Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1992 35 framboði hér í kjördæmi fyrir Al- þýðuflokkinn, enda ágætlega máli farinn. Jón var dagfarsprúður maður og hæglátur. Aldrei bar skugga á sam- starf okkar öll þessi ár. Fyrir það vil ég þakka af heilum hug. Ingibjörgu og börnunum óska ég alls hins besta í framtíðinni um leið og ég kveð Jón Einarsson með virð- ingu og þökk. Albert Jóhannsson. Þegar mér var sagt að Jón Einars- son væri dáinn hélt ég að það væri verið að plata mig. Það gat bara ekki verið satt. I þessa þrjá vetur sem ég var í Skógaskóla var Jón svo eðlilegur hluti af daglegu lífi manns. Hann hafði bara alltaf verið þarna og mér datt aldrei í hug að hann myndi fara. Ég og reyndar flestir aðrir báru virðingu fyrir Jóni og að mínu mati var Jón gáfaðasti maður sem til var. Það var alltaf hægt að spyija hann að hverju sem var. Hvortt sem það var í sambandi við tungumál, stærðfræði, landafræði eða bara hvað sem var. Jón gat allt- af svarað öllu. Það var því algjör óþarfi að nota alfræðiorðabók ef Jón var nálægt. Hann sagði okkur líka ótal sögur frá skólaárum sínum erlendis svo og atburðum í Skógaskóla. Stundum gleymdi hann sér og þá varð lítið um lærdóm í tímanum. Það er margt sem mig langar að segja um Jón, en sumt af því er ekki hægt að festa á blað. Nú hefur blessaður kallinn fengið frið og líður vonandi betur. Megi hann hvíla í friði. Andrea. 15. júní var sólríkur dagur á Sel- fossi, en þegar Gugga vinkona mín hringdi og sagði mér að pabbi sinn hefði dáið kvöldið áður, fannst mér verða bæði kalt og nöturlegt. Jón var svo hress og kátur síðast þegar ég hitti hann, heima hjá pabba, að ómögulegt var að ímynda sér að ég sæi hann aldrei aftur, segjandi 3 grönd og fjóra spaða við borðstofu- borðið í Neðstutröð. Minningar bemskuáranna hellast yfir, í flestum þeirra em Jón og Ingi- björg, pabbi og mamma ein órofa heild, enda var ég sem bam og ungl- ingur lítið minna hjá Jóni og Imbu en heima. Ég man ekki neinar mærð- arsögur af Jóni, enda hefði hann ekki viljað láta skrifa slíkt um sig. Ein af elstu minningunum mínum er þegar við stelpurnar, Gugga, Unnur og ég vorum að nauða í Jóni að sýna okkur hvað hann væri sterk- ur og hann lá á stofugólfinu og lét okkur Guggu setjast'í lófana á sér og lyfti okkur svo upp, þetta þótti okkur afskaplega merkilegt og hann hlyti að vera sterkasti maður í heimi. Ekki þótti okkur minna merkilegt þegar Jón, pabbi og Þórður Tómas- son vom valdir í lið Rangæingja í spurningakeppninni Sýslurnar svara, þá vorum við vissar um að pabbar okkar og Þórður hlytu að vera gáfuðustu menn sýslunnar og allt gáfaðasta fólkið hlyti að búa í Skógum. Ósjaldan þurfti Jón að segja okk- ur krökkunum sögur af því þegar hann var við nám í Frakklandi og alltaf þótti okkur sögurnar jafn skemmtilegar. Einnig var hann ólat- ur að segja okkur hvað fuglarnir hétu og allar þær jurtir sem vð kom- um með, enda frábær kennari og skemmtilegur sögumaður. Þegar minnst er þessara tíma koma fljótt upp í hugann öll kvöldin sem Jón og Imba komu niðrí barna- skóla til pabba og mömmu að spila og við stelpurnar bjuggum til kara- mellu handa þeim og fluttum svo stóran hluta af búslóð foreldra minna fram í skóla og fórum í mömmuleik, lá við án þess að þau tækju eftir því, svo upptekin voru þau af spilamennskunni. Aldrei tókst okkur að fela neitt fyrir Jóni og er mér í því sambandi minnisstæðast, þegar við sem smáormar fiktuðum við að reykja og hann kom og tók í hnakkadrambið á okkur. Þá spurði mamma hvemig hann hefði fundið okkur, hann hló og sagðist hafa séð svo mikinn reykjarmökk stíga upp frá Pallahúsi svokölluðu, að hann hefði nú aðallega verið að athuga hvað væri um að vera og fundið mýsnar þar! Þá skömmuðumst við okkar mikið. Þó minningar mínar frá þessum árum séu margar og allar góðar er mér ekki síður minnisstætt hve Jón var frábær kennari og góður vinur okkar krakkanna, hann talaði alltaf við okkur eins og fullorðið fólk og lagði áherslu á að við læsum blöð, bækur og fylgdumst með því sem væri að gerast í kringum okkur. Fyrir 12 árum fluttu svo foreldrar mínir frá Skógum og veit ég að þau kviðu fyrir að fara frá þessum vinum sínum, sem gengið höfðu með þeim gegnum súrt og sætt í 14 ár. Sama haust dó svo mamma mín úr sama sjúkdómi og Jón nú (þ.e. blóðtappa) og var fráfall hennar jafn óvænt og sviplegt og hans. Hafi Jón og Imba einhvern tíma sýnt okkur hve góðir vinir þau voru, þá var það þá og verður það aldrei fullþakkað. Jón og Imba héldu áfram að heimsækja pabba og tók Haddý, elsta systir mín,.sæti við spilaborðið með þeim. Ef einhver tími leið án þess að Jón og Imba kæmu í bæinn varð pabbi órólegur og fór að spyrja hvort þau færu nú ekki að koma. Þegar þau komu var fljótlega sest við spilaborð- ið og spilað fram á nótt og gantast með allt á milli himins og jarðar, en þó aðallega ógáfulegar spilasagn- ir og fyndnar sögur úr kennslunni og fótboltanum. Þeir félagarnir Jón og pabbi fóru líka oft sáman á völl- inn og körpuðu þá mikið enda vand- lega passað að halda með sitt hvoru liðinu. Þegar við börnin vorum orðin of stór til að hægt væri að segja af okkur gamansögur, fóru þeir að segja montsögur af barnabörnunum, enda báðir miklir afar. Hafði ég oft lúmskt gaman af að sjá söguna end- urtaka sig, í hve harðir þeir voru í að uppfræða barnabörnin og fá þau til að taka afstöðu í öllum málum. Vonandi halda þau Imba og pabbi áfram að spila sinn bridds með Haddý og einhveijum nýjum spilafé- laga, það hefðu Jón og mamma vilj- að, það er ég viss um. Elsku Imba, Gugga, Unnur, Stína, Einar og fjölskyldur. Ég get því miður ekki verið við útförina þar sem ég er stödd á Akureyri en ég verð hjá ykkur f anda. Pabbi, við systkin- in og fjölskyldur okkar vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og tökum þátt í sorg ykkar. Guð blessi minn- ingu Jóns Einarssonar. Hans verður sárt saknað. Guðrún Halla. Hinn 24. þ.m., birtust fyrir mistök minningarorð um hinn látna hér í blaðinu eftir Jón R. Hjálmarsson og Arnbjörn Jóhannesson. Þegar fréttin af andláti Jóns barst mér setti mig hljóða. í litlu samfé- lagi eins og heima í Skógum þar sem allir þekkja alla og allir eru í raun sem ein stór fjölskylda, er maður eins og Jón einn af sterkustu hlekkj- unum, alltaf boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd. Þetta samfélag hefur mikið misst nú, en missir Ingi- bjargar og barnanna er að sjálfsögðu mestur. Við systkinin vorum ung þegar faðir okkar dó og eins og sjálflcrafa gengu samkennarar hans og vinir okkur í föðurstað. Jón var að sjálf- sögðu einn af þeim. Það var sama hvort lítið hné hruflaðist eða heimil- istæki bilaði, alltaf var hægt að leita til hans. Einn vetur bjó ég á heimili Jóns og Ingibjargar og þarf ekki að orð- lengja að mér var tekið sem einu af börnunum. Um veturinn eignaðist ég fyrsta barnið mitt, Guðrúnu, og kom ekki annað til greina en að ég héldi áfram námi, og að þau hjálp- uðu mér við umönnun hennar og allt fram á þennan dag hafa Jón og Ingibjörg verið afi og amma í Skóg- um í huga okkar. Jón var mikill kennari og mikill vinur og minningarnar eru að sjálf- sögðu margar en efst er manni þó í huga hlýjan, góðvildin og glettnin sem alltaf var til staðar. Elsku Ingibjörg, þér og fjölskyldu þinni votta ég mína dýpstu samúð. Jóna S. Möller. 15. júní gengur tveggja ára drengsnáði herbergi úr herbergi á heimili Ingibjargar og Jóns og spyr: „Hvað eð Jóna, hvað eð Jóna?“ Það verður fátt um svör. Snáðanum þótti gott að heim- sækja Jón, gaman að rugla taflinu hans og hefði engum þótt mikið þó því væri illa tekið, en svo var ekki. Þeir voru mátar Jón og þessi litli snáði. Núna er Jón farinn langt í burtu, farinn í þá ferð sem við leggjum öll upp í að lokum. Haustið 1991 fluttum við hjónin að Skógum og urðum svo lánsöm að fá íbúð á hæðinni fyrir ofan Jón og Ingibjörgu. Betra sambýlisfólk er ekki hægt að fá, það áttum við eftir að sjá. Við með öll okkar böm, umganginn og dótið sem fylgir stórri fjölskyldu. Ekkert raskaði ró Jóns, hann var alltaf tilbúinn til að rabba, þó ekki við snáðann nema hann tæki „tappann" úr munninum, en svo nefndi hann alltaf snuðið. óhætt er að segja að Jón hafi tek- ið okkur opnum örmum, því auk þess að vera góður nágranni var hann líka góður starfsfélagi. Það getur verið erfitt að hefja starf á nýjum vinnustað og vita ekki hvem- ig nýju samstarfsmennirnir em. Ingveldur Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 3. nóvember 1893. Dáin 17. júní 1992. „Blöðin?! Mig langar ekkert til þess að komast í blöðin! Ekki nokk- urn skapaðan hlut!“ Eitthvað á þessa leið komst amma mín að orði fyrir nítugasta og fimmta afmælisdaginn sinn, fyrir tæpum fjórum ámm. En í blöðin komst hún nú samt fyrir harðfylgi yngsta sonarsonar síns, sem í dag skrifar örfá kveðju- orð í minningu hennar. Hún var fædd á Iðu í Biskups- tungum hinn 3. nóvember 1893 og var því á 99. aldursári, er hún and- aðist á hjúkmnardeild Hrafnistu í Reykjavík hinn 17. júní sl, Var hún þriðja yngst níu barna þeirra hjóna Guðmundar Guðmundssonar frá Austurhlíð í Biskupstungum og Jón- ínu Jónsdóttur frá Auðsholti. Sigríð- ur og Guðjóna vom tvær elstu syst- urnar, en þær dóu úr bamaveiki á fyrsta og öðm aldursári. Næstir í aldursröðinni vom tvíburarnir Krist- ján og Aldís, þá Ágústa og Hildur, síðan kom amma mín og að lokum tveir bræður: Magnús og Ársæll. Þau em nú öll dáin. Amma átti fyrstu fímm æviárin sín á Iðu, í faðmi stórrar og sam- hentrar fjölskyldu, uns þau fluttu til Eyrarbakka. Foreldrar hennar höfðu ætlað að flytja vestur um haf til Ameríku. Kunningi þeirra sem flutt hafði vestur, skrifaði þeim og lét vel af dvöl sinni þama og hvatti þau til að koma líka. En eins og amma sagði oft: „Til Guðs lukku kom skipið ekki“. Fjölskyldan ílentist því á Eyr- arbakka, þar sem þau undu hag sín- um vel. Amma fór snemma að vinna fyrir sér. Fljótlega eftir ferminguna gerð- ist hún barnfóstra í Reykjavík. Þar var hún einn vetur og annaðist unga telpu, sem hún tók ástfóstri við. En um þær mundir varð hún fyrir því að fá „psoriasis" húðsjúkdóm, sem hún barðist síðan við alla ævi. Varð hún því að láta af fóstrustarfinu. Hún gjörðist þó aftur vinnukona, fyrst á Stokkseyri og síðan á Kaldað- amesi, þar sem hún var í sjö ár. Frá báðum þessum stöðum átti hún margar góðar minningar. En nú tók líf ömmu að breyta um stefnu. Hún fór í kaupavinnu að Löngumýri í Húnavatnssýslu, til þeirra hjóna Jóns Pálmasonar og Jónínu Ólafsdóttur. Kristján Ásgeir, bróðir Jónínu, kom um sumarið til hressingardvalar hjá systur sinni. Afi og amma felldu hugi saman og gengu í heilagt hjónaband hinn 17. október 1920. Afi var fæddur á Hanhóli í Bolungarvík hinn 17. júní 1887, sonur hjónanna Ólafs Jóhann- essonar frá Minnihlíð og Margrétar Ólafsdóttur, sem ættuð var frá Dýra- firði. Bjuggu afl og amma allan sinn búskap í Bolungarvík, fyrst í sjálfu þorpinu, þá fluttu þau að Gili og bjuggu þar í tæp þrjú ár, síðan á Geirastöðum, þar sem þau bjuggu allt til 1965, er þau fluttu aftur í þorpið, þar sem afi andaðist hinn 14. maí 1969, tæplega 82 ára að aldri. Afi og amma eignuðust tvö börn, soninn Þorberg, hann er prestur í Kópavogi, kvæntur Elínu Þorgils- dóttur, eiga þau fjögur börn á lífi og er undirritaður yngstur þeirra. Dóttir þeirra afa og ömmu var Helga, sem lést hinn 11. maí 1937, aðeins 9 ára gömul. Þar að auki ólu þau upp tvö fósturböm, Ingveldi Kristj- önu Þórarinsdóttur, frá fæðingu og Svein Jónsson frá átta ára aldri. Ing- veldur Kristjana býr nú á Geirastöð- um ásamt yngstu dóttur sinni og fjöl- skyldu hennar. Þar að auki tóku þau að sér vanheila konu, Guðrúnu Þor- björnsdóttur, Gunnu, og var hún hjá þeim og síðar ömmu til dauðadags. Árið 1972, þremur árum eftir andlát afa, fluttu amma og Gunna svo suður, í kjölfar þess, að árinu áður höfðum við farið frá Bolungar- vík, er faðir minn gerðist prestur í Kópavogi. Tveimur árum síðar fengu þær svo pláss á Hrafnistu í Reykja- vík, þar sem Gunna andaðist sex árum síðar. Frá því að ég fyrst mundi eftir mér hafði það alltaf verið fastur punktur í tilverunni að skreppa inn á Hrafnistu að minnsta kosti annan hvom dag, ef ekki daglega, til þess að vita, hvemig þær amma og Gunna hefðu það, spila á spil eða bara tala saman um lífíð og tilveruna. Þar að auki fundust mér aldrei vera jól eða aðrar hátíðir, fyrr en amma og Gunna vom komnar í heimsókn. Þær, og síðar aðeins amma, vom aufúsugestir um jól, afmæli og aðrar hátíðir og stórviðburði innan fjöl- skyldunnar. Alltaf þótti ömmu jafngaman að sjá vini og ættingja líta inn til sín og ég vissi ekkert skemmtilegra en að skreppa inn að Hrafnistu og spila við hana ömmu eða bara ræða við hana um daginn og veginn. Enginn kenndi mér fleiri bænir en hún, eng- um gat ég heldur treyst betur fyrir mínum hugðarefnum en henni og oft var eins og ég væri að tala við þrosk- aða unga konu, en ekki konu hátt á tíræðisaldri, svo ung var hún í anda og hress i máli. Amma var mikið á faraldsfæti og ég minnist þess t.d. að ég, amma og Margrét Kristjánsdóttir, bróður- dóttir hennar frá Eyrarbakka, fómm til þriggja vikna dvalar vestur að Geirastöðum sumarið 1982. Þar rifj- uðust upp fyrir henni gamlar og góðar minningar frá þeim tíma, er hún sjálf hafði ráðið þama húsum. Tvær síðustu ferðimar hennar eru líka minnissæðar: Hinn 30. desember 1990 fór fjölskyldan til Víkur í Mýrd- al, þar sem Helga systir mín býr ásamt ijölskyldu sinni. Amma, sem nú var orðin 97 ára var hrókur alls fagnaðar. Og í október síðastliðnum var hún við brúðkaup ungrar frænku sinnar og nöfnu, Ingveldar Eiríks- dóttur Eiríkssonar, prests á Þingvöll- um, þar sem hjónavígslan fór fram. Hvað Jón varðaði urðu það engin vonbrigði. Han var fljótur að snúa sér að okkur, eðlilegur og þægilegur í fasi og án allrar sýndarmennsku. Allt vildi Jón vita um ættir okk- ar, komst fljótt á sporið, þekkti marga og var fróður um flesta hluti. Áhugamálin voru mörg. Hann var snjall skákmaður, tefldi m.a. fýrir íslands hönd í fjórgang á heims- meistaramótum stúdenta á námsá- rum sínum. Einnig var hann meðal bestu briddsspilara sýslunnar og auk þess vel að sér um flestar íþróttir og sá fram á heillandi sumar fyrir framan skjáinn, fyrst stórviðburður í skákinni og á sama tíma jafnáhuga- vert í heimi knattspyrnunnar og síð- an sjálfír Ólympíuleikarnir. En því miður entist honum ekki aldur til. Þótt kynnin hafí verið stutt voru þau góð og við sjáum á bak góðum vini, vini sem féll frá langt fyrir ald- ur fram. Elsku Ingibjörg, böm, tengdabörn og barnabörn, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Óli, Auður og börn. Þegar ég frétti af andláti Jóns, fyrrverandi kennara míns að Skóg- um, setti mig hljóða. Það er á stund- um sem þessum sem maður stendur sig að því að véfengja rétt guðs til að taka til sín þá sem em svo elskað- ir og dáðir. En vegir Guðs em órann- sakanlegir og verður maður að sætta sig við það og minnast þeirra sem látnir em með yl í brjósti og vonast til að þeim líði vel, þar sem þeir eru niðurkomnir. Jón kenndi mér í 4 ár í Skóga- skóla og litum við sem bjuggum á heimavistinni á hann sem einskonar föður, eða afa, þar sem við vomm víðsfjarri okkar eigin heimabyggð. Jón var alltaf tilbúinn til að hlusta á okkar vandamál og hjálpa okkur að ráða fram úr þeim, enda bjó hann í sama húsi ásamt Ingibjörgu konu sinni og því ekki langt í burtu þegar eitthvað kom upp á. Hann var mjög góður kennari og • bý ég enn að góðum grunni sem hann kenndi mér í ensku og öðrum greinum fyrir fímm ámm, sem margir kennarar geta ekki státað sig af. Einnig var hann fróður um gang lífsins og var gott að vita af honum þegar maður var að feta hinn erfiða stig unglingsáranna. Votta ég fjölskyldu hans og vinum mína dýpstu samúð og megi Guð gefa þeim styrk í sorginni. Sigríður Hafdís Benediktsdóttír. Amma var alla tíð heilsuhraust og langlífí sitt þakkaði hún því að hafa hvorki reykt tóbak né dmkkið áfengi og hún var óspör á að vara mig við þeim ósóma. Þegar hún hafði fengið sér smáblund eftir hádegis- matinn, var hún alveg tilbúin að tak- ast á við daginn, kát og létt í lundu. Hún var tónelsk og þótti gaman að syngja og dansa, enda var hún nær alla tíð létt á fæti. Nú á allra síðustu missemm var heilsu hennar þó tekið að hraka og loks leiddi það til þess, að í byijun maímánaðar var hún flutt á hjúkr- unardeild, þar sem hún andaðist, þegar skammt var liðið af þjóðhátíð- ardegi okkar íslendinga og 105. af- mælisdegi afa. Ég ímynda mér, að þama hafi hann fengið hina bestu afmælisgjöf, sem hann hefði getað hugsað sér að fá ömmu til sin aftur, eftir um það bil 23 ára aðskilnað. Já, margs er að minnast og margs að sakna. Ég hygg, að erfítt muni verða að sætta sig við, að elskulegrar ömmu minnar njóti ekki lengur við hér á jörð. En þetta er nú einu sinni gangur lífsins, að allt er í heiminum hverfult. Hún fékk tvær óskir sínar uppfylltar, að deyja um sumar og í svefni. Við felum hana ömmu mína al- góðum Guði og treystum því, að hann veiti henni eilífan frið, og okkur sem eftir lifum líkn. „Ég fel í forsjá þína, Guð, faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt“ (Matthías Jochumsson) Blessuð sé minning ömmu minnar, Ingveldar Guðmundsdóttur. Þorgils Hlynur Þorbergsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.