Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1992 15 okkar á sviði sjávarútvegs. Þess vegna er skynsamlegast að semja um framtíðarskipan samskipta Is- lands og EB áður en Noregur er kominn EB-megin við borðið. Vissu- lega hefur verið erfitt að eiga við EB á undanförnum árum i málefn- um sjávarútvegsins en hálfu verra verður það þegar Noregur fer að reka sjávarútvegssamkeppni sína við ísland í gegnum EB. Hugsanleg EB-aðild Noregs er þess vegna enn frekari rök fyrir því að bíða ekki með varanlega tvíhliða lausn við EB heldur fara strax í formlegar viðræður um slíka skipan áður en Noregur er kominn EB- megin við borðið. 3. aðferð. Þriðja aðferðin er að horfast í augu við þá staðreynd að öll önnur aðildarríki EES líta á samninginn eingöngu sem biðsal fyrir EB-aðild og Island segi þess vegna skýrt við EB og hin EFTA-ríkin: Sú ieið sem þið hafið ákveðið, að stækka EB með nýjum aðildarríkj- um, er önnur leið en EES-samning- urinn var byggður á í upphafi við- ræðnanna. Hann er þess vegna nú orðinn bráðabirgðaskipan. Allt gangvirki hans mun þess vegna af ykkar hálfu fyrst og fremst miðast við árangur í formlegum viðræðum ykkar um stækkun EB. ísland hefur hins vegar valið aðra leið: Sjálfstæðan tvíhliða samning við EB um viðskipti og samvinnu. Það þjónar best íslenskum hags- munum og reyndar líka samninga- ferli hinna EFTA-ríkjanna um EB- aðild að ísland fari beint og án milli- lendingar í gerð tvíhliða samnings milli Islands og Evrópubandalags- ins. Á þann hátt yrði ísland ekki til trafala í samningum hinna EFTA-ríkjanna við EB. Þau gætu íreynd haft EES-samn- inginn sem æfingabúðir fyrir EB- aðild eins og þau greinilega vilja. Við færum hins vegar fara án tafar íþað sem við kjósum sem framtíðar- lausn, sjálfstæðan tvíhliða samning um viðskipti og samvinnu. Evrópubandalagið gæti ekki neit- að slíkri ósk þar eð leiðtogar banda- lagsins hafa nú þegar ákveðið á fundi sínum í Lissabon að hefja formlegarviðræður við hin EFTA- ríkin um aðra framtíðarskipan en EES. Hin EFTA-ríkin gætu heldur ekki gert athugasemdir þar eð þau höfðu sjálf frumkvæði að því að velja aðra framtíðarleið en EES. Þau hafa nú þegar lýst því yfir að þau ætli sér að notast við EES eingöngu sem eins skammvinna bráðabirgða- lausn og hægt er. Hin EFTA-ríkin sæju líka mikla kosti við að vera laus við þá árekstra sem óhjákvæmi- lega hlytust af NEI-hlutverki ís- lands í stofnunum EES. Að fara strax að vinna að hinni varanlegu framtíðarlausn fyrir ís- land — sjálfstæðum viðskiptasamn- ingi — væri því í reynd hagkvæm- asta lausnin fyrir alla: ísland, EB og hin EFTA-ríkin. Reyndar eru miklar líkur á því að sú leið myndi skapa íslandi sterk- ari stöðu gagnvart EB og EFTA á næstu árum heldur en NEI-hlut- verkið sem ísland er dæmt til að gegna í EES. ísland myndi strax hljóta góðvild og aukinn skilning og vera laust við hlutverk skemmd- arvargsins gagnvart hinum EFTA- ríkjunum og EB meðan bráða- birgðaskipan EES yrði við lýði. Efni sjálfstæðs tvíhliða samnings í samþykkt þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Alþýðubandalags- ins er lagt til að niðurstöður EES- samninganna verði endurskoðaðar þegar í haust með það að markmiði að gera sjálfstæðan tvíhliða við- skiptasamning milli íslands og EB. Slíkur sjálfstæður samningur ís- lands og EB yrði m.a. byggður á viðskiptaþáttum EES-samningsins, sérstökum sjávarútvegssamningi og bókun 6 í samningum við EB sem verið hefur í gildi síðan 1976. Framkvæmd tvíhliða samnings milii íslands og Evrópubandalagsins yrði einfaldari í sniðum heldur en samkvæmt EES-samningnum. Ein- göngu verði sett á fót samstarfs- nefnd um eftirlit og gerðardómi beitt ef deilumál um framkvæmd samningsins verða ekki útkljáð. Pólitísk vandamál yrðu fyrst og fremst leyst í ráðherraviðræðum. í slíkum tvíhliða samningi íslands og EB verði m.a. byggt á hugmynd- um um fijálsa vöruflutninga, fólks- flutninga, þjónustustarfsemi, fjár- magnsflutninga og almenna sam- keppni auk þess sem hafðar verði til hliðsjónar reglur Norðurlandanna um vinnumarkað og búseturétt. Réttur íslendinga til að skipa for- ræði og eignarhaldi á auðlindum til lands og sjávar með sérstökum lög- um verði afdráttarlaus. Þessi samningur yrði ekki aðeins um viðskipti heldur myndi hann einnig fjalla um samvinnu íslands og EB á öðrum sviðum, svo sem varðandi rannsóknir og þróun, um- hverfismál, menntun og menningu. Samningurinn yrði gerður á þann hátt að þar yrðu engin atriði sem brytu í bága við stjórnarskrá né heldur yrði efnislegt og formlegt löggjafarvald á íslandi tekið úr höndum Alþingis og þjóðarinnar. Sýnishorn Til að skýra betur þennan raun- hæfa valkost fékk ég sérfræðinga til að setja saman fullbúið sýnishom af slíkum sjálfstæðum samningi ís- lands og Evrópubandalagsins um viðskipti og samvinnu. Á blaða- mannafundi 29. júní var sýnishornið lagj; fram til kynningar svo að hver og einn gæti íjallað um sanmings- gerðina á hlutlausum grundvelli. Það er til reiðu sérhveijum áhuga- manni eða sérfræðingi sem vildi skoða það nánar. Munurinn á tvíhliða sýnishorninu og EES-samningnum eins og hann liggur fyrir felst fyrst og fremst í eftirfarandi höfuðatriðum: 1. Stofnanabákn EES-samnings- ins er ekki að finna í hinum sjálf- stæða viðskiptasamningi. 2. Báðir aðilar, ísland og EB, hafa sama rétt til að gera formlegar tillögur um nýskipan viðskipta í framtíðinni. í EES-samningnum hefur Evrópubandalagið eitt slíkan rétt. 3. ísland hefur fullt forræði á auðlindum og auðlindanýtingu á öll- um sviðum sjávarútvegs, landgæða, orku og vatnsframleiðslu en í EES- samningnum er slíkt forræði ein- göngu í fiskveiðum. 4. Löggjafarvald og dómsvald yrðu ótvírætt í höndum íslenskra stofnana samkvæmt íslenskri stjórnarskrá en verulegar breyting- ar er að finna í EES-samningnum. Sterk rök hafa verið færð fyrir því að þær breytingar standist ekki ís- lensku stjórnarskrána. 5. íslendingar hefðu sömu mögu- leika til að tryggja jafnvægi á hér- lendum vinnumarkaði og tíðkast hefur í samskiptum Norðurlanda. í EES-samningnum fá ríki Evrópu- bandalagsins mun meiri rétt gagn- vart íslenska vinnumarkaðnum en Norðurlöndin hafa haft til þessa. Viðskiptasamningur — efnahagstengsl í raun má einfalda málið með því að segja að sú leið sem Alþýðu- bandalagið leggur til feli í sér víð- tækan samning um viðskipti og aukna samvinnu á sviði rannsókna, umhverfismála, menningar og mennta. EES-samningurinn felur hins vegar í sér til viðbótar að tengja ísland með formlegum hætti inn í það stofnanavirki, sumir segja skrif- ræðisbákn, sem er kjarninn í þeim breytingum sem forysta Evrópu- bandalagsins hefur knúið fram. Annar samningurinn, sá sem við leggjum til, snýst. eingöngu um við- skipti og efnhagslíf, fijálsa vöru- flutninga, fólksflutninga, þjónustu- starfsemi og fjármagnsflutninga auk almennrar samkeppni og sam- vinnu á ýmsum öðrum sviðum. Hinn samningurinn, EES, er kerf- isgrind til undirbúnings aðild að EB, með ítarlegum köflum um stjóm- skipan, stofnanir, dómstóla, embættiskerfi og eftirlit sem allt tekur mið af stofnanauppbyggingu EB. Auk þess felur hann í sér yfír- ráð EB í allri formlegri ákvarðana- töku. Okkar leið er leið viðskiptahags- muna og fjölþættra efnahagstengsla sem fyrst og fremst taka mið af hagsmunum íslands. Leið EES- samningsins vísar hins vegar beint Samkvæmt upplýsingum Mark- úsar Amar Antonssonar borgar- stjóra höfðu Ráðningaskrifstofu Reykjavíkurborgar borist 3.190 umsóknir um sumarstörf um síðustu mánaðamót, og þar af væri búið að ráða 1.943 til stofnana og fyrir- tækja borgarinnar. Ráðingarstof- unni bárust alls 1.916 umsóknir frá skólafólki um sumarstörf í fyrra. Þar af hefðu 1.307 verið ráðnir til borgarinnar um lengri eða skemmri tíma í fyrrasumar. Þá kom fram að í fjárhagsáætlun 1991 hefði verið miðað við 300 sum- í stofnanavirki skrifræðisins íBruss- el og tekur mið af stofnanatengslum Evrópubandalagsríkja. Það er sérkennilegt að ýmsir sem hafa á undanförnum árum barist eindregið gegn ríkisafskiptum í ís- lenska hagkerfinu og krafist þess að aukið fijálsræði markaðsaflanna fengi að ríkja í okkar landi — sbr. kjörorðið Báknið burt — eru nú orðnir áköfustu talsmenn þess að gera skrifræðisbáknið i Brussel, sem annast mun allt formlegt frum- kvæði í EES, að aðaláhrifaafli í efnahagsmálum íslendinga í fram- tíðinni. Það er greinilega ekki sama hvort að afskipti báknsins eru inn- lend eða ættuð frá EB. Er það virki- lega þannig að opinber afskipti og embættismannakrukkið í hagkerf- inu séu í hugum þessara manna aðeins vond ef kontoristarnir eru með íslenskt vegabréf en af hinu góða ef vegabréf kontoristanna eru komin frá EB, blá með gulum stjöm- um? Eg hefði haldið að raunverulegir markaðssinnar og hægri menn, sem fyrst og fremst líta á kosti sam- keppni og fijálsræðis án ríkisaf- skipta, ættu mun meiri samleið með okkar tillögum — tillögum um sjálf- stæðan samning um viðskipti — heldur en að fylgja utanríkisráðherr- anum inn í reglugerðafrumskóg og löggilt skrifræðisbákn EES, þar sem miðstýringaröflin og afskipta- sinnarnir í höfuðstöðvum Evrópu- bandalagsins með Delors í broddi fylkingar fara með allt formlegt vald. Einangrast ísland? — Viðræður strax Það eina sem getur forðað íslandi frá því að einangrast og vera eitt og sér með aðeins bráðabirgða- lausnina EES í höndunum, er að arstörf hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í 8 vikur og kostnaður af þeim verið áætlaður 87.832.000. Síðan hefði verið ákveðið að ráða í 100 störf til viðbótar og samþykkt aukafjárveiting í því skyni að fjár- hæð 29.593.000 krónur. Hann sagði að forsendur fjár- hagsáætlunar yfirstandandi árs hefðu verið hinar sömu og í fyrra en til viðbótar hefði verið ráðið í 400 störf. Samtals yrðu því 700 skólanemar við störf hjá skógræktarfélaginu í sumar á móti 400 í fyrra. óska nú þegar eftir formlegum við- ræðum við EB um raunverulega framtíðarskipan, sjálfstæðan tví- hliða viðskiptasamning íslands og Evrópubandalagsins. Öll önnur aðildarríki EES hafa ákveðið að halda áfram viðræðum um aðra framtíðarskipan en EES. ísland á það því á hættu að vera eina EFTÁ-landið sem ekki er í við- ræðum við EB um nýjan framtíðar- skipan samskiptanna. Hin EFTA-ríkin munu strax í september hefja könnunarviðræður um aðild að EB. Utanríkisráðherra íslands má hins vegar ekki heyra á neitt annað minnst en EES. Afstaða hans er lík afstöðu bamsins sem starir hugfangið á blöðruna sína en veit ekki að innan tíðar verður allt loft farið úr henni. Fái utanríkisráðherrann að ráða verður niðurstaðan í haust sú að öll EFTA-ríkin nema ísland halda áfram í viðræðum við EB og ísland einangrast eitt og sér frá þróun samskipta í álfunni. Það er óskyn- samleg leið og hún brýtur í bága við framtíðarhagsmuni íslands. Ef ísland hafnar að verða sam- ferða hinum EFTA-ríkjunum í að- ildarumsókn að EB, þá er eina raun- hæfa leiðin að hefja nú þegar í haust formlegar samningaviðræður milli íslands og EB um framtíðarskipan samskipta landsins við bandalagið, sjálfstæðan tvíhliða samning milli íslands og EB um viðskipti og sam- vinnu. Allt annað er skortur á raunsæi. Aðgerðarlaus bið í bráðabirgðastöðu EES getur ekki gert annað en tafið fyrir að þjóðin nái farsælli niður- stöðu sem dugi fyrir ísland til fram- búðar. Höfundur er alþingismaður og formaður Alþýðubandalagsins. í forsendum fjárhagsáætlana borgarinnar 1991 og 1992 hefði verið gert ráð fyrir 186 störfum hjá garðyrkjustjóra og 195 störfum á vegum embættis gatnamálastjóra, 125 sumarstörfum í bækistöðvum gatnamálastjóra og um 70 störfum í öðrum deildum sem hann hefði umsjón með. Þá hefði í forsendum fjárhagsáætlunar bæði árin verið gert ráð fyrir 100 sumarstörfum hjá Iþrótta- og tómstundaráði. Erfitt væri með sama hætti að henda reiður á sumastörfum skóla- fólks hjá öðrum stofnunum og deild- um borgarsjóðs, þar sem sá kostn- aður væri víða innifalinn í kostnaði af afleysingum, en sennilega væri þar um að ræða 300 sumarstörf, þar af ríflega 100 á Borgarspítalan- um. Við þetta bættust 120 sumarstörf hjá veitustofnunum borgarinnar. Markús Öm sagði að því virtist að jafnaði mega gera ráð fyrir um 900 sumarstörfum í forsendum umræddra fjárhagsáætlana 1991 og 1992. Reykjavíkurborg: Kostnaður borgarinnar vegna sumarstarfa um 370 milljónir Sumarið 1991 voru veittar 64 milljónir Aukafjárveitingar úr borgarsjóði vegna sérstakra ráðstafana í at- vinnumálum skólafóiks nema samtals 339 milljónum króna. Þar af renna 185,3 milljónir til sumarstarfa skólafólks á 16. ári og eldri en 153,7 miiyónir til viðhalds grunnskólamannvirkja. Þar til viðbótar er áætlað að samþykktar heimildir til að fjölga sumarstörfum hjá veitustofnununum um að minnsta kosti 100 hafi í för með sér um 30 miiyóna króna kostnað. Heildarkostnaður borgarsjóðs og borgar- fyrirtsekja af framangreindum ráðstöfunum verður því vart undir 370 miiyónum króna á þessu ári. Samþykktar aukafjárveitingar vegna sumarstarfa skólafóiks árið 1991 voru um 64 milljónir króna. /— —"A Q benelíon J Föt fyrir alla Lokaðí Barnafatnaður Unglingafatnaður dag og fimmtudag vegna verðbreytinga --------------\ Qt benefíon \_____________J KRINGLUNNI ÚTSALAN hefst á föstudag Benetton markaðurinn, SkiphoHi 50c, verður opinn eins og venjulega mánud.- föstud. frá kl. 10.30-1&00. markaöHiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.