Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni : x SJOVi ALMENNAR SINDRI terkur hlekkur í íslensku iðnverki MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Söluskáli Esso í Hveragerði: Lögreglumenn af- vopnuðu geðsjúkan mann með táragasi LÖGREGLAN á Selfossi var köllð að söluskála Esso í Hveragerði síðdegis í gærdag en þar var þá staddur maður vopnaður hníf. Tveir lögreglumenn komu fyrst á staðinn og hótaði maðurinn þá að skera sig á háls ef þeir hefðu afskipti af honum. Lögreglumennirnir kðll- uðu til liðsstyrk og tókst að lokum að yfirbuga manninn með sér- stöku táragasi, Mace, sem sprautað var framan í hann. I Ijós kom að maðurinn hafði sloppið af geðdeild Borgarspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi kom maður- inn frá Reykjavík með leigubíl að söluskálanum um kaffileytið. Lög- reglunni var síðan tilkynnt um kl. -Í6.15 að aðstoðar hennar væri óskað vegna mannsins. Eftir að lögreglunni tókst að yfirbuga manninn var hann fluttur aftur á Borgarspítalann. Hulda Eggertsdóttir, starfs- stúlka í söluskálanum, segir, að eftir að leigubílstjórinn kom inn í skálann með manninum hafí hún séð að eitthvað var að hjá honum. „Leigubflstjórinn lét þess getið við mig að maðurinn vissi ekkert hvert ÍRnn væri að fara í Hveragerði og að sér hefði ekki orðið um sel er maðurinn fór að ræða um byssur og vopn í bílnum," segir Hulda. „Við ákváðum að kalla til lögreglu Skipafélag- ið Víkur lét eftir sig 283 i. skuld millj SKIPTUM er lokið í þrotabúi skipafélagsins Víka hf., sem úr- skurðað var gjaldþrota í lok árs 1989. Engar eignir fundust í búinu til greiðslu upp i lýstar kröfur sem samtals námu rúmum 283 milljóii- um króna. Af lýstum kröfum voru um 269 milljónir króna í íslenskum krónum og 10 milljónum króna að núvirði var lýst t bandaríkjadölum auk smærri upphæða í dönskum, sænsk- um, þýskum og enskum gjaldmiðlum. en maðurinn var í fyrstu rólegur hér inni og keypti sér súkkulaði- stykki. Er lögreglan kom hins veg- ar varð hann mjög æstur og dró upp þungan hníf. Hann ógnaði hins vegar ekki öðrum en sjálfum sér með hnífnum. Lögreglumönnum tókst ekki að tala hann til og því biðu þeir eftir liðsauka." Hulda segir að sjálf hafí hún orðið hrædd við manninn því henni fannst hann horfa einkennilega á sig eftir að hún hringdi á lögregl- una. ¦¦¦¦¦Mi^r---:----.^ ' > ^^8! wJQI ¦¦ ¦ i /'—""—-~—^ j^tfr Jm foÆÍ ILliitN Tl^B ?*m^ n» "l^rjaft ¦'•MíJL ^lrnlí-iíagw^''" "••'*%* ífe* ^jninm................^ Tívolíreist við Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/Þorkell Breskt tívolí rís nú við á Bakkastæði við Reykjavikurhöfn og stendur til að opna það i dag. Hingað til lands eru komnir 55 starfsmenn til að sjá um uppsetningu og rekstur tívolísins og munu þeir dvelja hér til 22. júlí. Lögfræðinganefnd utanríkisráðherra skilar áliti: EES-samningurinn brýtur ekki í bága við stjórnarskrá NEFND fjögurra lögfræðinga, sem Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra skipaði, hefur komizt að þeirri niðurstöðu að samningurinn um evrópskt efnahagssvæði brjóti ekki í bága við íslenzku sijórnar- skrána. Nefndin telur að ekki sé á neinn hátt um óleyfilegt framsal ríkisvalds að ræða til stofnana EES eða Evrópubandalagsins. Eigi það við um allar þrjár greinar ríkisvaldsins, Iðggjafar-, framkvæmda- og dómsvald. Nefnd utanríkisráðherra er skipuð þeim Þór Vilhjálmssyni hæstaréttar- dómara, lagaprófessorunum Stefáni Má Stefánssyni og Gunnari G. Schram og Olafi Walter Stefáns- syni, skrifstofustjóra í dómsmála- ráðuneytinu. í áliti nefndarmanna kemur fram að þeir hafi skoðað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar með tilliti til þess hvort EES-samningur- inn kynni að brjóta í bága við þau. Eina grein stjðrnarskrárinnar, sem komið hafi til greina, sé 2. greinin. Þar segir að Alþingi og forseti Is- lands fari saman með löggjafarvald- ið, forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskránni og öðr- um landslögum með framkvæmda- valdið og dómendur fari með dóms- valdið. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að ekki sé um framsal löggjaf- arvalds að ræða, þar sem í bókun 35 við EES-samninginn segi á ljósan og afdráttarlausan hátt að aðildar- ríkjunum sé ekki gert að framselja Bílddælingar bjartsýnni en áður eftir fund með þingmönnum: Landsbankinn boðar stjórn Fiskvinnslunnar til fundar HEIMAMENN á Bíldudal eru bjartsýnni en áður um framtíðina eftir fund hreppsnefndar með þingmðnnum kjördæmisins í gær og eftir að Landsbankinn sendi forráðamönnum Fiskvinnslunnar hf. skeyti þar sem þeir eru boðaðir á fund bankamanna um lokunina. Á fundinum í gær samþykktu þingmennirnir og hreppsnefndin til- mæli til viðskiptaráðherra um að hann athugi lokun Landsbankans á bankaviðskiptum við Fiskvinnsluna hf. og ræði um úrlausn við stjórn Landsbankans. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði i ¦ gærkvöldi að hann muni biðja bankastjórnina að koma til fundar við sig sem fyrst, vonandi í dag, og kynna honum málið. Magnús Björnsson, stjórnarfor- maður Fiskvinnslunnar hf., sagðist í gær óttast afdrif fyrirtækisins og sagðist vita að þvi yrði ekki bjarg- að nema með verulegum og sértæk- um aðgerðum. Hann sagðist setja allt sitt traust á bankastjórn Lands- 4 bankans og fundinn sem hún hefur boðað stjórn og framkvæmdastjórn Fiskvinnslunnar til á fðstudag. „Eg vona að þeir gefi okkur svigrúm til að vinna okkur út úr þessum vanda;" sagði Magnús. Hann sagði að talað hefði verið um að 200 milljónir þurfi til að gera fyrirtæk- in tvö á Bíldudal vel rekstrarhæf, annað hvort með afskriftum skulda eða auknu hlutafé og sagði að nauðarsamningar hefðu verið nefndir f því sambandi. Viðskiptaráðherra sagði, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans við tilmælum þingmannanna, að hann myndi verða við óskum þeirra um að ræða við Landsbankann en vakti athygli á því að ráðuneytið hefði ekki boðvald yfir bankanum. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, sagði í gær að bankinn myndi ræða beint við stjórnendur Fiskvinnslunnar hf. en ekki á opinberum vettvangi. Sjá fréttir og viðtöl á bls. 18-19 löggjafarvald til þeirra stofnana, sem samningurinn fjalli um. Hvað framkvæmdavald og dóms- vald varðar eru það einkum sam- keppnisreglur EES-samninganna, sem koma til skoðunar í áliti lög- fræðinganna. Þeir telja að heimilt sé að fela stofnunum evrópska efna- hagssvæðisins það vald á sviði sam- keppnisreglnanna, sem um ræði í samningnum. „í 2. gr. stjórnarskrár- innar felst meginregla, sem margar og mikilvægar undantekningar eru frá að því er varðar valdmörk inn- lendra aðila. Nokkrar undantekning- ar frá henni eru einnig í gildandi íslenzkum lögum að því er varðar erlenda valdhafa," segir í álitinu. Niðurstöður nefndarinnar voru kynntar fyrir ríkisstjórninni í gær. Jón Sig^irðsson, starfandi utanríkis- ráðherra, segir að álit nefndarinnar sé fullnægjandi svar við þeirri spurn- ingu hvort EES-samningurinn sam- ræmist stjórnarskránni. Hún sé því afgreitt mál og hægt sé að snúa sér að lögfestingu samningsins og ákvæða, sem tengjast honum, af fullum krafti. Nefndarmenn mættu einnig á fund utanríkismálanefndar Alþingis, þar sem EES og stjórnarskráin voru til umfjöllunar í gær. Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, formaður utanríkis- málanefndar, segist þrátt fyrir álits- gerð lögfræðinganna ekki sannfærð- ur um að EES-samningurinn sam- ræmist stjórnarskrá, en hann kveðst meta störf þeirra manna, sem skip- uðu nefndina og muni grandskoða álitsgerð þeirra. Fulltrúar stjórnar- andstöðunnar í utanríkismálanefnd eru þeirrar skoðunar að vafí leiki á því áfram hvort samningurinn stand- ist stjórnarskrána. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, þingmaður Kvennalistans, hvetja til þess að stjórnarskránni verði breytt. Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarflokksins, segir að mörg atriði í EES-samn- ingnu'm orki tvímælis og málið þurfí betri skoðunar við. Sjá fréttir á miðopnu og álit lögfræðinganefndarinnar í heild í blaði B. ? » » Bóluefni stolið af barnadeild BROTIST var inn á heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur við Baróns- stíg aðfaranótt sunnudagsins og bóluefni og adrenalini stolið af barnadeild stöðvarinnar. Tals- verðar skemmdír voru unnar á hurðum og dyraumbúnaði. Að sögn Magnúsar Þorsteinsson- ar, yfirlæknis barnadeildar, fóru innbrotsþjófarnir inn um glugga á jarðhæð á norðurgafli hússins, þar sem áður var húð- og kynsjúkdóma- deild en nú er þar engin starfsemi. Þaðan fóru þeir eftir jarðhæð upp á aðra hæð og inn á barnadeild. A leið sinni brutu þjófarnir upp hurð- alæsingar, fóru inn á bókasafn stofnunarinnar og á skrifstofu starfsmannastjóra og ollu talsverð- um spjöllum. Inni á barnadeild var brotinn upp læstur ísskápur og úr honum tekið bóluefni við mænusótt, kíghósta, barnaveiki og stífkrampa og einnig lítils háttar adrenalín, sem að sögn Magnúsar Þorsteinssonar er haft við höndina við bólusetningar ef til kæmi að bóluefni ylli ofnæmislosti. ísskápurinn var svo skilinn eftir opinn og fyrir vikið eru þau lyf sem í honum voru og þjófarnir höfðu ekki á brott með sér talin ónýt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.