Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN Heilla- dísimar ábandi Víkinga Eyjamenn fengu að kynnast því á Víkingsvellinum að það get- ur verið stutt á milli hláturs og mmgm 8T^t'urs 1 knatt- ' Prosti spymu. Eftir 90 Eiðsson mínútna leik benti skrifar allt til þess að ÍBV væri öraggt í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. Þá branuðu Víkingar í sókn og Atla Einarssyni var brugðið innan vítateigs og Helgi Sigurðsson náði að jafna 2:2 með marki úr vítaspyrnunni. í framleng- ingunni skoraðu Víkingar þriðja mark sitt og tryggðu sér áframhald- andi sæti í bikamum. Líklega eru allar vítaspymur sem dæmdar era á síðustu mínútu við aðstæður sem þessar vafasamar. Ekki verður felldur dómur um það hér hvort að Ingi Sigurðsson felldi Atla Einarsson þegar hann var á "léið inn á markteig. Dómarinn Kristján Guðmundsson var viss í sinni sök og dæmdi vítaspymu. Leikur liðanna var opinn og flör- ugur en jafnframt harður og ekki vel leikinn ef undanskilinn eru leik- ur Víkinga á fyrsta hálftímanum. Víkingar létu boltann ganga vel á milli sín á miðjunni og Guðmundur Ingi Magnússon sem var mjög at- kvæðamikill á þessu tímabili skor- aði fyrsta markið með skalla eftir níu mínútna leik. IBV komst betur rnn í leikinn og var betra liðið á síðasta stundarfjórðungi hálfleiks- ins en náði ekki að jafna þrátt fyr- ir þokkaleg færi. Þáttur Leifs Geirs Hafsteinssonar hófst á fimmtíu mínútum þegar hann kom inn á sem varamaður. Leifur skoraði tvö skallamörk með þriggja mínútna millibili og ÍBV var hættulegri aðil- inn það sem eftir lifði. Bæði lið fengu þó opin færi. 92 mínútum eftir að flautað hafði verið til hálf- leiksins fengu Víkingar fyrmefnda vítaspyrnu og það var svo Guð- mundur Ingi sem tryggði Víkingum sigurinn með skallamarki í fram- lengingunni. Guðmundur Ingi, Helgi Bjama- € son og Janni Zilnik vora bestir Vík- inga. Hjá Eyjamönnum stóð Friðrik Friðriksson uppúr, sýndi oft á tíðum frábær tilþrif. Morgunblaðið/Bjarni Sigurbjörn Marinósson, Bibbi, leikmaður Vals á Reyðarfirði, sem er 36 ára, gaf yngri mönnunum ekkert eftir. Hér er hann t.v. í baráttu við Þórð Guðjónsson, sem gerði þrennu fyrir ÍA. Barátla Vals dugði ekki SKAGAMENN unnu stórsigur, 7:0, gegn Valsmönnum á Reyð- arfirði ígærkvöldi. Heimamenn börðust hetjulega, en áttu aldr- ei möguleika gegn létt leikandi og vel spilandi liði gestanna í mjög svo prúðmannlegri viður- eign. Reyðfirðingar, sem leika í fjórðu deild, höfðu aldrei trú á að þeir gætu sigrað efsta lið fyrstu deildar og höfðu í Steínþó^ raun sætt sig við tap Guðbjartsson áður en flautað var skrifarfrá til leiks. Þeir ætluðu Reyðarfirði sér samt greinilega að fara útúr bikarkeppninni með sæmd, börðust allan tímann og gáfu allt, sem þeir áttu. Það var samt ekki nóg, því Skagamenn héldu sínu striki, sóttu látlaust og reyndu ávallt að bæta við eftir gott spil. „Aðalvandamálið var að „mótí- vera“ mannskapinn,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, við Morgunblaðið. „En við sýndum mikla ögun með þvi að spila fót- bolta við erfiðar aðtæður og halda áfram út leikinn. Við tókum enga áhættu, fórum rólega af stað og forðuðumst návígi, en fengum það sem við vildum — sigur, hreyfingu og góða æfingu." Gústaf Ómarsson, þjálfari Vals, sagði að búast hefði mátt við tapi, „en ekki svona stóra. En baráttan var góð og þar stóðum við jafnfæt- is þeim — hvergi annarsstaðar. Það hefði verið gaman að gera eitt mark, þegar færi gafst í byijun fyrri hálfleiks, en þrátt fyrir tapið fengu strákarnir heilmikið út úr þessu. Það var gaman að fá Skaga- menn í heimsókn og allt umstangið í kringum leikinn verður eftirminni- legt.“ Hvergi var veikur hlekkur í Skagaliðinu, sem vann samstíga að settu marki. Nánast var um ein- stefnu að ræða allan tímann og til marks um yfirburðina þá náðu heimamenn ekki að skjóta að marki IA eftir hlé. Miðjumennirnir og framheijamir vora því mest í bolt- anum og er ástæða til að geta frammistöðu Þórðar Guðjónssonar, sem gerði þijú mörk. Valsmenn vörðust hetjulega, en máttu í raun þakka fyrir að mörkin urðu ekki fleiri. Þar munaði mest um Jónas Hjartarson, sem bjargaði oft með góðum úthlaupum og varði auk þess meistaralega á stundum. Boltafélagid engin hindrun fyrir Fram BOLTAFÉLAG ísafjarðar var ekki nein hindrun fyrir Framara í 16 liöa úrslitum Mjólkurbikar- keppninnar í gærkvöldi. Fram vann öruggan sigur á 2. deild- arliði BÍ, 4:1, og er þar með komið í átta liða úrslit. að má í raun segja að Fram hafi gert út um leikinn strax á fyrstu mínútunum. Valdimar Kristó- fersson gerði fyrsta Stefán mark þeirra á fjórðu Eiriksson mínútu og sló það skrifarfrá greinilega ísfirðinga Isafirði alveg út af laginu. Framarar náðu í kjölfarið öllum tök- um á leiknum og skoraði áðurnefnd- ur Valdimar í annað sinn tólf mínút- um síðar. Leikurinn róaðist eftir þessa byrj- un, marktækifæri vora fá það sem eftir lifði hálfleiksins en Framarar héldu eftir sem áður tökum sínum á leiknum. Síðari hálfieikur byijaði líkt og hinn fyrri; með marki Fram og í þetta sinn var það Jón Erling Ragn- arsson sem skoraði með skalla. Þrátt fyrir erfiða stöðu sóttu ísfirðingar í sig veðrið er líða tók á leikinn. Þeir fengu nokkur færi og þegar leik- tíminn var nærri úti náði Örn Torfa- son að minnka muninn með hörku skoti af stuttu færi. Framarar, sem nánast voru hættir þegar hér var komið sögu, rumskuðu aðeins við þetta, og Jón Erling bætti við fjórða markinu. ísfirðingar voru óöruggir lengi framan af, báru augljóslega virðingu fyrir 1. deildarliðinu og uppskáru í samræmi við það. Örn Torfason var langbestur ísfírðinga og eins áttu Jóhann Ævarsson og Gunnar Torfa- son ágætan leik. Framarar léku skynsamlega, fengu þægilega stöðu strax í byijun, og þurftu ekki mikið að hafa fyrir hlutunum eftir það. Steinar Guð- geirsson átti frábæran leik í fyrri hálfleik sem og Ingólfur Ingólfsson, sem kom á nýjan leik inn í liðið eft- ir meiðsli. Pétur Óskarsson var í byrjunarliði Fram í fyrsta skipti í sumar og stóð sig vel. „Við höfðum trú á því að við gætum gert eitthvað á móti þessu liði en þeir eru einfaldlega sterkir. Við ætluðum svo sannarlega að velgja þeim undir uggum en fyrsta markið kom sem rothögg og það var erfitt að ná sér upp eftir það,“ sagði Öm Torfason besti leikmaður BÍ. Fylkissigur M " ■■ ISJO marka leik Benjamin Jósepsson skrifarfrá Ólafsfirði FYLKISMENN tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum bikarsins með því aðsigra Leiftur ífjörugum leik á Ólafsfirði 5:2 Leikurinn fór rólega af stað og liðin þreifuðu fyrir sér. Leift- ursmenn vora fljótari í gang og Pétur Björn Jónsson náði forystunni fyrir heimamenn. Fylkis- menn jöfnuðu með marki Þórhalls Dan Jóhannssonar og staðan var jöfn í hálfleik. Kristinn Tómasson náði forystu fyrir Fylki í upphafi síðari hálfleiks- ins og Finnur Kolbeinsson bætti þriðja markinu við með skoti utan vítateigs. Kristinn skoraði síðan annað mark sitt um miðjan hálfleik- inn og Indriði Einarsson átti síðasta orðið þegar hann skoraði fímmta mark Fylkis úr þröngu færi. Leiftur minnkaði muninn á lokamínútunum með marki Péturs Björns Jónssonar eftir að Pétur Marteinsson hafði verið felldur. Bestir Leiftursmanna vora Mark Duffield sem barðist mjög vel allan leikinn og Sigurbjörn Jakobsson. Þórhallur Dan Jóhannsson og Krist- inn Tómasson voru bestu menn Fylkis. KA-Þór 2:0 Akureyrarvöllur, Mjólkurbikarkeppni KSÍ, 16-liða úrslit, þriðjudaginn 7. júlí 1992. Mörk KA: Páll Gíslason (69.), Gunnar Már Másson (82.) Gult spjald: Árni Hermannsson, KA (68.) fyrir brot, Haukur Bragason, KA (73.) fyr- ir mótmæli, Lárus Orri Sigurðsson, Þór (18.) fyrir brot og Ámi Þór Árnason, Þór (92.) fyrir brot. Ahorfendur: 1.250. BÍ - Fram 1:4 ísafíarðarvöllur þriðjudaginn 7. júlí 1992. Mark BÍ: Öm Torfason (87.). Mörk Fram: Valdimar Kristófersson (4. og 16.), Jón Erling Ragnarsson (51. og90.). Gult spjald: Ámundi Sigmundsson, BÍ (25.), Helgi Helgason, B1 (50.), Baldur Bjarnason, Fram (25.), Kristinn R. Jónsson, Fram (45.), allt fyrir brot. Áhorfendur: 320. ValurRf.-IA 0:7 Grænafellsvöllur þriðjudaginn 7. júll 1992. Mörk ÍA:Þórður Guðjónsson (18., 41.,87.), Haraldur Ingólfsson (43., 55.), Alexander Högnason (67.), Theodór Hervarsson (82.). Gult spjald: Enginn. Áhorfendur: 700_ greiddu aðgangseyri. Víkingur - ÍBV 3:2 Víkingsvöllur þriðjudaginn 7. júlí 1992. Mörk Víkings:Guðmundur I. Magnússon (9., 113.), Helgi Sigurðsson (90. vsp). Mörk ÍBV: Leifur Geir Hafsteinsson (60., 63.). Gult spjald: Helgi Björgvinsson, Víkingi (27.) fyrir að handleika knöttinn, Bojan Bevic, IBV (88.) fyrir brot, Martin Eyjólfs- son, ÍBV (110.) fyrir brot, Ingi Sigurðsson, ÍBV (117.) fyrir munnsöfnuð. Áhorfendur: Um 100 UBK-Valur 0:3 Kópavogsvöllur, þriðjudaginn 7. júlí 1992. Mörk Vals: Anthony Karl Gregory (9.), Amljótur Davíðsson (10.), Baldur Bragason (83.). Gult spjald: Sigurður Víðisson, UBK (60) fyrir brot, Hilmar Sighvatsson, UBK (74.) fyrir brot. Ahorfendur: 480. Völsungur-KR 1:2 Húsavíkurvöllur þriðjudaginn 7. júlí 1992. Mark Völsung;s: Hilmar Hákonarson (1.). Mörk KR: Steinar Ingimundarson (75. og 80.). Guít spjald: Heimir Guðjónsson, KR (10.) fyrir brot, Rúnar Kristinsson, KR (55.) fyr- irmótmæli, Bjöm Olgeirsson, Völsungi (57.) fyrir mótmæli. Ahorfendur: 417. Leiftur - Fylkir 2:5 Ólafsfjarðarvöllur þriðjudaginn 7. júli 1992. Mörk Leifturs: Pétur Björn Jónsson (27. og 86. vsp.) Mörk Fylkis: Þórhallur Jóhannsson (35.), Kristinn Tómasson (50.), Finnur Kolbeins- son (61. og 68.), Indriði Einarsson (78.) Gult spjald: Einar Einarsson, Leiftri fyrir brot, Guðmundur Baldursson, Fylki fyrir mótmæli. ÍBK-FH 1:2 Keflavíkurvöllur, þriðjudaginn 7. júlí 1992. Mark ÍBK: Georg Birgisson (82.). Mörk FH: Andri Marteinsson (55.), Hörður Magnússon (67.) Gult spjald: Birgir Skúlason FH (15.) fyrir brot, Jakob Jónharðsson ÍBK (58.) fyrir brot, Njáll Eiðsson FH (85.) fyrir mótmæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.