Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 23 JllnripmM&Mí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Eftirlitsmenn um borð Allt frá því kvótakerfið var tekið upp við fískveiðar hefur því verið haldið fram, að smáfiski sé fleygt í sjóinn, en þó fyrst og fremst umfram- afla af þeim tegundum, sem kvótinn nær yfir. Viðurlög eru ströng við því að veiða umfram heimildir, en auk sekta er kvóti viðkomandi skips skorinn nið- ur. Fullyrðingar þessa efnis hafa orðið æ háværari síðustu árin eftir því sem aflaheimildir hafa minnkað og meðal þeirra, sem hafa haldið þessu fram, eru sjómenn, sem gerzt eiga að vita um málið. Þó hefur fyrst kastað tólfunum eftir til- komu frystitogaranna. Hávær- ar raddir hafa verið um það innan sjávarútvegsins að frá þeim sé óhemju magni hent í sjóinn. Aldrei hefur þó tekizt að fá formlega staðfestingu á þessum áburði, enda eru menn tregir til að koma fram undir eigin nafni til að bera vitni um það. Þar kemur margt til, m.a. að sjómenn óttast að missa skipsrúm lýsi þeir því sem þeir segjast hafa séð með eigin augum eða tekið þátt í sjálfir. Þess vegna eru staðhæfing- arnar almenns eðlis. Stjórnvöld hafa ítrekað reynt að sannreyna þennan orðróm, en það hefur engan árangur borið. Veiðieftirlits- menn hafa m.a. verið um borð í frystitogurunum tímabundið en þeir hafa ekki orðið varir við að óeðlilega miklu sé hent. Kannaðar hafa verið uppgefn- ar aflatölur frystitogara og þær bornar saman við sölutöl- ur erlendis án þess að nokkuð athugavert hafi komið í ljós. Miklar deilur hafa staðið um útgerð frystitogaranna undan- farin misseri og kröfur hafa komið fram um, að þeim verði fækkað eða að þeim fjölgi ekki, að þeim verði beint á fjarlæg mið og að þeir þoli meiri afla- skerðingu en aðrir við núver- andi aðstæður. Frystitogar- arnir eru sérstakur þyrnir í augum ýmissa verkalýðsfor- ingja innan Verkamannasam- bandsins, sem halda því fram, að útgerð þeirra taki vinnu frá fólki í fiskvinnslustöðvum. Sem kunnugt er þá er afli frystitogaranna unninn um borð og jafnvel seldur beint til kaupenda erlendis án milli- göngu sölusamtakanna. Útgerðarmenn frystitogar- anna vísa þessu öllu á bug, ekki sízt fullyrðingum um, að fiski sé hent í stórum stíl fyrir borð. Þeir benda m.a. á, að oft séu það útgerðarmenn og sjó- menn minni fiskiskipa, sem að þessum fullyrðingum standi vegna þess að þeir telji hags- munum sínum ógnað, að þeir fái minna í sinn hlut. Útgerð- armenn frystitogaranna telja fráleitt að hefta þá útgerð, sem skilar langmestum arði, sé langhagkvæmust. Augljóst er, að það er erfitt fyrir frystitogaraútgerðina að sitja undir sífelldum ásökunum um að henda afla fyrir borð, ekki sízt vegna þess mikla af- laniðurskurðar sem framund- an er. Kominn er tími til að hið sanna komi í ljós og því hljóta útgerðarmenn frystitog- aranna að fagna þeirri yfírlýs- ingu Þorsteins Pálssonar, sjáv- arútvegsráðherra, að hann muni beita heimildarákvæðum laga frá sl. vori um eflingu veiðieftirlits og setja eftirlits- menn um borð í alla frystitog- ara. Ráðherrann mun setja reglugerð um þetta síðar í þessum mánuði. Þorsteinn Pálsson sagði í fréttaviðtali í Morgunblaðinu í gær m.a.: „Frumvarpið, sem varð að lögum í vor, fól það í sér að meiri kröfur eru nú gerðar um nýtingu á hráefni um borð í fiskiskipum, jafnframt því sem gerðar eru auknar kröfur um aðbúnað og vinnslurými um borð. Reglugerðinni, sem sjáv- arútvegsráðuneytið gefur síð- an út síðar í þessum mánuði, er ætlað að taka til allra þess- ara þátta.“ Þótt setning veiðieftirlits- manna um borð muni kannski ekki færa sönnur á það liðna mun vera þeirra um borð taka af öll tvímæli um að fiski verði ekki hent. Það er ekki endalaust hægt að horfa fram hjá þessum há- væru fullyrðingum án þess að til aðgerða sé gripið og því ber að fagna að sjávarútvegsráð- herra lætur nú málið til sín taka. Eins og komið er efna- hag þjóðarinnar, og sjávarút- vegsins sérstaklega, er brýn nauðsyn á því, að allur afli sé nýttur og meðferð hans sé eins góð og bezt verður á kosið. Það færir aukna björg í þjóðar- búið. Sérfræðinganefnd um EES og stjórnarskrána skilar áliti Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögfræðingarnir kynna niðurstöðu sína á blaðamannafundi. Frá vinstri: Ólafur Walther Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, lagaprófessorarnir Stefán Már Stefánsson og Gunnar G. Schram, Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari og Jón Sigurðsson, starfandi utan- ríkisráðherra. Enginn vafi á að samning- urinn stenzt stjóraarskrá - segir Gunnar G. Schram, einn nefndarmanna NEFND fjögurra lögfræðinga, sem utanríkisráðherra skipaði í apríl, skilaði í gær áliti sínu um það hvort samningurinn um Evrópskt efna- hagssvæði (EES) bijóti í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eður ei. Svar nefndarinnar er afdráttarlaust. Á blaðamannafundi, þar sem niðurstöður hennar voru kynntar í gær, kom fram að lögfræðingarn- ir fjórir telja að engin ákvæði EES-samningsins brjóti íslenzku stjórnarskrána, hvorki ein sér né saman. Nefndin telur engan vafa leika á sljórnarskrárhæfi samningsins og sé því engin þörf á að breyta sljórnarskránni þótt EES-samningurinn verði lögfestur. Þór Vilhjálmsson, hæstaréttar- hægt að afgreiða mjög fljótlega. Það dómari og formaður nefndarinnar, varðar reglurnar um opinbera styrki kynnti niðurstöður hennar á blaða- og opinber innkaup, sem við teljum mannafundinum, sem boðaður var að séu ekki þess eðlis að þurfi að af hálfu utanríkisráðuneytisins. Þór sagði að fjórmenningarnir hefðu síð- an um miðjan apríl skoðað málið og velt fyrir sér hvort sjö ákvæði stjórn- arskrárinnar gætu hugsanlega skipt máli varðandi EES-samninginn. Niðurstaða þeirra hefði orðið sú að aðeins 2. grein stjórnarskrárinnar skipti máli. Greinin er svohljóðandi: „Alþingi og forseti íslands fara sam- an með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjómarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum lands- lögum fara með framkvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið." Margar undantekningar frá 2. grein Þór sagði að grein þessi væri meginregla, sem margar undantekn- ingar væru frá í íslenzkum rétti. Vel þekkt og mikilvæg undantekn- ing væri að löggjafarvald væri ekki eingöngu í höndum forseta og Al- þingis, heldur einnig í höndum stjórnvalda, sem fengju með lögum heimild til að setja reglugerðir. Þór sagði að varðandi löggjafar- valdið væri málið tiltölulega einfalt. „Það er ákvæði í samningunum, svokallaðri bókun 35, sem segir skýrum orðum að löggjafarvaldið sé ekki í höndum þeirra stofnana, sem á að setja á fót samkvæmt samn- ingnum," sagði hann. „Með öðrum orðum er ekki um neitt framsal lög- gjafarvalds að ræða. Þetta teljum við skýrt og ótvírætt." Einkum samkeppnisreglur sem koma til skoðunar Varðandi framkvæmdavaldið sagði Þór að þrjú atriði kæmu eink- um til skoðunar. „Tvö þeirra er ræða það mikið nánar. Þær varða ekki okkar viðfangsefni og geta ekki verið í andstöðu við stjórnar- skrána," sagði hann. Þór sagði að eftir stæði hins vegar þriðja atriðið, sem væru samkeppnisreglur EES- samningsins. í þeim er til dæmis kveðið á um að eftirlitsstofnun Frí- verzlunarsamtaka Evrópu (EFTA), sem fyrirhugað er að koma á sam- kvæmt EES-samningnum, hafi vald til að sekta fyrirtæki, sem btjóta reglurnar, og að þær sektir séu aðf- ararhæfar í heimalandi fyrirtækis- ins. Ákvarðanir eftirlitsstofnunar- innar fyrir fyrirtæki eru bindandi, samkvæmt samningnum. „Við bend- um á að það er viðurkennt í íslenzk- um rétti að þegar um samningagerð um viðskipti við önnur lönd er að ræða sé ekki hægt að láta svo sem íslenzk lög eigi að gilda um það allt. Viðskiptin við önnur lönd eru þess eðlis að við hljótum að viðurkenna að stundum þarf að beita erlendum réttarreglum,“ sagði Þór og bætti við að samkvæmt lagaskiiarétti eða reglum um alþjóðlegan einkamála- rétt ætti stundum að beita útlendum lagareglum í viðskiptum. Hann sagði að dæmi væru þess einnig að ákvarð- anir erlendra stjórnvalda giltu hér á landi og væru aðfararhæfar. Einnig væru dæmi þess að erlendir dómar væru undirstaða aðfarar á íslandi. „Allt þetta er til í gildandi íslenzkum lögum, aðallega í sambandi við nor- ræna samvinnu. Við teljum þetta líka skipta máli, þetta sýnir að 2. grein stjórnarskrárinnar er því ekki til fyrirstöðu að á takmörkuðum sviðum sé lagt til grundvallar það sem ákveðið er af erlendum stjórn- völdum eða erlendum dómstólum," sagði Þór. Hann sagði að nefndin teldi að það svið, þar sem slíkar reglur ættu að gilda, yrði að vera vel afmarkað, takmarkað og það mætti ekki fela í sér verulega íþyngjandi reglur fyr- ir íslenzka aðila. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta gildi um samningana sem við höfum fyrir framan okkur og erum að fjalla um. Við komumst að þeirri niðurstöðu að þetta gildi um þá, þannig að það verði ekki sagt að þessir samningar og reglur þeirra um eftirlitsstofnun EFTA og aðrar stofnanir og vald þessara stofnana til að mæla fyrir um samkeppni á íslandi brjóti í bága við stjórnarskrána,“ sagði hann. Þór lagði áherzlu á að þetta atriði væri það, sem mestu máli skipti í áliti nefndarinnar. Hvað dómsvald varðar sagði Þór að margt það sama gilti og um fram- kvæmdavaldsþáttinn. „Eftirlits- stofnun EFTA og dómstóll EFTA eru stofnanir, sem munu geta mælt fyrir um samkeppni, og það er ekki andstætt stjórnarskránni að okkar áliti,“ sagði Þór. Hann sagði að öll önnur atriði, sem komið hefðu til skoðunar varðandi dómsvaldið, væru samrýmanleg stjórnarskránni. Stjórnarskrárbreytingar ekki þörf nú Þór sagði að nefndin benti stutt- lega á það í áliti sínu að kæmi síðar í ljós að samningurinn reyndist þannig í framkvæmd að forsendur nefndarinnar stæðust ekki, mætti breyta stjórnarskránni eða segja samningnum upp. „En heildarniður- staðan er sú að þessi samningsgerð fær samrýmzt íslenzku stjórnar- skránni,“ sagði Þór. Hann sagði að mat lögfræðinganna væri byggt á góðri trú um að stjórnarskrárbreyt- ingar væri ekki þörf vegna EES- samningsins. „Megineinkenni á þessum samningum, sem hér liggja fyrir, er að þeir gera ráð fyrir að það verði þróun í átt til þess mark- miðs um fjórfrelsið og önnur atriði, sem sett eru fram í samningnum. Þegar hafa verið settar margs konar reglur á þessu sviði og þær verða lögfestar eftir því sem tilefni er til á næstu mánuðum. Þar með er ekki búið að koma hlutunum í það horf, sem þeir verða í um langa framtíð, heldur koma nýjar reglur með nýjum viðhorfum. Ef það sýnir sig að í þeim séu atriði, sem kalla á breyting- ar, jafnvel á stjórnarskránni, þá verður að sjálfsögðu að gera þær þegar þar að kemur. Meginniður- staða okkar er sú að það sé ekki tilefni til slíks nú,“ sagði Þór. Engar ólöglegar takmarkanir fullveldis Spurt var á fundinum hvort niður- staða lögfræðinganna fæli jafnframt í sér að ekki væri um neitt afsal fullveldis að ræða. Gunnar G. Schram, prófessor í stjórnlagarétti og einn nefndarmanna, svaraði því til að álitið í heild væri raunar svar við þessari spurningu. „Niðurstaða okkar er sú að engir þættir samn- ingsins á sviði löggjafarvalds, dóms- valds eða framkvæmdavalds bijóti í bága við stjórnarskrána. I því felst raunar að ekki er um að ræða nein- ar óheimilar eða ólöglegar takmark- anir á fullveldi landsins," sagði Gunnar. Hann sagði að í umræðum um málið í fjölmiðlum undanfarnar vik- ur hefðu sumir látið í ljós þá skoðun að ef menn væru í vafa um það hvort EES-samningurinn rækist á ákvæði stjórnarskrár, ætti að taka mark á þeim efa og breyta stjórnar- skrá. „Niðurstaða þessa nefndarálits er mjög á einn veg og eindregið sú að það sé enginn vafi í þessu máli miðað við núverandi forsendur og samninginn eins og hann er í dag. Þar af leiðandi teljum við að eins og nú horfir sé engin ástæða og ekkert tilefni til að fara út í stjórnar- skrárbreytingu," sagði Gunnar. Þór Vilhjálmsson sagði í lok fund- arins að hann efaðist ekki eitt augnablik um að reynt yrði að gera störf nefndarinnar tortryggileg. „Það er engin ástæða til þess, að því er ég tel, að vefengja störf manna, sem vinna sem sérfræðingar að svona máli, frekar en að tor- tryggja störf manna, sem hafa ákveðnar pólitískar skoðanir og vinna margs konar ópólitísk störf engu að síður á sínu sviði, sem kenn- arar í Háskólanum eða hvað sem er,“ sagði Þór. Stjórnarandstaðan dregur lögfræðingaálitið í efa: Vafinn það mikill að breyta verður stjómarskránni - segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að þótt þeir fjórir lögfræðingar, sem yfirfóra EES-samninginn að ósk utanríkisráðherra, hafi komist að sinni niðurstöðu séu aðrir lögfræðingar með aðra skoðun á málinu. „Vafinn á hvort EES-sam- komulagið brýtur í bága við stjórnarskrána er það mikill að breyta verður s1jórnarskránni,“ segir Ólafur Ragnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Kvennalista í utanríkismálanefnd Alþings, segir að sá vafi sem er á því hvort EES-samkomulagið bijóti í bága við stjórnarskrána þýði að Alþingi verði að skera úr um hvort breyta þurfi stjórnarskránni. „Þessir fjórir lögfræðingar eru enginn hæsti- réttur í málinu,“ segir Ingibjörg Sólrún. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hann telji mörg atriði í þessu máli orka tvímælis og að hann eigi eftir að kynna sér þetta mál mun betur. Ólafur Ragnar Grímsson segir að hann telji það hafa verið afar óheppilega ákvörðun af hálfu utan- ríkisráðherra að fallast ekki á til- lögu Alþýðubandalagsins að skipa menn frá Dómarafélaginu, laga- deild Háskólans og Lögfræðinga- félaginu til að fjalla um þetta mál. „Þess í stað skipaði hann sjálfur fjóra lögfræðinga og þar af tvo sem áttu hlut að máli við að semja frum- varpið vegna EES. Slíkt getur vart talist skynsamlegt,“ segir Ólafur Ragnar. „Þessir menn eru að vísu ágætir lögfræðingar en á fund ut- anríkismálanefndar mættu þeir dr. Guðmundur Alfreðsson og Ragnar Aðalsteinsson hrl. sem eru ósam- mála niðurstöðu fjórmenninganna. Staðreyndin er því sú að sumir segja að þetta sé í lagi en aðrir segja að breyta verði stjórn- arskránni og sá vafi sem þarna er á ferðinni gerir það að verkum að Alþingi verður að taka á málinu og breyta stjórnarskránni til að eyða vafanum." í máli Ólafs Ragnar kemur fram að hann telji forsendur lögfræði- nefndarinnar afar hæpnar þar sem nefndin byggir álit sitt á túlkun á bókun 35 en ekki samkomulaginu í heild sinni. „Þeir treysta sér ekki til að kveða afdráttarlaust upp úr í málinu og leita skjóls í bókun 35. Þá bókun telur dr. Guðmundur Alfreðsson hins vegar ekki mark- tæka,“ segir Ólafur Ragnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, full- trúi Kvennalistans í utanríkismála- nefnd, segir að niðurstaða nefndar- innar hafi ekki komið henni á óvart. „Lögfræðin er ekki raunvísindi og því opin fyrir túlkunum," segir Ingibjörg Sólrún. „í þessu máli greinir lögfræðinga á um túlkun og þetta álit fjórmenninganna er enginn hæstiréttur í málinu. Sökum þess vafa sem þarna er á ferðinni verður Alþingi að taka á því máli hvort breyta þurfi stjórnarskránni vegna EES-samkomulagsins. Vandinn er eftir sem áður hjá stjórnmálamönnunum.“ Ingibjörg Sólrún segir að það megi ekki gerast að síðar komi í ljós að breytinga hafi verið þörf á stjórnarskránni. Það sé því örygg- isatriði að Alþingi fjalli ítarlega um „Ég hef lengi bent á að önnur grein stjórnarskrárinnar geri það að verkum að skoða verði mjög rækilega hvort um stjómarskrár- brot sé að ræða, ef svo fer að við höldum þessari göngu áfram í sam- skiptum við Evrópubandalagið,“ sagði Eyjólfur Konráð í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur enginn sannfært mig um að það yrði ekki stjórnarskrárbrot ef reynt yrði að gera EES-samning á þann veg sem nú er gert ráð fyrir, en auðvitað met ég störf þessara manna, sem utanríkisráðherra skipaði með mínu vitorði og mun grandskoða álits- gerð þeirra, sem er mjög flókin eins og málið allt“, sagði Eyjólfur. Hann sagði að Islendingar hefðu hvort stjórnarskrárbreytingar sé þörf. Steingrímur Hermannsson segir að mismunandi skoðanir séu meðal lögfræðinga um mál þetta og að utanríkismálanefnd hafi óskað þess við dr. Guðmund Alfreðsson að hann gefi nefndinni sitt álit á niður- stöðum nefndar utanríkisráðherra. „Persónulega tel ég að mörg atriði í þessu EES-samkomulagi orki mjög tvímælis," segir Steingrímur Hermannsson. „Sem dæmi má þar nefna að Norðmenn telja mikið valdaafsal fólgið í samkomulaginu og þeir hafa sett inn það ákvæði í sín lög að 'ii hluta atkvæða á þingi þurfí til að samþykkja slíkt afsal. Hér er hins vegar spurningin hvort einfaldur meirihluti atkvæða nægi á Alþingi. Ef svo er tel ég að stjómarskráin sé gölluð að þessu leyti. Við erum á mjög gráu svæði héma og ég á eftir að kynna mér málið nánar.“ aldrei tafið neitt í samskiptum við Evrópubandalagið, en EB hefði hins vegar sífellt verið að breyta sam- skiptareglum og tefja niðurstöðu EES-samninganna. Bandalagið hefði sífellt reynt að auka völd sín og áhrif. Eyjólfur sagði að hann yrði að ræða betur við lögfræðingana, sem skiluðu áliti í gær, og einnig aðra fróða menn. „Síðan á þetta að ganga til Alþingis og það er Al- þingi sem tekur ákvörðun en ekki neinir af þessum mönnum," sagði hann. „Málið er ekki nándar nærri nógu vel skoðað til þess að hægt sé að fullyrða að þarna sé ekki um stjórnarskrárbrot að ræða. Þar að auki liggur okkur ekkert á.“ Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar: Ekki sannfærður en mun grandskoða álitsgerðina EYJÓLFUR Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Al- þingis, segist ekki hafa sannfærzt af áliti lögfræðinganefndar utan- ríkisráðherra um að samningurinn um evrópskt efnahagssvæði sé í samræmi við stjórnarskrá íslands en að hann muni grandskoða það. Nefndarmenn kynntu álit sitt fyrir utanríkismálanefnd í gær. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra: Spurningin um stj órnar- skrárhæfi afgreitt mál JÓN Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, segir að með áliti sérfræðinganefndar utanríkisráðherra sé fengið skýrt svar viðþeirri spurningu hvort EES samrýmist stjórnarskránni eður ei. „Eg tel að við þeirri spurningu liafi nú fengizt það svar, sem þurfti til þess að formsatriðið um stjórnarskrárhæfi samningsins sé nú afgreitt mál,“ sagði Jón á blaðamannafundi í gær, þar sem niðurstöður nefndarinnar voru kynntar. Ráðherra sagði að nú væri hægt að snúa sér af fullum krafti að lög- festingu ákvæða EES-samningsins og afgreiðslu ýmissa reglna, sem fullnægðu því, sem ísland hefði að þjóðarétti tekið á sig með samn- ingnum. Hann sagðist líta á niður- stöðu lögfræðinganna sem full- nægjandi svar við þeirri spurningu, sem fram hefði verið borin. Ráðherra sagði að þótt í áliti lögfræðinganna segði að ef for- sendur breyttust, mætti breyta stjórnarskránni, teldi hann ekki vel ráðið að breyta stjórnlögum vegna óorðinna hluta. „Mér hefur skilizt á ýmsum þeim, sem fjallað hafa um íslenzku stjórnarskrána og end- urskoðun hennar, að það kunni að vera ýmislegt í orðnum hlutum, sem gefi tilefni til að breyta henni og ætti þá að vera á undan í röð- inni,“ sagði hann. Jón sagði að í nefndinni sætu þeir menn, sem kunnugastir væru íslenzkum stjórnskipunarlögum og einnig Evrópu- og alþjóðarétti. „I nefndina voru valdir þeir menn, sem við töldum að væru bezt til starfans fallnir meðal íslenzkra lög- fræðinga,“ sagði hann. Heimsmeistara- mót í skák: Islendingar í efri hluta Duisburg. Frá Andra Áss Grétarssyni fréttaritara Morgunblaðsins. HELGI Áss Grétarsson er með 5 vinninga eftir 7 umferðir á heims- meistaramóti barna og unglinga í skák, sem nú fer fram í Duisburg í Þýskalandi. Sex íslenskir skák- menn taka þátt í mótinu. Helgi Áss keppir í flokki 16 ára og yngri. I þeim flokki keppir einnig Magnús Örn Úlfarsson en hann hefur 3'A vinning. í flokki 18 ára og yngri hefur Sigurbjörn Björnsson 3‘/2 vinn- ing. í flokki 14 ára og yngri hefur Arnar Gunnarsson 4 vinninga, Bragi Þorfínnsson hefur 4 vinninga í flokki 12 ára og yngri og Davíð Kjartansson hefur 4 vinninga í flokki 10 ára og yngri. Keppendur á heimsmeistaramótinu, sem eru um 500 frá 81 landi, hafa lagt mismikið á sig til að komast á mótið. Þeir sem hafa þó án nokkurs vafa lagt mest á sig eru keppendurn- ir frá Mongólíu sem ferðuðust í 10 daga með lest gegnum fyrrum lýð- veldi Sovétríkjanna. Það hefur greini- lega haft góð áhrif því Mongólar hafa aldrei staðið sig betur á þessu móti. —.....♦.♦---- Krafa íslendinga í viðræðum við EB: KvótiEB skerðist, veiðist ekki 30.0001. af loðnu ÍSLENDINGAR hafa, í samninga- viðræðum við Evrópubandalagið um sjávarútvegssamning, sett fram kröfur um að sú gagnkvæmni sem gert er ráð fyrir í skiptum á veiði- heimildum verði tryggð á þann hátt að ef Islendingar nái ekki að veiða 30.000 tonn af loðnu innan lögsögu EB muni 3.000 tonna karf- akvóti EB innan íslenskrar lögsögu skerðast að sama skapi. Að sögn Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegs- ráðherra, er afstaða Evrópubanda- lagsins mjög neikvæð gagnvart þessu. „Við höfum lagt á það áherslu að við útfærslu á samningnum um evr- ópsk efnahagssvæði, þar sem kveðið verði á um hvernig samanburði verði komið við, verði tryggt að sú gagn- kvæmni sem samningurinn byggi á verði raunveruleg. Við höfum viljað halda okkur fast við það grundvallar- atriði að í framkvæmdinni verði gagn- kvæmnin tryggð þannig að ef íslend- ingar nái ekki að veiða 30.000 tonn af loðnu innan lögsögu EB skerðist 3.000 tonna karfakvóti EB innan ís- lenskrar lögsögu að sama skapi,“ seg- ir liann, sagði Þorsteinn. Hann sagði afstöðu Evrópubanda- lagsins hafa verið mjög neikvæða gagnvart þessu. „Gengið hefur mjög vel að semja um alla aðra fram- kvæmdaþætti en hvað þennan þátt varðar hefur afstaða EB verið nei- kvæð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.