Morgunblaðið - 10.07.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992
13
sömu akbrautum verður alltaf
hættulegur. Þetta er staðreynd sem
foreldrar verða að hafa í huga
vegna hjólreiða barna. í umferðar-
lögum stendur að börn yngri en 7
ára megi ekki hjóla á almanna-
færi. Það er skylda foreldra að
hafa eftirlit með því að böm undir
7 ára aldri séu ekki á reiðhjólum
og hjólaskautum á akbrautum þar
sem þeim er hætta búin. En hvar
er bömum óhætt að hjóla? í flestum
hverfum stærri bæja er í raun að-
eins óhætt að hjóla á gangstéttum
og á þeim örfáu hjólreiðastígum
og göngustígum sem til era. Um
hjólreiðar á gangstígum gildir þó
sú regla að taka verður fullt tillit
til gangandi fólks. í minni bæjum
þar sem umferð er lítil geta eldri
börn hjólað á akbrautum en ekki
er það algilt. Langflestar stofn-
brautir í Reykjavík og stærri bæj-
um era allt of hættulegar fyrir
börn að hjóla á.
Hjólabretti og hjólaskautar era
skemmtileg leikföng en leikur á
þeim má ekki færast út á akbraut-
ir. Börn og unglingar verða að leika
sér á hjólaskautum og hjólabrettum
á svæðum fjarri umferð t.d. skóla-
lóðum á sumrin. Mörg slys hafa
orðið þegar bam á hjólabretti ekur
á mann á gangstétt, þetta verða
böm og unglingar að hafa í huga.
Hjálmar veita góða vöm og era
nauðsynlegir fyrir þá sem era á
reiðhjólum eða hjólabrettum, en
hjáimur kemur ekki í veg fyrir slys.
Aðalatriðið er að vera að leik í ör-
uggu umhverfi fjarri bílaumferð.
Aðgerðir til úrbóta
Umhverfi heimila og skóla verð-
ur að vera þannig úr garði gert
að böm komist leiðar sinnar án
þess að vera í stöðugri hættu vegna
bfla.
Slysum á gangandi og hjólandi
fóiki mætti fækka veralega með
því að gera fieiri undirgöng t.d. í
tengslum við hjólreiðastíga. Undir-
göng nýtast bæði gangandi og hjól-
andi vegfarendum, þannig að þeir
þurfa ekki að fara yfir hættuiegar
akbrautir. Ennfremur ætti að auka
skólaakstur þar sem umferðin er
hættulegust.
Það má einnig auka áróður þann-
ig að maðurinn bak við stýrið hegði
sér betur. Það er þrátt fyrir allt
iangalgengast að slys verði vegna
mannlegra mistaka, hvort sem
vegfarandinn er gangandi, hjólandi
eða akandi.
Böm geta ekki barist fyrir eigin
hagsmunum, þar verðum við full-
orðna fólkið að gera.
Heimildir:Grein Baldurs Krist-
jánssonar um slys á börnum í fé-
lagslegu samhengi og slysaskýrslur
Umferðarráðs árin 1985 til 1991.
Höfundur er fulltrúi í
Umferðarráði.
Fáskrúðsfjörður:
Kirkjan á
Kolfreyjustað
endurvígð
Fáskrúðsfirdi.
KIRKJAN á Kolfreyjustað, sem
fauk þann 18. september 1990
hefur nú verið endurbyggð í
umsjá Húsafriðunamefndar, og
verður endurvígð af biskupi ís-
lands, herra Olafi Skúlasyni,
laugardaginn 11. júlí 1992.
Yfirsmiður við verkið hefur ver-
ið Eyþór Friðbertsson, húsasmiða-
meistari á Fáskrúðsfirði. Kirkjan
hefur verið máluð í upprunalegum
frá 1878, málarameistari var Guð-
laugur Þórðarson. Efnt var til fjár-
öflunar meðal Fáskrúðsfirðinga
bæði heimamanna og brottfluttra
og hafa safnast um 2 milljónir kr.
í þeirri söfnun. Jöfnunarsjóður
sókna, Húsafriðunamefnd og
Kirkjugarðasjóður hafa stutt end-
urbygginguna.
Athöfnin hefst kl. 14. Þar verða
prófastur og prestar prófastsdæm-
isins viðstaddir.
Skálholtskirkja:
Fyrsta tónlistarhelgi
Sumartónleika
FYRSTU tónleikar átjánda starfsárs Sumartónleika í Skálholtskirkju
verða haldnir nk. helgi og bera yfirskriftina: Ný tónlist. Meginstefna
tónleikanna verður trúarleg samtímatónlist en einnig verða flutt verald-
leg nútímaverk.
A efnisskránni er að finna verk
eftir fimm íslensk tónskáld: Askel
Másson, Þorstein Hauksson, Svein
L. Bjömsson, Hauk Tómasson og
Finn Torfa Stefánsson. Laugardag-
inn 11. júlí kl. 14 fjallar Þorkell Sig-
urbjömsson tónskáld um trúarlega
nútímatónlist. Kl. 15 flytur Caput-
hópurinn tónverk eftir Áskel Másson,
Þorstein Hauksson, Messiaen, Arvo
Paer, Iannis Xenakis, Schnittke o.fl.
Kl. 17 flytur hópurinn verk eftir Ric-
ardo Nova og frumflytur verk eftir
Hauk Tómasson og Finn Torfa Stef-
ánsson.
Sunnudaginn 12. júlí kl. 15 flytur
hópurinn úrval úr tónleikaskrám
laugardagsins. Messa verður kl. 17
með þátttöku Caput. Undanfama
viku hefur Caput-hópurinn dvalið í
Skálholti við æfingar og undirbún-
ing. Aðgangur er ókeypis og öllum
opinn. Boðið verður upp á bamapöss-
un meðan á tónleikunum stendur og
hægt að kaupa veitingar í Skálholts-
skóla.
Caput-hópurinn
i
I
i
i
i
eftír heima. En áður en lagt er af stað, hvort heldur sem er í stutta eða
langa gönguferð, þá er rétt að búa sig vel og þess vegna förum við í Skátabúðina.
Númer eitt er að vera í góðum frá SCARPA. Svo að válynd veður eyðileggi
ekki fyrir þér skemmtilega ferð, þá er nauðsynlegt <^jhafa góðan hlífðarfatnað frá
KARRIMOR OG FRANCITAL. Góður og traustufy^V \^Prrá KARRIMOR, fyrir nestið,
aukafatnað og ýmsa aðra fylgihluti, er nauðsynlegbr, þægilegur og áreiðanlegur.
SKATABUÐIN
-SMRtfR, FRAMÚK
er hið mesta þarfaþing þegar dvalið er
næturlangt úti í náttúrunni. Og að leggjast til hvílu í hlýjum og
mjúkum AJUNGILAK er ^re'nn una&ur-
Svona væri hægt að telja lengi áfram, en í Skátabúðinni
finnurðu nánast allt sem þú þarft í gönguferðina eða í útileguna.
ÞER ER OHÆTT AÐ TREYSTA
Á SKÁTANA - ÞEIR HAFA REYNSLUNA!
OPNUNARTÍMI: MÁN. - FÖS. 09:00 - 18:00
LAU. 10:00 -14:00
VISA0GEUR0
V=j. V GREIÐSLUKORTAÞJONUSTA
SENDUMIP0STKR0FU!
SNORRABRAUT 60*105 REYKJVAVÍK
SÍMAR: 1 20 45 og 62 41 45
- Albert.