Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 19 hlutafjár í fyrirtækinu. Skuldir Bíldudalshrepps námu um 100 milljónum króna um síðustu ára- mót. Verði rekstri Fiskvinnslunnar hf. hætt telja þeir Guðmundur Sæv- ar og Einar stutt í að lán fari að falla og hreppurinn komist í vanskil. Um næstu skref í málinu af hálfu Bíldudalshrepps sagði Guðmundur Sævar að ef til uppsagna fólks kæmi á staðnum myndi hrepps- nefndin ræða það og fjárhag sveit- arfélagsins við Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra. „Annars erum við nokkuð bjart- sýnir á það eftir fundinn með þing- mönnunum að lausn fínnist og byggðarlagið þurfi ekki að líða fyr- ir langvarandi stöðvun fyrirtækis- ins.“ Grundvell- inum kippt undan bú- setu hér - segir Valgerður Jónasdóttir, verka- kona „FÓLK er varla búið að átta sig á þessu ennþá. Þetta er svo mik- ið áfall fyrir fólkið og allt byggð- arlagið", segir Valgerður Jónas- dóttir, verka- kona hjá Fisk- vinnslunni hf. og kveðst ekki vilja trúa þvi að búið sé að loka fyrir- tækinu fyrir fullt og fast. „Mín fyrstu við- brögð voru þau að það sló út á mér köldum svita“, segir Valgerður. „Framkvæmdastjóri Fiskvinnslunn- ar dró enga dul á það á aðalfundi í vor að fyrirtækið ætti í erfíðleik- um, en sagði jafnframt að við fengj- um að vita með fyrirvara ef til lok- unar kæmi.“ Valgerður segir að mörg heimili á Bíldudal séu þannig sett að bæði hjón vinni hjá Fiskvinnslunni og verði starfsemi þar lögð niður sé grundvellinum kippt undan búsetu þessa fólks á Bíldudal. Jafnframt segir Valgerður að þó að skuldir Fiskvinnslunnar séu miklar eigi þessi fyrirtæki einnig miklar eignir. „Ég skil þess vegna ekki hvers vegna ekki er hægt að hjálpa okk- ur“, sagði Valgerður að lokum. Verkalýðs- og sjómanna- félagið bíður átekta JÓN Björnsson formaður Verka- lýðs- og sjómannafélagsins Varn- ar á Bíldudal segir að fólk hafi fyrst og fremst orðið hissa þegar það fékk tíðindin um lokunina á föstudag. Verið er að kanna rétt félagsmanna ef til uppsagna kemur hjá Fisk- vinnslunni. „Laun hafa ætíð verið greidd út skilvíslega hér þangað til á föstu- daginn", segir Jón, „og lokunin á bankaviðskiptin kom okkur því mjög á óvart.“ Stjórn og trúnaðarmannaráð fé- lagsins kom saman til fundar í gær til að meta stöðuna og ræða rétt félagsmanna. Nú er ákveðið að fresta fyrirhuguðum almennum fundi í félaginu fram yfir helgi, eða þar til eitthvað liggur fyrir um fund stjórnar Fiskvinnslunnar og Lands- bankans á föstudaginn. Jón Björnsson Valgerður Jónasdóttir 104 ára ritfangaverslun til sölu: Munum áreiðanlega sakna verslunammar - segir Pétur Haraldsson eigandi Stofnsamningur um ráðstefnuskrifstofu: Ráðherra stað- festir sanmingimi Ritfangaverslun Björns Krist- jánssonar Vesturgötu 4 í Reykja- vík, sem hvað lengst allra rit- fangaverslana hefur verið starf- rækt á sama stað í höfuðborginni, hefur verið auglýst til sölu. Versl- unin var sett á stofn af Birni Kristjánssyni ráðherra og banka- stjóra, árið 1888 og hefur allar götur síðan verið fastur punktur í miðbæ Reykjavíkur. Pétur Har- aldsson, núverandi eigandi versl- unarinnar, vonar að nýir kaupend- ur haldi rekstrinum í svipuðu horfi og verið hefur. Sonur Bjöms tók við rekstri versl- unarinnar árið 1910 en Pétur keypti hana af bamabörnum og barna- bamabörnum Björns í ársbyijun 1969. Hann segir er að aldrei hafí borið skugga á rekstur verslunarinn- ar og viðskiptavinir hennar séu að miklum hluta sama fólkið. „Þeir em meira og minna orðnir kunningjar manns," sagði Pétur en í samtalinu kom fram að eftir að hann hefði tek- ið við rekstrinum hefði verslað við hann gamall maður sem vandi komur sínar í búðina fyrir aldamót. Pétur sagði að hann og eiginkona hans, Halldóra Hermannsdóttir, myndu áreiðanlega sakna verslun- arinnar. Hann sagði að sér myndi þykja afar vænt um ef nýir eigendur myndu reka verslunina með svip- uðum hætti og verið hefði. Fram kom að mörgum þætti sérstakt að koma inn í verslunina þar sem allar innrétt- ingar væm frá árinu 1922. Þess má geta að verslunin er reist á sjávark- löppum og var hægt að koma á bát- um upp að henni fyrir aldamót. Aðspurður sagði Pétur að rekst- urinn hefði gengið ágætlega en versl- unin væri til sölu þar sem hjónin væm ekki lengur fær um að reka hana vegna heilsubrests Péturs. „Enginn maður á íslandi yrði fegnari því en ég ef Alþingi vildi axla þá ábyrgð að taka þessa ákvörð- un,“ sagði Þorsteinn Pálsson í sam- tali við Morgunblaðið. „Hitt er svo annað mál að lögin eru alveg skýr í þessu efni og mæla fyrir um að sjáv- arútvegsráðherra skuli taka þessa ákvörðun að fengnum tillögum Haf- rannsóknastofnunar. Meðan Alþingi HALLDÓR Blöndal samgöngu- ráðherra hefur staðfest stofn- samning um Ráðstefnuskrifstofu Islands með þeirri breytingu að ráðherra skipi einn fulltrúa í stjórn félagsins að fenginni til- lögu frá stjórn Ferðamálaráðs, en áður var gert ráð fyrir að Ferðamálaráð skipaði einn full- trúa. Undirbúningur að stofnun Ráð- stefnuskrifstofu íslands hefur stað- ið um alllangt skeið og var stofn- fundur haldinn í maí. í stjórn skrif- stofunnar em fulltrúar frá Reykja- víkurborg, Flugleiðum, sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda og Félagi íslenskra ferðaskrifstofa auk þess sem einn fulltrúi í stjórninni mun verða skipaður af samgöngu- ráðherra eftir breytingu sem gerð var á stofnsamningi um Ráðstefnu- skrifstofu íslands í liðinni viku. Á fundi fyrir nokkm var felld tillaga frá Kristínu Halldórsdóttur, formanni Ferðamálaráðs, um að Magnús Oddsson yrði fulltrúi ráðs- ins í stjórn skrifstofunnar, en tillaga frá Árna Þór Sigurðssyni, varafor- manni ráðsins, um að Paul Ric- hardsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, yrði fulltrúi Ferðamálaráðs í stjórn Ráðstefnu- skrifstofu Íslands var samþykkt. Samgönguráðherra hefur nú í kjölfar áðurnefndra breytinga breytir ekki þeim lögum er það emb- ættisskylda ráðherrans að taka ákvörðunina svo sem lög mæla fyrir um.“ Þorsteinn sagði að efiaust væri hægt að setja fram ýmsar skoðanir á því hvort það samræmdist stjórn- skipan ríkisins að Alþingi framseldi ráðherra vald til að ákveða heildar- hnekkt þessari tillögu. Fundi fram- kvæmdastjómar Ferðamálaráðs sem vera átti í gær, þriðjudag, var frestað, en stjórnin mun að líkindum koma saman í næstu viku þar sem gengið verður frá tillögu til ráð- herra um fulltrúa í stjóm ráðstefnu- skrifstofunnar. Islandsflug* Sama fargjald er fyrir alla ÍSLANDSFLUG hefur fellt niður afslátt á fargjöldum, þar á meðal afslátt til örorku- og ellilífeyris- þega. Að sögn Sveins Ingvarsson- ar hjá íslandsflugi hafa öll far- gjöld verið lækkuð um 20% til mótvægis og verður þessi breyting höfð til reynslu. „Tilgangurinn með breytingunni er að einfalda kerfíð hjá okkur og grynnka á fargjaldafmmskóginum," sagði Elín Erlingsdóttir hjá Islands- flugi. Hún sagði að afslættir félags- ins hefðu verið bundnir ýmsum skil- málum. I þessum sambandi tók hún sem dæmi að afsláttarfarþegar hefðu þurft að panta ferðir sínar með fyrir- vara og þá stundum báðar leiðir. afla á íslandsmiðum. „Ég hygg að það yrði talið býsna vafningamikið ef taka ætti með lögum eða þings- ályktun ákvarðanir af þessu tagi í hvert sinn. Hitt er annað mál að þegar um er að ræða verulega skerð- ingu, eins og nú er um að ræða í þorskveiðunum, býst ég við að fleir- um en mér myndi þykja gott ef aðr- ir vildu axla ábyrgðina," sagði Þor- steinn. „Kjarni málsins er að lögin eru með þessum hætti, þau eru sett á stjómskipunarlega réttan hátt og ráðherra getur ekki vikið sér undan að framkvæma þau. Alþingi situr ekki að störfum og ákvörðunina ber lögum samkvæmt að taka áður en Alþingi kemur saman.“ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Enginn fegnari ef þing- ið ákvæði heildarafiann ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að enginn yrði fegnari en hann, ef Alþingi vildi axla þá ábyrgð að ákveða heildar- fiskafla á næsta ári. Hins vegar kveði landslög á um annað. Kristinn Pétursson, fyrrverandi þingmaður, hefur haldið fram að það bijóti í bága við stjórnskipun ríkisins að ráðherra ákveði heildarafla og vill að ákvörðuninni verði vísað til sjávarútvegsnefndar Alþingis, sem leggi svo tillögu sína fyrir þingið. Matthías Bjarnason, formaður nefndarinnar, vill einnig að nefndin fái málið til umfjöllunar. Binn sem holir alla krákka S Já nú geta krakkamir hoppað eins og þeir vilja því áklæðið þolir alla ærslabelgi STÓRA sem smáa. Ekkert mál að þrífa. GOÐ GREIÐSLUKJÖR BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 - FAX 91-673511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.