Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedjuni 1992næste måned
    mationtofr
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 26.06.1992, Side 22

Morgunblaðið - 26.06.1992, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 - Bretar og Frakkar í landhelg- isdeilu BRESK yfirvöld heimtuðu í gær skýringu frá Frökkum vegna framferðis franskra tog- arasjómanna, sem hafi ráðist á breska starfsbræður sína og eyðilagt net þeirra. Tundurdufl- aslæðari úr breska flotanum var sendur á vettvang til að verja þrjú skip á miðunum und- an suðvestur-Englandi ágangi Frakka. Einn skipstjóranna þar sagði að Frakkarnir væru að reyna að bola Bretum burt af miðunum með því að eyðileggja net þeirra. Interrail-mið- inn lagður niður? ÍSLENSK ungmenni sem hyggjast ferðast ódýrt um Evr- ópu næsta sumar gætu þurft að breyta áætlunum sínum vegna nýrra reglna Evrópu- bandalagsins. Interrail-miðinn, sem gefur ungu fólki mikinn afslátt í jámbrautarlestum í álfunni, verður þá hugsanlega lagður niður. Talsmaður belg- ísku járnbrautanna sagði að miðinn samrýmdist ekki reglu- gerðum EB, en reynt yrði að halda útgáfu hans áfram með breyttum ákvæðum. ' Njósnarinn Wolf sóttur til saka SÉRSTAKUR saksóknari mun brátt gefa út ákæru á hendur Markúsi Wolf, sem stjómaði njónastarfsemi Austur-tjóð- veija á tímum kalda stríðsins. Þetta er gert þrátt fyrir að dómstólar hafi ekki kveðið upp úr um hvort leyfílegt sé að sækja fyrrnrn austur-þýska njósnara til saka. Wolf er nú fijáls ferða sinna og fæst við ritstörf í Berlín. Grænlandsjökull: Leiðangur grefur frá fyrstu vélinni Suður-afrískir námsmenn gengu um götur Jóhannesarborgar í gær til að mótmæla fjöldamorðinu í blökkumannabænum Boipatong í síðustu viku. Á einu spjaldanna stendur: „Þessi maður drap 42 menn og flúði til Spánar,“ og er átt við F.W. de Klerk forseta sem fór í opinbera heimsókn til Spánar eftir að fjöldamorðið var framið. Suður-Afríka: ANC kveðst hafna „hálf- káki“ sljórnar de Klerks Jóhannesarborg. Reuter. F.W. DE Klerk, forseti Suður-Afríku, ræddi í gær við helstu ráð- herra sína um hvernig hægt yrði að fá Afríska þjóðarráðið (ANC) tíl að hefja á ný samningaviðræður um hvftrnig koma ætti á Iýðræði í landinu. Forystumenn ANC neituðu hins vegar að halda viðræðun- um áfram og lýstu viðbrögðum forsetans við kröfum þeirra sem „hálfkáki". Afríska þjóðarráðið hætti við- ræðunum eftir fjöldamorð á blökkumönnum í bænum Boipa- tong í síðustu viku. Samkvæmt nýjustu upplýsingum var 41 blökkumaður myrtúr. ANC sakar lögregluna um aðild að fjöldamorð- inu og segir að stjórnin beri ábyrgð á þvl. Forystumenn Afríska þjóðar- ráðsins sögðu í gær að þeir vildu efna til fundar með stjórninni en aðeins I því skyni að leggja fram kröfur sínar og skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum. Fréttaskýrendur sögðu að de Klerk hefði gengið nokkuð til móts við kröfur ANC með því að fallast á að erlendum sérfræðingi yrði boðið til landsins til að meta rann- sókn suður-afrískra yfirvalda á fjöldamorðinu í Boipatong. De BANDARÍSKIR leiðangnrsmenn á Grænlandsjökli hafa grafið nið- ur á orrustuflugvél af gerðinni P-38F úr síðari heimstyrjöldinni, sem legið hefur undir 90 metra þykku ísfargi. Segja þeir að flug- vélin virðist í góðu ásigkomulagi og ætla að hífa hana upp á yfir- borðið í nokkrum hlutum. Vélin er ein af átta sem liggur í kaldri gröf í ísnum nálægt Ammassalik. Um er að ræða sex vélar af gerð- inni P-38F og tvær Boeing B-17E sprengjuvélar, svo kölluð „fljúgandi virki“. Vélarnar, sem voru á leið til íslands, villtust af leið og nauðlentu á Grænlandsjökli 15. júlí 1942. Áhöfnunum tókst að bjarga en vél- arnar grófust smám saman niður í jökulinn. Fáar vélar eru enn til af þessum gerðum og þær því mjög verðmæt- ar. Hafa bandarískir flugáhugamenn unnið að því að endurheimta þær í tíu ár en vélarnar fundust árið 1988 með íssjá sem Helgi Björnsson jökla- fræðingur á Raunvísindastofnun Klerk fól óháðum dómara, sem er að rannsaka átök í byggðum blökkumanna,- er hafa kostað um 1^.000 manns lífið á átta árum, að tilnefna „hæfan mann sem nýt- ur virðingar á alþjóðavettvangi" til að taka þátt í rannsókninni. Þótt forsetinn segist hafna er- lendri íhlutun í innanríkismál Suður-Afríku kveðst hann ekkert hafa á móti ráðgjöf erlendra manna. Forystumenn ANC sögðu þessa ákvörðun forsetans „hálfkák“ sem staðfesti að stjórn hans hefði eitt- hvað að fela. Þeir vilja að alþjóðleg stofnun eða samtök taki rannsókn- ina að sér. hafði hannað. 1990 tókst svo að bora niður að einni vélinni og nýr leiðangur hélt loks á Grænlandsjökul í maí á þessu ári. Fleiri íslendingar hafa komið við sögu við endurheimt vélanna. Helgi Jónsson flugmaður sér um að flytja birgðir til leiðangursmanna í Kulu- suk og einnig er Islendingur meðal leiðangursmanna, Fáfnir Frostason. Hvalveiðum mótmælt í Bretlandi BRESKIR umhverfisverndar- sinnar búa sig nú undir fund Alþjóða hvalveiðiráðsins í Glasgow í næstu viku og hyggjast láta sjónarmið sín heyrast þar. Nýlega birtist lesendabréf í blaðinu Sunday Express, þar sem talsmaður umhverfisverndarsamtaká skoraði á lesendur að skrifa John Major, forsætisráðherra Bretlands, og biðja hann að beita sér fyrir endalokum þess sem kallað er ómannúðleg slátrun á hvölum. „Ef einhver notaði sprengiefni til að drepa hest yrði sá hinn sami talinn vera sjúkur fantur. Samt ætla þjóðir heims að hitt- ast í Glasgow til að ræða um hve mannúðlegt sé að nota þessa aðferð til að drepa hvali, ein- hveijar gáfuðustu og glæsileg- ustu skepnur jarðarinnar," skrif- ar talsmaðurinn. í sama blaði er viðtal við bre- skan vísindamann,' Paul Cook, sem telur sig geta fengið Japani til að hætta hvalveiðum að fullu. Hann segist hafa gott samband við Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta og meðal annars hafa sann- fært hann um að Rússar skyldu láta hvalveiðar vera ef þeir vildu fá vestræna fjárhagsaðstoð. Cook segist hafa skrifað Jeltsín vini sínum og stungið upp á því við hann að Rússar létu hinar umdeildu Kúril-eyjar af hendi við Japani gegn því að þeir síðar- nefndu hætti öllum hvalveiðum, þar með töldum vísindaveiðum. Leiðtogafundur Evrópubandalagsins: Fjölgun aðildarríkja o g verkaskipt- ing innan EB megin viðfangsefnið Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓFRIÐURINN í Júgóslavíu og fjölgun aðildarríkja Evrópubandalags- ins (EB) verða meðal fielstu mála á leiðtogafundi bandalagsins að sögn Jacques Delors, forseta framkvæmdasljórnar EB. Leiðtogarnir munu einnig fjalla um verkaskiptingu á milli stofnana bandalagsins annars vegar og aðildarríkjanna hins vegar en óvissa um framvindu þeirra mála er talin hafa valdið miklu um að Danir höfnuðu Ma- astricht-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í mánuðinum. Jacques Delors sagði á blaðamannafundi hér í Brussel að fram- kvæmdastjórnin myndi leggja áherslu á að hluti nýrrar fjárhagsáætl- unar fyrir árin 1993-1997 yrði afgreiddur en fyrirsjáanlegt væri að ekki tækist að afgreiða áætlunina alla fyrr en á leiðtogafundi EB sem verður í Edinborg í desember. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Jacques Delors sem forseta framkvæmdastjómarinnar en það verður m.a. á dagskrá leiðtogafund- arins að tilnefna nýja framkvæmda- stjóm fyrir EB. Delors þykir bera töluverða ábyrgð á því að Danir höfnuðu Maastricht-samkomulag- inu með óljósum yfírlýsingum um breytta stöðu smáríkja innan EB og aukið valdaafsal aðildarríkjanna. í Maastricht var samþykkt að samræma kjörtímabil framkvæmd- astjórnarinnar kjörtímabili þing- manna á Evrópuþinginu en til þess er nauðsynlegt að skipa næstu^ framkvæmdastjóm til tveggja ára, frá næstu áramótum. Gert hefur verið ráð fyrir að Delors sitji næstu tvö ár en verði Maastricht-samning- urinn ekkí staðfestur fellur nýskip- an kjörtímabila úr gildi. Delors sagði við blaðamenn í Brussel að hann hygðist ekki tjá sig um fram- tíð sína innan framkvæmdastjóm- arinnar fyrr en á morgun í Lissabon þegar leiðtogamir hafa afgreitt skip- un nýrrar framkvæmdastjómar. Viðrjpður um aðild EFTA-ríkja ættu að ganga greiðlega Delors sagði á blaðamannafundi að það væri misskilningur að hann teldi fjölgun aðildarríkjanna um þrjú til fimm óyfirstíganlegt vanda- mál miðað við óbreyttar stofnanir. Hann hefði með ummælum sínum nú í vor um vandkvæði sem fylgdu fjölgun verið að vísa til 23-25 aðild- arríkja. Leiðtogar bandalagsins hefðu hins vegar tekið það skýrt fram að af fjölgun gæti ekki orðið nema Maastricht-samkomulagið yrði staðfest. Þess vegna væri fjölg- un aðildarríkjanna í óvissu. Delors kvaðst búast við því að leiðtogarnir beindu því til framkvæmdastjórnar- innar að hún hraðaði svo sem unnt væri umsögnum um nýkomnar umsóknir þannig að taka mætti afstöðu til þeirra. Hann sagði að almennt væri litið svo á að aðild ríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) gæti gengið greiðlega fyrir sig, sérstaklega þar sem þau stæðu EB-ríkjunum í öllu jafnfætis og hefðu þegar samið um stóran hluta þeirra samþykkta sem um væri að ræða í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Öðru máli gilti um umsóknir Möltu, Kýpur og Tyrklands. Bretar, sem taka við forsæti í ráðherraráði EB 1. júlí, hafa ákveðið að setja stækkun bandalagsins á oddinn og stefna að því að undirbúningi fyrir form- legar samningaviðræður verði lokið fyrir árslok þannig að þær geti hafist í byijun næsta árs. í Maastricht var samþykkt að víxla stafrófsröð aðildarríkjanna þannig að ríkin gegndu forsæti í ráðherraráðinu til skiptis fyrri og seinni hluta árs. Samkvæmt þeirri samþykkt ættu Danir að taka við forsætinu um næstu áramót. Verði Maastricht-samningurinn hins veg- ar ekki staðfestur hlýtur sú ákvörð- un að breytast og Belgar verða þá í forsæti frá 1. janúar. Fyrir leiðtog- afundinum mun liggja greinargerð Jacques Delors frá framkvæmdastjórninni um myndugleika stofnana EB og aðild- arríkjanna. Umræðan snýst um hvaða verkaskipting eigi að gilda á milli aðildarríkjanna og stofnana EB. Bretar hafa beðið framkvæmd- astjórnina um tillögur um þetta efni. Framkvæmdastjórnin verði ekki höfð til blóra Delors sagði framkvæmdastjórn- inni mikið í mun að vera ekki gerð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 142. tölublað (26.06.1992)
https://timarit.is/issue/124838

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

142. tölublað (26.06.1992)

Handlinger: