Morgunblaðið - 10.07.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 10.07.1992, Síða 1
64 SÍÐUR B/C/D 154. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýfundinn gígur tengd- ur afdrifum risaeðlna London. Reuter. BANDARÍSKIR vísindamenn telja sig hafa fundið staðinn þar sem risastór hlutur utan úr geimnum rakst á jörðina fyrir 65 milljónum ára og olli hamförum sem leiddu til út- rýmingar risaeðlanna. Þeir fundu ummerki um gig á Yuc- atan-skaga á Mexíkó. Gígur- inn er um 180 kílómetra að ummáli og er hugsanlega eft- ir árekstur halastjörnu. Það hefur lengi verið ein af helstu ráðgátum jarðvísindanna af hveiju risaeðlumar hurfu svo snögglega af sjónarsviðinu. Lengi var talið líklegt að með tilkomu spendýra hafi risaeðl- umar einfaldlega orðið undir í lífsbaráttunni, en árið 1980 kom fyrst fram tilgáta um að hala- stjama hefði rekist á jörðina og valdið aldauða margra helstu líf- vera hennar. Æ síðan hafa vísindamenn leitað eftir sönnunum fyrir slík- um hamförum. Vísindamenn undir forystu Haralds Sigurðs- sonar jarðfræðiprófessors við Rhode Island-háskóla í Banda- ríkjunum komust á sporið þegar þeir fundu setlög með gler- kenndum ögnum á Haiti í Karíbahafinu, en agnimar vom aðeins taldar hafa getað mynd- ast við gífurlegt högg eins og við árekstur loftsteins. Vísindamennirnir við Ariz- ona-háskólann, sem birtu nið- urstöður sínar í breska vísinda- tímaritinu Nature, telja sig ekki geta sagt hvort gígurinn í Mex- íkó sé tilkominn við árekstur loftsteins eða halastjömu, en þeir telja útilokað að hann sé eldgosagígur. Eins og venja er þegar þjóðarleiðtogar koma saman var tekin hópmynd í Helsinki í gær. Hér sjást nokkrir þeirra: Mauno Koivisto, forseti Finnlands (fremst til vinstri), Vladímír Petrovsky fulltrúi Sam- einuðu þjóðanna, Borís Jeltsín, forseti Rússlands, Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, Lech Walesa, forseti Póllands, Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins, Edúard Shevardnadze, forseti ríkisráðs Georgíu, Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, og Barbara McDougall, utanríkisráðherra Kanada. Leiðtogafundur RÖSE í Helsinki: Israel: Rabin sem- ur við tvo smáflokka Jerúsalem. Reuter. YITZHAK Rabin, leiðtogi Verka- mannaflokksins í ísrael og sigur- vegari þingkosninganna fyrir skemmstu, náði í gær samkomu- lagi við tvo smáflokka, sem gerir það að verkum að hann getur myndað meirihlutastjórn. Viðræður hafa staðið yfir milli Verkamannaflokksins, Meretz, sem er vinstriflokkur er náði því í kosn- ingunum að verða þriðji stærsti flokkurinn á þingi, og Shasm sem er flokkur heittrúaðra gyðinga. Shmuel Algrabli talsmaður Verka- mannaflokksins sagði í gær að sam- kvæmt samkomulaginu mætti Mer- etz koma á framfæri sjónarmiðum sínum um varanlega samninga við Palestínumenn og leggja til að af- numin verði lög sem banna sam- skipti við Frelsissamtök Palestínu, PLO. Rabin hefur nú tryggt sér stuðning 62 þingmanna af 120. Hjálpargögn verða að berast til Bosníu hvað sem það kostar Helsinki. FVá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. STRÍÐSHÆTTA og óstöðugleiki í Austur-Evrópu og á Balkan- skaga var efst á baugi þegar leið- togar aðildarríkja Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) komu saman til tveggja daga fundar í Helsinki i gær. George Bush Bandaríkjaforseti hvatti aðildarríki RÖSE til að flytja matvæli og hjálpargögn til Bosníu „hvað sem það kostaði". Með þeim hætti væri hægt að sýna Albert Gore varaforsetaefni Clintons: Vekur athygli hve margt er líkt með samherjunum Little Rock, Washington. Rcuter. BILL Clinton, ríkisstjórí Arkansas, væntanlegur frambjóðandi demó- krata í forsetakosningunum bandarísku í nóvember, valdi í gær Albert Gore öldungadeildarþingmann frá Tennessee sem varafor- setaefni sitt. Þeir eru báðir Suðurríkjamenn, á sama aldri og hafa svipuð viðhorf. Tvennt kann þó að hafa ráðið úrslitum um að Giore varð fyrir valinu: hann er stríðshetja kvænt siðgæðisverði. Stjómmálaskýrendur segja að Clinton taki vissa áhættu með því að velja Gore. Oftast hefur forseta- frambjóðandi reynt að gæða fram- boð sitt ferskleika og höfða til breið- ari kjósendahóps með þvl að velja varaforsetaefni sem er annarrar manngerðar en forsetaefnið, en svo er ekki í þetta sinn. Clinton og Gore hafa svipaðar skoðanir á stjómmálum, teljast báðir hófsamir og eru þeir t.d. báðir hlynntir fijáls- um fóstureyðingum. í forsetakosn- ingum er venjan sú að frambjóðend- umir komi ekki frá sama hluta Bandaríkjanna en Clinton og Gore era báðir Suðurríkjamenn og heimaríki þeirra, Arkansas og Ten- nessee, era hlið við hlið. Þeir era einnig á sama aldri, Clinton er 45 ára en Gore 44. Albert Gore er sonur öldunga- deildarþingmanns og var kosinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 1977. Þar sat hann til 1984 en þá hlaut hann kosningu í öldungadeild- ina, þar sem hann hefur setið síð- an. í þingstörfum sínum hefur hann einkum vakið athygli fyrir skelegga Ueuter Clinton og Gore veifa stuðningsmönnum sínum eftir að þeir tilkynntu í gær að sá síðarnefndi yrði varaforsetaefni hins. baráttu fyrir náttúravemd. Hann hefur einnig mikla reynslu af að utanríkismálum, en á því sviði hefur Clinton litla sem enga reynslu. Fyr- ir forsetakosningamar 1988 sóttist Gore eftir tilnefningu flokks síns til forsetaembættisins en varð, eins og fleiri, að lúta í lægra haldi fyrir Michael Dukakis. A síðasta ári sagði Gore að hann myndi ekki sækjast eftir forsetaembættinu í ár heldur veija meiri tíma með konu sinni og fjóram bömum þeirra. Það þykir ekki skemma fyrir Gore að kona hans, Mary Elizabeth, stjóm- aði opinberri áróðursherferð, sem varð til þess að hljómplötuútgefend- ur vora skyldaðir til að setja viðvör- unarmiða á plötur hljómsveita, sem þóttu syngja klámfengna texta. Þá telja stjómmálaskýrendur að her- þjónusta Gore í Víetnamstríðinu verði til þess að draga úr ásökunum á hendur Clinton um að hann hafi komið sér hjá herþjónustu. Gore hlaut orður fyrir hreysti í stríðinu. að RÖSE-samstarfíð hefði ein- hverja þýðingu. Kvaðst Bush reiðubúinn í þessu skyni að beita herafla Atlantshafsbandalagsins í umboði RÖSE. Aðildarríki RÖSE era 52 talsins en leiðtogamir era einum færri í Helsinki. Skýringin er sú að Júgó- slavíu, nánar tiltekið Serbíu og Svartfjallalandi, hefur verið synjað um þátttöku í starfi RÖSE í hundrað daga vegna hemaðarins í Bosníu. Serbar gátu því ekki svarað fyrir sig í Helsinki í gær en fjölmargir ræðu- menn fordæmdu stríðsaðgerðir þeirra. Forseti Bosníu, Alija Izetbegovic, ræddi við Bush og bað hann um aðstoð Banda.ríkjahers við að hrekja serbneskar sveitir úr landinu. Utan- ríkisráðherrar Vestur-Evrópusam- bandsins og Atlantshafsbandalags- ins sitja fundi í dag vegna þessa máls. Að sögn Klaus Kinkels, utan- ríkisráðherra Þýskalands, er útilok- að að íhlutun af hálfu þessara aðila gangi lengra en að tryggja að við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna verði framfylgt. Yrði það gert með hafnbanni sem herskip aðildarríkja NATO stæðu vörð um. Frakkar ákváðu í gær að senda 700 hermenn og þyrlur til Bosníu til að auðvelda friðargæslusveitum SÞ að halda flugvelli Sarajevoborgar og öðram aðkomuleiðum opnum. Bandaríkjamenn sendu herskip sín aftur inn á Adríahaf í gær til að leggja áherslu á að hugur fylgdi máli. Breskir embættismenn létu hins vegar í gær I ljósi efasemdir vegna hugmynda Bandaríkjamanna um að tryggja með hervaldi aðflutn- ingsleiðir á landi til borga í Bosníu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.