Morgunblaðið - 07.06.1992, Page 2
2 FRÉTTIR/INNLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JUNÍ 1992
EFNE
Tyrkneska forræðismálið:
Faðir telpnanna mein-
ar Sophiu að hitta þær
SOPHIA Hansen fékk ekki að hitta dætur sínar tvær í Istanbúl í gær
þrátt fyrir dóm undirréttar þar að lútandi á fimmtudaginn. Hún átti
samkvæmt dómnum að fá að hitta telpurnar 1. og 3. laugardag í hveij-
um mánuði fram í september en þá á að taka málið fyrir að nýju. Þeg-
ar Sophia átti að hitta þær í gær kom i ljós, að faðir þeirra var horfinn
úr borginni með þær og er hann nú talinn dveljast í heimaþorpi sínu í
fjalllendi Kúrdistan. Hún segist afar hrædd um telpurnar enda telji hún
að þær sæti illri meðferð af hálfu föður þeirra.
Sophia Hansen sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að þegar hún
hafí átt að hitta dætur sínar í gær
hafi faðir þeirra verið horfinn með
þær úr borginni. Hann hafí sent dóm-
aranum í málinu bréf, þar sem hann
hafi sagst ætla að dveljast með þær
í heimabyggð sinni í Kúrdistan þar
til málið yrði tekið til endanlegrar
afgreiðslu í september. Sophia segist
telja, að hann hafi fyllst ótta þegar
hann sá málatilbúnað hins nýja
I N N ft N V E 6 6 J A
HEIMILISINS
JHcrouubUMii
Sérblað um
heimilið
Innan veggja heimilisins nefn-
ist sérblað sem fylgir fasteigna-
blaði Morgunblaðsins í dag. Þar
er á 16 síðum fjallað um atriði
sem viðkoma innréttingum og
endurbótum á heimilum, lýs-
ingu, gólfefnum, málningu,
straumum í innanhússarkitekt-
úr og fleiru.
Sjá blað C.
tyrkneska lögfræðings hennar, en
hann hafí meðal annars krafíst
þess að andlegt og líkamlegt
ástand telpnanna yrði rannsakað
af sérfræðingum.
Sophia segir að lögfræðingur
hennar muni strax eftir helgi kanna
hvort faðir telpnanna sé raunverulega
með þær þar sem hann segist vera
og jafnframt leita leiða til að þvinga
hann til að leyfa henni að hitta þær.
Enn sé hins vegar ekki hægt að segja
hvemig að því verði staðið. Hún seg-
ir að samkvæmt dómnum frá því á
fímmtudag sé hægt að dæma mann-
inn í um 100 þúsund króna sekt fyr-
ir að meina henni að hitta bömin í
fyrsta sinn. Ef það endurtaki sig
geti hann einnig sloppið með því að
greiða sekt en fyrir þriðja brot sé
hægt að setja hann í fangelsi.
♦ ♦.♦
Snarfari hafði
sigxtr í skeiðinu
SNARFARI frá Kjalardal sigraði
í 150 metra skeiði á Hvítasunnu-
móti Fáks á 14,63 sek. Knapi var
Sigurbjörn Bárðarson. Sóti, sem
Sigurbjörn sat einnig, varð annar
á 15,10 sek. og Harpa, sem Þórður
Þorgeirsson sat, varð þriðja á
15,11 sek.
í 350 metra stökki sigraði Sleipnir
frá Engi, sem Sölvi Sigurðarson sat,
á 28,42 sek. og Stormur, sem Hjalti
Guðmundsson sat, varð annar á 28,75
sek. og Seifur, sem Símon Símonar-
son sat, varð í þriðja sæti á 28,89
sek. í 800 metra stökki sigraði
Sleipnir, sem Magnhildur Magnús-
dóttir sat, á 63,92 sek., Funi, sem
Daði Már Ingvarsson sat, varð annar
á 64,70 sek. og sá kunni hlaupagarp-
ur Lótus frá Götu varð þriðji á 65,77
sek., en Reynir Aðalsteinsson sat
hann.
Frá undirritun samkomulags um undirbúning stofnunar lyfjaverk-
smiðju í Litháen. Frá vinstri: Þór Sigþórsson lyfjafræðingur,
Juozas Olekas heilbrigðisráðherra Litháen, Jón Sigurðsson iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, Grímur Sæmundsen framkvæmdasljóri
og Almar Grímsson lyfjafræðingur.
íslenska heilsufélagið hf.:
Samið um undirbúning
lyfjaverksmiðju í Litháen
ÍSLENSKA heilsufélagið hf. hefur undirriteð samning við litháísk
stjórnvöld um undirbúning að lyfjaverksmiðju í Litháen. Var það
gert í opinberri heimsókn Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra til Litháen í vikunni. Markmið þessa sameiginlega fyrirtæk-
is verður framleiðsla dreypilyfja sem mikil þörf er fyrir i sjúkrahús-
um Litháen.
Grímur Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóri íslenska heilsufé-
lagsins, sagði að Almar Grímsson,
einn af forráðamönnum íslenska
heilsufélagsins, hefði gert úttekt á
heilbrigðiskerfinu í Litháen fyrir
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina
(WHO) á síðasta ári og hefði þá
komið fram þörfín á framleiðslu
dreypilyfja. Grímur og Þór Sigþórs-
son, forstjóri Lyfjaverslunar ríkis-
ins, fóru síðan í mars á þessu ári
og athuguðu staðhættl í framhaldi
af þeirri ferð var unnin undirbún-
ingsvinna, en með undirskrift sam-
komulags íslenska heilsufélagsins
og stjórnvalda í Litháen er fyrsta
formlega skrefíð tekið í þessari
samvinnu. Grímur sagði að þeir
hefðu átt í samkeppni við öfluga
sænska aðila við að ná þessum
samningi en þar sem íslendingar
hefðu sýnt vilja í verki við undir-
búningsvinnu hefðu þeir haft vinn-
inginn. Hann sagði að einnig væri
alveg ljóst að frumkvæði íslensku
ríkisstjómarinnar í að viðurkenna
Litháen í sjálfstæðisbaráttunni
hefði haft afgerandi áhrif á afstöðu
landsmanna til íslendinga. Grímur
benti ennfremur á að stuðningur
íslensku ríkisstjómarinnar við und-
irbúning samkomulagsins hefði
vegið þungt hjá stjórnvöldum í Lit-
háen, og hefði nærvera Jóns Sig-
urðssonar, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, í Litháen hraðað því að
samkomulag hefði náðst.
Grímur sagði að stýfnt væri að
því að setja upp Jramleiðslueiningu
fyrir allt Litháen og yrði hún sex
sinnum stærri en starfseining
Lyfjaverslunar ríkisins hérlendis.
Reiknað er með að heildarkostnað-
ur við þetta verkefni verði 300-400
miiljónir íslenskra króna. Grímur
sagði að leitað yrði eftir aðstoð til
þess að fjármagna þetta verkefni
hjá samnorrænum stofnunum og
Þróunarbanka Evrópu.
Flugleiðír endurnýja samninga
um kaup félagsins á eldsneyti
Eldsneytisverð fer hækkandi á alþjóðamarkaði
FLUGLEIÐIR endurnýjuðu um síðustu mánaðamót alla samninga
félagsins um eldsneytiskaup bæði hér á landi og á áfangastöðum
sínum erlendis. Öll kaup á eldsneyti eru boðin út hjá félaginu einu
sinni á ári, og að sögn Guðmundar W. Vilhjálmssonar, forstöðu-
manns eldsneytisdeildar Flugleiða, náðist nokkur árangur af útboð-
unum að þessu sinni. Hér innanlands var endurnýjaður samningur
við Skeljung um afgreiðslu á þotueldsneyti á Keflavíkurflugvelli og
Reylqavíkurflugvelli. Hins vegar hefur eldsneytisverð farið hækk-
andi að undanförnu á alþjóðamarkaði sem hefur í för með sér nokk-
urn kostnaðarauka fyrir félagið.
Eldsneytiskostnaður Flugleiða
var rúmlega 20 milljónir dollara,
1.160 milljónir kr., á sl. ári og not-
aði félagið þá um 24 milljónir gall-
ona af þotueldsneyti. „Við erum
nokkuð ánægðir með árangurinn
af útboðunum þó tilboðin hafí ekki
verið jafnhagstæð erlendis og f
fyrra. Það voru 18 aðilar sem gerðu
okkur tilboð erlendis eftir að við
höfðum tilkynnt um 20 aðilum um
að eldsneytissamningar okkar væru
að renna út. Sumsstaðar hafa orðið
þó nokkrar verðlækkanir í tilboðum
og útboðið gekk sérstaklega vel hér
á landi. Það er ódýrara að fylla á
Vegna Hvítasunnuhelgar-
innar kemur Morgunblaðið
næst út miðvikudaginn 10.
júní.
nýju Fokker-vélamar en og þær
eyða að sama skapi aðeins um 73%
af eyðslu gðmlu vélanna," sagði
Einn möguleiki væri að stunda
engar beinar þorskveiðar heldur
yrði þorskur einungis aukaafli með
öðrum tegundum. Því markmiði
væri hægt að ná jafnt með því að
loka svæðum og takmarka veiðar
Guðmundur í samtali við Morgun-
blaðið.
Aðspurður um áhrif hækkana á
þotueldsneyti að undanfömu sagði
Guðmundur að meðalverð á tonni
hefði verið skráð 194 dollarar í maí
en á miðvikudag hefði verðið verið
skráð 204 dollarar. Þessi hækkun
hefði í för með sér um 63 þúsund
dollara (3,6 m.kr.) kostnaðarauka
fyrir félagið á mánuði. Hins vegar
væri félagið ekki eins viðkvæmt
fyrir eldsneytishækkunum og áður
vegna nýju millilandaflugvélanna.
við ákveðnar skipastærðir. Þetta
ætti þó allt eftir að ræða.
Þorskveiðar Færeyinga á þessu
ári em taldar verða innan við tíu
þúsund tonn og hafa þær aldrei
verið minni, að sögn Kjartans. „Það
„Það er mjög óvenjulegt að verð
hækki á þessum tíma og ekki héppi-
legt fyrir okkur þar sem háanna-
tíminn er að byrja. Hins vegar hef-
ur verðið oft verið skráð hærra yfír
vetrartímann og að meðaltali var
það skráð 221 dollari hvert tonn á
sl. ári. Hráolían hefur einnig hækk-
að mikið í verði og ef verð á henni
lækkar ekki aftur þá verða enn
frekari hækkanir á þotueldsneyti í
júlí. Birgðir af þotueldsneyti em þó
nógar núna en verðið mun ráðast
af framboði og eftirspum á alþjóða-
markaði," sagði Guðmundur.
eru allir sammála um að þorskstofn-
inn hafi aldrei verið í jafn slæmu
ástandi og nú. Helsta skýringin á
því er léleg nýliðun á sama tíma
og veitt hefur verið of mikið,“ sagði
hann.
Aðspurður um hvaða áhrif það
myndi hafa fyrir Færeyinga að fara
eftir tillögum Alþjóðahafrannsókn-
arráðsins sagði Kjartan að vegna
þess hve lítil þorskveiði væri nú
mætti segja að menn væm þegar
búnir að taka höggið.
Aiþjóðahafrannsóknarráðíð:
Færeyingar hætti þorskveiðum
FÆREYINGUM BÁRUST í vikunni tillögur frá Alþjóðahafrannsókn-
arráðinu þess efnis að þeir hætti þorskveiðum á næsta ári. Kjartan
Hoydal, fiskimálastjóri Færeyja, sagði í samtali við Morgunblaðið
að tillögurnar væru það nýtilkomnar að ekki hefði gefist tími til
að skoða þær tii fulls. Þegar búið væri að meta tillögurnar yrði
ákveðið hvernig bregðast bæri við þeim. Bjóst hann við að tillögur
þess efnis myndu liggja fyrir þegar þingið kæmi saman að nýju 29.
júlí nk.
►Tillögur Alþjóðahafrannsóknar-
áðsins um 40% skerðingu í þorsk-
sókn er mikið áfall fyrir þjóðarbú-
skapinn. Slíkur samdráttur kæmi
misþungt niður á byggðum lands-
ins./lO
Flughræðsla
►Yfir 17% íslendinga þjást af
flughræðslu, en hér segir frá nám-
skeiði sem Flugleiðir efndu nýlega
til fyrir fólk sem vill yfirvinna
þennan kvilla./14
Erfiði dagsins hverfur
út í víndinn
►Miklir þurrkar hafa verið í sunn-
anverðri Afríku að undanförnu.
Dóra Stefánsdóttir, verkefnisstjóri
Þróunarsamvinnustofnunar ís-
lands, skrifar frá Namibíu./17
Styrkurinn liggur í
samstöðunni
►Rætt við Sighvat Bjarnason sem
á næstunni sest í framkvæmda-
stjórastól Vinnslustöðvarinnar h.f.
/18
Herjólfur til
heimahafnar
►Nýja Vestmannaeyjafeijan er
væntanlegtil heimahafnar næstu
daga. Hér segir Ámi Johnsen frá
skipinu í máli og myndum./20
HEIMILI/
FASTEIGNIR
► l-28
Húsaleiga og atvinnu-
húsnæði
►Rætt við Reyni Kristinsson hjá
Hagvangi./lO
Líf og dauði í Sauð-
burðinum
►Fyrir Reykvíking sem fer helst
ekki út fyrir borgarmörkin, kemur
vorið með lóunni en sumarið með
erlendum ferðamönnum. í sveitinni
kemur sumarið með lömbunum.
Hér fylgjumst við með sauðburði
hjá Jóni Skarphéðinssyni bónda í
Kringlu í Miðdölum./l
Kirkjan áleik
►Hvemig verður ný sókn til?
Hvað dreymir prestshjónin um?
Hefur kirkjan komið til móts við
nýja tíma? Því svara séra Vigfús
Þór Árnason og Elín Pálsdóttir./8
Ástin, hamingjan og
óttinn
►Nokkrir punktar um Gurudev
og kenningar hans./lO
Af spjöldum glæpa-
sögunnar
►Bess Myerson, fyrrum fegurðar-
drottning, komst til áhrifa í banda-
rískum stjórnmálum en var síðar
sökuð um spillingu og misferli í
opinbem starfi og varð að segja
af sér embætti í borgarstjórn New
York-borgar./16
► FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Skoðun 23
Leiðari 24
Helgispjall 24
Reykjavíkurbréf 24
Minningar 26
íþróttir 40
Útvarp/sjónvarp 42
Gámr 47
Mannlífsstr. 6d
Kvikmyndir 12d
Dægurtónlist
Fólk I fréttum
Myndasögur
Brids
Stjömuspá
Skák
B(ó/dans
Bréf til blaðsins
Velvakandi
Samsafnið
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR-
1-4
13d
18d
20d
20d
20d
20d
21d
24d
24d
26d