðimar ísland, Noreg- ur og Japan muni reyna að fá hval- veiðibanninu aflétt á fundi hval- veiðiráðsins. Örlög þeirra hvala sem eftir em í sjónum velti á afstöðu ráðsins og mótmælafundurinn geti verið síðasta tækifærið til að sýna hvalveiðimönnum að yfirgnæfandi meirihluti almennings sé þeirrar skoðunar að hætta eigi þessari til- þær þvert á móti auknar. Jafnframt er bent á mikilvægi þess að þannig sé staðið að þessum stuðningi að flárveitingar nýtist sem best.-Þetta verður best tryggt með því að út- hlutun fjár sé í höndum fagfólks sem starfi óháð stjórnmálaflokk- gangslausu og grimmilegu slátmn, eins og það er orðað í fréttatilkynn- ingunni. Að mótmælafundinum standa m.a. Grænfriðungar, World Wide Fund for Nature, Whale and Dolp- hin Conservation Society og Envir- onmental Investigation Agency. Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðs- ins hefst mánudaginn 29. júní en úrsögn íslendinga úr ráðinu tekur gildi daginn eftir. um. Mótmælafundur gegn hvalveiðum í Glasgow BRESK umhverfisverndarsamtök eru að skipuleggja mótmælafund gegn hvalveiðum í Glasgow í Skotlandi, kvöldið áður en ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst þar í lok júní. UTIGRILL Utigrill er orðið fastur liður í matarmenningu okkar íslendinga. Við bíðum ekki bara eftir sumrinu heldur líka grili- veðrinu, og það virðist ætla að verða löng bið núna. Sumir hafa ekkert skeytt um veðrið, hafa haldið sínu striki og grillað. En erfítt er að grilla í köldu veðri, einkum ef hvasst er. Flest grill em úr þunnu blikki og hleypa kuldanum í gegnum sig, en þar sem loftkæling er mikil er erfitt að grilla. Það næst aldrei góður árangur. Sunnudagsmorguninn 3. maí sá ég kríuna koma á Garðaholtið til mín, fyrst komu þrjú pör eins og til að kanna aðstæður, en skömmu síðar komu þær í stórum hópum. Þá fannst mér sumarið vera komið. Tveimur dögum síðar, þegar fólk á Stór- Reykjavíkursvæðinu vaknaði við það að mikill snjór hafði fallið um nóttina, hljóp fjögurra ára dóttursonur minn inn til mömmu sinnar og hrópaði fokvondur: „Þið skrökvuðuð að mér, þið sögðuð að það væri komið sumar, það er ljótt að skrökva. „Bless- að barnið, var það nema von, sumardagurinn fyrsti ferskur í minni og tíu dagar liðnir áf sumri. En við erum nú á Islandi og það hefur áður sumrað seint. En krían reiddist eins og drengurinn, það hætti að heyrast í henni og öðrum fuglum, en lóan sem ég hafði fagnað nokkrum dögum fyrr hvarf af holtinu og hefur ekki komið aftur. Það má segja að raddir vorsins hafi þagnað. í morgun, 14. maí, var kríunni runnin reiðin og hún lék á als oddi og vakti mig með látum við sólar- upprás. Hefur líklega verið að segja mér að fara á fætur og grilla, en ég var nú ekki í þeim hugleiðingum. En um kvöldið var hið besta veður, þótt hitinn væri ekki nema 5 stig og ég stóðst ekki mátið og grillaði sítrónu/hunangs- kjúkling. Þegar ég stakk fyrsta munnbitanum upp í mig leit ég út um gluggann á kríu sem ——=<5—______________< •> -v > flaug yfir grillinu og tók í nefið ilminn af peru- ——-—*— tertunni sem var að bakast á því. Sítrónu-hunangskj úklingur Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 2 kjúklingar, 1,2— 1,5 kg hvor 'h dl sítrónusafi 'h matarolía 1 msk. hunang 1 tsk. ferskt timian eða 1 ‘/2 tsk. þurrkað ‘/2 tsk. paprikuduft IV2 tsk. salt 1. Kreistið safa úr sítrónu, setjið í skál ásamt matarolíu, timían, paprikudufti, salti og hunangi, sem gott getur verið að hita örlít- ið áður en því er blandað saman við. 2. Hlutið kjúklingana í sundur, takið læri frá og kljúfið bringur. Penslið alla bitana með leginum og látið bíða í 1-2 klst. 3. Hitið grillið, setjið mjóa ál- bakka milli viðarkolanna á grillinu til að taka við fitu. Hitið grindina, penslið síðan með matarolíu. Stað- setjið grindina í miðrim á kola- grilli en hafið millihita á gasgrilli. Takið kjötbitana úr leginum, en geymið hann. Þerrið bitana örlítið, leggið síðan á heita grindina, lát- ið haminn snúa upp. Penslið öðru hveiju með leginum. Snúið við eftir 20 mínútur og grillið í 15 mínútur á hinni hliðinni. Meðlæti: hrásalat með ferskum sveppum, sjá hér á eftir. Athugið: hægt er að nota íslenskt villt blóð- berg (thymus arcticur) en það er milu bragðminna en hið ræktaða, (thymus vulgaris). Hrásalat 'h meðalstór kínakálshaus 150 g ferskir sveppir nokkur strá ferskur graslaukur safí úr 'h sítrónu ‘Adl matarolía salt milli fingurgómanna nýmalaður pipar 1 skvetta úr tabaskósósuflösku 1. Þvoið kínakálið, skerið þvert í þunnar sneiðar. 2. Burstið sveppina eða þerrið vel. Þvoið ekki. 3. Þvoið graslaukinn og klippið smátt. Setjið saman við. 4. Setjið sítrónusafa og matarolíu í hristiglas, setjið salt og tabaskó- sósu saman við, hristið og hellið yfir salatið. Malið pipar yfír. Blandið saman með tveimur göffl- um. Þessa köku er bara hægt að baka á gasgrilli. Perukaka raeð íssósu 2 egg 1 dl sykur 1 dl hveiti ’Atsk. lyftiduft 2 msk. mjólk 2 ferskar perur súkkulaði-íssósa kringlótt álform, 25 cm í þvermál 1. Þeytið saman egg og sykur. 2. Setjið hveiti, lyftiduft og mjólk út í og hrærið lauslega saman. 3. Smyijið álformið. Setjið deigið í það. 4. Afhýðið perurnar, stingið úr þeim kjarnann, skerið í rif og rað- ið ofan á deigið. 5. Setjið íssósu í hringi ofan á. Byrjið að setja sósu á út við kant- inn. 6. Bakið kökuna á gasgrilli, hafið mesta hita á öðru hólfinu, en slökkt undir hinu, og á því á kakan að vera. Bakið í 20-30 mínútur. Snúið kökunni öðru hveiju, þann- ig að sama hliðin snúi ekki alltaf að hitanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.