Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 21 Erlendar útsending- ar ekkert álitamál - segir Baldvin Jónsson hjá Aðalstöðinni ÚTSENDINGAR Aðalstöðvarinnar á fréttum BBC eru ekkert álita- mál að dómi Baldvins Jónssonar hjá Aðalstöðinni. Hann sagði stað- ið að útsendingunum nákvæmlega samkvæmt útvarpslögum og að hann hefði haft samband við útvarpsréttarnefnd ef eitthvað í þeim hefði krafist þýðingarskyldu. Baldvin Jónsson telur athuga- semdir Þorbjörns Broddasonar, formanns útvarpsréttarnefndar, við útsendingar á fréttum BBC á Aðalstöðinni er komu fram í Morgunblaðinu í gær mjög sér- kennilegar. Baldvin benti á að samkvæmt útvarpslögum væri ekki skylt að þýða efni sem væri sent beint. Hann sagði að sam- kvæmt samningum við BBC væri stöðin leyfishafi og því bæru for- ráðamenn hennar ábyrgð á þess- um útsendingum og að stöðin kostaði útsendingu þeirra. Hann sagði jafnframt að lög heimiluðu að taka við dagskrá er send væri í gegnum gervihnetti til dreifingar til almennings og að hægt væri að hlusta á útsendingar BBC í 140 löndum. Að mati hans er það ein- angrunarstefna að ætla að hindra fjarskipti á milli landa. Að sögn Baldvins eru útsend- ingar BBC .1,8% af dagskrá Aðal- stöðvarinnar nú. Hann sagði að Aðalstöðin hefði sinnt vel þeirri skyldu útvarpsstöðva að efla ís- lenska tungu t.d. hefði stöðin ver- ið með íslenskuþætti á vegum Guðna Kolbeinssonar og ýmsa menningarþætti. Norræna félagið: Islenskimámskeið fyrir útlendinga NORRÆNA félagið stendur árlega að íslenskunámskeiði hérlend- is fyrir fólk frá norðurhluta Noregs, Svíþjóðar og Finnlands til þess að styrkja tengsl þessara landshluta. I Reykjavík er nú stadd- ur 15 manna hópur til þess að sækja þetta íslenskunámskeið, sem er nú haldið í 14. skipti. Af því tilefni ræddi Morgunblaðið við aðstandendur námskeiðisins og nokkra þátttakendur. Stefán Jón Hafstein Stefán Jón hættir á Rás 2 STEFÁN Jón Hafstein, dag- skrárstjóri Rásar 2, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu. Hann mun þó verða við störf þar fram í september. Stefán segir að fyrir uppsögninni séu fjölmargar ástæður, bæði per- sónulegar og faglegar. Stefán Jón Hafstein segir að meðal ástæðna fyrir uppsögninni sé, að hann telji að menn eigi ekki að staldra of lengi við í skap- andi stjórnunarstörfum á borð við þá, sem hann hafi gegnt hjá Rás 2. Einnig hafi hann verið áberandi nokkuð lengi vegna starfa sinna og telji rétt að hvíla bæði sig og áheyrendur á því. Hann hafi starf- að við dægurmálaútvarp Rásar 2 frá því það var sett á stofn 1987 og verið dagskrárstjóri frá 1990 og það sé langur tími í störfum af þessu tagi. Stefán segist hafa í hyggju að snúa sér að ritstörfum af ein- hveiju tagi þegar hann hætti hjá útvarpinu. Hann hafi gefið út bók fyrir síðustu jól, sem hafi hlotið þannig viðtökur, að þær hafi hvatt hann til að halda áfram á þeirri braut. Anna Einarsdóttir, námskeiðs- stjóri, og Stefán Ólafur Jónsson hjá menntamálaráðuneytinu sögðu að þetta íslenskunámskeið fyrir íbúa norðurhluta Svíþjóðar, Noregs, og Finnlands hefði fyrst verið haldið hérlendis árið 1978. Að sögn Önnu er þetta íslensku- námskeið haldið á vegum Nor- ræna félagsins og styrkt af menntamálaráðuneytinu. Nám- skeiðið hefur verið haldið í júní- mánuði á hveiju ári síðan 1978 og sækja um 15 manns hvert námskeið. Stefán sagði að nú hefðu um 230 manns komið á námskeiðið á Islandi. I Svíþjóð hefur verið staðið fyrir álíka nám- skeiði í sænsku síðan 1974 og hafa margir Islendingar sótt það. Þó að námskeiðið sé kallað ís- lenskunámskeið er ekki eingöngu um tungumálakennslu að ræða. Stefán og Anna bentu á að einnig væru haldnir fyrirlestrar um sögu, jarðfræði, efnahagsmál, bók- menntir, og margt fleira er snerti land og þjóð. Þátttakendur í nám- skeiðinu kynnast ekki aðeins tungumáli og sögu nágrannaþjóð- ar heldur myndast einnig persónu- leg tengsl mili þátttakenda á nám- skeiðinu og tengsl við landið. Þátt- takendur eru oft blaðamenn, kennarar og fólk er vinnur þjón- ustustörf. I ár vill svo til að allir þátttak- endurnir eru að koma í fyrsta skipti til íslands en að sögn Onnu hefur á fyrri námskeiðum ætíð verið fólk sem hefur heimsótt landið áður. Einn af þátttakend- unum á námskeiðinu í ár er Marit- ha Mossberg, útvarpskona frá Svíþjóð. Hún sagði að þetta ís- lenskunámskeið uppfyllti allar þær væntingar er hún hefði haft til þess. Hún sagði að hún hefði fengið góða innsýn í sögu og menningu íslands og að hún muni nú fylgjast vel með öllum fréttum af landi og þjóð. Maritha sagði jafnframt að hún vildi læra að lesa íslensku nógu vel til þess að geta lesið íslendingasögurnar upp á eigin spýtur. Hún benti á að þær geyma sameiginlega sögu Norðurlanda og að í þeim væri því að finna þætti úr sögu Svíþjóð- ar. Maritha hefur auk þess að vera á námskeiðinu sent stutta pistla til svæðisútvarpsins sem hún starfar hjá í Norður-Svíþjóð. Hún sagði að fólk þar hefði gaman að því að spjalla um veðrið og hefði hún þess vegna fjallað um veðrátt- una hér. Einnig hefur hún fjallað um lítið skóglendi íslands og ferð fólksins á námskeiðinu í Bláa Lónið. Liisa Láaveri, er starfar hjá finnska ríkisútvarpinu, sagði að fornbókmenntirnar hefðu vakið áhuga hennar á íslandi og hana hefði lengi langað að heimsækja sögueyjuna. í skóla komst hún í kynni við Egilssögu og Laxdælu en alik fornbókmenntanna hefur hún einnig áhuga á þjóðsögum. Liisa sagði að í sínum augum væri landið sérkennilegt og heill- andi. Hún mundi eftir því að hafa séð mynd af Geysisgosi í alfræði- orðabók þegar hún var barn og kvaðst ekki hafa skilið þetta nátt- úrufyrirbrigði. Hún sagði að nú hefði hún séð hver gjósa með eig- in augum og enn væri Geysisgos- ið jafn óskiljanlegt náttúruundur. Tor Eystein Overás, blaðamað- ur frá Noregi, sagði að eins og Liisa hefði hann mikinn áhuga á Islendingasögunum og þess vegna viljað heimsækja landið. Hann hefur bæði stundað nám í bók- menntum og fjallað um þær í starfi sínu og kvaðst hann hafa sérstakan áhuga á landnáms- mönnum íslands þar sem þeir hefðu komið frá Noregi. Tor sagði jafnframt að sér þætti athyglis- vert að kynnast svona smáu og þéttofnu þjóðfélagi og að það væri sérstaklega gaman að kom- ast í kynni við land og þjóð í gegn- um íslenskunámskeiðið. Erik Tjáder frá Svíþjóð sagði að það væri náttúra Islands er heillaði sig mest. Hann kvaðst vera mjög ánægður með nám- skeiðið. Hann sagði það metnað- arfullt og mjög vel skipulagt. Erik bætti því við að hann hefði alls staðar mætt mjög hlýju viðmóti á Islandi og því hefði verið mjög gaman að þessari heimsókn. Þau voru öll sammála um að þrátt fyrir að þátttakendur væru mjög ólíkir þá hefði mjög góð samstaða náðst og hefðu þau t.d. farið mikið saman á Listahátíð. Níu þátttakendur á námskeiðinu sáu Rigoletto og dáðist Liisa, sem hefur mikið yndi af söng, mjög að frammistöðu íslensku óperunn- ar. Hún sagði að lokum að hún yrði lengi að bræða með sér allan þann fróðleik er hún hefur viðað að sér um sögu og menningu Ís- lands í þessari heimsókn og tóku hin undir það. Hdl - 0-0, 11. Rf3 - Rg4, 12. Bf4 - Re5, 13. Hacl - Rbc6, 14. b3 - Rxf3+ (Fram að þessu hefur skákin teflst eins og skák Jóhanns Hjartarsonar við Erling Mortensen (Danmörku) í 3. umferð ólympíuskákmótsins. Daninn lék 14. — De7 og framhald- ið varð 15. Bbl - Hb8, 16. h3 - b6, 17. De3 - Kh8, 18. Re2 - f5 með flókinni stöðu, sem Jóhann vann um síðir.) 15. Dxf3 - Re5, 16. De2 - Bd7 (Svartur getur einnig leikið 16. — b6 í þessari stöðu, t.d. 17. Bbl — Bb7, 18. Be3 - Hfd8, 19. Dd2 - Hab8, 20. h3 - Ba8, 21. f4 - Rc6, 22. Df2 með þægilegri stöðu fyrir hvít.) 17. Bbl - Hfd8, 18. h3 - Be8, 19. Be3 - Hac8, 20. Dd2 - Bf8, 2Í. f4 — Rd7 (Svarti riddarinn verður að hafa auga með aðalveik- leikanum í svörtu stöðinni, f6-reitn- um.) 22. f5! - Be7, 23. Khl - Rf6, 24. Df2 - Rd7 (Svartur hefði getað leikið 24. — Hd7, en eftir 25. Bb6 — Db8 (25. - Dc6, 26. Rd5!?) 26. Bd4 lendir svartur í miklum þrengingum.) 25. Dd2 - Kg7 (Rúmeninn getur lítið gert annað en að valda svörtu reitina í kóngs- stöðunni og bíða sóknar Jóns.) 26. Hfl - Bf6, 27. Hf3 - Re5, 28. Hf2 - 28. - Bh4? (Rúmeninn leikur af sér manni, en ekki verður séð, að hann geti var- ist sókn Jóns til lengdar, en aðal- hótunin er 29. Hcfl ásamt fxe6 eða jafnvel 29. g4 ásamt g5 o.s.frv.) 29. f6+! - Kg8 (Eða 29. — Bxf6, 30. Bh6+ ásamt 31j. Hxf6 o.s.frv.) 30. Bd4 - (Jón hefði getað unnið manninn strax með 30. g3, því 30. — Bxg3, 31. Bb6! - Dxb6, 32. Dh6 leiðir til máts. Það er hins vegar engin ástæða til að fara þá leið, því hann vinnur manninn einfaldlega eins og skákin teflist.) 30. - b5 (Örvænting.) 31. cxb5 — axb5, 32. Dh6 — Bxf6, 33. Hxf6 - (Jón á nú manni meira og auðunn- ið tafl og lokin þarfnast ekki skýr- inga.) 33. - b4, 34. Re2 - De7, 35. Hcfl - Bb5, 36. De3 - Hd7, 37. Bb2 - Dd8, 38. Hlf2 - Bxe2, 39. Dxe2 - Db6, 40. Hfl - Hdc7, 41. Dd2 og svartur gafst upp, því tímamörk- unum er náð og vinningurinn ekki vandamál fyrir Jón með manni meira, þegar klukkan truflar ekki' lengur. Þátttakendur á íslenskunámskeiði Norræna félagsins. Morgunblaðið/Arni Sæberg Mest seldu steikur á íslandi " ...... ' ......^ i Jarlnn S-VEITINGASTOFA • Sprengisandi - Kringlunni Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. bakabri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri. Tilboðsverö næstu daga: 690,- krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.