Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 15 LOKAKAFLINN? eftir Ólaf Stefán Sveinsson Á aðalfundi Sambandsins fyrir tveimur árum var ákveðið að tillögu forystumanna þess að gera deildir að hlutafélögum og Sambandið sjálft að eignarhaldsfélagi sem auk þess að vera eignaraðili hlutafélaga og annarra fyrirtækja hefði með félags- lega þáttinn í samvinnuhreyfingunni að gera. Forystumenn Sambandsins lýstu því þá nákvæmlega að hin nýju hluta- félög myndu byija með mjög viðun- andi eignastöðu, stjórnun yrði skil- virkari, sveigjanleiki meiri og allur rekstur auðveldari. Þetta myndi skila Sambandinu úr verulegum halla- rekstri og endumýja þrótt þess rekstrar sem það hefði með að gera. Á þeim tíma skrifaði ég grein í Morgunblaðið þar sem ég lýsti þeirri skoðun minni að þessi breyting myndi ekki leysa neinn vanda, nýtt form myndi engu breyta, vandamálin yrðu jafnvel enn erfiðari viðfangs í uppskiptu Sambandi en heilu. Staða hlutafélaga Nú þegar hlutafélögin og Sam- bandið sjálft hafa lokið fyrsta heila rekstrarárinu með þessu nýja skipu- lagi er lítið um yfirlýsingar forystu- manna hreyfingarinnar eða skýring- ar. — Það markmið að ná betri rekstri og skapa hlutafélög sem yrðu eftir- sóknarverð við hlutafjárkaup hjá al- menningi og öðrum hefur brugðist gjörsamlega. Fjögur af sex nýjum hlutafélögum eru rekin með verulegu tapi og mikil uppstokkun og endurskipulagning liggur nú þegar fyrir í Miklagarði hf., Goða hf. og Jötni hf. og fleiri munu trúlega bætast við. Það má margt segja um þessi þqú hlutafélög og möguleika þeirra en það er mjög líklega skynsamlegast fyrir Samband- ið að draga sig strax úr rekstri þeirra ef mögulegt er og sama má segja um íslenskan skinnaiðnað hf. á Akureyri. íslenskar sjávarafurðir hf. er um- sýslufyrirtæki sem þrífst í samræmi við sjávarútvegsfyrirtæki innan þess en jafnvel í eignastofni þess virðast ýmsar blikur vera á lofti t.d. með virði og þróun Iceland Seafood í Bandaríkjunum sem ætíð hefur verið ein helsta skrautfjöður Sambandsins. Raunar eru Islenskar Sjávarafurðir hf. ekki fyrirtæki sem mun selja hlutabréf á almennum markaði, það gera fyrirtækin sjálf innan vébanda þess og þróun þeirra og flöldi ræður styrk Islenskra sjávarafurða hf. í fyrmefndri grein minni nefndi ég skipadeild SÍS, nú Samskip hf., sem vænlegasta kostinn sem hlutafé- lag og þann sem ætti mesta mögu- leika. Það hefur hins vegar gengið of hægt og þegar Samskip hf. kemur loks á hlutabréfamarkað er það of seint til þess að ná þeim viðbrögðum sem möguleg voru. Áfkoma fyrirtæk- isins er auk þess ekki viðunandi í samanburði við helsta samkeppnis- aðilann, Eimskip hf. Líklegasti hóp- urinn til að vilja koma sem nýr hlut- hafí í Samskip hf. er sá hópur sem vill spyrna fótum við sterkri stöðu, sumir segja einokunarstöðu, Eim- skips hf. Þeir aðilar munu hins vegar örugglega kreijast þess að Samband- ið verði á sama tíma lítill eignaraðili og lítils ráðandi í fyrirtækinu. Auk hinna nýju hlutafélaga er verulegur hluti eigna Sambandsins í dóttur- og samstarfsfyrirtækjum. Þessi fyrirtæki eru ekki sú eign sem þau voru fyrr á árum og eiga ekki öll örugga framtíð sem gerði þau álitleg sem söluvöru. Þar má nefna Kaffibrennslu Akur- eyrar en staða hennar hefur breyst gjörsamlega frá því að það var helsta ágreiningsefni forystumanna hreyf- ingarinnar að togast á um hagnað brennslunnar. Markaðshlutdeild hef- ur hrunið og algjör sofandaháttur gagnvart innflutningi hefur farið illa með fyrirtæki sem hafði einstaka markaðsaðstöðu. Efnaverksmiðjan Sjöfn er fyrirtæki sem einnig hefur misst stöðu miðað við það sem var og hlutdeild í markaði minnkar sí- fellt og staða fyrirtækisins rýrnar. Loks má nefna Regin hf. en það er líklega flestum ljóst að /ekstur ís- lenskra aðalverktaka hf. verður ekki í framtíðinni sú uppspretta auðs sem hefur verið og eignarhald Regins hf. á Holtagörðum mun varla skila mikl- um arði til Sambandsins. Skv. framansögðu er útilokað að Sambandið muni í náinni framtíð hafa arð, hvað þá að það geti selt hlutafé, í sumum þessara hlutafélaga. Þvert á móti má ætla að þessi fyrirtæki þurfí nýtt hlutafé til viðbótar við það sem Sambandið hefur lagt þeim til. Miðað við horfur í landbúnaði og jafnvel sjáv- arútvegi einnig er ekki líklegt að þau kaupfélög fínnist sem muni treysta sér til að leggja nýtt fé í þessi fyrirtæki. Þannig mun fyrst reyna á hvort Sam- bandinu geti blætt enn frekar. Þegar frá líður er trúlegt að þau verðmæti sem í þessum fyrirtækjum vissulega eru verði hirt upp af þeim sem sam- vinnumenn hafa fram til þessa talið að síst skyldi ala til enn frekari um- svifa í íslensku atvinnulífí. Rekstur Sambandsins - Við uppskiptin á Sambandinu mátti ætla að rekstur Sambandsins yrði óverulegur og þar yrði rekstrar- kostnaður allur í lágmarki en það er nú eitthvað annað. Á árinu 1991 er launakostnaður þess um 108 millj- ónir eða langt í 10 milljónir á mán- uði. Annar kostnaður við Sambandið er ótrúlega mikill og spumingar vakna um uppskipti og skil þegar hinum „vænlegu“ hlutafélögum var ýtt af stað. Þegar hið nýja skipulag tók gildi eftir langan aðdraganda og vandað- an undirbúning skv. frásögn forystu- manna sjálfra þá hlýtur að hafa ver- ið búið að endurskipuleggja og stokka upp rekstur Sambandsins með hliðsjón af nýju hlutverki, alveg eins og í hinum nýju hlutafélögum sem áttu að hafa sem hreinast borð í upphafí rekstrar. Það sætir því furðu hvemig þessu er farið og allur arður sem Sambandið fékk af fyrir- tækjum sínum árið 1991 dugar til að borga laun í þijá mánuði. Skuldir samstarfs- og dótturfyrir- tækja við Sambandið um sl. áramót eru rúmlega 1.100 milljónir og ábyrgðir utan efnahagsreiknings vegna sömu fyrirtækja eru 960 millj. kr. Þegar mið er tekið af erfiðri stöðu og óvissri framtíð margra þessara samstarfsfyrirtækja þá er hér um ótrúlegar tölur að ræða og velta má því fyrir sér hveijar heimtumar verði. Framtíð Sambandsins verður að telj- ast mjög óviss með eigið fé upp á 1.579 millj. kr. með hliðsjón af þessu og þar er innifalin eign á Kirkjus- andi sem mun, ef hún selst, trúlega seljast á verði langt undir raunvirði. Ekki þarf mikið raunsæi til að geta sér þess til að eignir muni jafnvel ekki duga fyrir skuldum. Nú er svo komið að Samvinnu- hreyfíngin virðist rekstrarlega búa við sijómunarskort, og ábyrgð og fram- kvæmd haldast ekki í hendur, hvorki í Sambandinu né í samstarfsfyrir- tækjum. Það er nokkuð ljóst að þau kaupfé- lög sem í framtíðinni munu skila veru- legum afrakstri em teljandi á fingrum annarrar handar og það til viðbótar þessari stöðu Sambandsins og fyrir- tækja þess hlýtur að vera tilefni til alvarlegri skoðunar en viðhöfð var á nýliðnum aðalfundi Sambandsins. Félagslegt þrot Samvinnuhreyfingin á íslandi var á tímamótum þegar stjórnendur hennar ákváðu að breyta deildum Sambandsins í hlutafélög en allt stefnir í að fyrr en síðar renni upp örlagastund hreyfíngarinnar. Á sama tíma og þannig horfír í rekstri samvinnufyrirtækja er félags- legi þátturinn í molum. Á þann þátt átti að leggja sérstaka áherslu í breyttu Sambandi en auðvitað er það þannig að þegar baráttan er um að eiga fyrir næsta víxli verður félags- legi þátturinn útundan. Það má segja að í dag hafi sam- vinnuhreyfíngin ekki styrk í áhuga- sömum félagsmönnum, þeir eru ekki bakhjarl í erfiðleikum, í og með vegna þess að forystumenn hreyfing- arinnar hafa ekki talið þann styrk neinu skipta í raun, aðeins í orði, og tekið ákvarðanir eftir því. Þegar hins vegar svo er orðið að hreyfingin hef- ur heldur ekki sterka forystumenn eða leiðtoga þá verður samstaðan engin og þær leiðir sem samstaða næst um snúast um annað en að tryggja góðan og farsælan rekstur eins og reynslan sýnir nú. Á aðalfundum kaupfélaga velja félagsmenn þeirra fulltrúa á aðalfund Sambandsins og þar eru kosnir fulltrú- ar í stjóm. Kaupfélögum hefur fækk- að, oftast þannig að þau hafa samein- ast en stundum hefur ekkert tekið við og þá fellur áhrifaréttur félagsmanna á viðkomandi svæði niður gagnvart Sambandinu. Þannig gæti svo farið að allir fulltrúar á aðalfundi Sam- bandsins í framtíðinni kæmu frá einum landshluta. Það er líka ósanngjamt gagnvart félagsmönnum í kaupfélög- um sem um áratugaskeið hafa átt þátt í að byggja upp það sem Sam- bandið a.m.k. var, skuli við það að kaupfélag hættir starfsemi ekki eiga neinn rétt til ákvarðanatöku á aðal- fundi Sambandsins. Til þess að vera gjaldgengur á aðalfundi Sambands íslenskra sam- vinnufélaga þarf að vera fulltrúi á aðalfundi og það eru jú kaupfélög sem þangað tilnefna fulltrúa. Stjórn- arformaður Sambandsins er líklega ekki félagsmaður í neinu starfandi kaupfélagi, ekki kjörinn fulltrúi á aðalfund en er samt í framboði til stjómar. Það er athugunarefni hvort þetta sé reglum samkvæmt. Það er mitt mat að í raun sé hlut- verki Sambandsins lokið, efnahags- lega og félagslega, og það geti ekki haldið áfram að vera til sem heimili fyrir vegalausa forystumenn í sam- vinnustarfinu. Sambandinu á að slíta og fínna annan farveg fyrir þá starfs- þætti sem þar em hugsaðir. Þegar ákveðið var að stofna hluta- félög um deildir Sambandsins hefði átt að fínna leið til þess að þá strax hefði mátt láta eignarhald þessara félaga vera að mestu í eigu félags- manna samvinnufélaga og kaupfé- Ólafur Stefán Sveinsson „Það er mitt mat að í raun sé hlutverki Sam- bandsins lokið, efna- hagslega og félagslega, og það geti ekki haldið áfram að vera til sem heimili fyrir vegalausa forystumenn í sam- vinnustarfinu. “ laganna yfírleitt. Það hefði hugsan- lega vakið áhuga fyrir þróun þeirra og rekstri og skapað þeim sterka markaðsstöðu. — Þetta má hugsan- lega enn gera en það liggur ljóst fyrir að ef eitthvert samstarfsfyrir- tækja Sambandsins verður áhuga- vert vegna þess að það kemst í þrot eða af öðmm ástæðum munu þeir sem geta borgað fyrir hlutafé ekki koma úr samvinnuhreyfíngunni. Niðurlag Lokakaflinn í sögu samvinnu- hreyfíngarinnar í þeirri mynd sem við þekkjum er hafinn og jafnvel í samvinnurekstri yfirleitt. Skýringar hefur ekki skort hjá forystumönnum en úrræðin hafa verið slæm eða eng- in eins og raun ber nú vitni. Það má til sanns vegar færa að auðvelt sé að fella dóm yfír mis- heppnaðri ijárfestingarstefnu liðinna ára og skýra þannig núverandi stöðu en ábyrgð þeirra sem ekkert hafa gert annað en að horfa framhjá vand- amálunum og brosa huggulega, hún er meiri. Félagslegt þrot samvinnuhreyf- ingar á íslandi er orðið og allt bend- ir til að efnahagslegt þrot verði einn- ig. Fyrirséðar enn frekari búsetu- breytingar og samdráttur í landbún- aði munu enn valda mikilli breytingu hjá samvinnufélögum út um land. Það var athyglisvert og sagði mik- ið þegar formaður þess stjórnmála- flokks sem hefur löngum talið sig tengdan samvinnuhreyfíngunni lýsti vonbrigðum sínum með stöðu mála í tímaritsviðtali nýlega. Aðalatriði var þó að hans dómi að eignarhluti Sambandsins í Olíufélaginu hf. verði ekki seldur útlendingum, dótturfyrir- tækin ættu að geta leyst þennan hlut til sín. Þeim sem til þekkja er ljóst að tilfærsla peninga úr einum tómum vasa í annan tóman breytir ekki neinu og að staðan krefst þess að selt sé þeim aðila sem vill og getur mest borgað. Það er varla von að óbreyttir fé- lagsmenn í samvinnuhreyfíngunni viti gjörla hvert stefnir og geti látið til sín taka enda ekki til þess ætlast. Fyrir tveimur árum þegar örlagag- ríkar ákvarðanir voru teknar um breytingar og þær sagðar vel undir- búnar og líklegar til árangurs var ekki mikil umræða eða andmæli. Þar sem margt af því sem ég þá setti fram hefur komið á daginn tel ég að þeir sem ábyrgð bera og ráða ferð hljóti að útskýra fyrir samvinnu- fólki hvemig úrræðin hafa reynst og hvert stefni í framtíðinni. Höfundur er fyrrverandi kaupfélagsstjóri, nú framkvæmdastjóri i Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.