Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 7 Heimsmeistaramót ungra skákmanna í Þýskalandi: Sex keppa fyrir Island SEX keppendur fara frá íslandi á heimsmeistaramót ungra skák- manna, sem haldin verður í Duis- burg í Þýskalandi dagana 29. júni til 12. júli. íslensku keppendurnir verða: Sigurbjörn Björnsson, sem keppir í opnum flokki 18 ára og yngri, Helgi Áss Grétarsson og Magnús Örn Úlfarsson, sem keppa í opnum flokki 16 ára og yngri, Arnar Gunn- arsson, sem keppir í opnum flokki 14 ára og yngri, Bragi Þorfinnsson, semkeppir í opnum flokki 12 ára og yngri og Davíð Kjartansson, sem keppir í opnum flokki 10 ára og yngri. Allir keppendumir eru frá Reykjavík nema Sigurbjörn, sem er Hafnfirðingur. Samkvæmt upplýsingum Andra Grétarssonar fararstjóra þeirra fé- laga hafa piltarnir undirbúið sig af kappi og bíða þess nú óþreyjufullir að glíma við útlendingana á skák- borðinu. Andri kvað mega búast við því að róðurinn verði nú þyngri en oft áður, þar sem hin nýstofnuðu lýðveldi, sem áður tilheyrðu Sovét- ríkjunum og Júgóslavíu 'senda marga sterka skákmeistara á mót- ið. r Ætlað er að yfir 400 keppendur keppi á heimsmeistaramótinu frá yfir 70 löndum, en þátttaka á þessu móti hefur farið slvaxandi undan- farin ár. íslendingar hafa átt þrjá heimsmeistaraa í þessum aldurs- flokkum, þá Jón L. Ámason í flokki 17 ára og yngri árið 1977 (þá var annað fyrirkomulag á keppninni), Hannes Hlífar Stefánsson í flokki 16 ára og yngri 1987 og Héðinn Steingrímsson í flokki 12 ára og yngri 1987. í fyrra varð Helgi Áss Grétarsson annar í flokki 14 ára og yngri, Jón Viktor Gunriarsson í 19. sæti í flokki 12 ára og yngri og Bergsteinn Einarsson í 12. sæti í flokki 10 ára og yngri. Keppendurnir ásamt fararstjórum. Frá vinstri Bragi Þorfinnsson, Arnar Gunnarsson og Davíð Kjartansson. Standandi frá vinstri: Andri Grétarsson fararstjóri, Sigurbjörn Björnsson, Magnús Örn Úlfarsson, Helgi Áss Grétarsson og Ríkharður Sveinsson fararstjóri. Ný stjórn Málrækt- arsjóðs FYRSTI aðalfundur fulltrúaráðs Málræktarsjóðs var haldinn fyrr í þessum mánuði. Formaður sljórnar sjóðsins er Baldur Jóns- son, prófessor og forstöðumaður íslenskrar málstöðvar. Á aðalfundinum kaus fulltrúar- áðið tvo menn í stjórn Málræktar- sjóðs og er kjörtímabil þeirra eitt ár. Þeir eru Baldur Jónsson og Heimir Pálsson. Áður hafði íslensk málnefnd tilnefnt þrjá menn í stjórnina, en það era þau Gunnlaug- ur Ingólfsson, orðabókarritstjóri, Kristján Árnason, prófessor og Sig- rún Helgadóttir, tölfræðingur. Varamenn kjörnir af fulltrúaráði eru þau Bergur Jónsson, rafmagns- eftirlitsstjóri og Ólöf Kr. Péturs- dóttir, þýðandi. ----♦ ♦ ♦ Helgar- blaðið kemur ekki út í sumar Nýrra samstarfs- aðila leitað HELGARBLAÐIÐ mun ekki koma út í júlí og ágúst en vonir standa til að útgáfan hefjist að nýju næsta haust. Árni Þór Sig- urðsson, einn af þremur eigend- um blaðsins, sagði að ástæðan fyrir því að útgáfunni yrði hætt að sinni væri gjaldþrotaskipti þrotabús útgáfufélags Þjóðvilj- ans, sem á öll tæki sem Helgar- blaðið hefur haft í leigu. Nú yrði leitað eftir samstarfsmönn- um um kaup á tækjunum og áframhaldandi rekstri blaðs. „Það var fyrirsjáanlegt að við gætum ekki haldið tækjunum því þau verða boðin til sölu um mánað- armótin. Við völdum því þann kostinn að hætta í júlí og ágúst og sjá þá til hvort við komumst yfir þessi tæki einir eða í sam- starfi við aðra. Einhveijir hafa sýnt tækjunum áhuga, eftir því sem mér skilst á bústjóra. Við munum nota næstu vikur til að skoða hveijir það eru og hvort flöt- ur finnist á einhvers konar sam- vinnu,“ sagði Árni. Hann sagði að útgáfa Helgar- blaðsins hefði gengið þokkalega, unnt væri að gera þetta tímabil upp sem blaðið hefur komið út án þess að miklar fjárhagslegar skuldbindingar hafi verið gerðar. Hann sagði að við blaðið hefðu starfað 13 manns, þar af sjö blaða- menn. SUNNljd, Tjald + svefnpoki = 17.500 .—, □ Barnaferðarúm □ Picnic - sett 4 I □ Kælibox 321 ^íg\OHippagrill Pt\ □ Grillyfirbreiðsla 4.100 □ Grillbrauðrist 400 I OSvefnpokar □ Húsgögn ^ Æm □ Fatnaður 3.500 ASTRO TJALDVAGN 2 stólar + borð (90 sm) = 8.980 seglagerðinægir EYJASLO0 7 • REYKJAVIK • SIMI91-621780 • FAX 91-623853 255.000 homduá sýninguna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.