Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.07.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚU 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. aprfl) ** Þér munu farast vel úr hendi öll verkefni sem þú tekst þér á hendur á heimilinu í dag. Á vinnustað eru líkur á misskiln- ingi sem þú þarft að leiðrétta. Naut (20. aprfl - 20. maí) Maki eða mjög náinn vinur kann að hafa gert áætlanir sem stangast á við það sem þú vilt gera. Reynið fyrir alla muni að komast að samkomu- lagi um málið. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú ættir ekki að falast eftir láni í dag, heldur reyna að leysa málin sjálfur. Þú þarft að taka eyðslu þína til ræki- legrar endurskoðunar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Eitthvert ósamræmi er hjá hjónafólki í dag. Góð leið til að losa um hnútinn er að gera eitthvað saman, fara til dæmis út að borða eða í kvikmynda- hús. (23. júlf - 22. ágúst) Þú hefur ómeðvitað ráðskast með annarra manna tilfinn- ingar og þarft að læra að vera nærgætinn. Þú hefur ekki allt- af rétt fyrir þér. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ef finnst þér einhver hafa hafnað þér ættir þú að kanna hvort það eru ekki viðbrögð við einhvetju sem þú gerðir eða sagðir. Höfnunin þarf ekki endilega að beinast að þér sem manneskju. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefur yfirstigið erfiðleika sem þú vannst að af tölu- verðri einbeitni. Nú ættir þú að snúa þér að þínum nán- ustu. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) 90$ Þú ert ósammála einhveijum í dag, en þar sem um er að ræða smáatriði, ættir þú ekki að láta þessar ólíku skoðanir koma þér úr jafnvægi. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) m Þetta er ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarð- anir I Qármálum. Þú ættir að taka þér umhugsunarfrest. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert fremur kuldalegur í samskiptum í dag. Líkamlegt ástand þarfnast þess að þú gerir eitthvað t málunum Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) dA Þú hefur efasemdir um getu þína í ákveðnu máli. Þú ættir ekki að ganga til verks fyrr en þú ert sannfærður um að geta lokið því. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) JSt Vinur þinn er í slæmu skapi í dag. Láttu það ekki trufla þig, því þú stendur sjálfur frammi fyrir fremur erfiðu verkefni. Stjörnusþána á aó lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI To/HAU, þú HL OST/tfíTV ALPnet... T* ÖSKANOi AP MyNOie HUGSA-. BEGGJX HLí£>/f 'yfóu/p EN i ió^ka V7— Tv7 L-JV/OIVM 7 / / hafix T“ VSGHA I FERDINAND SMÁFÓLK It was a dark NO 10ONPER YOUR ST0RIE5 It was a dark and stormy níght. i NEVER 5ELL ...THEY ALL BEélN THE SAME U)AY.. and stormy noon. D o> « .2 1 V) • 5 a> U. 3 1 S/gjjlmU $ 5- n $ © Það var dimm óveðursnótt Engin furða þó að sögurnar þínar seljist Það var dimmt óveðurshádegi aldrei ... þær byija aiiar eins BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Danimir Christiansen og Grau- lund villtust illa af leið þegar Sverrir Ármannsson stríðnisdo- blaði tvíræða opnun suðurs á 2 laufum með minna en ekki neitt. Þetta var í síðari leik liðanna á Norðurlandamótinu: Norður gefur, allir á hættu. Vestur Norður ♦ 9862 ¥ Á1086 ♦ Á643 ♦ 8 Austur ♦ G107 ♦ D543 ¥943 II ¥ D75 ♦ 87 ♦ KG95 ♦ DG752 Suður ♦ 104 ♦ ÁK ¥ KG2 ♦ D102 ♦ ÁK963 Vestur Noröur Austur Suður Sverrir Christ- iansen Matthías Graulund — Pass Pass 2 lauf Dobl (n) 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 tfglar Pass 4 grönd Pass Pass Pass Opnun suðurs var annaðhvort sterk eða veik með tígullit. Dobl á slíkum opnunum sýnir venjulega góð spil, a.m.k. 13 hp. En Sverrir nennti ekki að sitja aðgerðarlaus og doblaði til að „hræra upp í stöð- unni“. Sem tókst svo sannarlega. Christiansen gerir ráð fyrir að makker sé með veika tvo í tígli og segir því rólega 2 tígla við do- blinu. Þegar Graulund sýnir svo jafnskipta hönd með 20-22 punkta ákveður Christiansen að dobl Sverris sé byggt á lauflit miklum og reynir hvað hann getur til að komast á annan samning en 3 grönd. Fyrst spyr hann um há- liti og býst svo við tígulsamlegu þegar Graulund neitar fjórspila hálit. En Graulund átti ekkert nema lauf. Sverrir spilaði út spaðagosa og Graulund fór strax í hjartað, tók kónginn og spilaði litlu á tíuna. Matthías átti slaginn og spilaði áfram spaða. Graulund tók næst tvo slagi á hjarta og spilaði síðan tígli úr borðinu og lét tíuna. Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar tían átti slaginn og leit spurnaraugum á Sverri. Hann lét tíguldrottninguna rúlla hring- inn, en Matthías átti of mikið í litnum og Graulund gat aldrei fengið nema níu slagi. Hinum megin spiluðu Karl og Sævar 3 grönd og fengu 10 slagi! SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á ólympíumótinu í Manila um daginn kom þessi staða upp í við- ureign stórmeistaranna Loginov (2.540), Úsbekistan og Azma- iparashvili (2.610), Georgíu, sem hafði svart og átti leik. Hvíta stað- an er betri, eftir t.d. 31. - Rxh3+ 32. Kg2 - Rd8 33. c4 - Hb4 34. Dxe5 blasir afhroð við svarti. Georgíumaðurinn freistaði því gæfunnar með fórn: 33. Bxf4 - exf4 34. Rf3 - Hh5 35. Rh4 - Hxh4 og hvítur gafst upp, því eftir 36. gxh4 - f3 er hann óveijandi mát. Þetta eru glæsileg lok á skákinni, en í 34. leik missti hvftur af vöminni 34. Dc3! Þá getur hann svarað 34. - Hh5 með 35. Df3. Svartur hefði f raun getað gefist upp ef hvítur hefði fundið vörnina. Þessi heppnissigur bjargaði hinni öflugu sveit Georgíu frá al- gjöru afhroði gegn úsbekunum sigursælu, þv! á öllum hinum borð- unum þremur urðu þeir hlutskarp- ari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.