Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JULI 1992 35 STÆRSTA MYND ARSINS ER KOMIN TVEIR Á TOPPIMUM 3 „LETH AL WEAPON 3“ er vinsælasta mynd ársins i Bandaríkjunum! Fyndnasta, besta og mest spennandi „Lethal“-myndin til þessa! Þeir Gibson, Glover og Joe Pesci eru óborganlegir! Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glover, Joe Pesci og Rene Russo. Framleiðandi: Joel Silver. Leikstjóri: Richard Donner. Sýnd kl. 5,9og 11.15. Bi.i4ára. Sýnd í Saga-bíó kl. 7 og 10.05. P) f.,( WSj HONDINSEM . VÖGGUNNIRIIGGAR iS T TniU Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SNORRABRAUT 37, SIMI 11 384 TOPPMYND ÁRSINS TVEIR Á TOPPIMUM 3 MEL EIBSOIV , OAMMY ELOVER „LETHAL WEAPON 3“ er fyrsta myndin sem frumsýnd er í þremur bíóum hérlendis. „LETHAL WEAPON 3“: 3 sinnum meiri spenna, 3 sinnum meira grin. Þú er ekki maður með mönnum nema að sjá þessa mynd! Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glover, Joe Pesci og Rene Russo. Framleiðandi: Joel Silver. Leikstjóri: Richard Donner. Sýnd kl. 4.30,6.45,9 og 11.20. bí. 14 ára. GRANDCANYON Sýnd ki. 5og 11.15 STEFNUMOT VIÐ VENUS - sýnd kl. 7. ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 GRÍN-SPENNUMYND ARSINS TVEIRÁT0PPNUM3 MEL EIBSOIV , DANNY ELOVER OJ***-, „LETHAL WEAPON 3“ tók inn 2.100 milljónir kr. i kassann fyrstu þrjá sýningardagana og er það önnur stærsta opnun í sögu kvik- myndanna. „LETHAL WEAPON 3“ mynd, sem þú sérð aftur og aftur! Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glover, Joe Pesci og Rene Russo. Framleiðandi: Joel Silver. Leikstjóri: Richard Donner. Sýnd kl. 7 og 10.05. bí. i4ára. Sýnd í Bíóhöllinni kl. 5,9 og 11.15. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. LEITIN MIKLA Sýnd kl. 5. MmmiTT UU „Aumt er að sjá í einni lest... “ kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Einu sinni krimmi - „Once Upon a Crime “ Leikstjóri Eugene Levy. Framleiðandi Dino De Laur- entiis. Aðalleikendur John Candy, James Belushi, Sean Young, Cybill Shepherd, Ric- hard Lewis, Giancarlo Gian- ini, Joss Ackland, Ornella Muti, George Hamilton. Itölsk- Bandarísk. 1991. Dino De Laurentiis má muna sinn fífil fegri, einkum gósenárin á Ítalíu frá þvi um 1950-70. Þá var hann fjárhagslegur bakhjarl fjölmargra úrvalsmynda og átti ríkan þátt í nýraunsæisstefnunni og uppgangi snilinga á borð við Fellini. Á áttunda áratugnum var svo stefnan tekin á Hollywood og siðan hefur tæpast staðið steinn yfir steini og eftir öðru að eina myndin sem skilað hefur einhveiju í kassann er Kónan villimaður. Lenti í gjaldþroti með fyrirtæki sitt DEG fyrir fáum árum og þær tilraunir sem hann hefur gert til að klóra í bakkann síðan hafa mislukkast. Ein mistökin blasa við hér. Einu sinni krímmi er greinilega afurð framleiðanda sem búinn er að tapa áttum á kvikmynda- markaðnum. Myndin er uppá- komufarsi sem á við mjög slæmt vandamál að stríða - er gjör- sneydd ærlegu skopi en uppfull af fimmaurabröndurum. Það væri að æra óstöðugan að hætta sér útí að skýra söguþráðinn. En það er eitt hundstíkarafvæli af greifmgjaætt sem tengir sam- an leikhópinn sem telur fáráðinn Belushi sem kominn er ásamt sinni ektavíf (Shepherd) til Róm- ar að freista gæfunnar í spilavít- um gamla heimsins. I borginni eilífu bætast í hópinn Sean Yo- ung, ferðalangur í ástarsút og auraleysi, atvinnulaus leikari (Richard Lewis) og forfallinn, bandarískur fjárhættuspilari (John Candy) ásamt sinni ættg- öfugu eiginkonu (Ornellu Muti). Liggja Ieiðir þeirra saman í lest- inni til Monte Carlo þar sem mannskapurinn flækist í morð- mál, peningaspil og sitthvað fleira. Aumt er að sjá þetta saman- safn þriðjaflokks leikara saman- komna í einni lest ásamt lítt skárra kvikmyndagerðarfólki að undanskildum kvikmyndatöku- manninum Rotunno, sem reynd- ar hefur verið í lægð síðasta áratuginn eða svo og sker sig lítið úr hér. Handritið er ótrúlega ruglingslegt og ófyndið og mannskapurinn sem á að túlka ósköpin ekki hótinu skárri. Verst af öllum er Sean Young sem fer náttúrlega með aðalhlutverkið. Maður satt að segja furðar sig á því að hún skuli hafa í sig og á eftir að hafa séð frammistöðu hennar hér. Það er helst að Candy haldi haus og Gianini sigl- ir einhvernvegin uppréttur í gegnum þetta alltsaman. En vildi örugglega vera frekar í fylgd Wertmiiller og það einhversstað- ar víðsfjarri þessum álfahóp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.