Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JULI 1992
Guðmundar tveir og
tvenns konar hroki
eftír Stefán Steinsson
Kona ein sem ég þekki kom nýlega
að máli við mig og sagði að hún
væri að verða djöfull þreytt á öllu
snobbinu í kringum þennan Halldór
Laxness og þennan Þórberg. Og
þennan Andra Thors bætti hún við,
eins og til að hafa einhveija viðmiðun
úr hópi yngstu séníanna.
Þessi kona er að vísu hamingju-
samlega laus við að lesa bækur þeirra
heiðursmannanna, en efni fjölmiðl-
anna fer ekki fram hjá henni frekar
en öðrum. Og stutta stund fannst
mér sem hún gæti túlkað viðhorf
einhvers konar „almenns borgara ef
hann er þá til.
Þá leiðréttist það hér með og ekki
í fyrsta sinn, að í stað Andri Thors
á að segja Guðmundur Andri Thors-
son, því faðir hans er kominn af
Thor Jensen í kvenlegg og því erfíst
ættamafnið ógjaman, samkvæmt
einhverri gamalli, skrítinni hefð.
Það er svo umdeilanleg skoðun
hins almenna borgara, ef hann er til
og er á annað borð á þeirri skoðun,
hvort verið er að þjálfa upp framtíð-
ar-nóbelista á íslandi þar sem Guð-
mundur Andri er, eða hvort lesa má
slíkt og þvílíkt úr fjölmiðlavéfrétt-
inni. En þó má hafa það fyrir
skemmtilega ábendingu, að þegar
Guðmundur Andri gaf síðast út bók
fyrir jólin 1991 þá þótti Áma Berg-
mann loksins lifandi innan um ís-
lenskar yngrimannabókmenntir og
skrifaði „nú er gaman" {Þjóðviljann.
Ámi er fremstur íslenskra umfjall-
enda um bókmenntir, þeirra er ekki
hafa meiri háttar titla og til dæmis
miklu skynugri heldur en Matthías
Viðar og Öm Ólafsson til samans.
Engum datt í hug að þeir Ámi og
Guðmundur Andri gætu verið neinir
kunningjar, nei nei, enda segi ég um
slíkt eins og segja ber: Skitt með
það. En um framtíðar-nóbelprísa
Thorsættarinnar mun hentugast fyr-
ir hana að fara eftir því sem Díógen-
es sagði í tunnunni: „Besta leiðin til
frægðar er að hugsa alls ekki um
frægð.
Þá víkur sögunni að rimsíramsi
Guðmundar Andra í laugardagsút-
varpi, sem hann virðist sjálfur telja
að allir séu hættir að hlusta á, eftir
þáttunum að dæma, en svo mun þó
ekki vera. Rétt fyrir Jónsmessu
messaði hann yfír Guðmundi heild-
sala, þeim sem alltaf rífst þegar
tunnum og kössum er raðað upp á
myndlistarsýningum á Kjarvalsstöð-
um, sýningum, sem enginn hefur
beðið Guðmund að sækja, og æsir
sig yfír ljóðabókum sem enginn hefur
beðið hann að kaupa, hvað þá lesa.
Guðmundur heildsali rífst þetta að
því er virðist út frá sjónarhomi hins
skilningslausa skattgreiðanda, sem
borgar óskiljanleikann, og á heimt-
ingu á því að listamaður og skáld
færi honum alla hluti mjög svo skilj-
anlega á silfurfati. Hann getur alls
ekki munað það sem Gröndal sagði:
PHILCO
PHILCO
SPARAR TÍMA
Þvottavélamar frá Philco taka
inn á sig heitt og kalt vatn,
styttri þvottatími og minna
rafmagn.
L85 ÞVOTTAVéL ~
• Fullkomin rafeindaslýring.
• Val á vinduhraða: 500800
snúninga
• Vökva höggdeyfir.
• Ryöfrítt stál í tromlu og ytri belg.
ÞURRKARI
SEM GÆLIR
VIÐ ÞVOTTINN
AR500 ÞURRKARI
• Snýr í báöar áttir, fer sérlega
vel með þvottinn.
• 3 mismunandi hitastig.
• Allt að 120 mín. hitastilling.
• öryggisstýring á hitastigi.
• Tveir möguleikar á tengingu
útblástursbarka.
• Ryöfrítt stál í belg.
• Auðvelt aö hreinsa lógsigti.
RÉTT VERÐ 40,540,-
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNI SfMI 69 15 20
is<UKKÍKgim
„Mitt er að yrkja, ykkar að skilja."
Hann virðist ekki heldur hafa lesið
formálann að Myndinni af Dorian
Gray eftir Oscar Wilde, sem er þó
aðeins ein blaðsíða.
Guðmundur heildsali er fullur af
hroka. Hroki hans er það sem ég vil
kalla ferskeytlumannahroka. En þá
ber svo við, að ekki þarf að fara
lengra aftur en til vormánaða 1991,
til að finna eitt dálítið merkilegt rims-
írams hjá Guðmundi Andra, sem
hann hélt reyndar að enginn hlustaði
á, en ber óvart einkar mikinn svip
af gagnrýni Guðmundar heildsala.
Þetta var daginn sem Guðmundur
Andri óskapaðist ^yfir piltunum
tveim, sem voru úti á Italíu við þröng-
an kost að syngja um Nínu í Evrópu-
söngvakeppninni og gekk brösug-
lega. Guðmundur Andri sagði allreif-
ur frá því, að árið áður, þegar mör-
landinn fékk fjórða sætið í keppn-
inni, sem þá var haldin í rétt ósundr-
aðri Júgóslavíu, þá hefðu hann og
einhveijir gáfaðir listamenn farið um
Parísarborg með sérstaka trefla um
hálsinn og reynt að koma frönskum
almenningi í skilning um þessa
keppni og árangur klakamanna inni
á einhveijum misjafnlega góðtempl-
aralegum samkomustöðum Parísar-
manna, en hvarvetna mætt skilnings-
leysi. Haustið eftir var ég rændur í
þessari sömu Parísarborg og vor-
kenni Guðmundi Andra hans óham-
ingju í sambandi við þarbúendur því
hlutfallslega ekki neitt. En út úr
þessu óhemjulega skilningsleysi
manna við Signufljótið fékk Guð-
mundur Andri þá niðurstöðu, að
Evrópukeppnin hlyti að vera keppni
í lágkúru og í því hver gæti orðið
allralágkúrulegastur á skemmstum
tíma og þar fram eftir götunum.
Guðmundur Andri gerði sig þama
sekan um ekki minni hroka en marg-
ur annar. En hroki hans var það, sem
mér var nýlega kennt að kalla mód-
ernistahroka. (Módernisti er sá, sem
gerir alla hluti ofsalega nútímalega,
eins og til dæmis Thor Vilhjálmsson,
Atli Heimir Sveinsson og sumir
myndlistarmenn. Þetta hef ég einu
sinni reynt í stuttu ljóði með hæpnum
árangri.) Um það má deila, hvor
hrokinn er verri, hroki ferskeytlu-
mannsins eða hroki módernistans.
Stefán Steinsson
„ Jafnvel hef ég heyrt þá
kenningu, að það sem
listamaðurinn hefur einu
sinni lært að gera geti
aldrei orðið að list aftur,
heldur þurfi listin ævin-
lega að fela í sér átök við
efniviðinn og eitthvað al-
veg nýtt í hvert sinn sem
hún er iðkuð.“
Það er þó ennþá eftirtektarverð-
ara, hversu líkir Guðmundamir eru
þama orðnir í umfjöllun sinni. Guð-
mundur heildsali barðist gegn tunnu-
list og ljóðaskrifi sem enginn hafði
beðið hann að skipta sér af, en hann
vildi ekki borga skilning þess sem
skattborgari. Guðmundur Ándri for-
dæmdi söngvakeppni, sem hann varð
óvefengjanlega að kosta sem þátt-
takandi í rekstri Ríkisútvarpsins, en
enginn hafði beinlínis beðið hann að
horfa á eða fylgjast með, hvað þá
reyna að kynna hana fyrir Frans-
mönnum.
Þessi samruni Guðmundanna í
hugsun og vinnuaðferð getur ekki
leitt neitt annað betra af sér en það,
að þeir taki höndum saman við
greinaskriftir og pistlagerð. Frést
hefur, að bráðlega verði sett upp
lóðrétt spýta inni í Glaumbæ af ein-
tómri listanautn og haldin sönglaga-
keppni með Rut Reginalds á Rás
tvö. Þá ættu þeir að geta brillerað
hvor um sig, Guðmundamir. Eg
mundi mæla eindregið með því, að
þeir leigðu sér saman íbúð með rúm-
góðu vinnuherbergi og öllum ný-
tískuþægindum vestur í bæ.
Eru 13áraböm
fuUorðið fólk?
eftír Guðrúnu
Agústsdóttur
Eru þrettán ára börn „fullorðið
fóik“? Það virðist vera skoðun Sveins
Andra Sveinssonar, formanns
stjórnar SVR og meirihlutans í stjóm
Strætisvagna Reykjavíkur. Ég er
ósammála þessu sjónarmiði og þess
vegna hefur verið flutt tillaga í borg-
arstofnunum um sérstök unglinga-
fargjöld eins og tíðkast alls staðar
annars staðar á byggðu bóli. Þar eru
13 ára unglingar ekki skilgreindir í
strætó frekar en annars staðar sem
fullorðið fólk.
Nýlega samþykkti stjóm Strætis-
vagna Reykjavíkur að hækka full-
orðinsfargjöld með vögnunum.
Lægsta gjald hækkaði úr 50 krónum
í 90 krónur. Það er 80% hækkun sem
hvergi hefur sést annars staðar en
í úrskurði Kjaradóms í seinni tíð.
Eins og kunnugt er nær fullorðinsf-
argjald svokallað til aldurshópsins
frá 13 ára aldri til 67 ára aldurs,
en eftir það greiða ellilífeyrisþegar
hálft fargjald.
En um leið og stjórn SVR sam-
þykkti hækkun einstaklingsfargjald-
anna um 80 af hundraði samþykkti
stjórnin að bjóða upp á mánaðarkort
fyrir fólk frá 13 ára aldri — en það
kostar 2.900 kr. á mánuði.
Tillaga okkar
Þegar þetta mál kom til meðferð-
ar í borgarráði var flutt tillaga frá
minnihlutanum, þar sem greinarhöf-
undur var fyrsti flutningsmaður, um
að „boðið verði upp á sérstakan af-
slátt af mánaðarkortum til nemenda
eldri en 12 ára í grunn- og fram-
haldsskólum borgarinnar. Tilhögun
verði þannig, að boðið verði upp á
ódýrari afsláttarkort fyrir þessa að-
ila og/eða að áfram verði seld stór
kort með a.m.k. 30% afslætti." Um
leið hafnaði minnihlutinn hækkun-
artillögu meirihlutans og hækkunar-
ákvörðun stjómar SVR.
Alls staðar annars staðar
í öllum löndum í kringum okkur
tíðkast að veita unglingum mögu-
leika á sérstöku afsláttarkerfí. í
Stokkhólmi eru boðin svokölluð
græn mánaðarkort. Þau kosta um
2.700 kr. íslenskar fyrir fullorðna,
það er frá átján ára aldri, en ekki
þrettán ára aldri eins og hér. Þar
em boðin svokölluð barna- og ungl-
ingakort sem kosta hins vegar að-
eins helminginn af fullorðinskortun-
um eða um 1.350 ísl. kr. á mánuði.
Á sama hátt greiða unglingar hálft
fargjald þó að þeir séu ekki með
mánaðarkort.
Við alþýðubandalagsmenn höfum
Jafnframt hefur mig gmnað, ef
ég fer ekki vitlaust með fjölskyldu-
tengsl, og hugsa um hinar ágætu
myndir framan á kiljunum þrem eft-
ir Thor sem komu endurútgefnar frá
MM 1989, að þá ætti eiginkona Guð-
mundar Andra að geta myndskreytt
greinar Guðmundar heildsala ansi
vel. En það hef ég einmitt alltaf fund-
ið greinum Guðmundar heildsala
mest til foráttu, hvað þær vom illa
myndskreyttar.
Ég var ofanvert að tala um hrok-
ann. Nú er sennilega hægt að gera
lítils háttar grein fyrir módemista-
hrokanum og bera hann saman við
ferskeytlumannahrokann.
Módemistahroki er það til dæmis,
ef myndlistarmaður þolir ekki að sjá
vel málaða kind eða hrosshaus eða
mannsandlit eða góðan tréskurð eftir
gamla konu og segir slíkt ekki vera
list. Jafnvel hef ég heyrt þá kenn-
ingu, að það sem listamaðurinn hefur
einu sinni lært að gera geti aldrei
orðið að list aftur, heldur þurfí listin
ævinlega að fela í sér átök við efni-
viðinn og eitthvað alveg nýtt í hvert
sinn sem hún er iðkuð. En þetta er
kenning sem getur þó geymt eyðingu
sjálfrar sín í sér: Samkvæmt henni
er nefnilega aldrei list að leika leik-
verk sem áður hefur verið skrifað,
eins og grískan harmleik eða Shake-
speare, eða þá spila tónverk eftir
Beethoven, því þar er verið að fást
við áður lærða hluti, en ekki beijast
við eitthvað alveg nýtt.
Módemistahroki var það einnig
þegar kviksjárkonan kom og talaði
með fyrirlitningu um tónlistina eftir
Leevi Madetoja og Richard Strauss
í vor sem leið, eftir að sinfónían
hafði spilað hana, og kallaði síðróm-
antíska vellu. Þó að nafngiftin sé
kunnugleg þá var það hinn ómann-
úðlegi fyrirlitningartónn konunnar
sem gerði gagnrýnina lítt marktæka,
allt saman af tómum hroka.
Módernistahroki er það og, að af-
neita allri rímlist. Ferskeytlumanna-
hroki er það hins vegar, að mega
aldrei sjá nútímaljóð svo sem eftir
Hannes Pétursson, Þorstein frá
Hamri eða þaðan af yngri skáld, án
þess að fussa, andvarpa og þvarga,
svo ég ekki tali nú um að sjá ab-
straktmálverk, nefnum Svavar
Guðnason sem dæmi. Þessi tegund
hroka einkennir, auk Guðmundar
heildsala, mest þröngsýna bændur
sem fítja þá upp á trýnið svipað og
lífsleiðir hundar. En þeir geta líka
frýsað tígulega eins og graðhestar
ef þeir heyra lög nútíðartónskáld-
anna leikin í útvarpi, jafnvel hin
bestu, svo sem Heyr himna smiður
eftir Þorkel eða Áfanga Hjálmars.
Þannig mætti lengi telja og til er
Guðrún Agústsdóttir
flutt ótal tillögur um þessi mál á
undanfömum árum og höfum meðal
annars beitt okkur fyrir endurtekn-
um tillöguflutningi minnihlutaflokk-
anna allra. Þeim tillögum hefur því
miður ekki verið vel tekið af meiri-
hlutanum — ekki ennþá.
Þrettán ára barn er ekki fullorðið.
Sú skilgreining stjórnar SVR er ein-
faldlega röng og hún er ósanngjörn.
Fjöldi grunnskólabarna á engan
annan kost en að nota strætisvagna
til að sækja skóla. Skólasókn er laga-
skylda og þess vegna fá þau tvo
strætisvagnamiða á dag meðan skól-
inn stendur. Grunnskólinn er ekki
alls staðar samfelldur og þar er eng-