Morgunblaðið - 07.06.1992, Side 48
I* Reghibwidhm
• spamaðw
Landsbanki
fslands
MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SíMl 691100, SfMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI «5
SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Menntamálaráðherra hefur veitt Miðskólanum starfsleyfi:
Einkaskóla fyrir 9-12 ára er
ætlað að taka til starfa í haust
Aðstoðarmaður ráðherra segir að skólinn fái ekki fjárveitingu frá ríkinu
Dla horfir
með æðar-
dún vegna
rigningar
ÆÐARBÆNDUR á BreiðaQarðar-
eyjurn hafa ekki getað sinnt leit sem
skyldi yfir varptímann vegna
vætutíðar. En miklar rigningar
fara illa með æðarvarp og ef ekki
styttir fyótlega upp horfir illa með
æðardúninn í ár.
Að sögn Eysteins Gíslasonar
æðarbónda í Skáleyjum hefur ekki
verið hægt að sinna leit almennilega
vegna slagveðurs. Þess vegna hafa
færri svæði verið athuguð á eyjunum
en það sem fundist hefur er misslæmt
eftir staðháttum á jörðu niðri. Ey-
steinn sagði að ekki væri endanlega
komið í ljós hver útkoman yrði en
miklar rigningar færu illa bæði með
æðarfuglinn og dúninn, en stundum
yfírgæfi fuglinn hreiður í mikilli
vætutíð. Eysteinn sagði að æðarfugl-
inn hefði verið seinn að setja upp
hreiður í ár en það hefði ræst úr
því, en nú setti rigningin strik í reikn-
inginn. Eysteinn telur að ekki þurfí
að koma til vandræðaástands en þó
sé ljóst að haldi vætutíðin áfram þá
sé ekki hægt að búast við góðu ári.
Ámi Snæbjömsson, ráðunautur,
sagði að rysjótt veður vestan- og
sunnanlands gætti haft áhrif á
dúntínslu. Að sögn Áma lítur æðar-
varp vel út norðan- og austanlands,
og enn er gott jafnvægi vestan- og
sunnanlands en áframhaldandi rign-
ingar geta valdið skaða.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Birgir Þór Birgisson skyggnir
æðaregg í Akureyjum.
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur staðfest skipulagsskrá Mið-
skólans sem heimilar rekstur
einkaskóla í Reylgavík fyrir 9-12
ára börn og er stefnt að því að
skólinn taki til starfa í haust, að
sögn Braga Jósepssonar, ritara
skólanefndar. Miðað er við að
skólinn taki við allt að 100 nem-
endum og hefur verið ákveðið að
skólagjald fyrir hvern nemanda
verði 15 þúsund krónur á mánuði
eða 135 þúsund krónur á ári. Óiaf-
ur Arnarson, aðstoðarmaður
menntamálaráðherra, segir að
skólinn uppfylli skilyrði almennra
grunnskóla, „en þetta er ekki
stefnumarkandi ákvörðun og ekki
verður um neinar fjárveitingar
rikisins til skólans að ræða,“ seg-
ir hann.
Fyrrverandi menntamálaráð-
herra, Svavar Gestsson, hafnaði
beiðni aðstandenda Miðskólans um
starfsleyfi í ágúst 1989 og vísaði
m.a. til umsagna fræðslustjórans í
Reykjavík og Kennarasamtakanna
sem lögðust gegn stofnun skólans,
auk þess sem hann taldi fjárhagsleg-
an gmndvöll skólans ótraustan.
Að sögn Ólafs hefur umsókn Mið-
skólans verið til skoðunar í ráðuneyt-
inu í vetur. „Við tókum þetta til
rækilegrar endurskoðunar og skoð-
uðum málið vandléga. Við gerðum
ýmsar athugasemdir við ýmsa þætti
málsins og þegar bætt hafði verið
úr þeim staðfesti ráðherra skipulags-
skrá skólans en lét það jafnframt
fylgja að þetta fæli ekki í sér nein
loforð um fjárveitingar," sagði Ólaf-
ur.
Bragi staðfesti að farið hefði ver-
ið fram á opinbert framlag til skól-
ans og sagði að þótt ekki yrðu gerð-
ar frekari tilraunir til að fá fjárveit-
ingu til skólans fram að áramótum
muni aðstandendur skólans halda
þeirri ósk til streitu. „Við teljum að
foreldrar sem senda böm sín í einka-
skóla og greiða skatta eins og aðrir
eigi líka einhvern rétt. Við væntum
þess að við fáum sama lágmarks-
styrk og aðrir hliðstæðir skólar eins
og til dæmis Tjarnarskólinn," sagði
Bragi.
Ólafur sagði að þegar ákvörðunin
var tekin hefði verið haft til hliðsjón-
ar að í dag væru reknir einkaskólar
fyrir böm á aldrinum 6-8 ára og
börn eldri en 12 ára.
Miðskólinn verður starfræktur í
miðbæ Reykjavíkur en ekki hefur
verið gengið endanlega frá hús-
næðismálum skólans. Að sögn Braga
standa viðræður um þau mál yfir
við Reykjavíkurborg. Ekki hefur
verið gengið frá ráðningu kennara
eða skólastjóra. „Ég tel engin vand-
kvæði á að fá úrvalskennara," sagði
hann.
Gert er ráð fyrir samfelldum
skóladegi í Miðskólanum frá kl. 8.30
árdegis til kl. 15.30 síðdegis. Verður
hádegismatur framreiddur í skólan-
um en kostnaður við máltíðir er ekki
innifalinn í árgjaldi skólans.
Ólafur S. Andrésson lífefnafræðingur við Tilraunastöð HÍ:
Tengsl millí Skeiðarárhlaupa
og stærðar þorskárganganna?
Virkjanir fallvatna eru taldar kunna að draga
ÓLAFUR S. Andrésson, lífefnafræðingur á Tilraunastöð Há-
skóla íslands í meinafræði, segir í grein sem birt er í Morgun-
blaðinu í dag, að hugsanlega sé samband á milli hlaupa í Skeið-
ará og stærðar þorskárganga. Ólafur bendir á að ferskvatns-
hlaup flýti fyrir eða auki þörungablóma sunnan við landið og
geti þannig haft áhrif á afkomu svifdýra og fiska. Samanburð-
ur leiði í Ijós að í átta af ellefu „hlaupárum" Skeiðarár hafi
þorskárgangar næsta ár á eftir verið yfir meðallagi. Sam-
kvæmt einföldu tölfræðiprófi séu líkurnar á að slíkt gerist fyr-
ir tilviljun minni en 5%.
Ólafur bendir á að milljónir sunnan við landið. Ferskvatn frá
þorsklirfa hafi klakist í sjónum árósum auki lagskiptingu sjávar
úr stærð þorskstofna
og beri fram mikið af kísilsýru
en hvort tveggja stuðli að vexti
kísilþörunga.
Ólafur hefur einnig kannað
hvort fjöldi nýliða þorskárganga
vex eða minnkar í kjölfar Skeiðar-
árhlaups. „Eftir hlaup stækkuðu
árgangar í níu skipti en minnkuðu
í tvö. Onnur ár varð aukning
sautján sinnum en minnkun tutt-
ugu og einu sinni. Líkumar á slíkri
tilviljun eru um 3%,“ segir hann
í greininni. Hann veltir einnig
fyrir sér áhrifum stórflóða og
hlaupa úr öðrum ám á afkomu
svifdýra og físka. „Sé svo þá er
vert að velta fyrir sér hvaða áhrif
virkjun fallvatna hefur. Það er
t.d. greinilegt af rennslismæling-
um að með miðlunarmannvirkjum
hefur stórlega dregið úr flóðtopp-
um. Stórvirkjanir kunna því að
vera okkur dýrkeyptari en virðist
í fljótu bragði," segir hann.
Sjá „Hlaupaþorskar“
á bls. 12.