Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 17 okkar á landhelgisskipunum unnu í þorskastríðinu? Ég segi nei Það þarf enginn að segja mér, að við fengjum til lengdar að halda landhelginni fyrir okkur eina, ef við gengjum í EB, eins og ásókn útlendinga hefir verið í hana um aldaraðir. En við skulum líta til nútímans. Það er ekki einu sinni hægt að ganga frá EES samning- um án þess að leyfa EB-ríkjum togveiðar í íslenskri fiskveiðiland- helgi. Það eru að nafninu til gagn- kvæmar veiðiheimildir, en eins og ég hef sýnt fram á (í Tímanum 4. nóvember sl.) er það aðeins sýndarmennska, því það er ekki útlit fyrir að við fáum neitt raun- verulegt fyrir þær 3000 smálestir af karfa, sem EB- menn eiga að fá að veiða hér við land. Ég efast heldur ekki um, að það liggi meira á bakvið þessa 3000 smálesta heimild, en hana á að endurskoða á tveggja ára fresti og eflaust í von um að hægt verði að semja um meira síðar. Þarna er líka ver- ið að ijúfa það heit, sem ráðamenn hafa gefið þjóðinni, að opna ekki fiskveiðilögsöguna fyrir erlendum skipum. Það er einnig meira en lítið ískyggilegt, ef stjórnun sjávarút- vegsmála á Islandi færist til Bruss- el, eins og Gunnar Helgi reyndar viðurkennir að myndi verða með inngöngu okkar í EB, því miðað við meðferð á eigin fískveiðiland- helgi á þeim bæ, yrði það hreinn hryllingur. Jafnvel tilraunir Breta til að halda í horfinu gagnvart Spánveijum hafa ekki staðist EB dómstólinn. Um vangaveltur Gunnars Helga um væntanlega samninga okkar við EB ætla ég að vera fáorður, enda segir hann: „Aðildarsamning- ar nýrra ríkja að EB eru jafngildir Rómarsáttmálanum, sem þýðir að þeim verður ekki breytt nema með samþykki allra ríkja bandalagsins og að í þeim er formlega séð hægt að veita allar þær undanþágur frá ákvæðum Rómarsáttmálans sem óskað er: „ Það getur hver sem er hugsað sér, hve auðvelt það myndi reynast að fá allar þjóðir EB til að samþykkja að íslendingar sætu einir að fiskimiðum sínum, ef þeir gengju í EB, þegar tekið er tillit til alls, sem á undan er gengið. Ég ætla að lokum að undirstrika nokkur atriði, sem við íslendingar verðum að standa dyggan vörð um og myndu verða í hættu innan EB. 1. Fullveldinu megum við ekki glata. 2. Islenskunni verðum við að halda við. 3. Við verðum að halda fullum yfírráðum yfir fiskimiðum okk- ar og nýta þau af skynsemi. 4. Við verðum að stunda viðskipti og menningartengsl við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli, bæði innan og utan EB. 5. Allar auðlindir okkar, svo sem landsréttindi, vatnsorku og jarðhita verðum við líka að varðveita fyrir okkur sjálf. Höfundur er fiskifræðingur. BÍLALEIGA Úrval 4x4 fólksbfla og statlon bila. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bllar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bílar. Farsímar, kerrur f. búslóöir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! Langholtssöfnuður í Reykjavík 40 ára eftir Sigríði Jóhannsdóttur Langholtssöfnuður í Reykjavík var stofnaður 28. júní 1952. Þá báru frumheijarnir fram kyndil, sem aldr- ei hefur slokknað á í 40 ár. Svo sterkt er ljósið frá þessum kyndli, að það hefur lýst til átaka við sér- hvern áfanga að byggingu þess húss Guðs, er heitir Langholtskirkja, kirkja Guðbrands biskups. Lang- holtssöfnuður á þessa stórkostlegu kirkju ásamt safnaðarheimili, sem ávallt voru reist í áföngum utan um lifandi starf. Segja má að við hvern unninn áfanga hafí starfið verið „Nú er það okkar að halda kyndlinum á lofti“ búið að sprengja hann utan af sér. Þannig er það enn í dag. Á slíkum tímamótum sem þessum ber söfnuðinum að þakka og meta það fórnfúsa og mikla starf, sem unnið hefur verið söfnuði og kirkju undir handleiðslu lífsins höfundar. Við erum öll gjafir lífsins, verkfæri Hans á jörðu, hvert og eitt á þann hátt, er hæfileikar okkar nýtast best til. Söfnuðurinn er sterk keðja, ef við hvert og eitt leggjum okkar af mörkum að styðja veikasta hlekkinn. Því kærleikurinn til samferðamann- anna sker úr um, hvar við stöndum. í tilefni tímamótanna nú færði Kvenfélag Langholtssóknar kirkj- unni að gjöf hjólastól til afnota í kirkju eða safnaðarheimili. í Lang- holtskirkju er ávallt staður þar sem slíkur stóll fellur inn í stólaröð. Nú er hún orðin fyrsta kirkja landsins sem eignast slíka gjöf : gulistól, sem umvefur hvern þann, sem hans þarfnast. Hver er þín afmælisgjöf til Lang- holtskirkju? Nú er það okkar að halda kyndl- inum á lofti. Megi ljósið frá honum enn á ný lýsa til átaka við nýja áfanga. Langholtssöfnuður mun minnast þessara tímamóta með hátíðarguðs- þjónustu sunnudaginn 13. septem- ber nk. Höfundur er formaður sóknarnefndar Langholtskirkju Sigríður Jóhannsdóttir HLJOMLEIKAR I BOÐI VISA íþróttahúsi Vals laugardag 27. júní kl. 16:00 íþróttahúsinu Höfn í Hornafirði 28. júní kl. 16:00 íþróttahúsinu Egilsstöðum 29. júní kl. 20:00 íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum 30. júní kl. 20:00 r ViSA 7 VISA ISLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.