Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 Erla Guðrún Gests- dóttír — Minning Okkur langar til að minnast Erlu í örfáum orðum og þakka þau ár sem við áttum samleið með henni. Við kynntumst Erlu fyrir átta árum er Steinunn dóttir hennar bankaði uppá hjá okkur og bað um að fá að passa dóttur okkar, nokkr- um mánuðum síðar fór ég svo að vinna hjá Erlu á Smáralundi. Fljót- lega átti fjölskyldan á Þúfubarðinu hug og hjarta Gyðu Hrundar dóttur okkar. Hún var ekki há í loftinu þegar hún trítlaði til þeirra og átti "fcar fasta heimsóknardaga sem hún hlakkaði ákaft til og alltaf var tekið á móti henni eins og prinsessu, snú- ist í kringum hana og gefið sér tíma til að spjalla við hana. Og aldrei leið afmælisdagurinn hennar án þess að Erla kæmi með pakka og þæði kaffi og kökur. Og þegar bræðurnir fædd- ust var nóg pláss í hjarta Erlu fyrir þá líka. Það er erfitt fyrir níu ára telpu- kom að skilja tilveruna og dauðann og ganga gegnum sáran harm með stuttu millibili, fyrst fyrir tæpu ári þegar elsku afi dó og svo núna Erla sem var henni sem besta amma. Ég vann með Erlu um nokkurra ára skeið og það voru góð ár. Hún var ákaflega lífsglöð og fjölhæf manneskja, það var sama hvað var uppi á teningnum alltaf datt okkur í hug að Erla gæti bjargað málunum og það gerði hún með sóma. Elsku Ármann, Deddi og Ásta, Steinunn og Alfa Karítas, Hemmi, Gestur og Jóna, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Missirinn er mikill og söknuðurinn sár, en minningin um Erlu okkar lifir um ókomin ár. Far þú í friði, * friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (V. Briem.) Didda, Valdi, Gyða Hrund, Ævar og Siggi Óli. Þetta ár reyndist öðruvísi en flest önnur — það voraði aldrei — leið framhjá. ískaldar vetrartungur teygðu hramma sína fram yfir Jóns- messu. Skammdegismyrkrið grúfði yfir — sumarblómin enn í dvala og ekki útsjéð hvort þau ná þeirri birtu -og yl að springa út. í hugum okkar voraði ekki heldur — þar grúfði djúpt sálarmyrkur. Vinkona okkar var að beijast við hinn miskunnarlausa víti- seld, sem engu þyrmir. í þeirri glímu er ekki spurt að leiksiokum aðeins hvenær og hvers vegna. Þetta er svo sorglega ósanngjarnt. Engar heitar bænir, auður né mannviska ná að slökkva þann eld. Erla var óvenju falleg og vel gerð kona, full af lífi og söng. Það var bjartur geislabaugur í kring um hana sem lýsti upp umhverfíð, hvar sem hún kom. Það gera aðeins þeir, sem búa yfír djúpri, einlægri tilfinninga- gleði og lífshamingju. Og svo sann- arlega var hún hamingjusöm kona. Hún var einkadóttir þekktra heiðurs- hjóna í Hafnarfirði, hlaut í arfleifð mannkosti þeirra beggja. Og þeir komu fljótt í ljós. Hún var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Hún lærði fóstrunám og vann sig fljótt upp í forstöðukonustarf. Börn- in hændust einstaklega að henni, hún talaði þeirra mál og spilaði og söng svo beðið var eftir hveijum degi. Það vakti athygli hve vel henni hélst á starfsfólki, enginn stjórnun- arhroki, hún var ein af þeim, en all- ir báru þó mikinn hlýhug til hennar og virðingu. í dag er allt þetta, börn- um hennar mörgu og starfsfólki, aðeins minning. Við hjónin kynnt- umst Erlu og Ármanni í JC-hreyfíng- unni. Við urðum fljótt ekki aðeins félagar og vinir heldur ævilangir heimilisvinir. Við fórum út að borða saman, sennilega á alla þá staði sem til eru að reyna nýja sælkerarétti, það átti vel við okkur. Þegar eitt- hvert okkar kom frá útlöndum þá keyptum við ávallt eitthvað það góð- gæti, sem ekki fékkst hér heima og þá var slegið upp veislu sem stóð langt frameftir. Nú aðeins hlýjar minningar. Á hveijum vetri komum við reglu- lega saman til að spila kana, ekki til að spila eingöngu heldur til að hittast, hlægja og skemmta okkur. Það voru ljúf vinarkvöld. Nú aðeins fjarlægar minningar. Við fórum í ferðalög saman bæði innanlands og í sumarhús til Dan- merkur. Slík ferðalög reyna á mann- kosti og vináttu og styrkja, þegar hún er sönn. Nú aðeins geymt í minningunni. Jólakortin okkar voru mjög sér- stök. Þar voru engar hefðbundnar venjur viðhafðar. Báðar fjölskyld- umar biðu eftir þeirri stundu þegar þau kort voru Iesin. Þá sást strax á umslögunum hvaðan þau voru. Það fór ekkert á milli mála. Nú aðeins gleðileg, hátíðleg minn- ing. Við vorum miklir gárungar og göntuðumst mikið saman. Oft rifj- uðum við upp og hlógum að því þegar þau komu eitt sinn með börn- um sínum úr sumarhúsi í Hollandi og ég hringdi til þeirra, breytti rödd- inni og sagðist vera frá ferðaskrif- stofunni, sem þau fóru með. Það væri út af handklæðunum, sem þau hefðu tekið úr húsinu. Dóttir þeirra svaraði og kallaði í mömmu sína og sagði að það væri maður í símanum út af einhveijum handklæðum, sem þau hefðu stolið í Hollandi. Þá heyrð- ist úr eldhúsinu einhveijir þeir mestu skruðningar og hávaði, sem ég hef nokkru sinni heyrt. Hún þreif upp símann og lét mig nú aldeilis heyra það að þau hefðu engum handklæð- um stolið né neinu öðru í lífínu og margt annað, sem þessi ferðaskrif- stofumaður fékk að heyra. Ég hlust- aði hjóður á og sagði svo, þegar allt var garð gengið, með minni silki- mjúku röddu: Sæl elskan og velkom- in heim! Eftir dágóða stund sagði hún: Oh, ert þetta þú helv. þitt! Þetta samtal entist okkur í mörg ár sem skemmtiefni og alltaf hlógum við jafnmikið að því. Við vorum bara svona. Nú aðeins minningin um góðan vin. Erla söng einstaklega vel, hafði góða rödd og næmt eyra. Hún söng í mörgum kórum, sérstaklega söng hún og starfaði mikið og vel með kór Víðistaðakirkju. Þar, eins og annars staðar, eignaðist hún marga góða vini, sem nú sakna hennar sárt. Á kórferðalagi fyrir rúmu ári síðan, er þau fóru til Norðurlanda, þá hringdi Erla til okkar í Kópavog- inn og er Rósa tók upp símann, þá glumdi afmælissöngurinn, marg- raddaður frá hluta af kirkjukórnum. Afmælisdögum vina sinna gleymdi hún ekki. Óvenjuleg og mjög gleðileg minn- ing. Þegar Erla kom til okkar í heim- sókn þá gaf hún syni okkar, sem nú er 7 ára, oftast pakka. Hún var hans besta vinkona eins og hún varð hjá öllum þeim bömum, sem hún þekkti. Þegar við sögðum honum frá því að nú væri Erla vinkona hans dáin, þá kom í saklaus barnsaugun djúp þögul sorgar, sem aðeins böm geta endurspeglað með einlægni sinni í djúpu barnslegu sakleysi. Ekkert orð. Minninguna um Erlu mun hann geyma ævinlega. Heimilislífinu hjá Erlu og Ár- manni verður ekki með orðum lýst. Sú vinátta og hlýja gestrisni, sem einkenndi þau bæði og umlukti heim- ili þeirra dró til sín enda áttu þau óvenju marga góða vini. í dag erum við öll í sárum. Gleðilegar minningar munu eyða sorg okkar. Fjölskyldulíf þeirra var einnig mikil fyrirmynd. Ást og einlæg vin- átta á milli þeirra hjóna einkenndi þau, hvar sem þau voru. Barnalán þeirra er mikið. Þau eignuðust þijú böm: Elstur er Jón Gestur, sem nú býr með unnustu sinni, Ástu B. Ing- ólfsdóttur. Næst er Steinunn, sem gaf mömmu sinni lítið ömmubam, sem heitir Alfa Karitas og yngsta barn þeirra er Hermann. Mikil mannkostaböm, sem hlotið hafa gott uppeldi og bera foreldrum sín- um gott vitni. Minningin, sem þau öll eiga mun síðar breyta sorg þeirra í hamingju og gleði. Litla barnabarnið, Alfa Karitas, var hennar síðasta gleði í þessu lífí. Aldrei hef ég séð stoltari ömmu. Þegar Erla kom til okkar í síðasta sinn í Kópavoginn, þá var Alfa með. Erla lá upp í sófa, krosslagði fætur um bamið, hélt í hendur þess og saman rem þær og sungu. Það var undurfögur sjón. Ég vildi að öll böm ættu slíka ömmmu. Minning sem mun aldrei gleymast. Ekki má gleyma öldmðum for- eldmm, sem tóku af einlægni og von þátt í dauðastríði einkadóttur þeirra. Það líf, sem þau fæddu í þennan heim, ólu upp, komu til vits og ára og skiluðu til þjóðfélagsins og mann- lífsins, fjaraði út á vökustundum þeirra. Sjálf lífsgjöfin. Það er ekki erfitt að ímynda sér um hvað þessi heiðurhjón, Jóna Guðmundsdóttir og Gestur Gamalíasson hugsa um í sín- um þöglu hvíldarstundum. Þau eru hetjur. Um leið og hinir miskunnarlausu vítiseldar höfðu fullunnið sitt ógæfu- verk, þá urðu straumhvörf og veðra- skil. Hinn mikli höfuðsmiður himins og jarðar svipti heldimmum þoku- bakka til hliðar, sólin bræddi í burtu ískaldar vetrartungur og geislar hennar eyddu skammdegismyrkrinu. Það birti í lofti og á láði. Gleðilegar minningar streymdu fram. Hver veit nema sumarblómin springi út, þrátt fyrir allt. Reynir, Rósa og börnin. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni." (Spámaðurinn - Kahlil Gibran). Þetta er í huga okkar og minning- amar hrannast upp. í dag þegar við kveðjum Erlu okkar, sem látin er svo langt, langt um aldur fram. Það er svo skrítið að þurfa að halda áfram starfinu á Smáralundi án hennar. Þessa síðustu mánuði eftir að hún veiktist, hefðum við heíst viljað stoppa tímann, svo höfum við saknað Érlu og átt erfitt með að halda áfram án hennar. Við höfum beðið hennar, „foringjans" okkar. Erla var ekki bara leikskólastjóri, hún var eins og sagt er: „alt muligt mand“, hún var liðtæk í svo mörgu. Þyrfti að bora í vegg, losa stíflu, skipta um dekk, það framkvæmdi hún. Ómissandi var hún við slátur- gerðina og svona mætti áfram telja. Oft var glatt á hjalla í Smára- lundi, ekki síst á stundum eins og á sumargleðinni og var Erla þar hrók- ur alls fagnaðar. Það sem henni ekki datt í hug til skemmtunar. Eitt sinn kom hún með gömlu „Glaum- bæjarkjólana" sína og hélt smá tískusýningu og lét sér í léttu rúmi liggja þó rennilásamir færu nú ekki alveg upp í hálsinn að aftan. Erla hafði að hefð að útbúa jóla- gjafir fyrir hveija og eina starfs- stúlku og ekki skorti hana hug- myndaflugið þar fremur en í öðm. Alltaf var gott að leita til Erlu, hvort sem var með einkamál eða annað. Hún virtist alltaf hafa ráð við öllu. Með léttleika sínum og kímni var eins og hún gæti eytt hvers kyns vanda sem upp kom, eða það að andrúmsloftið var einhvem veginn aldrei þvingað þar sem hún fór. Svona var Erla einfaldlega. Eitt barnið kom eitt sinn að henni þar sem hún lá og svaf í hádeginu. Drengnum verður svo brugðið að hann hleypur til baka kallandi: „uss, uss, foringinn sefur, foringinn sef- ur“. Eftir þetta notaði Erla þá nafn- gift oft og undirritaði hinar ýmsu tilkynningar til starfsfólksins, „for- inginn". Sl. vor þegar við fómm með leik- skólabömin í hina hefðbundnu sveitaferð, höfðu bömin orð á því, að við gætum eiginlega ekki farið því Erla væri ekki komin með gítar- inn. Hver á þá að spila? Hver á að segja okkur, hvað við eigum að syngja, voru spumingar sem við fengum. Eins var þegar við fórum 5. maí sl. í skrúðgöngu niður í bæ ásamt öðmm leikskólabörnum, til þess að fagna vorinu, þá dokuðu börnin við og spurðu hvenær Erla kæmi, því hún ætti alltaf að vera með þegar við væmm að syngja ein- hvers staðar. Svona er Erla í minn- ingu barnanna, káti og hressi foring- t í Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, JÓHANNA JENSEN frá EskifirAi, lést mánudaginn 6. júlí. Hannes Gamalíelsson, Sólveig Hannesdóttir, Jón Þór Hannesson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR HANNESDÓTTIR frá Efri-Múla, sem andaðist 2. júlf, verður jarðsungin frá Staðarhólskirkju laugar- daginn 11. júlí kl. 14.00. Hanna Kristjánsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Jarþrúður Kristjánsdóttir, Ester Kristjánsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Birgir Kristjánsson, Þór Kristinsson, Hannes Alfonsson, Jóhann Sæmundsson, Guðmundur Jónsson, Aðalsteinn Guðjónsson, Friðborg Gísladóttir, Bjarni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. inn, syngjandi og spilandi á gítar. Þegar Erla hafði kvatt okkur í hinsta sinn, sögðu börnin að núna væri Erla engill, sem svifi um hjá Guði. „Hún er ekki lengur veik, nú líður henni vel“, sögðu þau. Elsku Ármann og fjölskylda, Jóna og Gestur, við sendum ykkur innileg- ustu samúðarkveðjur. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn, Kahlil Gibran.) Við samstarfsfólk hennar á leik- skólanum Smáralundi þökkum Erlu okkar allar stundir sem við höfum átt með henni og biðjum henni vel- farnaðar í hennar nýju heimkynnum. Samstarfsfólkið Smáralundi. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Þegar við kveðjum góða vinkonu er margs að minnast. Ekki áttum við von á að dagarnir yrðu svona fáir og að kveðjustundin kæmi svona fljótt, en ekki þýðir að deila við dóm- arann. Sumar okkar kynntust Erlu í barnaskóla, aðrar í Flensborg eða síðar. Við erum búnar að vera sam- an í saumaklúbb í 24 ár þó okkur finnist það ótrúlegt. Tíminn flýgur svo áfram. Maður mætti oftar staldra við og njóta stundarinnar betur meðan hún varir. En svona er víst lífsins saga „að heilsast og kveðjast“. Við minnumst Erlu með gítarinn syngjandi, að skemmta sjálfri sér og öðrum, hrókur alls fagnaðar. Hún var sérstaklega félagslynd og hafði gaman af samskiptum við annað fólk. Hún var raunar alltaf að hugsa um aðra og gleymdi þá kannski sjálfri sér. Við minnumst hennar með pijón- ana, gjarnan að pijóna litla flík á lítinn vin en þá átti hún ótrúlega marga og góða, sem og vini af stærri gerðinni. Börn voru hennar h'f og yndi og sennilega aðaláhugamál frá blautu barnsbeini, enda fór hún í Fóstru- skólann að loknu gagnfræðaprófi frá FlenSborg og lauk þaðan prófi sem fóstra og vann alla tíð við það, síð- ast sem forstöðukona á Smáralundi. Erla fæddist í Hafnarfirði 22. okt. 1948. Hún var einkadóttir hjón- anna Jónu Guðmundsdóttur og Gests Gamalíelssonar. Hún ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar alla tið. Vor- ið 1969 giftist hún Ármanni Eiríks- syni, þau eignuðust þijú börn, Jón Gest, unnusta hans er Ásta Birna Ingólfsdóttir. Steinunni Eir og Her- mann. Steinunn á litla stúlku sem heitir Alfa Karítas Stefánsdóttir og er sex mánaða gömul. Við kveðjum Erlu með þökk fyrir þennan alltof stutta tíma sem við höfðum hana hjá okkur. Við sendum fjölskyldu hennar og foreldrum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Við biðjum þeim guðs bless- unar. Sigga, Ella, Magga, Dóra, Gugga og Árný. Það var í ágústmánuði sl. sem undirrituð kom til starfa sem leik- skólafulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ. Þar sem ég hafði aldrei áður starfað hjá leikskólum í Hafnarfirði var eitt fyrsta verkefnið að fara í heimsókn- ir út í leikskólana. Sá fyrsti sem var heimsóttur var Smáralundur, en leikskólastjóri þar var Erla Gests- dóttir sem við kveðjum í dag, langt um aldur fram. Saga leikskólanna í Hafnarfirði er ekki löng ef frá eru taldir Hörðu- vellir sem verkakvennafélagið Fram- tíðin rekur. Þar hóf Erla sinn starfs- feril 16 ára gömul. Síðar lá leiðin í Fóstruskóla Sumargjafar þaðan sem hún útskrifaðist vorið ’68. Erla hafði starfað sem fóstra og leikskólastjóri í rúma tvo áratugi í Hafnarfírði, síðasta áratuginn í leik- skólanum Smáralundi, sem leik- skólastjóri. Hún var því öllum hnút- um kunnug. Ég leitaði til hennar og hún gaf mér mörg góð ráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.