Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JULI 1992 Innilegar þakkir færi ég öllum, œttingjum og vinum, fyrir heiður og ánœgju mér sýnda á 75 ára afmœli mínu. Njðrður Snæhólm, Mánabraut 13. Innilegar þakkir færi ég öllum vinum mínum og œttingjum, nœr og fjœr, fyrir heimsóknir, blóm, heillaóskaskeyti og gjafir á 70 ára afmœli minu sunnudaginn 28. júni. Steinunn Þorsteinsdóttir, Ólafsvík. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnab með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. SIÁH* Kalkofnsvegi 1, sími 91- 699600 ÞJONUSTUMIÐSTÖD RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 Kringlunni, sími 91- 689797 Ný forskrift Stiklað verður á köfl- um úr forustugreinum þriggja dagblaða í Stak- steinum í dag, Alþýðu- blaðsins, Túnans og DV. Forustugrein Alþýðu- blaðsins í gær nefndist „Rétt viðbrögð rikis- stiórnarinnar". Þar segir m.a.: „Það er ljóst að tíminn var að hlaupa frá ríkis- stjórninni í þessu máli en setning bráðabirgðalaga siðasdiðinn föstudag virðist yera ásættanleg lausn fyrir flesta. Setn- ing bráðabirgðalaga er auðvitað algert neyðar- úrræði en var því miður nauðsynleg aðgerð við þær aðstæður sem ríktu í þjóðfélaginu. Ríkis- stjórnin hefur þvi metið stöðuna rétt og skjót við- brögð hennar hafa nægt tíl þess að slá á þær deil- ur sem höfðu magnast undanfarna daga. Ríkis- stjórnin hefur með ákvörðun sinni gefið Kjaradómi nýja forskrift og reglur tíl þess að vinna eftir. Kjaradómi ber því að kveða upp nýjan úrskurð þar sem tekið er tillit til efnahags- ástands og launaþróunar í landinu. Þessu á að vera lokið í síðasta lagi fyrir lok þessa mánaðar." Áróðursstríð „Þungar ásakanir voru bornar á ríkisstíórnina og stiórnarflokkana í þvi áróðursstríði sem ein- kenndi umræðuna um Kjaradóm. Ríkisstjórnm var gerð ábyrg fyrir gerðum Kjaradóms, þrátt fyrir að hún hafi strax í upphafi málsins beðið Kjaradóm um taf- arlausa endurskoðun á þeirri niðurstöðu sem olli þessum darraðardans'. Nú ættí hins vegar eng- inn að efast um raun- verulegan vuja ríkis- stjórnariiuiar í þessu við- kvæma máli. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra og vara- formaður Alþýðuflokks- ins segir t.d. í samtali við Alþýðublaðið í dag: „Ég Ríkisstjórnin og bráða- birgðalögin Viðbrögð við bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar í Kjaradómsmálinu eru mis- munandi. Það kemur m.a. fram íforustu- greinum dagblaðanna. Iít svo á að það séu kom- in afar skýr fyrirmæli til Kjaradóms, sem geta tæpast annað en leitt til þeirrar niðurstöðu að launahækkun þeirra hópa sem heyra undir dóminn verði í samræmi við það sem er að gerast í launamálum annars launafólks í landinu. Þannig ættí engum að blandast hugur um að ríkisstíórnin hefur leyst þetta mál fyrir sitt leytí." Gottsamráð „Það er því greinilegt að ríkisstjómin hefur með þessu móti komið tíl móts við þær kröfur sem launþegasamtökin og al- menningur í landinu settu f ram á síðustu dög- um. Á meðan á deilunni stóð hafði rfkisstiórnin gott samráð með aðilum vinnumarkaðarins til þess að finna lausn sem allir gætu sætt sig við. Viðbrögð Asmundar Stefánssonar forseta ASÍ sýna að það er vih'i tíl þess að koma til móts við stiórnvöld og finna sam- eiginlega launs á málinu. Framkoma Ögmundar Jónassonar formanns BSRB hefur hins vegar vakið furðu og greinilega aðeins til þess gerð að upphefja hans eigin per- sonu leik." pólitiskum skolla- Amælisverð leið Forustugrein Tímans í gær nefndist „Með tærn- ar framaf bjargbrún- inni". Þar segir m.a.: „Sú leið, sem ríkisstíórn- in velur í þessu máli er mjög ámælisverð og þær viðbárur, sem forustu- menn hennar hafa haft í fjölmiðlum, eru út í hött. Engin vandkvæði voru á þvi að kalla þing saman og afgreiða á þingræðis- legan hátt frumvarp samhljóða bráðabirgða- lögunum. Staðhæfingar um að svo mikil ólga hafi verið í þjóðfélaginu að ekki væri hægt að bíða eftír umfjöllun Alþingis eru rangar. Aðalkrafan, sem samþykkt var á útí- fundinum á Lækjartorgi, var að kalla þing saman og það tæki á málinu. Kjaradómur hefur frest tíl 31. júli til þess að kveða upp nýjan úr- skurð. Þangað til er fyrri úrskurður hans í gildi. Ólgan í þjóðfélaginu er því fyrir hendi þangað til nýr úrskurður hefur verið kveðinn upp. Enn meiri athygli vekja yfirlýsingar um að ekki hafi verið mögulegt að kveðja Alþingi saman vegna þess að „fleiri en ein skoðun" komu fram í ummælum forustu- manna stjórnarandstöð- unnar og ekki væri hægt að „koma böndum á stiórnarandstöðuna". Slikar og þvílikar yfirlýs- ingar eru auðvitað ekki boðlegar í lýðræðis- og þingræðisþjóðfélagi. Hins vegar eru þær góð- ar og gildar í einræðis- ríly'um." Verkið unnið Forystugrein DV síð- astiiðinn mánudag nefndist „Aftur til Kjara- dóms". Þar segir m.á.: „Einhver kann að segja að ríkisstjórnin geri sig bera að hringlanda og örvilnun enda hafa ein- stakir ráðherrar verið ráðvilltír. En það er engin skömm að því á játa mis- tök sín og með setningu bráðabirgðalaga er búið að vinna það verk, sem Alþingi var ætlað, ef það hefði verið kallað saman tafarlaust. Stjórnarand- staðan getur í sjálfu sér kvartað undan því að hafa ekki fengið að vera með i ráðum og vera má að hún hafi vih'að ganga lengra. Sumir sfjórnar- andstæðinga segjast jafnvel vera tilbúnir til að afnema dóm Kjara- dóms án frekari orða- lenginga. Sú leið er fær og hefur verið möguleg og er hugsanlega einföld- ust og skjótvirkust. Þá þyrfti enginn að bíða enn og aftur eftir nýjum dómi Kjaradóms og pólitískur vi\ji réði ferðinni. Sannleikurinn er nefnilega sá að efnislega og lagalega er ekki hægt að gagnrýra niðurstöður Kjaradóms. Það er ómak- lcgl að ásaka Kjaradóm og þá sem í hoiium sitja fyrir niðurstöðurnar. Dómendur hafa margt til síns máls og fara eftir þeim reglum og lögum sem þeim eru settar. Þeir geta með ýmsum rökum bent á að launakjör þeirra sem Kjaradómi hlíta eru komin gjörsam- lega úr böndum." Oryggi Góo ávöxtun Ekkert innlausnargjald Sveigjanleiki SJOÐSBREF 1: ÖRUGG LEIÐ TIL ÁVÖXTUNAR SPARIFJÁR! Sjóðsbréf 1 henta til ávöxtunar allt frá nokkrum mánuðum til nokkurra ára. Megináhersla er lögð á öryggi sjóðsins og hann ber mjög stöðuga og góða ávöxtun. Hann er auk þess verðtryggður. Sjóðsbréf 1 eru fáanleg í mismunandi einingum, auk þess sem hægt er að innleysa þau hvenær sem er án kostnaðar. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um Sjóðs- bréf 1 og hægt er að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VÍB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 1SS Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.