Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 32
fclk í fréttum KJUiJi/jVLDfi HJOLATQSKURNAR FYLGJA ÞER ALLA LEIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JULI 1992 Orugg festing byxf£i)'l Helstu söluaðllar BMF á íslandi: Höfuðborgarsvæðið: Húsasmiðjan hf., Reykjavfk. Húsasmlðjan hf., Hafnarfirði. Vesturland: Akur hf., Akranesi. Kaupf. Borgfirðinga, Borgamesi. Skipavfk hf., Slykkishólmi. Vestfirðir: Pensillinn hf„ Isafírði. Norðurland vestra: Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Torgiö hf., Siglufirði. Austurland: Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. Kaupf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Norðurland eystra: Kaupf. Fram Neskaupstað. KEA byggingavörudeíld, Lónsbakka, Akureyri. K K Hö,n' Hornafiröi. Höfn-Príhyrningur, Hellu. S.G. búöin, Selfossi. Húsey, Vetmannaeyjum. Kaupf. Húrtvetninga. Blönduósi. Kaupf. Þingeyinga, Húsavfk. Suðuriand: Kaupf. Rangæinga, Hvolsveili. Suðurnes: Járn & skip, Keflavlk. ÚLFUÓTSVATN Skátaflokkur tslands 1992 Skátasamband Reykjavíkur hélt dagana 25.-28. júní skátamót að Úlfljótsvatni. Mótið var haldið í tilefni 60 ára afmælis skátahreyf- ingarinnar á íslandi, 70 ára afmæl- is fyrsta kvenskátafélagsins, Kven- skátafélags Reykjavíkur og að 50 ár eru liðin frá því að Skátaskólinn að Úlfljótsvatni hóf starfsemi sína. Aðsókn að mótinu var góð enda við hæfí að skátar fjölmenni á skáta- mót í tilefni átttugasta afmælisárs hreyfíngarinnar. Um 650 skátar gestu við Úlfljótsvatn á meðan mótið stóð yfír. Dagskrá mótsins var þannig úr garði gerð að allir aldurshópar skáta fundu verkefni við sitt hæfi. Viðfangsefnin voru að nokkru til- einkuð skátamótum fyrri tíma, með mikilli áherslu á tjaldbúðastörf, gönguferðir rötun og kortalestur. Hámark dagskrárinnar var íslands- meistaramót í skátaíþróttum. Keppni í íslandsmeistaramótinu hófst nokkru fyrir skátamótið. Skátaflokkamir reyndu sig í ýmsum greinum skátafþrótta svo sem rötun og ferðamennsku. Á skátamótinu fór svo fram úrslitakeppni, þar kepptu tíu bestu skátaflokkarnir um sæmdarheitið skátaflokkur ís- lands. Hlutskarpastur varð skáta- flokkurinn Mýslur úr skátafélaginu Garðbúum í Reykjavík. Annað sæt- ið skipaði skátaflokkurinn Otrar úr skátafélaginu Skjöldungum í Reykjavík og þriðja sætið kom í hlut Antilópa úr sama félagi. VERTU VEL ÚTBÚIN - TREYSTU A KARRIMOR OPNUNARTÍMI: MÁN.-FÖS. 09:00-18:00 LAU. 10:00 -14:00 SENÐUM i PÓSTKRÖFU (E> fRAMMK SN0RRABRAUT 60 • 105 REYKJAVÍK SIMAR: 1 20 45 • 6241 45 MENNTUN Hefur nám í laga- deild 7 5 ára að aldri Sjötíu og fimm ára kona í Reykja- vík, Margrét Thoroddsen, inn- ritaði sig í lagadeild Háskóla ís- lands nú fyrir skömmu. Margrét lét af störfum á síðasta ári og segir hún að sig langi til að láta á það reyna, hvort það fólk, sem ekki þyki lengur gjaldgengt á vinnu- markaði, geti ekki skilað árangri í námi. Margrét lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og prófí í heimspekilegum for- spjallsvísindum frá Háskóla íslands ári síðar. Hún var heimavinnandi húsmóðir um árabil, en 57 ára hóf hún nám í viðskiptafræði við Há- skólann. Að því námi loknu hóf hún störf hjá Tryggingastofnun ríkisins og starfaði þar þangað til í fyrra- haust. í samtali við Morgunblaðið sagði Margrét, að hún væri afar ósátt við það fyrirkomulag, að fólki væri meinað með lögum að stunda vinnu eftir að það hefði náð ákveðnum aldri, óháð heilsu þess og starfs- þreki. „Það er meðal annars þess vegna, sem mig langar nú til að láta á það reyna, hvort fólk, sem ekki þykir lengur gjaldgengt á vinnumarkaði, geti ekki skilað árangri í námi.“ Hún sagði að þegar hún hefði ákveðið að hefja nám að nýju hefði lögfræðin orðið fyrir valinu, enda hefði hún ávallt haft áhuga á þeirri grein. „Þegar ég hóf viðskiptafræði- námið á sínum tíma var ég mikið að hugsa um að fara í lögfræðina, en valdi viðskiptafræði, þar sem það Margrét Thoroddsen. er styttra nám. Hins vegar tók ég margar valgreinar tengdar lögfræði í því námi, þannig að ég fékk tæki- færi til að kynnast henni lítillega," segir hún. Þess má geta, að í fjöl- skyldu Margrétar eru fjölmargir lögfræðingar, þeirra á meðal bræð- ur hennar Gunnar og Jónas, Tómas Jónsson mágur hennar og margir þeirra afkomendur. Margrét sagði að lokum, að hún ætlaði í upphafi að kynna sér nám- ið, en síðar kæmi á daginn hvort hún færi í próf. Að því stefndi hún ef heilsan leyfði. MorgunDiaoio/öjom tsionoai Myndin sýnir hópinn við afhendingu prófskírteinanna ásamt þeim Haraldi Stefánssyni slökkviliðsstjóra sem er lengst til hægri og þjálfunarstjóranum Halldóri Vilhjálmssyni sem er lengst til vinstri. Á myndinni eru auk þeirra: Rúnar Þórmundsson, Garðar Ólafsson, Öm Svar Júlíusson, Björgvin Garðarsson, Haraldur Jakobsson, Einar Guðmundsson, Ámi Þór Áraason, Ómar Björasson, Sigurður Ámundason, Árni Erlings- son, Jónas Pétursson, Eggert Karvelsson, Ingvar Georgsson, Björn R. Ingólfsson, Pétur Júlíusson, Arai Ómar Árnason, Bjöm Ólafsson. Á myndina vantar Patrik Jósepsson, Jón Þór Gunnarsson og Guðbrand Lárusson. KEFLAVIKURFLU GV OLLUR Slökkviliðið útskrifar slökkviliðsmenn Nýlega útskrifuðust tuttugu og einn slökkviliðsmaður hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli eftir 44 mánaða bóklega og verklega þjálfun í skóla slökkviliðsins. Skólinn byggir á stöðluðu námsefni„Intem- ational Fire Service Training Assoc- iation" sem eru samtök slökkviliðs- manna, slökkviliðsstjóra og annarra stétta við brunavamir vestanhafs. Námið í skólanum tekur til flestra þátta í starfi slökkviliðsmannsins og önnuðust 14 yfirmenn slökkviliðsins kennsluna. Meðal námsefnis van fýr- irbyggjandi aðgerðir, eðli elds, slökkviefni og eiginleikar þeirra, slökkvi - og björgunaraðgerðir, tækjabúnaður til slökkvi og - björg- unarstarfa og meðferð hans, reykk- öfun, reyklosun, vatnsfæði og nýting þess, sjálfvirk boðunar og slökkvi- kerfi, akstur slökkvibifreiða, fjar- skipti, skýrslugerð og viðbrögð við efnaslysum og flugslysum. Slökkvil- iðið á Keflavíkurflugvelli er rekið af vamarliðinu og er eingöngu skipað íslenskum starfsmönnum. -BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.