Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 31 Þegar ég á fyrsta leikskólastjóra- fundi varpaði fram þeirri spurningu hver vildi skrifa fundargerð í nýja bók sagði Erla „Það skal ég gera, þá er því lokið.“ Þannig kom hún mér fyrir sjónir, ákveðin í fasi og einbeitt. Erla hafði starfað lengi að leik- skólamálum eins og áður hefur kom- ið fram og þeir sem hafa starfað með henni þessi ár hafa lýst henni sem kátri og skemmtilegri konu. Hún var góð fóstra og hafði fylgst með þróun mála í Hafnarfirði í lang- an tíma. Leikskólastjórar báru til hennar fyllsta traust og ef éinhver vafaspurning kom upp heyrðist gjarnan þessi setning „spurðu Erlu“. I gegnum árin þegar starfshópar voru myndaðir til að marka stefnu leikskólanna var Erla ávallt valin til starfa. Þetta segir mikið til um það hvaða hug starfsfólk á leikskólunum bar til þessarar konu. Starfsfólk leikskólanna sendir þakkir og kveðjur og mun hennar ætíð verða minnst sem einnar af frumkvöðlum sem ruddu brautina í sögu leikskólanna í Hafnarfirði. Það eru því mörg börnin og margir for- eldrarnir sem í dag hugsa með hlý- hug og söknuði til Erlu. Kynni mín af henni voru stutt en góð. Nú þegar ég kveð hana má segja að hún eigi vel við vísan: Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (,PJ. Árdal) Eiginmanni, börnum, barnabarni og öldruðum foreldrum eru sendar samúðarkveðjur. Erlu þökkum við samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. F.h. leikskólanna, Sigurlaug Einarsdóttir. í dag verður kvödd hinstu kveðju elskuleg móðir mín, Erla Guðrún Gestsdóttir. Það er sannarlega erfitt að sætta sig við að hún mamma sé ekki lengur á meðal okkar. Þessi glaðværa og hæfileikaríka kona sem stóð sig svo vel í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Nú sé ég hana fyr- ir mér þar sem hún situr hjá Guði í stórum vinahóp og spilar á gítarinn sinn og slær á létta strengi. Engin kona jafnaðist á við mömmu, þess vegna situr maður eftir og spyr sjálf- an sig spurninga sem erfitt er að fá svör við. Af hveiju var hún tekin frá okkur, af hveiju hún mamma sem öllum gerði lífið svo létt og var alltaf innan seilingar ef eitthvað bjátaði á. Ég gleymi því aldrei er ég varð fyrir bíl aðeins 6 ára göm- ul, þar sem ég lá daginn eftir í sófan- um heima á Hjallabraut og grét af vanlíðan. Þá kom mamma, tók í höndina á mér og sagði. „Mikið vildi ég óska að þetta hefði verið ég en ekki þú.“ Lengi á eftir hugsaði ég um þessi orð og átti ósköp bágt með að skilja af hveiju mamma vildi verða fyrir bíl. An þess að bera það upp við nokkurn, en ég skil það núna og lýsir það hveiju bijóstgóð og hlý mamma var. Börn voru henn- ar líf og yndi og held ég að ekkert hafi glatt hana eins mikið og þegar dóttir mín kom í heiminn á jóladag sl. Þá var hún stödd í Borgarspítal- anum í Reykjavík mjög lasin en þráði ekkert heitar en að vera mér og Ölfu litlu við hlið, þremur dögum síðar kom hún eins og öll veikindi væru úr sögunni og var mér styrk sem klettur fram að hinstu stundu. Sama hversu lasin hún var hafði hún alltaf styrk og þrek til að halda á litla sólargeislanum sínum sem gerði henni lífið svo létt. Þrátt fyrir mikil veikindi voru baráttan og viljastyrk- urinn alltaf efst á blaði en vegir Guðs eru svo sannarlega órannsak- anlegir en ég trúi því að mömmu eigi eftir að líða betur hjá Guði, þar sem hún á eftir að fylgjast með fyrsta barnabarninu sínu u2190vaxa og dafna og jafnframt trúi ég því að Alfa litla eigi nú tryggan og traustan verndarengil á himnum. Þó svo missirinn sé mikill verður minningin um mömmu alltaf til stað- ar í hugum okkar allra sem fengum að kynnast henni og bið ég góðan Guð að geyma mömmu mína. Steinunn Eir. Stefán B. Péturs- son — Kveðjuorð Fæddur 11. febrúar 1940 Dáinn 15. júní 1992 Þegar ég fer að bijóta upp í kafla minnngar úr lífssögu,verður mér oft hugsað til ársins 1946, en það ár finnst mér að mörgu leyti verðskulda að nefna árið mitt. Þá um vorið kom ég í fyrsta sinn til Borgarness þeirra ára í atvinnu- leit. Og hvílík viðbrigði fyrir sextán ára ungling, alinn upp afskekktum stað og fáum kunnugur utan systk- inahóps. Þó var fljótlega tekið að bergja á þeim lífsnautnabrunnum, sem lengi var búið að láta sig dreyma. Kynnast fólki á sama aldri, hlusta á djassplötur og sögur frá fjölmenninu, hernámsárunum í Borgarnesi, reykja sígarettur og kjafta yfir kaffi eða kók eða jafn- vel öðrum drykkjum. Og að auki fylgdi að tala um skyttirí og veiði- ferðir. Meðal þeirra húsa sem ég fyrst kom í var litla húsið hennar Guðveigar Guðmundsdóttur í ofan- verðum Klettshalla. Guðveig var Fædd 7. desember 1906 Dáin 29. maí 1992 Hún elsku amma Gugga mín er dáin. Ég mun aldrei gleyma þessari góðu konu sem alltaf átti til pönnu- kökur, piparkökur og kók þegar við komum til hennar í Fannborgina, alltaf vildi hún vera að gleðja alla með einhveiju. Hún var þá búin að fá berkla og fékk hún þá árið 1957 en komst yfir þá sem betur fór. Stuttu seinna missti hún manninn sinn, en hann fékk hjartaáfall árið 1963. Eftir að hún var búin að búa í Fannborginni í nokkur ár fluttist hún í sjúkraskýlið á Þingeyri af einhveijum veikindum. Ég held hún hafi helst viljað fara til Þingeyrar vegna þess að hún var búin að búa þar mest megnis síðan hún var 14 ára, svo búa 3 böm hennar þar af fædd 3. apríl 1885 og dó 10. febr- úar 1950. Þessi heiðurskona bjó í þessu litla húsi ásamt syni sínum og dóttursyni og þarna kynntist ég einnig fyrst dóttur hennar og tengdasyni, þeim Jórunni Pálsdótt- ur og Pétri Tómassyni verka- manni, og svo syni þeirra Stefáni Borgfjörð. Þetta fólk hefur svo verið meðal vina okkar allar götur síðan og enn þær kynslóðir sem síðan hafa orðið til orðið góðvinir okkar barna gegnum árin til þessa. Ég kom svo -oft á heimili þeirra Jóm og Péturs og með því þróað- ist vinátta okkar Stebba sem stóð um árabil. Þetta fólk hvarf svo út úr tilverunni eitt og eitt og alltaf hnykkti manni við og var svolítið bitinn af samvisku um sinn þó um seinan væri, yfir að hafa ekki rækt betur þá skyldu að umgangast meira þá, sem sýnt höfðu manni vináttu. En á þessum áratugum hef ég þó notið þess að eiga að vini Stefán Borgfjörð Pétursson og við höfum þrátt fyrir allt átt 6. Eftir að hún fluttist þangað hitt- um við hana svo sjaldan, fómm ekki nema svona einu sinni til tvisv- ar á ári til Þingeyrar og vorum í svona viku í einu. Þegar við komum til hennar í skýlið var hún alltaf með box á borðinu hjá sér fullt af sælgæti og sagði kannski tvisvar til þrisvar meðan við vorum í heim- sókn hvem dag. „Fáið þið ykkur nú úr boxinu", svo endaði heim- sóknin á því að við gengum smá spotta. Enn einn góðan veðurdag varð hún svo veik að hún var flutt á sjúkrahúsið á ísafirði, eftir að hún var búin að liggja þar í tæpar tvær vikur sofnaði hún og vaknaði ekki aftur. Föstudaginn 29. maí fengum við þau skilaboð að mamma ætti að hringja í systur sína og var henni þá sagt að hún amma Gugga mín margar stundir saman góðar þó um sinn hafi hlé á orðið. Kannski má skjóta sér bak við það að ég er orðinn roskinn og hef þó nokkra fjölskyldu að umgangast en Stefán var einhleypur. Þó er vert á kveðju- stund að minnast margra góðra stunda og síðast er hann heimsótti mig fyrir rúmu ári og við höfðum tækifæri að talast við næturlangt svipað og oft áður. Stefán gekk ekki til langskóla- náms og hann fór heldur ekki til sjós eins og margir jafnaldrar hans á þeim árum. Eg held hann hafi aldrei unnið annars staðar en í Borgarnesi og múrverk og önnur byggingavinna voru hans ævistarf og hin seinni ár lauk hann námi i trésmíði og vann við það meðan heilsa leyfði. Hann fór að finna fyrir hjartabilun fyrir nokkrum árum og varð það til þess að hann fór í nokkru hægara starf, en að öðru leyti breytti hann ekki mikið um lífsstíl, kaus að halda sitt strik og hefur vafalaust gert sér ljóst að hvenær sem væri gæti kallið komið. Hann dó svo heima hjá sér að næturlagi og enginn til frásagn- ar frekar, það held ég hann hafi einmitt helst kosið fyrst tíminn var kominn hvort eð var. Margar voru þær ferðir sem við fórum til silungsveiða upp um fjöll og heiðar þegar við vorum yngri. væri dáin. Ég á eftir að sakna henn- ar mikið. Guð geymi elsku ömmu mína, með kveðju frá yngsta bama- barni hennar. Rósa Þórísdóttir. Við fórum oft eftir lok vinnuviku, á föstudagskvöldi og þá ekki spurt um veður, vel gallaðir og lágum úti næturlangt, komum svo kannski heim undir kvöld að laug- ardegi og höfðum lítið sofið og jafnvel stundum lítið aflað en ferð- in var fyrir öllu, þá vorum við í besta ástandi og fullhraustir og - fyrir kom það að við þurftum að bera miklar byrðar því stundum var þó aflað vel. Við fómm í lunda og kofnaleið- angur út í eyjar við mýrar og það var löng og stórfengleg vökunótt. Við fóram margar ferðir, mörg vor, til eggjatöku meðan mýramar á ökrum vora enn mýrar. Það voru stundum þung spor að komast út úr flóafenjunum til þurrara lands og stundum með fulla eggjakörfu í hvorri hendi. Allt þetta tilheyrir nú liðinni tíð. Ég veit ekki hvot nokkrir leggja það á sig núna að labba með nesti til tveggja daga þriggja klukku- tíma leið að Vikravatni, sem er í dalverpi upp af Norðurárdal og renna fyrir bleikju en þangað fór- um við margar ferðir, bæði í júní- mánuði og einnig oft um tíunda október á haustin. Né heldur veit ég hvort enn era til þeir vitleysing- ar að labba upp á múlana af Borg- arhreppi og leita að einhveijum tjörnum sem kynnu að innihalda veiðanlegar silungsbröndur og spandera í þann leiðangur allri helginni. Kannski vora þessar ferð- ir öðram þræði farnar vegna þess að það freistaði okkar enn meira að aðrir nenntu þessu alls ekki. Borgfirðingurinn Guðmundur Böðvarsson sagði: Hve skammt nær vor síðbúna þökk í þögnina inn sem þulin er líkt og afsökun horfnum vini. Hve stöndum vér fjarri þá stund er í hinsta sinn hans stirðnuðu hönd vér þrýstum í kveðjuskyni. Nú þegar Stefán vinur minn hefur lagt í sína ferð héðan sem við vit- um lítið um endalok eða aflaföng, þá held ég að hans hlutur hljóti að verða þar ekki síðri en gerist, geri ég mér ljóst, að kveðja mín er síðbúin. Þó detta mér til hugar þessar línur úr kvæði skáldsins. Við vitum að allra bíða endalokin, þar verður engu um breytt. En ég er einn þeirra sem gæti alveg hugs- að mér lengri dvöl hér og ennþá ekki til í að nenna í þá ferð. Helgi Ormsson. Guðbjörg Símonar- dóttir - Kveðjuorð + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, MARGRÉTS. HALLDÓRSDÓTTIR, Vesturbergi 4, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. júlíkl. 13.30. Ólafur Þ. Ólafsson, Þóra H. Ólafsdóttir, Bryndfs Ólafsdóttir, Jakob B. Ólafsson. + Innilegar þakkir fyrir samúö og vináttu við andlót og útför fööur okkar, tengdaföður og afa, OTTÓ S. JÓNASSONAR fv. brunavarðar, Hringbraut 78. Sérstakar þakkir til Brunavarðafélags Reykjavíkur. Ása G. Ottósdóttir, Albert Stefánsson, Elfsabet S. Ottósdóttir, örn Johnson, Helga K. Ottósdóttir og barnabörn. t Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR BJÖRNSSON frá Siglufirði, Bollagörðum 41, Seltjarnarnesi, verður jarðsetturfrá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Anna Laufey Þórhallsdóttir, Lúðvfk Lúðvíksson, Frfða Sjöfn Lúðvíksdóttir, Hanna Þóra Lúðviksdóttir, Margrét Halla Lúðvíksdóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs sonar míns, bróður okkar, mágs og móðurbróður, WALTERS ANTONSSONAR hæstaréttarlögmanns, Eskihlfð 8, Reykjavfk. Jónína Kristín Gunnarsdóttir, Elsa Rúna Antonsdóttir, Eyjólfur Björgvinsson, Gunnar H. Antonsson, Anton Eyjólfsson. + Þökkum innilega vinarhug og samúöarkveðjur vegna andláts og jarðarfarar ÁGÚSTS FJELDSTED hæstaréttarlögmanns. Eiginkona, börn, barnabörn og tengdabörn. Lokað Vegna útfarar ÞORVARÐAR ÁRNASONAR verður skrifstofa vor lokuð frá hádegi í dag, miðvikudag- inn 8. júlí 1992. Lögmenn, Höfðabakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.