Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjuni 1992næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 26.06.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 26.06.1992, Síða 1
72 SIÐUR B/C/D 142. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins OECD um samveldisríkin: Framleiðsla gætimimik- að um 20% París. Reuter. Efnahags- og framfarastofnun- in spáir því að minnkandi við- skipti leiði til þess að framleiðslan í Samveldi sjálfstæðra ríkja minnki um 15-20% á árinu, en hún minnkaði um 18% í fyrra. Þetta kemur fram í misserisskýrslu stofnunarinnar, sem birt var i gær, og þar segir einnig að búast megi við efnahagsbata í Banda- ríkjunum, þótt hann verði hægur. OECD segir að í flestum samveld- isríkjanna kunni framleiðslan að minnka um 20-30%. Jafnvel í Rúss- landi, sem er bettur sett en önnur fyrrverandi sovétlýðveldi vegna stærðar og náttúruauðlinda, gæti samdrátturinn orðið meiri en 10%. í skýrslunni segir að mikil hætta sé á að upplausn Sovétríkjanna fyrr- verandi ieiði til þess að viðskiptin milli þeirra minnki um helming á árinu. Það eina sem geti afstýrt því séu verulegar lánveitingar til þeirra ríkja sem koma illa út úr hækkandi verði á olíu og öðrum hráefnum, sem þau hafa aðallega keypt frá Rúss- landi. OECD telur ólíklegt að Rúss- um takist að draga úr fjárlagahall- anum í ár vegna ört minnkandi skatttekna og vaxandi útgjalda til velferðarmála. Stofnunin telur einnig líkur á að framleiðslan minnki verulega í fyrr- verandi fylgisríkjum Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. í skýrslunni er því spáð að hag- vöxturinn í Bandaríkjunum verði 2,1% í ár og 3,6% á næsta ári, en hann var 0,7% í fyrra. Poul Schluter fyrir leiðtogafund EB: Danir greiða ekki atkvæði aftur um óbreytt samkomulag Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. POUL Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, og Uffe Ellemann-Jens- en utanríkisráðherra héldu til leiðtogafundar Evrópubandalagsins í Lissabon í gær með þau skilaboð frá danska þinginu að ekki kæmi til greina að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Maastricht-samkomu- lagið. Að minnsta kosti ekki samskonar samkomulag og Danir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2. júní sl. Keuter. Sprenging í Lundúnum Öflug sprengja, sem komið hafði verið fyrir í skjalatösku, sprakk í miðju fjármálahverfi Lundúna um kvöldmatarleytið í gær. Ekkert manntjón varð en bifreið gjöreyðilagðist. Sprengjan sprakk í Coleman-stræti fyrir utan skrifstofur bandaríska Chase Manhattan bankans. Talsmaður lög- reglu sagði í gær að maður, sem kvaðst vera á vegum írska lýðveldis- hersins (IRA), hefði hringt í breska útvarpið, BBC} og gefið viðvörun um sprengjuna um svipað leyti og hún sprakk. A myndinni má sjá slökkviliðsmann ganga að flaki bifreiðarinnar. Því hefur verið varpað fram af mörgum öðrum bandalagsríkjum að hugsanlega væri hægt að bjarga Maastricht með því að Danir greiddu/ atkvæði um samkomulagið á ný. Forsætisráðherrann sagði hins vegar að afloknum fundi í markaðsnefnd danska þingsins í gær: „Innihaldið verður að vera annað ef við eigum að geta rætt það“. Schlúter bætti því við að Danir hefðu ekki hug á að falast eftir sérsamningum um tengsl sín við endurnýjað Evrópu- bandalag, að minnsta kosti ekki fyrr en stóru ríkin á borð við Bretland og Frakkland hefðu staðfest sam- komulagið. Afstaða Dana til Maastricht verð- ur ekki á dagskrá í Lissabon. Fundur- inn á að fjalla um efnahagsmál og undirbúning vegna fjölgunar aðildar- ríkja, s.s. Svíþjóðar og Finnlands, en allir ganga út frá því sem vísu að staða Dana verði rædd óformlega. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins, hefur beðið Dani afsökunar á ummælum sínum í frönsku sjónvarpi á sunnudag en þá hélt hann því fram að Danir ættu á hættu að missa stuðning við landbúnað sinn vegna afdrifa Maastricht í þjóðaratkvæða- Arangurslaus samningafundur um Júgóslavíu: Milosevic neitar tilmælum um að viðurkenna Bosníu Strassborg, Sarajevo. Reuter. FUNDUR með leiðtogum fyrr- um lýðvelda Júgóslavíu í Strass- borg í gær um leiðir til að koma á friði „olli vonbrigðum“, að sögn Carringtons lávarðar, sáttasemjara Evrópubandalags- ins (EB). Hann sagði að Slobod- an Milosevic, forseti Serbíu, hefði neitað tilmælum hans um að viðurkenna sjálfstæði Bos- níu-Herzegovínu. Serbar sem sitja um Sarajevo samþykktu í gær að hætta árásum á óbreytta borgara, að sögn gæsluliða Sameinuðu þjóðanna. Milosevic sagði á fundinum með Carrington að Serbía veitti serbnesk- um sveitum í Bosníu engan hernað- arlegan stuðning, en sendi aðeins hjálpargögn til bágstaddra. Hann neitaði tilmælum Carringtons um að viðræður yrðu hafnar um framtíð Kosovo-héraðs í Serbíu, þar sem alb- anski meirihlutinn vill sjálfstæði, en EB hefur lýst áhyggjum yfir því að Kosovo kunni að verða næsti vett- vangur stórátaka í Júgóslavíu. Haris Silajdzic, utanríkisráðherra Bosníu- Herzegovinu, sagðist svartsýnni eft- ir fundinn á að friður kæmist á. Þá sagði Milosevic í sjónvarpsvið- tali í gær að hann hefði lagt til að Serbía og Grikkland mynduðu sam- veldi, sem meðal annars fæli í sér sameiginlega herstjórn. Aðspurður um viðbrögð Konstantíns Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, sagði Milosevic að ekki væri ágreiningur um markmið á milli leiðtoganna, en ef til vill um tímasetningu á sam- starfi ríkjanna. Lewis MacKenzie, hinn kanadíski yfirmaður friðargæsluliðs Samein- uðu þjóðanna í Sarajevo, sagði í gær að leiðtogar Serha í borginni hefðu samþykkt að beina ekki skotum sín- um og sprengjum á svæði þar sem óbreyttir borgarar hefðust einkum við. Þeir myndu staðsetja stórskota- lið sitt í hæðunum umhverfis borgina á þann hátt að auðvelt væri fyrir eftirlitsmenn SÞ að sjá hvort staðið væri við samkomulagið. Hitabylgja í borginni hefur aukið líkurnar á farsóttum, þar sem 300.000 manns eru innikróaðir. Fólk leggur sér nú rotnað kjöt til munns í matarskortinum, enginn þorir að hreyfa við likum sem liggja á götum úti og skolpleiðslur borgarinnar eru stíflaðar. Grunur er um að tauga- veiki, sem berst með lúsum, hafi orðið vart á nokkrum stöðum. greiðslunni. Á blaðamannafundi í Brussel sagði Delors að sér hefðú orðið á mistök sem ekki hefðu átt að eiga sér stað. „Ég var að reyna að sýna löndum mínum fram á mikil- vægi stefnunnar fyrir franskan land- búnað,“ sagði Delors. Sjá nánar frétt á bls. 22-23 Iran-kontra; Aðild æðstu manna í rannsókn LAWRENCE Walsh, sérlegur sak- sóknari í Iran-kontra-málinu í Bandaríkjunum, lýsti því yfir í gær að hann væri nú að reyna að komast að því hvort menn í „æðstu stöðum ríkisins" hefðu gerst brot- legir við lög með því að reyna að hindra rannsókn málsins. Walsh sagði rannsókn sína vera á lokastigi og að henni yrði lokið nú í sumar. íran-kontra-málið snerist um leynilega vopnasölu háttsettra bandarískra embættismanna á árun- um 1985-86. Fóru vopnin til írans en hagnaðurinn af söluni til skæru- liða í Nicaragua. Tilgangurinn var m.a. sá að kaupa frelsi bandarískra gísla í Líbanon. Bandaríkjaþingi var í gær afhent sjö blaðsíðna skýrsla frá Walsh þar sem kemur fram að hann telur að rannsókn á málinu hafi verið hindr- uð. Hann nefnir ekki Ronald Reag- an, þáverandi Bandaríkjaforseta, á nafn en saksóknari í máli Caspars Weinbergers, fyrrum varnarmálaráð- herra, segir starfsmenn Walsh hafa farið fram á öll gögn sem kunni að varpa ljósi á aðild Reagans. Samið um friðsam- lega lausn í Moldovu Istanbúl. Reutcr. FORSETAR Rússlands, Úkraínu, Moldovu og Rúmeníu náðu í gær samkomulagi um aðgerðir til að reyna að stuðla að friði milli sveita rússneskra aðskilnaðarsinna og stjórnarhermanna í Dnéstr-héraði í Moldovu. 1 yfírlýsingu sem gefin var út að loknum tveggja klukku- stunda fundi forsetanna segir að vopnahlé eigi að taka gildi þegar í stað í Moldovu og að deiluaðilar eigi að draga sveitir sínar til baka innan sólarhrings. Samkomulagið kveður einnig á um að Rússar dragi sveit- ir sínar til baka frá Moldovu, líkt og stjórnvöld þar hafa farið fram á en á móti féllst Mircea Snegur, forseti Moldovu, á að þing Moldovu taki til athugunar stöðu Dnéstr-héraðs- ins þar sem Rússar hafa lýst yfir stofnun eigin lýðveldis. Á myndinni má sjá Jeltsín og Snegur á fundi leiðtoga 11 Svartahafsríkja sem hófst í Istanbul í gær. Reúter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 142. tölublað (26.06.1992)
https://timarit.is/issue/124838

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

142. tölublað (26.06.1992)

Gongd: