Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 44

Morgunblaðið - 02.06.1992, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JUNI 1992 t Móðir okkar og tengdamóðir, STEFANÍA EIRÍKSDÓTTIR frá Þingdal, Víðivöllum 2, Selfossi, lést aðfaranótt 1. júní í sjúkrahúsinu á Selfossi. Eyrún Samúelsdóttir, Jón Samúelsson, Loftur Jónsson, Jóhanna Reginbaldsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, FJÓLA SIGURJÓNSDÓTTIR, lést þann 30. maí í Borgarspítalanum. Ólafur Guðmundsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR MARTEINSSON, Miðtúni 56, Reykjavik, andaðist þann 31. maí sl. Sesselja Einarsdóttir, Edda Sigrún Gunnarsdóttir, Þórður Sigurðsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Marteinn Gunnarsson, Ingunn Steinþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, MARÍS KRISTINN ARASON fyrrverandi vaktmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, lést 31. maí. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Guðbjartsdóttir. t Móðir mín og amma, eli'n e. SIGURÐARDÓTTIR, áður búsett á Tómasarhaga 29, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 29. maí sl. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Kristín Pálmadóttir, Pólmi Guðmundsson. t Ástkær sonur okkar, fóstursonur, bróð- ir og dóttursonur, ERLENDUR KRISTÓFERSSON, Kolbeinsmýri 4, sem lést fimmtudaginn 28. maí, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 4. júní kl. 13.30. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Gufu- nesi. Ingibjörg J. Erlendsdóttir, Kristófer Einarsson, Einar Óli Kristófersson, Elísabet Inga Kristófersdóttir, Sigurður Árni Kristjánsson, Kristján T. Sigurösson, Guðrún B. Ketilsdóttir, Erlendur Ahrens, Sigríöur Bjarnadóttir. Kristinn Guðmundsson, Miðengi - Minning Fæddur 19. maí 1916 Dáinn 7. apríl 1992 Luktum augum horfir þú á grasið, sem vex yfír sporin þín gengin í bemsku. Og söknuðurinn og minningin koma gangandi og opna þau (Friðrik Guðni Þorleifsson, „Mitt heiðbláa tjald“.) Þriðjudaginn 14. apríl síðastlið- inn fór fram útför Kristins Guð- mundssonar, bónda að Miðengi í Grímsnesi, að viðstöddu miklu fjöl- menni í yndislegu veðri, eins og það getur fegurst orðið í byijun gró- anda. Góður maður er genginn, sem Jjúft er að minnast og skylt er að þakka, þakka þó seint sé liðna tíma og vináttu, ekki síst við föður minn heitinn, sem var nágranni Kristins, og ég held mér sé óhætt að full- yrða, vinur einn af þeim fáu sem hann átti, þó aldursmunur milli þeirra hafi verið töluverður. Þeim fækkar nú óðúm þessum gömlu bændum, sem byggðu lífsafkomu sína á vinnu eigin handa í traustri samvinnu við þann er sólina skóp. í þau tæpu 50 ár sem Kristinn háði sína lífsbaráttu sem bóndi, mátti hann horfa upp á marga sigra mannsandans í tækni og vísindum, en einnig marga ósigra mannlegrar breytni og siðmenningar — gömlu gildin — trúmennska, iðni og spar- semi fótum troðin sum miður lögð með lagaboði svo illt er að spyrna viðfótum. Ég minnist með trega þessara daga æsku minnar, þegar lífið var samtvinnað veðri og árstíðum, ég sé fyrir mér karlana hressa og káta í smalamennsku og í réttum, við heyskap og gengningar, vitandi vissu sína um hvar peningar urðu Bróðir okkar, t SIGFÚS PÉTURSSON frá Húsavík, andaðist á heimili sínu í Boulder, Colorado, fimmtudaginn 28. maí. Systkini hins látna. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, MARGRÉT DÓROTHEA ODDSDÓTTIR, Blöndubakka 3, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum 26 maí sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. júní kl. 13.30. Haraldur Harvey, Ragnheiður Harvey, Magdalena M. Oddsdóttir og barnabörn Þóra Geirs, Ole Bjern Salvesen, Maðurinn minn, t JÓN SIGURÐSSON, (Kristófer kadett), andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, að kvöldi 29. maí. Guörún Karlsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir og systir, ANNA MARÝ SNORRADÓTTIR, Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi sem lést í London þann 30. maí sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 5. júní nk. kl. 14.00. Sigmundur Jóhannesson, Tinna Björk Sigmundsdóttir, Arna Þöll Sigmundsdóttir, Snorri Ólafsson, Jóhannes Sigmundsson, Hrafnhildur S. Jónsdóttir, Nikolfna Th. Snorradóttir, Sigurvin Ó. Snorrason, Jón Freyr Snorrason, Þorbjörg Snorradóttir. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÓN Þ. ÍSAKSSON prentari, Beykihlíð 21, andaðist í Landakotsspítala 29. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórunn Kristjónsdóttir, Bjarni Ingólfsson, Olgeir Kristjónsson, Rut Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON, Vfðigrund 25, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum að kvöldi laugardagsins 30. maí. Dagmar Clausen, Guðmundur Þórðarson, Margrét Linda Þórisdóttir, Þórður Þórðarson, Linda Leifsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Ragnar Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. til, og hver var undirstaða allra verðmæta, og vegna uppruna og uppeldis Kristins austur á Norðfirði þekkti hann einnig lífsbaráttu fólks- ins við sjávarsíðuna, þar sem glímt var við höfuðskepnurnar og gullið sótt í greipar Ægis, með tilheyr- andi mannfórnum, hversu fjarri var þá glys hinna nýju tíma. Þar sem áður reikaði fijáls búsmali fólks rís nú óðfluga ný gervisveitamenning þar sem eimyija gills og skálglamur hégómans svífur yfir vötnum, og flest greitt með plasti eða lánsfé. Kristinn kvæntist konu sinni, Helgu Benediktsdóttur, á samri stundu og lýðveldi var stofnað á íslandi, það var stór stund í lífi einstaklinga og þjóðarinnar allrar. Glæstar vonir og'stórir dagdraumar fóru um þjóð- lífið allt, þau hjón létu drauminn rætast í eigin lífi, bættu jörðina sína, húsakosti og ræktun, ólu upp dætur sínar fjórar í anda þess besta úr samtíð og fortíð, og nú hagar svo til í Aliðengi að hver kynslóð tekur við af annarri og í bróðemi hjálpast þrír ættliðir að. Undan- fama áratugi hafa Kristinn og Helga verið ein af þeim tengiliðum sem batt mig við æskustöðvarnar, traust og hlýtt handtak hans og glettni úr augum yljaði mér um hjartarætur er rifjaðir vom upp gamlir dagar og atburðir, það var svo gott að vita af honum handan vegar þegar við farfuglar fórum að hreiðra um okkur í hrauninu og birkið tók að anga. Hann fór of fljótt en eigi má sköpum renna. Fyrir hönd okkar systkina sendi ég öllum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning góðs drengs. Rósa Sveinbjarnardóttir. 4Áteyti*Kp<zn, ýýafazva'ui. Opið alla daga frá kl. 9-22. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. ! í i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.