Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Þáttaskil í Israel áttaskil urðu í kosningunum í ísrael á þriðjudag. Þar með lauk fimmtán ára valda- skeiði Líkúd-flokksins 1 ísrael. Þegar litið er yfir þetta tímabil stendur Camp David samkomu- lagið milli ísraela og Egypta upp úr sem eitt helsta afrek flokksins við stjómvölinn. Styrkur þess samkomulags fólst meðal annars í því að það var leiðtogi Líkúd, hægri flokksins, en ekki Verka- mannaflokksins sem að því stóð. Þar sýndi Menachem Begin mikla stjómvisku þótt harkan hafí ennfremur verið hans helsti eiginleiki ekki síður en eftir- manns hans, Yitzhaks Shamirs. í huga margra vom þeir ætíð tengdir fortíð sinni sem skæra- liðar í sjálfstæðisbaráttu ísraels- ríkis, sem ekki vora ætíð vandir að meðulum. Öryggi ísraelsríkis var þeirra leiðarljós — og er þá ekki tekið svo djúpt í árinni að tala um ofsóknarbijálæði — og tortryggni þeirra höfuðeigin- leiki. Valdatímabil Líkúd-flokksins á sér einnig sínar skuggahliðar. Ber þar fyrst að telja innrásina í Líbanon og íjöldamorðin í flótt- amannabúðunum Sabra og Shatíla. Gagnrýnin á stjómvöld jókst vegna uppreisnar Palest- ínumanna á hemumdu svæðun- um, ofbeldið þar undanfarin fímm ár og þau takmörkuðu réttindi sem arabar njóta í Israel hafa rýrt álit ríkisstjómarinnar. Eftir að síðara Persaflóastríð- inu lauk vora ísraelar knúnir til að taka þátt í friðarviðræðum við araba. Staða ísraels var þá mjög sterk. Ríkið hafði sýnt mikið þrek er það stóð af sér eldflaugaárásir Iraka án þess að svara fyrir sig. Alit PLO hafði beðið hnekki vegna stuðnings Arafats við Saddam Hussein. Sú staðreynd að Rússar og Banda- ríkjamenn voru einhuga í undir- búningi Madrid-ráðstefnunnar sem haldin var síðastliðið haust vakti og miklar vonir. Síðan hef- ur lítið gerst. Þær lotur sem á eftir fóru hafa snúist um formleg atriði og tilhögun viðræðna. Jafnframt hefur Shamir sýnt af sér mikinn ósveigjanleika. Hann hefur hafnað tillögum Banda- ríkjamanna um land fyrir frið, þ.e.a.s. að ísraelar láti hernumdu svæðin af hendi í skiptum fyrir friðarsamninga við araba. Þess í stað hefur Shamir haldið fast í hugmyndina um Stór-ísrael og átti landnám innfluttra gyðinga á hernumdu svæðunum að þjóna þeim draumum. Raunin var sú að Israelar vora mættir til friðar- viðræðna sem hlutu fyrst og fremst að snúast um framtíð hemumdu svæðanna en reyndu á sama tíma að treysta yfirráð sín yfír svæðunum með því að innflytjendur settust þar að. Með óbilgimi sinni telst Shamir bera hluta ábyrgðarinnar á því að friðarviðræðumar hafa ekki bor- ið árangur. Úrslitin í þingkosningunum era mikill léttir fyrir Bandaríkja- stjóm. Stefna Shamirs hafði valdið miklum örðugleikum í samskiptum ísraela og helstu bandamanna þeirra í gegnum tíðina, Bandaríkjamanna. í vetur neitaði Bandaríkjastjórn ísrael- um t.d. um lán á meðan upp- byggingunni á hemumdu svæð- unum væri haldið áfram. Kjósendur í ísrael gerðu sér grein fyrir að Líkúd-flokkurinn hafði leitt þjóðina inn í pólitíska blindgötu. Með Shamir í broddi fylkingar yrði ekki saminn friður við araba. Einnig er það nefnt til sögunnar að innflytjendur frá Sovétríkjunum kusu fremur Verkamannaflokkinn en Líkúd vegna þess að stjómvöld sinntu þörfum þeirra ekki nægilega. Loks höfðaði Verkamannaflokk- urinn fremur til ungra kjósenda. Nú eru andstæðingamir Shamir og Rabin báðir á áttræð- isaldri. Hár aldur Shamirs er því ekki skýringin á fjarlægð hans frá ungum kjósendum. Við fyrstu sýn er munurinn á leiðtog- unum tveimur heldur ekki mik- ill. Rabin hefur löngum verið talinn harðlínumaðurinn í Verk- amannaflokknum og stendur Líkúd mun nær en keppinautur hans Shimon Peres sem áfram er annar helsti áhrifamaðurinn í Verkamannaflokknum. Rabin var forsætisráðherra á áranum 1974-1977 og varnarmálaráð- herra þegar intifada, uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum, hófst. Hins vegar nýtur Rabin meiri aimennings- hylli en Shamir. Hann var sigur- sæll hershöfðingi í sex daga stríðinu 1967 og sjálfstraust er hans helsti eiginleiki. Hann vill beita hörku til að bæla niður óeirðir en er samt reiðubúinn að semja um afsal lands. Úrslitin óvæntu í kosningunum sýna að sveigjanleikinn hefur orðið djúp- stæðum ótta við araba yfirsterk- arL Óljós úrslit í kosningunum í ísrael hefðu að öllum líkindum falið í sér áframhaldandi þrá- tefli um framtíð hernumdu svæðanna, Ótvíræður sigur Verkamannaflokksins vekur hins vegar vonir. En miðað við hversu ástandið er flókið og erf- iðleikarnir miklir er ekki hægt að fyllast mikilli bjartsýni þótt vonarneisti hafi kviknað. Hefðum ekki komist frá borði hefðum við vaknað aðeins seinna - segja skipverjarnir Astvaldur Pétursson og Hörður Andrésson Mannbjörg er Karaborg HU 77 sökk; ÁHÖFN TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, bjargaði tveimur skip- verjum úr gúmmíbjörgunarbáti um 50 mílur suðvestur af Reykjanesi eftir að bátur þeirra Káraborg HU 77 hafði sokkið í fyrrinótt. Kára- borg var fimmtán tonna eikarbátur sem skipveijar höfðu gert út á rækju frá Hvammstanga sl. tvö ár. Skipveijarnir Astvaldur Pétursson og Hörður Audrésson vöknuðu upp við að báturinn var orðinn fullur af sjó og komust í gúmmíbátinn á nokkrum mínútum, rétt áður en bátur þeirra fór á hliðina. í samtali við Morgunblaðið segja þeir að ókleift hefði verið fyrir þá að komast frá borði hefðu þeir vaknað nokkrum mínútum síðar. Tilkynning barst frá SAS flugvél kl. 4.06 um að áhöfn hennar greindi boð frá neyðarsendi og fór flugvél Flugmálastjórnar TF-DCA þá í loft- ið til að miða sendinn út. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út kl. 6.42. Klukkustundu síðar var þyrlan kominn á staðinn og tók þá átta mínútur að bjarga'mönnunum upp í þyrluna. Nýkomnir frá borði þegar báturinn fór á hliðina Ástvaldur og Hörður segjast hafa farið að sofa eftir að þeir voru bún- ir að leggja línuna um kl. 23 í fyrra- kvöld. „Við vöknuðum við að vélin var að drepa á sér. Ég fór aftur í en þá var þar allt orðið fullt af sjó,“ segir Ástvaldur. Hann segist i snatri hafa reynt að kalla í fiskitalstöðina og hringja en hvorugt hafi gengið. „Við drifum okkur því í gallana og fórum í gúmmíbátinn. Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Ástvaldur. „Við vorum nýkomnir frá borði þegar báturinn lagðist á stjórn- borðshliðina. Ef við hefðum vaknað 10 mínútum síðar þá er alveg ljóst að við værum ekki hér því það hefði verið ómögulegt fyrir okkur að komast upp eftir að báturinn lagð- ist á hliðina, hvað þá að við hefðum komist í gallana," segir hann. Þeir segjast ekki vita hvað hafi valdið því að sjór gekk inn í bátinn en allt hafi verið eðlilegt þegar þeir fóru að sofa og veðrið sæmilegt en nokkuð hvasst. Eftir að mennimir voru komnir í gúmmíbátinn segjast þeir strax hafa sett neyðarsendi í gang og beðið. „Við vorum ekki með klukkur og gátum því ekki gert okkur grein fyrir hve lengi við vorum í gúmmí- bátnum en okkur fannst tíminn sannarlega nógu lengi að líða. Við titruðum eins og hríslur af hræðslu og kulda,“ segir Ástvaldur. Ástvaldur og Hörður höfðu gert Káraborg HU 77 út frá Hvamms- tanga í tvö ár en báðir hafa þeir verið á sjó í mörg ár. Þeir segjast vilja þakka Land- helgisgæslunni fyrir björgunina og segja að frábærlega hafi verið að henni staðið. Gúmmíbátinn hafði rekið 3 mílur Tveir flugmenn voru um borð í flugvél Flugmálastjórnar TF-DCA, Siguijón Einarsson og Ingvar Valdimarsson. Sigurjón segir skipverjana hafa brugðist rétt við með því að setja sendinn strax í gang og kveikja á reykblysi þegar flugvélin kom að bátnum. Hann segir gúmmíbjörgunarbát- inn hafa rekið rúmlega þrjár mílur þaðan sem Káraborg fór niður. „Við sáum olíubrák á sjónum þar sem báturinn hefur trúlega farið niður en þeir höfðu rekið töluvert í suðvestur frá þeim stað,“ segir Siguijón. Fimm manna áhöfn var um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, Páll Halldórsson flugstjóri, Jakob Olafs- son flugmaður, Jón Baldursson læknir, Magni Óskarsson og Ámi Jónasson björgunarmenn. „Vel gekk að ná mönnunum upp í þyrluna" Ámi Jónasson, björgunarmaður- Morgunblaðið/Tómas Helgason Áhöfn Landhelgisgæslunnar ásamt skipverjunuin tveimur. Frá vinstri: Páll Halldórsson flugstjóri, Jak- ob,Ólafsson flugmaður, Magni Óskarsson björgunarmaður, Jón Baldursson læknir, Hörður Andrésson og Ástvaldur Pétursson skipveijar og loks Árni Jónasson björgunarmaður. Manni bjargað er trilla hans sökk TRILLAN Ólafur HF 449 sökk skammt norður af Garðskaga í fyrrinótt. Einn maður var um borð og var honum bjargað úr gúmmí- bát í vélbátinn Þyt NK 83 rúmri einni klukkustund eftir að neyðar- kall barst. inn, sem seig niður S bátinn til mannanna segir að vel hafí gengið að ná þeim upp í þyrluna. „Það tók nokkrar mínútur að hitta á opið á bátnum þannig að ég gæti dottið inn til þeirra en þegar það hafði tekist tók enga stund að bregða á þá lykkjunni og hífa upp, annan í einu,“ segir hann. Páll Halldórsson, flugstjóri, segir björgunina vera enn eitt dæmið um góða samvinnu Landhelgisgæsl- unnar og Flugmálastjórnar. Hann segir það ekki algilt að fimm manna áhöfn sé í þyrlu Land- helgisgæslunnar. „Þegar farið er í svona útköll þar sem vitað er að hífa þarf frá stað þar sem við getum ekki lent er fimmti maðurinn tekinn með, svokallaður sigmaður. Við vit- um ekki fyrirfram í hvernig ástandi mennimir eru. Þeir geta verið með- vitundarlitlir, slasaðir eða svo kald- ir að þeir geti ekki sjálfir tekið á móti björgunarbúnaðinum og komið sér í hann,“ segir Páll. Tilkynningaskyldunni barst til- kynning kl. 01.25 um að Ólafur HF væri að sökkva um 15 sjómílur norður af Garðskaga. Haft var samband við Landhelgisgæsluna og björgunarsveitina Sigurvon í Sandgerði, jafnframt því sem haft var samband við skip sem voru nærstödd. Þytur NK var í 5 mílna fjarlægð frá trillunni og tók mann- inn, Þórð Jóhannesson, um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var yfir bátnum kl. 2.15 en var snúið við þegar tekist hafði að ná mann- inum um borð í Þyt. Trillan var tekin í tog en sökk kl. 4.15. Talið er að bilun hafí orsakað að leki kom að bátnum. Þytur kom til Hafnarfjarðar með skipsbrotsmanninn um kl. 9 í gær- morgun. Hann sakaði ekki. Hann vildi ekki tjá sig um atburðinn að sinni þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Fjórðungsmótið á Kaldármelum: Sörli frá Skjólbrekku vann sigur í A-flokki Kaldármelum, frá Valdimar Kristinssyni fréttaritara Morgunblaðsins. SÖRLI FRÁ Skjólbrekku stóð efstur eftir forkeppni í A-flokki gæðinga á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum. Sörli, sem Olil Amble sat, hlaut í einkunn 8,61 en Gjafar frá Stóra-Langadal hlaut 8,51 setinn af Halldóri Sigurðssyni. Næstur kom Fengur frá Lýsudal, sem Sigurbjöm Bárðarson, sat með 8,51 í einkunn. Búist er við harðri keppni milli þessara þriggja því ein- kunnir fyrir öll atriði eru jafnar. Næst- ir koma Skúmur frá Geirshlíð með 8,47, knapi Reynir Aðalsteinsson, Rispa frá Þorbergsstöðum með 8,44, knapi Einar Ö. Magnússon, Hjalti með 8,42, knapi Alexander Hrafnkelsson, Blakkur frá Skálpastöðum með 8,38 og Stjami frá Hundastapa með 8,34, knapi Ámundi Sigurðsson. í unglingaflokki hlaut hæstu ein- kunn 8,58 Linda Jónsdóttir frá Stormi á Blika frá Eyvindarmúla. Annar varð Sigurður Stefánsson, Snæfellingi, á Hamri með 8,53, Sigurbjörg Jónsdótt- ir, Blakki, á Hugmynd frá Sandgerði, íris Hmnd Grettisdóttir, Glað, á Dem- on frá Hólum með 8,42, Júlíus Páls- son, Snæfellingi, á Háfeta með 8,36, Björgvin Sigursteinsson, Faxa, á Nótt frá Litlu-Brekku með 8,23, Ólafur G. Sigurðsson, Dreyra, á Buslu frá Ei- ríksstöðum með 8,21 og Björk Guð- bjömsdóttir, Glað, á Mánadís frá Magnússkógum með 8,14. I barnaflokki stóð efst Heiða Dís Fjeldsted, Faxa, á Hulu frá Ölvalds- stöðum með 8,35. Næst komu Bryn- hildur Elín Kristjánsdóttir, Stormi, á ísabellu frá Reykhólum með 8,22, Hjálmar Þ. Ingibergsson, Dreyra, á Tígli frá Gröf með 8,21, Guðmundur Bjami Jónsson, Stormi, á Rektor frá Reykjarhóli og Þórdís Sigurðardóttir, Faxa, á Rumi frá Gullberastöðum með 8,19, Benedikt Kristjánsson, Dreyra, á Þokka frá Kúludalsá og Ægir Jóns- son, Glað, á Þresti með 8,18 og Einar Reynisson, Faxa, á Snót frá Sigmund- arstöðum með 8,15. Snæfellingar eiga 11 keppendur í úrslitum, næstir koma Faxamenn með 7, Glaður í Dalasýslu á 5, Stormur á Vestfjörðum og Dreyri á Akranesi, með 3 hvort og Blakkur í Stranda- sýslu með 1. Ágætis veður var á mótsstað í gær og gengu mótsstörfín þokkalega fyrir sig. Vel á annað þús- und manns vora á mótssvæðinu í gærkveldi og búist er við fjölgi enn í dag. Stóðhestar vora dæmdir í gær og verða sýndir í dag auk þess sem fram fara úrslit í kappreiðum, tölti og gæðingar verða sýndir og kynntir. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sörli frá Skjólbrekku stendur efstur í A-flokki gæðinga að lokinni forkeppni, knapi var Olil Amble. ATVR: Tappað á síðustu brennivínsflöskuna Þjóðminjasafnið varðveitir síðustu flöskuna eins og eina af hinum fyrstu ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkisins átappaði síðastu flöskuna af brennivíni í gær, föstudaginn 26. júní. Þar með lauk framleiðslu er staðið hefur í 57 ár og 5 mánuði en Áfengisverslunin hóf fram- leiðslu á brennivíni 1. febrúar 1935. Héðan í frá munu einkaaðil- ar sjá um framleiðslu brennivíns hérlendis. í tilefni þessara þátta- skila voru síðustu 500 flöskumar sérstaklega númeraðar og fékk Þjóðminjasafn íslands síðustu brennivínsflöskuna er ÁTVR átapp- aði til varðveislu. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði að Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins hefði framleitt brennivín samfleytt í 57 ár og 5 mánuði og hefði það verið vinsæl- asti drykkurinn er ÁTVR fram- leiddi. Að sögn Höskulds hófst framleiðsla á brennivíni 1. febrúar 1935 þegar banni við sölu sterkra drykkja var aflétt og er uppskrift blöndunnar alíslensk. Hann sagði að nauðsynlegt hefði þótt að hafa miðann á flöskunni óaðlaðandi og hefði svarti liturinn verið talinn lík- legastur til að hemja ásókn í drykk- inn en þau áform hefðu bragðist. Höskuldur benti á að frá upphafi hefðu nöfnin „Svartidauði" og brennivín verið notuð jöfnum hönd- um. I tilefni af þessum þáttaskilum í framleiðslusögu íslensks brennivíns afhenti Höskuldur Guðmundi Magnússyni, þjóðminjaverði, tvær flöskur af brennivíni til varðveislu á Þjóðminjasafni íslands. Önnur flaskan er úr fyrstu framleiðslulot- unni frá 1. febrúar 1935 en hin er síðasta flaskan er var átöppuð í gær. Síðustu 500 flöskurnar voru merktar sérstaklega og er síðasta flaskan nr. 1. Höskuldur sagði að árið 1935 hefði flaska af brennivíni kostað 7 kr. gamlar eða 7 aura nýja en í dag kostar flaskan 1.750 krónur. Á síð- asta ári seldust 200.000 lítrar af brennivíni. Að sögn Höskuldar er gert ráð fyrir að birgðir ÁTVR endist í 2-3 mánuði en reiknað er með að Tindavodki klárist strax í næsta mánuði. Framleiðsla á brennivíni flyst nú á hendur einkaaðila. Þegar ákveðið var að hætta brennivínsframleiðslu ÁTVR og auglýsa eftir tilboðum í framleiðslutæki, vöruheiti og upp- skriftir ÁTVR bárust 10 tilboð. Endanleg ákvörðun um hver tekur við framleiðslunni verður tekin af útboðsaðilum, þ.e. Innkaupastofn- un ríkisins, fjármálaráðuneytinu og ÁTVR, á næstunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höskuldur Jónsson, forsljóri ÁTVR, gefur Guðmundi Magnússyni, þjóð- minjaverði, síðustu átöppuðu brennivínsflöskuna frá ÁTVR. Starfsmenn ÁTVR sérmerkja síðustu 500 brennivínsflöskurnar er ÁTVR framleiðir. Prestastefna 1992: Vekja þarf gagnrýna umræðu um verðmætamat samfélagsins PRESTASTEFNU 1992 lauk á fimmtudag. í ályktun sem prestar þjóð- kirkjunnar samþykktu segir m.a: „Brýnt er að söfnuðir þjóðkirkjunnar líti á það sem hlutverk sitt, að hamla gegn þróun sem virðir ekki sem skyldi mannleg verðmæti. Vekja þarf gagnrýna umræðu um verðmæta- mat samfélagsis." Borgarráð Reykjavíkur var gagnrýnt fyrir fjárstuðn- ing við Stjörnuspekistöðina. Frá prestastefnu sem haldin var í Neskirkju. Morgunblaðið/Bjarni Á prestastefnu ræddu kennimenn Þjóðkirkjunnar á þriðjudag og mið- vikudag efnið „Þjóðkirkja og þjóðar- sál“. Á lokadegi vora ályktanir presta- stefnunnar til umræðu og samþykkt- ar. í aðalályktun segir m.a., að íslenskt samfélag einkennist af sívaxandi fjöl- breytni lífsskoðana og trúarhug- mynda. Nauðsynlegt sé fyrir kirkjuna, að huga að því hvernig eigi að standa að kirkjulegu starfi og boðun. „Kirkj- an sem söfnuður vill mæta ein- staklingnum, hveijum sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Hún virðir skoðanir hans og sjálfsforræði, en er jafnframt reiðubúin til að skilja, skil- greina og taka þátt í þeim vanda sem hann býr við, bæði í andlegum og veraldlegum efnum.“ Umræða á prestastefnunni dró mjög mark sitt af þeim orðum í setn- ingarræðu herra Ólafs Skúlasonar biskups að efla yrði safnaðarvitund landsmanna sem til Þjóðkirkjunnar heyra. í ályktuninni segir m.a: „Söfn- urinn er grunneining kirkjunnar. Þjón- usta hans er þríþætt: Guðsþjónusta, líknarþjónusta og fræðsla. Markmið safnaðaruppbyggingar er að hver söfnuður íslensku Þjóðkirkjunnar verði samfélag trúar vonar og kær- leika.“ Á þinginu var í fyrradag nokkuð rædd um hvernig og í hve ríkum mæli þjóðkirkjan skyldi taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. í ályktun prestastefnu segir: „Brýnt er að söfn- uðir-Þjóðkirkjunnar líti á það sem hlut- verk sitt, að hamla gegn þróun sem virðir ekki sem skyldi mannleg verð- mæti. Vekja þarf gagnrýna umræðu um verðmætamat samfélagsis. Þjóð- málanefnd kirkjunnar hefur verið köll- uð til starfa og skal efna til umræðu um málefni samfélagsins á grandvelli kristinnar lífskoðunnar." Séra Karl V. Matthíasson gerði fyrirspurn um hvort það væri mögu- legt að biskup beitti sér fyrir því að hefja á ný umræðu á næsta Kirkju- þingi um að lög um vgitingu presta- kalla yrðu endurskoðuð. Séra Karl sagði að síðasta Kirkjuþing hefði mælt með því að lögin skyldu vera að mestu óbreytt. Kjörmenn hefðu hvorki faglegar forsendur né leiðbein- andi reglur um val á sóknarprestum og stundum væri hætt við að allt önn- ur sjónarmið en kirkjuleg réðu ferð- inni. Sr. Karl benti einnig á að staða sóknarnefnda hefði breyst og nú gætti þeirrar tilhneigingar að þær litu á sig sem yfirmenn sóknarprests. Séra Karl sagði þessa hættu ekki vera fyrir hendi ef það væri biskup íslands sem sendi prestana til þjónustu í presta- köllin. Ólafur Skúlason biskup sagði að mönnum hefði þótt það framfara- spor þegar prestkosningar voru af lagðar, þótt eflaust væra gildandi lög ekki hnökralaus. Hann hefðu beint þeim tilmælum í vetur til prófastanna að þeir ræddu við prestana um þau mál sem brynnu á kennimönnum og þeir vildu að til umræðu kæmu á kirkjuþingi. Tvær ályktanir um eignamál kirkn- anna voru samþykktar. Því var fagnað að nú hefðu verið skipaðar nefndir til að fjalla um þessi mál. Prestastefnan áréttaði eignarétt kirknanna yfir öll- um kirkjujörðum í landinu og þar með töldum prestköllum. Það kom glöggt fram í umræðum að geistlegum kenni- mönnum þótti sem hið veraldlega rík- isvald hefði í áranna eða aldanna rás seilst langt í því að telja sér til eignar Kristsfé. Herra biskup íslands Ólafur Skúlason sagði nýlega eignaskrá frá íjármálaráðuneyti, „hróplega vitlausa og fjarstæðukennda". Samþykkt var ályktun 20 kenni- manna á prestastefnunni um Stjörnu- spekistöðina. Prestastefna 1992 lýsir vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun borgaráðs Reykjavíkur að veita Stjörnuspekistöðinni styrk til að halda námskeið hérlendis fyrir útlendinga. Séra Bolli Gústavsson vígslubiskup sagði að fram hefði komið í Morgun- blaðinu að borgarráð Reykjavíkur hefði samþykkt að veita Stjörnuspeki- stöðinni 250.000 kr.styrk. Og atvinnu- málanefnd borgarinnar hefði m.a. bókað: „Hér sé á ferðinni athyglisverð tilraun til að markaðssetja ísland á nýstárlegan hátt og ná til nýs mark- hóps á sviði ferðaþjónustu." Séra Bolli sagði að með þessari styrkveitingu væri lagst lágt og telja mætti það sið- leysi að ætla sér að markaðsetja ís- land út á „hjátrú, hindurvitni, bama- skap og bábiljur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.