Morgunblaðið - 07.06.1992, Síða 39

Morgunblaðið - 07.06.1992, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992 39 Þessar ungu stúlkur færðu Rauða krossi íslands rúmlega 2.970 kr., sem þær söfnuðu á hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparsjóð RKÍ. Þær heita Álfheiður Eva Óladóttir, Ásta H. Gylfadóttir og Sunna Ingvars- dóttir. Guðrún Helga Jónsdóttir, Eygló Tómasdóttir og Sigríður Ólöf Guð- mundsdóttir. Þær söfnuðu fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins 1.746 kr. Þessi tombólusveit safnaði 7.000 kr. til Hjálparsjóðs Rauða krossins á hlutaveltu. Krakkarnir heita Anna Berglind Jónsdóttir, Finna ívars- dóttir, Andrés Pétursson, íris Björk Pétursdóttir, Ásta Rún Péturs- dóttir og Rósa Árnadóttir. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir ITAUVINDUNNI Tónlist Ámi Matthíasson Tónleikahald erlendra stór- sveita hér á landi undanfarin ár hefur ekki gengið áfallalaust og margur tónleikagesturinn fundist hann svikinn. Það skýrir líklega hvers vegna ekki voru nema um 3.000 manns sem komu á föstu- dagskvöld og hlýddu á bresku hljómsveitina Iron Maiden, sem er án efa ein fremsta þungarokk- sveit heims um þessar mundir. Þeir sem létu sig hafa það að fara fengu mikið fyrir sinn snúð, því fáar sveitir standa Iron Maid- en á sporði á sviði, eins og sannað- ist eftirminnilega í Laugardals- höllinni. Tónleikagestir voru á blendnum aldri, enda viðbúið að hljómsveit eins og Iron Maiden, sem á að baki sextán ára feril, hafi sankað að sér áheyrendahóp sem spannar allt frá ríflega þrítugu og niður í gelgjuskeið. Vísast voru það ein- mitt harðir Iron Maiden-áhang- endur sem fjölmenntu í Laugar- dalshöllina að þessu sinni, en frek- ar að þeir forvitnu hafi haldið sig heima. Eins og áður segir hefur Iron Maiden starfað í sextán ár og það mátti heyra að þeim árum hefur ekki verið varið til einskis, því frá fyrstu tónum var ljóst að hljóm- sveitin er geysiþétt og líklegasta ein þéttasta rokksveit sem hér hefur spilað lengi, lengi. Fyrsta lagið var fyrsta smáskífa sveitar- innar af nýútkominni breiðskífu, Be Quick or Be Dead, mikið keyrslulag og gaf tóninn fyrir þá samfelldu keyrslu sem á eftir kom. Hljómsveitarmeðlimir léku á als oddi og gáfu hvað þeir gátu, enda geislaði af þeim spilagleðin. Gam- an var að sjá hve þeir sóttu í aðdáun áheyrenda, sem gaf þeim aukinn kraft, og sú hugsun lædd- ist að hvort það sé ekki éinmitt þetta samband við áheyrendur sem haldi sveitinni gangandi, því ekki er það fjárþörf. Sveitarmenn brugðu iðulega á leik, því ljóst var að þeir voru að skemmta sér ekki síður en áheyr- endum. Þannig drógu þeir rótara sína inn á sviðið til að syngja bakraddir milli þess sem þeir sprelluðu hver með öðrum og Bruce Dickinson hafði áheyrendur í vasanum frá upphafí tónleik- anna. Uppistaða tónleikanna var eðli- lega nýja platan, en einnig voru viðraðir gamlir slagarar, allt frá fyrstu plötunni (Iron Maiden) í ,þá þarsíðustu (Tailgunner) og Bring Your Daughter to the Slaughter m.a.). Þannig var að þegar sveitin var búin að leika af fullum krafti í nærfellt klukku- stund og nokkuð dregið af áheyr- endum eftir að hafa hoppað, klappað og öskrað allan þann tíma, brugðu þeir félagar fyrir sig Run to the Hills, lagi af mest seldu plötu sveitarinnar, og það var eins og skipt hefði verið inn á nýjum áheyrendum, því öll þreyta hvarf út í veður og vind. Þannig drifu sveitarmenn, og þá sérstaklega snjall söngvarinn, Bruce Diekinson, áheyrendur áfram, sem ekki slepptu sveitinni af sviðinu fyrr en hún var búin að leika í um tvær klukkustundir. Það voru líka dasaðir áheyrendur, sem líklega hefur liðið eins og hefðu þeir lent í tauvindu, sem reikuðu sveittir, ringlaðir og sælir út í nóttina. Gæsla öll var vel skipulögð og til fyrirmyndar og enginn fór inn í húsið án þess að á honum væri leitað. Þannig safnaðist gríðarstór hrúga af ýmsum flátum, sem flest innhéldu vísast áfengi, þó margir hafí sturtað öllu í sig sem þeir gátu torgað með góðu móti áður en inn var farið. Þetta réð því að ölvun var með minna móti, en sefjunin var reyndar það mikið að erfitt gat verið að greina hvort viðkomandi væri í áfengis- eða gleðivímu. Vonandi vita þessi Iron Maiden- tónleikar á gott, því þeir hljóta að fara langt með að endurvekja traust tónleikagesta á innflutningi erlendra rokksveita. Vélritunarkennsla Kvöldnámskeið er að byrja. Vélritunarskólinn, s. 28040. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Hátíðarsamkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM-KFUK-SÍK Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 á Háaleitisbraut 58 í um- sjón NÝ-UISJG. Allir velkomnir. Færeyska sjómannaheimilið, Brautarholti 29. Samkoma hvítasunnudag kl. 17.00. Lovísa Niclasen og Simon Hansen tala. KROSSÍNI Um hvítasunnuhelgina verðum við með mót í Varmalandi í Borg- arfirði. Gleðilega hátíð. Hjálpræðis- herinn Kirkjuslræti 2 Athugið, engin samkoma á hvítasunnudag. Annan í hvítasunnu kl. 20.30 hefst samkomuherferð þar sem kapteinarnir Magna og Jostein Níelsen eru aðalræðumenn. Samkomur á hverju kvöldi til og með fimmtudagsins 11. júní. Fjölmennið á þessar góðu sam- komur. Gleðilega hátíð. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. fÍMnhj ólp Hátíðarsamkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikill söngur. Samhjálparvinir taka lagið og gefa vitnisburöi. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. Nýja postulakirkjan íslandi Ármúla 23, 2.h., 108 Reykjavik. Guðsþjónusta verður hvfta- sunnudaginn 7. júnf kl. 11.00. Ritningarorð er tekið úr: Rómverjabréfi 8.6. Verið velkomin. Safnaðarprestur. 4mdL Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma á morgun 2. í hvítasunnu kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnirl Gleðiiega hátíð! VEGURINN iy Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kóp. Ath. engin samkoma í dag, sunnudag, en samkomur á morgun, annan f hvítasunnu, verða sem hér segir: Almenn samkoma kl. 16.30. Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Ath. í sumar verða engar morg- unsamkomur. Miðvikudag kl. 18.00 Biblfulestur með séra Halldóri S. Gröndal. „Drottinn er þinni hirðir, þig mun ekkert bresta'*. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sfmí 614330. Dagsferðir sunnud. 7. júní Kl. 10.30 Fjallganga nr. 3, Akrafjall. Kl. 13.00 Landnámsgangan. DagsferSir 2. í hvítasunnu Kl. 10.30 Vigdísan/ellir-Hús hólmi. Kl. 13.00 Útivistardagur fjölskyldunnar. Brottför í ofan- greindar ferðir er frá BSÍ, bens- ínsölu. Kvöidganga miðikud. 10. júníkl. 20. Dagsferðir sunnud. 14. júní Kl. 9.30 kirkjugangan: Hítardalur. Nýtt símanúmer 614330. Sjáumst! útivist ZífstnÁs ÚTIVIST Hallveigarstig 1, sími 614330. Helgarferðiríjúní 19.-21. júnf sólstööuganga á Snæfellsjökul. Skemmtilegasta jökulganga ársins. Gist í tjöldum á Búðum. 19.-21. júní Vestmannaeyjar - Úteyjar. Siglt út í eyjar. Gist í svefnpokaplássi. Bókið tímanlega í þessar vin- sælu ferðir. Básar á Goðatandi Um hverja helgi. Gist í húsi/tjaldi. Skipulagðar göngu- ferðir. Brottför kl. 20 á föstud. heimkoma kl. 18. á sunnud. Munið ódýra sumardvöl f Básum. Skrifstofan er opin frá kl. 9-17. Sjáumst í Útivistarferðl Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Dagsferðir - kvöldferðir - helgarferðir: 7. júní kl. 13.00: Hvalsnes - Stafnes - Básendar Kirkjan skoðuð í Hvalnesi, ekið að Stafnesi og gengið þaðan að Básendum, en þar var eitt sinn verslunarhöfn, sem skolaðist burt í flóöinu mikla 1799. Göngu- teiðin liggur um láglendi. Verð kr. 1.500. 8. júnf (annar I hvftasunnu) kl. 13.00: Höskuldarvelllr - Græna- vatnseggjar - Vigdfsarvellir Ekiö um afleggjarann frá Kúa- gerði (Keflavíkurvegur) að Höskuldarvöllum, þaðan verður gengið um Grænavatnseggjar yfir í Móhálsadal að Vígdísarvöll- um (eyðibýli). Verð kr. 1.100. 10. júnf kl. 20.00: Heiðmörk - skógræktarferð (frftt). 11. júnf kl. 20.00: Viðey - Lundey. Siglt umhverfis Lundey og sfð- an gengið á land í Viðey. 13. júní kl. 9.00: Söguslóðir Njálu. Helgarferð tii Þórsmerkur 12. -14. júní. Gist í Skagfjörðs- skála, Langadal. Brottför í ferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. • Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.