Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JULI 1992 Blásaratón- loilrd»» í Tónleika- ferð um Norðurland [ sólarhita á tjaldstæðinu á Akureyri. Mikil aðsókn að tjaldsvæðum Mikil aðsókn hefur verið á (jaldsvæði á Akureyri og í Eyjafirði það sem af er sumri. Islenskum tjaldgestum hefur fjölgað hlut- fallslega miðað við fjölda útlendinga á síðustu árum. Að sama skapi vaxa kröfur sem gerðar eru til búnaðar á tjaldsvæðum. Veður ræður miklu um fjölda gesta á tjaldsvæðum. Að sögn Péturs Halldórssonar á tjaldstæð- um Akureyrar olli góðviðrið í fyrri hluta júní því að þá stefndi í met- ár. Kuldakastið um Jónsmessu varð þó til þess að aðsókn hjaðn- aði mjög. Taldi Pétur að fólk hefði flúið suður í hlýrra veður eða komið sér fyrir á gistiheimilum á meðan kuldakastið stóð. Þó hefðu gestir orðið alls um 1.800 eða um það bil, sem best hefur verið í júní áður. Pétur sagði að júlí væri hins vegar aðaltjaldmánuð- urinn og þá hefðu gestir nú síð- ustu ár verið á frá 9.000 til 11.000. í júní væru flestir gestir fjölskyldur, einstaklingar og fólk í samfloti en í júlí kæmu jafnan stórir hópar erlendra gesta. Áber- andi væri hve hlutur Islendinga í hópi gesta hefði farið stórvaxandi á allra síðustu árum. Af útlend- ingum væru Þjóðverjar áberandi flestir það sem af væri sumri en Frakkar væru jafnan mjög fjöl- mennir þegar kæmi fram í júlí. Pétur sagði sífellt koma betur í ljós nauðsyn þess að bæta að- stöðu fyrir tjaldgesti og aðra sem hefðust við á tjaldstæðum. Út- lendingar væru vanir góðum og vel skipulögðum tjaldsvæðum og íslendingar kynntust þeim sífellt betur á ferðum sínum erlendis. Nú hefði verið komið fyrir svolít- illi aðstöðu syðst á efra svæðinu svo fólk ætti þar auðveldara með að nálgast vatn og fleira og auk þess hefði verið gerð tilraun til að hleypa húsbílum inn á afmark- að svæði þar. Islendingar kæmu mikið á húsbílum og með hústjöld en það færi auk þess í vöxt að yngra fólk kæmi með smærri tjöld. Þess vegna væri ekki lengur hægt að setja jafnaðarmerki milli kúlutjalds og útlendings. Að mati Péturs verður varla betur um bætt nema komið verði upp nýju og vel skipulögðu tjald- stæði í úthverfi bæjarins, til dæm- is við Verkmenntaskólann, en þar taldi hann unnt að koma upp að- stöðu sem jafnaðist á við það sem best gerðist erlendis, tölusett af- mörkuð svæði þar sem betur mætti tryggja frið en nú væri unnt á ákveðnum tímum sólar- hrings. Auk þess væri þetta svæði ekki afskekktara en svo að þaðan væri auðvelt að ganga í bæinn, en einnig mætti tengja svæðið bænum betur með góðum strætis- vagnaferðum. Nýverið var opnað nýtt tjald- svæði í landi Húsabrekku, gegnt Akureyri, á móts við norðurenda Vaðlareits. Þar hafa ábúendur útbúið rými fyrir 70-80 tjöld auk stæða fyrir húsbfla, sem geta komist í samband við rafmagn þar. Þá er á svæðinu hús með aðstöðu fyrir ferðalanga. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir á Húsabrekku sagði að aðsókn hefði verið heldur dræm framan af júní en hefði vaxið mjög nú síðustu daga og væri orðin ágæt. Mest sagði hún að þarna kæmu ein- staklingar eða fólk í samfloti en þó hefði komið stór hópur um síð- astliðna helgi. Hefði hún ekki orð- ið annars vör en að fólki hefði líkað vel að tjalda þarna í sveita- sælunni í örskotsfjarlægð frá bænum. Vatnslögn til AKVA á Akureyri: Jarðboranir við Laugaland á Þelamörk: Yonast til að hitta í rétta æð — segir Franz Amason hitaveitustjóri Hlé er nú á borunum eftir heitu vatni á Laugalandi á Þelamörk. Nú er þess beðið að unnt verði að mæla hita vatnsins í holunni. Ljóst er talið að þarna sé rnögulegt að fá góða viðbót við heitan vatnsf- orða Hitaveitu Akureyrar, en vandinn er í því fólginn að hitta rétt á sprungu, sem um er vitað þarna. skemmunni Blásarasveit æskunnar heldur tónleika i Iþróttaskemmunni i kvöld. Þetta er lokasprettur sveit- arinnar áður en hún tekur þátt í alþjóðlegu tónlistarmóti í Sviss nú í júlí. í Blásarasveit æskunnar eru 38 hljóðfæraleikarar á aldrinum 12 til 25 ára, en flestir eru þeir frá sextán ára til tvítugs. Stjómandi sveitarinn- ar er Roar Kvam. Hann sagði að sveitin, í þeirri mynd sem nú er, hefði verið við æflngar frá því í febr- úar og leikið allmikið að undanfömu, meðal annars á landsmóti á Höfn í Homafírði. Nú væri stefnan sett á Sviss, en þar héldi sveitin flmm tón- leika í Zúrich auk þess að taka þátt í heimsmóti ungra tónlistarmanna þar í borg. Roar sagði að á þessu móti yrðu alls 40 hópar frá 20 löndum, en auk blásarasveita koma þama fram þjóð- laga- og þjóðdansasveitir. Mótið sjálft hefst mánudaginn 14. júlí og stendur alla vikuna. Að sögn Roars eru viðfangsefni Blásarasveitar æsk- unnar erfíð. Hún leikur þama bæði skylduefni sem mótsstjóm sendir nokkru fyrir mótið og sjálfvalið efni sem mótsstjóm samþykkir. Sveitun- um er skipt í þrjá flokka eftir getu og Blásarasveit æskunnar er í mið- flokknum, svonefndum fyrsta flokki. Að sögn Roars hefur undirbúning- ur ferðarinnar gengið mjög vel og hann taldi að krakkamir stæðu sig með prýði. Þessi hópur væri ef eitt- hvað væri betri en sá sem hann stýrði til gullverðlauna í Holiandi fyrir nokkru. Tónleikar Blásarasveitar æskunn- ar í kvöld eru á nokkuð óvenjulegum tíma, en þeir hefjast klukkan 19.30 í íþróttaskemmunnni. ------».♦-■■■♦- Snöggklædd- ir á miðnæt- urgöngunni Siglufirði. Hitabylgja er á Siglufirði þessa dagana. Um miðnættið í fyrrinótt var um 20 stiga hiti og menn urðu að vera snöggklæddir á miðnætur- göngunni. Hér er rakin sunnanátt. Í gær- morgun var 20 stiga hiti á hitamæl- inum í forsælunni á vesturvegg íbúð- arhús fréttaritara en 40 stig í sólinni á austurveggnum. Hitinn hefur góð áhrif á mannfólkið og gróðurinn og er gróskan mikil. m.J. ------♦ ♦ ♦---- GUNNAR Guðbjörnsson tenór- söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari munu dagana 11.-15. júlí fara í tónleikaferð um Norður- land. Tónleikar á Hvammstanga verða 11. júlí kl. 16, hinn 12. júlí á Breiðu- mýri í Reykjadal kl. 21 og 13. júlí í Safnahúsinu á Húsavík kl. 21, hinn 14. júlí í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 20.30 og þann 15. júlí í Miðgarði í Skagafírði kl. 21. Á efnisskránni verða ýmis íslensk lög, einnig sönglög eftir Sibelius, Strauss, Schubert og ítalska höf- unda. Gunnar og Jónas hafa starfað mikið saman á síðustu árum en fram- undan eiga þeir nú tónleika í boði Wigmore Hall í London. Þar munu þeir flytja hliðstæða dagskrá og á tónleikaferðinni um Norðurland. Einnig er væntanlegur geisladiskur með þeim næsta vetur í útgáfu Steina hf. tileinkaður íslenskri tónlist. Að sögn Franz Árnasonar hita- veitustjóra hefur nú verið borað niður á 914 metra dýpi við Lauga- land. Bormenn komu þangað laug- ardaginn 7. júní og gerðu hlé á störfum 3. júlí. Þá voru að baki um 15 bordagar og hlé var gert til að láta holuna jafna sig svo unnt yrði að mæla hita í holunni. Hlé verður að gera vegna þess að dælt er í holuna köldu vatni til að hreinsa hana við borun en við það kólnar bergið sem borað er í og þarf nokk- urn tíma til að ná réttum hita á ný. Franz sagði að þetta væri fimmta holan sem Hitaveita Akureyrar bor- aði á Laugalandssvæðinu. Fjórar þær fyrstu hefðu verið grunnar rannsóknarholur en þessi sem nú væri í takinu væri rannsóknarhola líka, en sú fyrsta djúpa. Fyrir daga Hitaveitu Akureyrar voru boraðar þarna fjórar holur, þar af tvær djúp- ar. Franz taldi að ef vel tækist til og hitt yrði á góða vatnsæð þarna mætti fá þar vatn í því magni sem dygði til virkjunar fyrir Hitaveitu Akureyrar, það er að segja um 25 sekúndulítra af 90 til 100 gráða heitu vatni. Með því móti myndu bætast við forða hitaveitunnar um 20 sekúndulítrar, en þá er frá talið það sem rynni tií skólans á Lauga- landi og bæjanna á leiðinni til Akur- eyrar. Hann sagði jafnframt að vonir manna væru því bundnar að þarna fengist vatn sem væri brenni- steinsríkara en vatnið sem tekið er frammi í firði. Það væri míkill kost- ur því brennisteinninn í vatninu torveldaði súrefnisupptöku í því, en Beint úr uppsprettu í umbúðir NÆGILEGT kalt vatn kemur frá lindum Vatnsveitu Akur- eyrar þótt minna komi úr lind- um í Glerárdal og Hliðarfjalli en í meðalári. Unnið er um þess- ar mundir að endurbæta vatns- ból á Glerárdal og ennfremur er verið að leggja sérstaka vatnsleiðslu að húsi Mjólkur- samlags KEA á Akureyri. Þessi lögn er nauðsynleg vegna vatns- útflutnings. Hjá Hita- og vatnsveitu Akur- eyrar fengust þær upplýsingar að þótt lítið hefði snjóað síaðstliðinn vetur og óvenjulitlar fannir hefðu verið í Hlíðarfjalli og á Glerárdal væri nóg kalt vatn að hafa fyrir vatnsveituna. Franz Árnason sagði að vatnsrennslið úr lindum á þess- um slóðum væri óvenjulítið, um- talsvert minna en í meðalári. Hins vegar væri yflrdrifíð vatn í holum veitunnar á Vöglum og þaðan væri dælt í 4 til 5 klukkustundir á dag á hálfu afli. Þar væri unnt að fá allt það vatn sem bærinn þarfnaðist. En á heitum dögum eins og á mánudaginn var, þegar allir væru úti með slöngur að vökva og þrífa, þyrfti auðvitað talsvert til. Nú er verið að leggja sérstaka lögn beint frá vatnsbóli að Mjólkur- samlagshúsi KEA á Akureyri. Franz sagði að þetta væri verk sem unnið væri að beiðni mjólkursam- lagsins, sem bæri kostnað af því samkvæmt samningi, en það tengdist átöppun neysluvatns í neytendaumbúðir. Að sögn Þorkels Pálssonar hjá KEA er hér um að ræða fram- kvæmd sem gerð er til að uppfylla kröfur markaðarins. Vatn væri vissulega ævinlega best beint úr lindinni og með þvi að beintengja átöppun og framleiðslu úr vatns- lind væru tryggð hámarksgæði vatnsins fyrir neytandann. Því væri þetta sjálfsögð aðgerð til að tryggja fyrsta flokks vöru. INNLENT of mikið súrefni í vatninu ylli tær- ingu á hitakerfum. Þess vegna hefði reynst nauðsynlegt að gera sérstak- ar ráðstafanir til að veijast súrefn- isupptöku í því hreina vatni sem kæmi úr eldri holum veitunnar. Hann taldi þó að heita vatnið ætti ekki að verða lyktarmeira eftir hugsanlega samtengingu. „Þarna er töluvert af nógu heitu vatni. Það er ekki spurningin,“ sagði Franz, „spurningin er einfald- lega sú hvort við hittum í æðina án þess að bora alltof margar holur og þá án þess að þetta verði of dýrt. Við erum núna í biðstöðu og bíðum þess að hægt verði að gera mælingar um eða upp úr komandi helgi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.