Morgunblaðið - 10.07.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.07.1992, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Samningaviðræður við löglærða full- trúa hafnar að nýju Fiarvistir ekki ólögmætar segir laga- nefnd BHMR SAMNINGANEFND Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu og samninganefnd ríkisins hafa fundað tvisvar um starfssamninga lög- lærðra fulltrúa síðan þeir komu aftur til vinnu 8. júlí sl. Þriðji fund- urinn er boðaður í dag, föstudaginn 10. júlí. Löglærðir fulltrúar hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík telja ásamt laganefnd BHMR að fjarvistir þeirra frá störfum undanfarna daga hafi ekki verið ólögmætar. Vala Valtýsdóttir, formaður Stéttarfélags lögfræðinga í ríkis- þjónustu, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að samninganefnd félagsins hefði fundað með samn- inganefnd ríkisins síðan löglærðu fulltrúamir mættu aftur til starfa 8. júlí sl. Hún sagði að fengist hefði í gegn viðurkenning á nýjum starfsheitum fyrir fulltrúa sem eru héraðsdómsfulltrúi og sýslumanns- fulltrúi. Að sögn Völu er farið að ganga saman en enn þá skilur tölu- vert á milli samningsaðilja. Vala sagði að hún vonaðist til að eygja land á samningafundinum sem boðað er til í dag. Ákveðið hefur verið að fulltrú- amir fái ekki greitt fyrir þá daga, sem þeir voru fjarverandi, nema þeir dragist frá sumarleyfi þeirra. Nítján löglærðir fulltrúar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík sendu frá sér yfírlýsingu 8. júlí þess efnis að þeir telji fjarvistir sínar ekki ólögmætar. Þeir benda á að samkvæmt lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna beri fjármálaráðherra skylda til að semja um kjör nýrra starfsmanna við stéttarfélag þeirra. Lögfræð- ingamir 19 benda á að að áliti laganefndar BHMR er um nýjar stöður að ræða við öll sýslumanns- embættin og héraðsdómstólana. Laganefnd BHMR telur jafnframt að ef kjarasamningur liggi ekki fyrir verði ekki séð að starfsmönn- um sé skylt að hefja störf. Löglærðu fulltrúamir segja jafnframt í yfírlýsingunni að Stétt- Heimsmeistaramót unglinga í skák: Þrír Islend- ingar unnu sínarskálár arfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu hefði ekki tekið ábyrgð á svo- kölluðum aðgerðum undanfarinna daga og þess vegna hefði samn- inganefnd ríkisins ekki verið stætt á að neita að ræða við samninga- nefnd Stéttarfélagsins. Hinir lög- lærðu fulltrúar telja að samninga- nefnd ríkisins hafí brugðist laga- legum skyldum sínum með þessari neitun. Fulltrúamir segja að lokum að hver og einn muni ákveða hvort tekið yrði til starfa án þess að samið hefði verið um kjör og ljóst væri að sumir fulltrúar kæmu ekki til starfa. Morgunblaðið/Silli Hafnarframkvæmdir á Húsavík Húsavík. VERULEGAR hafnarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Húsavík á þessu og næsta ári, sem áætlað er að kosti um 185 milljónir króna. Þar er um að ræða framkvæmdir við svonefndan Norðurgarð, setja á niður stálþil og dýpka höfnina. Verkið var boðið út og buðu 4 fyrirtæki í það og voru tilboðin öll hærri en kostn- aðaráætlun Hafnamálastofnunarinnar. Efni í stálþil var ekki innifalið í tilboðunum. Lægstbjóðandi í það sem boðið var út var Hagvirki/Klettur hf. sem bauð rúmar 131 millj. kr. eða sem er 124% af kostnaðar- áætlun og hefur nú Húsavíkurbær gert samning við Hagvirki/Klett hf. og framkvæmdir em hafnar. Verkinu á að ljúka á tveim árum og á þessu ári á að reka niður stálþil og fylla bak við það og setja á það kant og þybbur, dýpka höfnina við Norðurgarðinn og dýpka innsiglinguna, en í hana hefur borist mikill sandur undanfarin ár. Á næsta ári á svo að malbika gámasvæði við Norðurgarðinn og steypa þekju á hana og ganga frá lögnum og lýsingu á Norðurgarði. - Fréttaritari. Nefnd um endurskoðun laga um Rjaradóm: Stj ór narandstaðan vill ekki tilnefna fulltrúa í nefndina STJÓRNARANDSTAÐAN á Alþingi hyggst ekki skipa fulltrúa í nefnd, sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hugðist skipa til þess að endurskoða lög um Kjaradóm. Þingflokksformenn stjórnar- andstöðunnar telja að með setningu bráðabirgðalaga um Kjaradóm hafi grundvellinum verið kippt undan starfi slíkrar nefndar. Ósk fjármálaráðherra um að allir þingflokkar tilnefndu menn í nefnd til þess að endurskoða lög um Kjara- dóm var sett fram í bréfí, sem dag- sett var 3. júlí. Seinnipart þess dags setti ríkisstjórnin bráðabirgðalögin um Kjaradóm. Ráðherrann sendi engu að síður orðsendingu til þing- flokkanna um að haldið yrði við ákvörðun um skipun nefndarinnar. Þingflokkar Kvennalistans og Fram- sóknarflokksins hafa þegar hafnað boðinu. „Eftir að ákveðið hafði verið að skipa nefnd til að endurskoða lögin um Kjaradóm og öllum þingflokkum boðin aðild að því starfi, tók ríkis- stjórnin ómakið af fyrirhugaðri nefnd með því að setja mjög svo umdeild bráðabirgðalög," segir í bréfí Kristínar Ástgeirsdóttur, þing- flokksformanns Kvennalistans, til Friðriks Sophussonar. „Rikisstjómin kaus þar með að hunza Alþingi ís- lendinga, sem eðlilegt hefði verið að kalla saman ef nauðsynlegt var talið að breyta lögum um Kjaradóm." Kvennalistinn telur að sú niðurstaða, sem nefndinni var ætlað að komast að, hafi verið fyrirfram ákveðin af ríkisstjórninni. Margrét Frímannsdóttir, formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði verið fjallað um málið í þingflokknum, en hún sæi ekki ástæðu til þess að skipa fulltrúa í nefndina. „Okkur fínnst eðlilegt að þetta bíði þar til þing hefur komið saman til þess að ræða bráðabirgða- lögin. Að svo stöddu finnst mér ólík- legt að við förum í nefndarstarf fyrr en að þeirri umræðu lokinni," sagði hún. Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, sagði að flokkurinn hefði tilnefnt mann í nefndina, hefði stjórnin ekki sett bráðabirgðalögin. „Við erum afar óánægðir með að ríkisstjórnin skyldi grípa til þess óyndisúrræðis að setja bráðabirgðalög. Ef stjórnin vildi beita sér fyrir lagasetningu var henni mjög auðvelt að kalla Alþingi saman með stuttum fyrirvara, því að þingsköpum var breytt í fyrra og Álþingi situr nú allt árið,“ sagði Páll. „Það var beinlínis gert til þess að koma í veg fyrir að bráðabirgða- lögum yrði beitt.“ Páll sagði að með bráðabirgða- lagasetningunni hefði ríkisstjórnin hunzað þingið og farið bráðabirgða- lagaleiðina til þess að komast hjá því að ræða málið á Alþingi. 23. ólympíuleikarnir í eðlisfræði: Tilraunaverkefnin HELGI Áss Grétarsson, Bragi Þorfinnsson og Davíð Kjartans- son unnu andstæðinga sína í 9. umferð heimsmeistaramóts barna og unglinga í skák, sem fram fer i Þýskalandi. Arnar Gunnarsson á betri biðskák, Magnús Örn Úlfarsson á verri biðskák en Sigurbjöm Björns- son tapaði sinni skák. Sigurbjörn hefur 3‘/2 vinning og er í 44-50. sæti í flokki 18 ára og yngri. Helgi Áss hefur 6 vinn- inga og er í 7-14. sæti í flokki 16 ára og yngri og Magnús er í 31-38. sæti í sama flokki með 4 vinninga og biðskák. Amar með 4 vinninga og biðskák og er í 35-36. sæti í flokki 14 ára og yngri, Bragi hef- ur 6 vinninga og er í 6-15. sæti í flokki 12 ára og yngri, og Davíð hefur 5‘/2 vinning og er í 10-13. sæti. INNLENT, Sigurgeir Þorgrímsson ættfræðing- ur látinn SIGURGEIR Þorgrímsson, ætt- fræðingur, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík að kvöldi 8. júlí, 48 ára að aldri. Sigurgeir fæddist þann 4. nóv- ember 1943 í Reykjavík, sonur hjónanna Þorgríms Magnússonar og Ingibjargar Sveinsdóttur. Hann lauk landsprófí árið 1959 og stundaði eftir það nám í Kenna- raskóla íslands en lauk ekki prófi. Hann lagði frá unga aldri stund á ættfræði og fékk undaþágu til að ljúka sagnfræðinámi við Háskóla Islands. Um árabil starfaði hann við ættfræðirannsóknir fyrir einstakl- inga og stofnanir. Árið 1987 hóf hann störf sem blaðamaður á DV þar sem hann sá um ættfræðiskrif. Sigurgeir gegndi embætti stór- ritara í Góðtemplarareglunni frá Sigurgeir Þorgrímsson 1980 til 1992. Hann var formaður íþróttafélags fatlaðra um skeið. Áuk þess starfaði hann í ýmsum félögum tengdum mannúðar - og trúmálum. Sigurgeir var ókvæntur. flókin en skemmtileg Yngsti keppandinn er 14 ára drengur frá Tyrklandi Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Espoo, Viðari Ágústssyni. í DAG fer fram síðari hluti hinnar eiginlegu keppni Ólympíuleik- anna í eðlisfræði og felst hann í því að keppendur framkvæma tvær tilraunir og skila skýrslum úr þeim á 5 klst. Tilraunirnar, sem fjalla um að mynda neista með piezóel með nokkra ljósfræðilega hluti eru ar. Finnsku gestgjafarnir kynntu til- lögur sínar að tilraunaverkefnum á fundi ólympíuráðsins í gær. Um- ræðum um þær lauk á 6 klst. og höfðu verkefnin þá nokkuð verið létt. T.d. var hætt við að gefa óþarf- ar tölulegar upplýsingar í tilraun- inni um neista og tilgreint var hvers konar ljóssíur voru notaðar í til- rauninni með ljósfræðilegu hlutina. Þýðingu tilraunaverkefnanna á ís- lensku lauk á þriðja tímanum í nótt en íslensku drengirnir fjórir glíma við þau fram yfir kvöldmat í dag. Úrslit úr fræðilegu verkefnunum voru gerð kunn í dag og var útkoma íslensku drengjanna eins og við mátti búast. Af 30 stigum fékk sá hæsti 10,5 stig sem við fyrstu sýn virðist svipað og meðal stigafjöldi sivalningum og vmna í senn skemmtilegar og tímafrek- Svía og Litháa. Meðal árangur ís- lendinganna virðist samt vera sam- bærilegur við eða betri en Norð- manna úr þessum fyrri hluta keppn- innar. Óstaðfestar fregnir herma að nú sé í toppbaráttunni Rússar og Kínveijar. Þeir hafa á að skipa keppendum sem lært hafa eðlis- fræði í 5-7 ár á móti 2-3ja ára námi íslensku keppendanna. Á ólympíuleikunum að þessu sinni eru aðeins fjórar stúlkur, frá Súrínam, Kýpur, Svíþjóð og Ung- veijalandi. Aðeins einn keppandi er frá Slóveníu og eru íslendingar ekki einir um að hafa ekki fullt lið, 5 keppendur. Yngsti keppandinn á ólympíuleikunum er hins vegar 14 ára drengur frá Yamanlar í Tyrk- landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.