Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JULI 1992 jMwgmiMafrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 110 kr. eintakið. Eftirlitsmenn um borð Allt frá því kvótakerfið var tekið upp við fískveiðar hefur því verið haldið fram, að smáfíski sé fleygt í sjóinn, en þó fyrst og fremst umfram- afla af þeim tegundum, sem kvótinn nær yfir. Viðurlög eru ströng við því að veiða umfram heimildir, en auk sekta er kvóti viðkomandi skips skorinn nið- ur. Fullyrðingar þessa efnis hafa orðið æ háværari síðustu árin eftir því sem aflaheimildir hafa minnkað og meðal þeirra, sem hafa haldið þessu fram, eru sjómenn, sem gerzt eiga að vita um málið. Þó hefur fyrst kastað tólfunum eftir til- komu frystitogaranna. Hávær- ar raddir hafa verið um það innan sjávarútvegsins að frá þeim sé óhemju magni hent í sjóinn. Aldrei hefur þó tekizt að fá formlega staðfestingu á þessum áburði, enda eru menn tregir til að koma fram undir eigin nafni til að bera vitni um það. Þar kemur margt til, m.a. að sjómenn óttast að missa skipsrúm lýsi þeir því sem þeir segjast hafa séð með eigin augum eða tekið þátt í sjálfir. Þess vegna eru staðhæfing- arnar almenns eðlis. Stjórnvöld hafa ítrekað reynt að sannreyna þennan orðróm, en það hefur engan árangur borið. Veiðieftirlits- menn hafa m.a. verið um borð í frystitogurunum tímabundið en þeir hafa ekki orðið varir við að óeðlilega miklu sé hent. Kannaðar hafa verið uppgefn- ar aflatölur frystitogara og þær bornar saman við sölutöl- ur erlendis án þess að nokkuð athugavert hafi komið í ljós. Miklar deilur hafa staðið um útgerð frystitogaranna undan- farin misseri og kröfur hafa komið fram um, að þeim verði fækkað eða að þeim fjölgi ekki, að þeim verði beint á fjarlæg mið og að þeir þoli meiri afla- skerðingu en aðrir við núver- andi aðstæður. Frystitogar- arnir eru sérstakur þyrnir í augum ýmissa verkalýðsfor- ingja innan Verkamannasam- bandsins, sem halda þvi fram, að útgerð þeirra taki vinnu frá fólki í fískvinnslustöðvum. Sem kunnugt er þá er afli frystitogaranna unninn um borð og jafnvel seldur beint til kaupenda erlendis án milli- göngu sölusamtakanna. Útgerðarmenn frystitogar- anna vísa þessu öllu á bug, ekki sízt fullyrðingum um, að físki sé hent í stórum stíl fyrir borð. Þeir benda m.a. á, að oft séu það útgerðarmenn og sjó- menn minni fiskiskipa, sem að þessum fullyrðingum standi vegna þess að þeir telji hags- munum sínum ógnað, að þeir fái minna í sinn hlut. Útgerð- armenn frystitogaranna telja fráleitt að hefta þá útgerð, sem skilar langmestum arði, sé langhagkvæmust. Augljóst er, að það er erfitt fyrir frystitogaraútgerðina að sitja undir sífelldum ásökunum um að henda afla fyrir borð, ekki sízt vegna þess mikla af- laniðurskurðar sem framund- an er. Kominn er tími til að hið sanna komi í ljós og því hljóta útgerðarmenn frystitog- aranna að fagna þeirri yfírlýs- ingu Þorsteins Pálssonar, sjáv- arútvegsráðherra, að hann muni beita heimildarákvæðum laga frá sl. vori um eflingu veiðieftirlits og setja eftirlits- menn um borð í alla frystitog- ara. Ráðherrann mun setja reglugerð um þetta síðar í þessum mánuði. Þorsteinn Pálsson sagði í fréttaviðtali í Morgunblaðinu í gær m.a.: „Frumvarpið, sem varð að lögum í vor, fól það í sér að meiri kröfur eru nú gerðar um nýtingu á hráefni um borð í fískiskipum, jafnframt því sem gerðar eru auknar kröfur um aðbúnað og vinnslurými um borð. Reglugerðinni, sem sjáv- arútvegsráðuneytið gefur síð- an út síðar í þessum mánuði, er ætlað að taka til allra þess- ara þátta." Þótt setning veiðieftirlits- manna um borð muni kannski ekki færa sönnur á það liðna mun vera þeirra um borð taka af öll tvímæli um að fiski verði ekki hent. Það er ekki endalaust hægt að horfa fram hjá þessum há- væru fullyrðingum án þess að til aðgerða sé gripið og því ber að fagna að sjávarútvegsráð- herra lætur nú málið til sín taka. Eins og komið er efna- hag þjóðarinnar, og sjávarút- vegsins sérstaklega, er brýn nauðsyn á því, að allur afli sé nýttur og meðferð hans sé eins góð og bezt verður á kosið. Það færir aukna björg í þjóðar- búið. Sérfræðinganefnd um EES og stjórnarskrána skilar áliti Lögfræðingarnir kynna niðurstöðu sína á blaðamannafundi. Frá vinstri: Ólafur Walther Stefánsson, skrifst lagaprófessorarnir Stefán Már Stefánsson og Gunnar G. Schram, Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari og ríkisráðherra. Eiiginn vafi á að san • * urinn stenzt stjornai - segir Gunnar G. Schram, einn nefndarmanna NEFND fjögurra lögfræðinga, sem utanríkisráðherra skipaði í apríl, skilaði í gær áliti sínu um það hvort samningurinn um Evrópskt efna- hagssvæði (EES) brjóti í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eður ei. Svar nefndarinnar er afdráttarlaust. Á blaðamannafundi, þar sem niðurstöður hennar voru kynntar í gær, kom fram að lögfræðingarn- ir fjórir lclja að engin ákvæði EES-samningsins brjóti íslenzku stjórnarskrána, hvorki ein sér né saman. Nefndin telur engan vafa leika á stjórnarskrárhæfi samningsins og sé því engin þörf á að breyta stjórnarskráiini þótt EES-samningurinn verði lögfestur. Þór Vilhjálmsson, hæstaréttar- hægt að afgreiða mjög fljótlega. Það dómari og formaður nefndarinnar, kynnti niðurstöður hennar á blaða- mannafundinum, sem boðaður var af hálfu utanríkisráðuneytisins. Þór sagði að fjórmenningarnir hefðu síð- an um miðjan apríl skoðað málið og velt fyrir sér hvort sjö ákvæði stjórn- arskrárinnar gætu hugsanlega skipt máli varðandi EES-samninginn. Niðurstaða þeirra hefði orðið sú að aðeins 2. grein stjórnarskrárinnar skipti máli. Greinin er svohljóðandi: „Alþingi og forseti íslands fara sam- an með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum lands- lögum fara með framkvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið." Margar undantekningar frá 2. grein Þór sagði að grein þessi væri meginregla, sem margar undantekn- ingar væru frá í íslenzkum rétti. Vel þekkt og mikilvæg undantekn- ing væri að löggjafarvald væri ekki eingöngu í höndum forseta og Al- þingis, heldur einnig í höndum stjórnvalda, sem fengju með lögum heimild til að setja reglugerðir. Þór sagði að varðandi löggjafar- valdið væri málið tiltölulega einfalt. „Það er ákvæði í samningunum, svokallaðri bókun 35, sem segir skýrum orðum að löggjafarvaldið sé ekki í höndum þeirra stofnana, sem á að setja á fót samkvæmt samn- ingnum," sagði hann. „Með öðrum orðum er ekki um neitt framsal lög- gjafarvalds að ræða. Þetta teljum við skýrt og ótvírætt." Einkum samkeppnisreglur sem koma til skoðunar Varðandi framkvæmdavaldið sagði Þór að þrjú atriði kæmu eink- um til skoðunar. „Tvö þeirra er varðar reglurnar um opinbera styrki og opinber innkaup, sem við teljum að séu ekki þess eðlis að þurfi að ræða það mikið nánar. Þær varða ekki okkar viðfangsefni og geta ekki verið í andstöðu við stjórnar- skrána," sagði hann. Þór sagði að eftir stæði hins vegar þriðja atriðið, sem væru samkeppnisreglur EES- samningsins. I þeim er til dæmis kveðið á um að eftirlitsstofnun Frí- verzlunarsamtaka Evrópu (EFTA), sem fyrirhugað er að koma á sam- kvæmt EES-samningnum, hafi vald til að sekta fyrirtæki, sem brjóta reglurnar, og að þær sektir séu aðf- ararhæfar í heimalandi fyrirtækis- ins. Ákvarðanir eftirlitsstofnunar- innar fyrir fyrirtæki eru bindandi, samkvæmt samningnum. „Við bend- um á að það er viðurkennt í íslenzk- um rétti að þegar um samningagerð um viðskipti við önnur lönd er að ræða sé ekki hægt að láta svo sem íslenzk lög eigi að gilda um það allt. Viðskiptin við önnur lönd eru þess eðlis að við hljótum að viðurkenna að stundum þarf að beita erlendum réttarreglum," sagði Þór og bætti við að samkvæmt lagaskilarétti eða reglum um alþjóðlegan einkamála- rétt ætti stundum að beita útlendum lagareglum í viðskiptum. Hann sagði að dæmi væru þess einnig að ákvarð- anir erlendra stjórnvalda giltu hér á landi og væru aðfararhæfar. Einnig væru dæmi þess að erlendir dómar væru undirstaða aðfarar á íslandi. „Allt þetta er til í gildandi íslenzkum lögum, aðallega í sambandi við nor- ræna samvinnu. Við teljum þetta líka skipta máli, þetta sýnir að 2. grein stjórnarskrárinnar er því ekki til fyrirstöðu að á takmörkuðum sviðum sé Iagt til grundvallar það sem ákveðið er af erlendum stjórn- völdum eða erlendum dómstólum," sagði Þór. Hann sagði að nefndin teldi að það svið, þar sem slíkar reglur ættu að gilda, yrði að vera vel afmarkað, takmarkað og það mætti ekki fela í sér verulega íþyngjandi reglur fyr- ir íslenzka aðila. „Við veltum því fyrir okkur hvort þetta gildi um samningana sem við höfum fyrir framan okkur og erum að fjalla um. Við komumst að þeirri niðurstöðu að þetta gildi um þá, þannig að það verði ekki sagt að þessir samningar og reglur þeirra um eftirlitsstofnun EFTA og aðrar stofnanir og vald þessara stofnana til að mæla fyrir um samkeppni á íslandi brjóti í bága við stjórnarskrána," sagði hann. Þór lagði áherzlu á að þetta atriði væri það, sem mestu máli skipti í áliti nefndarinnar. Hvað dómsvald varðar sagði Þór að margt það sama gilti og um fram- kvæmdavaldsþáttinn. „Eftirlits- stofnun EFTA og dómstóll EFTA eru stofnanir, sem munu geta mælt fyrir um samkeppni, og það er ekki andstætt stjórnarskránni að okkar áliti," sagði Þór. Hann sagði að öll önnur atriði, sem komið hefðu til skoðunar varðandi dómsvaldið, væru samrýmanleg stjórnarskránni. Sljórnarskrárbreytingar ekki þörf nú Þór sagði að nefndin benti stutt- lega á það í áliti sínu að kæmi síðar í ljós að samningurinn reyndist þannig í framkvæmd að forsendur nefndarinnar stæðust ekki, mætti breyta stjórnarskránni eða segja samningnum upp. „En heildarniður- staðan er sú að þessi samningsgerð fær samrýmzt íslenzku stjórnar- skránni," sagði Þór. Hann sagði að mat lögfræðinganna væri byggt á góðri trú um að stjórnarskrárbreyt- ingar væri ekki þörf vegna EES- samningsins. „Megineinkenni á þessum samningum, sem hér liggja fyrir, er að þeir gera ráð fyrir að það verði þróun í átt til þess mark- miðs um fjórfrelsið og önnur atriði, sem sett eru fram í samningnum. Þegar hafa verið settar margs konar reglur á þessu sviði og þær verða lögí'estar eftir því sem tilefni er til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.