Morgunblaðið - 10.07.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.07.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Island og Vestur- Evrópusambandið Ríkisstjómin fjallar nú um boð ráðherraráðs Vestur-Evrópusambandsins um viðræpur um aukaaðild íslands. Ákvörðun þarf að taka fljótlega, því boðað hefur verið til fundar í Rómarborg 16. júlí með þeim ríkjum,sem boð hafa fengið. Allar horfur eru á því, að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks muni þekkjast boð um þátt- töku í viðræðunum, en hins vegar hafa stjómarandstöðu- flokkamir þrír lagzt gegn þátttöku í þeim. Miklar breytingar hafa orð- ið í öryggismálum heimsins eftir hmn kommúnismans í ríkjum Austur-Evrópu og Sovétríkjunum. Varsjár- bandalagið hefur verið lagt niður og samningar eiga að tryggja veralega fækkun ger- eyðingarvopna sem annarra vígtóla og herliðs. Framvind- an austan gamla jámtjaldsins er þó enn óljós og ekki er hægt að útiloka þann mögu- leika, að kommúnistar komist aftur til valda í Sovétríkjunum fyrrverandi, þar sem enn era miklar birgðir kjarnorku- vopna. í lýðveldunum nýju hafa blossað upp hatrammar þjóðemisdeilur og ómögulegt er að segja til um það á þess- ari stundu til hvers þær munu leiða. Það er því ljóst, að lýðfrj áls ríki Vesturlanda verða enn að halda vöku sinni og þess vegna verður Atlantshafs- bandalagið áfram sú vörn, sem flestir treysta á, nú sem hingað til. Það er til marks um mikilvægi NATO, að ný- fijáls ríki Austur-Evrópu hafa leitað eftir sem nánustu sam- starfi við bandalagið, jafnvel aðild, til að tryggja öryggi sitt. Forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel, hefur lýst NATO sem hornsteini friðar °g öryggis í Evrópu. Þrátt fyrir þetta er óhjákvæmilegt, að Atlantshafsbandalagið breytist í samræmi við fram- þróunina, enda er sú raunin, því aðildarríkin hafa sam- þykkt heimild til friðargæzlu utan hefðbundis vamarsvæðis þess. Atlantshafsbandalagið mun í náinni framtíð verða sá vettvangur, sem tryggir varn- arsamstarf þjóðanna beggja vegna Atlantshafsins og þátt- töku Bandaríkjanna og Kanada í vörnum Vestur-Evr- ópu. Þróunin er þó sú, að Evrópuþjóðirnar axla meiri byrðar af vörnum sínum og leggi sinn skerf af mörkum til friðargæzlu innan álfunnar. Vestur-Evrópusambandið er sá vettvangur, sem valinn hefur verið fyrir það hlutverk. Aðild eiga níu NATO-ríki inn- an Evrópubandalagsins og nú hefur verið ákveðið að styrkja hina evrópsku stoð NATO enn betur með því að bjóða öðrum aðildarþjóðum, auk íra, þátt- töku. NATO-þjóðunum, sem standa utan Evrópubanda- lagsins, íslandi, Noregi og Tyrklandi, hefur verið boðin aukaaðild. NATO-aðildin og varnar- samningurinn við Bandaríkin verða áfram meginstoð stefnu Islendinga í öryggismálum. Mikill niðurskurður í herafla bandalagsins og brottflutn- ingur bandarískra hersveita frá Evrópu sýna glöggt, að búast má við veralegri fækk- un í varnarliðinu á Islandi og breyttu hlutverki þess. Það er því mikilvægt fyrir íslendinga að taka þátt í endurskipulagn- ingu öryggismála í okkar heimshluta og þeirri umræðu sem fram fer. Við eram Evr- ópuþjóð og því eðlilegt að við tökum boði bandamanna okk- ar í Evrópu um að koma til viðræðna um aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu. Davíð Oddsson.forsætis- ráðherra, lét svo ummælt fyrr í vetur, að með aukaaðild að VES muni íslendingar efla þátttöku og hagsmunagæzlu sína innan NATO og komast hjá því að þurfa að velja á milli tveggja meginstoða bandalagsins, annars vegar EB-ríkjanna og Norður- Ameríku hins vegar. Það gefur auga leið, að höfnum við þátttöku í viðræð- unum um aukaaðild að VES munum við missa af tækifæri til að hafa áhrif á þróunina í öryggismálum í okkar heims- hluta. Slíkt er augljóslega andstætt íslenzkum hagsmun- um. Ríkisstjórninni ber því að taka boðinu og taka þátt í viðræðunum í Rómarborg. Þegar ljóst er orðið, hvað felst í aukaaðild, hvaða ábyrgð og skyldur fylgja, er unnt að taka ákvörðun í samræmi við ör- yggishagsmuni íslendinga. Álit lögfræðinganefndar um EES: Mísmunandí skoðanír meðal lögfræðinga LÖGFRÆÐINGAR eru ekki allir sammála áliti fjögurra manna lög- fræðinganefndar, sem utanríkisráðherra skipaði, um að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði samrýmist stjórnarskránni. Ragnar Aðal- steinsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélagsins, ger- ir athugasemdir við álitið. Davíð Þór Björgvinsson, dósent við laga- deild Háskólans, segist hins vegar sammála álitinu og ekki hafa séð sannfærandi lögfræðileg rök, sem styðji skoðun þeirra, sem andmæla lögfræðinganefndinni. „Mér virðist áberandi að það eru mjög ríkir fyrirvarar í álitsgerðinni, þótt hún sé að mörgu leyti vel unnin og reynt sé að svara mörgum þeim spurningum, sem upp hafa komið,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að nefndarmenn kæmust að þeirri niðurstöðu að um valdframsal væri að ræða með EES-samningnum, sem væri íþyngjandi fyrir Islendinga. Hins vegar teldu þeir framsalið hvorki verulegt né íþyngjandi í ríkum mæli. „Þar nýtur ekki við neins sér- staks mælikvarða, þannig að þeir hafa ekki annað við að styðjast en huglægt mat,“ sagði Ragnar. Hann taldi að mikill fyrirvari fæl- ist í því að nefndarmenn gæfu sér ákveðnar forsendur um afskipti eða afskiptaleysi stofnana EFTA af sam- keppnismálum og fleiru. „Þeir taka skýrt fram að ef þessi afskipti reyn- ist meiri en þeir halda að þau verði, án þess að geta rökstutt það, myndi það breyta niðurstöðunni og þá yrði að athuga hvort ætti að breyta stjórnarskránni,“ sagði Ragnar. Lögmaðurinn telur það einnig veikleika að lögfræðingarnir fjórir gefí sér að EES-samningurinn sé á afmörkuðu sviði. „Þótt hann kunni að vera á nokkuð vel afmörkuðu sviði er sviðið gríðarlega víðtækt," sagði Ragnar. Hann sagði að í nefnd- arálitinu væri ekki unnið nógu vel úr spumingum um hvort EES-samn- ingurinn stæðist ákvæði stjórnar- skrár um löggjafarvald. „Um er að ræða mjög víðtækt svið löggjafar- valds. Hingað til höfum við kosið menn á Alþingi og þeir hafa svo haft frumkvæði í ýmsum málum, lagt fram lagafrumvörp, rætt þau og tekið afstöðu til þeirra. Þetta hefur verið talinn hluti af lýðræðinu. Nú verður sú breyting að löggjöf á þessu sviði, sem þeir segja vel af- markað, kemur frá embættismönn- um í Evrópubandalaginu eftir að þeir hafa ráðfært sig við sérfræðinga í EFTA-Iöndunum. Þegar þessar reglur koma fyrir Alþingi íslendinga eru þær auðvitað niðurstaða ýmiss konar samvinnu og samráðs, en allt- af við embættismenn. Þingmennim- ir, sem við kusum okkur, geta eigin- lega ekki sagt neitt annað en já, eða ef þeim finnst málið yfirgengilegt, nei. Þeir ræða ekki reglurnar eða hafa neitt frumkvæði að þeim. Mér finnst athyglisvert að ræða hvort þetta breyti ekki að nokkru leyti eðli löggjafarvaldsins og hvort hafa beri það í huga þegar staða samn- ingsins gagnvart stjórnarskrá er metin,“ sagði Ragnar. Davíð Þór Björgvinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri í meginatriðum sammála niður- stöðu lögfræðinganefndarinnar. „Niðurstaða fjórmenninganna kemur mér ekki á óvart, enda hef ég sjálfur sett fram þá sömu skoðun, með rök- um sem eru í veigamestu atriðum sambærileg við þau sem fram koma í áliti nefndarinnar; að EES-samn- ingurinn kalli ekki á breytingu á stjómarskránni," sagði Davíð Þór. „Alitið er ýtarlegasta og vandaðasta framlag til þessarar umræðu hingað til og niðurstaðan er mjög afdráttar- laus. Þeir sem ekki eru sannfærðir verða því að tefla fram jafngildum lögfræðilegum rökum sem hníga í aðra átt. Þau rök hef ég ekki séð til þessa, og meðan þau hafa ekki komið fram er mín skoðun óbreytt." Ríkislögmaður telur óbeina erlenda eignaraðild í útgerðai Krafa að fyrirtæki með eignaraðild selji hlutaí - segir Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri viðskiptaráðune RÍKISLÖGMAÐUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að óbein eignar- aðild erlendra aðila í íslenskum útgerðar- og fiskvinnslufélögum sé ólögleg. í áliti sem hann hefur sent sjávarútvegsráðherra um málið kemur fram að útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki séu vemduð gegn erlendri eignaraðild hvort sem um er að ræða erlendan aðila eða ís- lenskan aðila sem að hluta er í eigu erlends aðila. Vísað er til við- skiptaráðuneytisins um að þessu sé fylgt eftir og segir Björa Friðfinn- son ráðuneytissljóri að ráðuneytið muni gera þá kröfu til fyrirtælqa, sem að hluta eru í erlendri eigu, að þau selji hlutafé sitt í viðkom- andi útgerðar- eða fiskvinnslufyrirtæki. Er ráðuneytið nú að vinna að því hve langur frestur verði gefinn fyrir þessi fyrirtækji til að annast söluna. Hér er einkum um að ræða olíufélögin Olís og Skelj- ung'» Hampiðjuna og Hlutafjársjóð. Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda hf. segir niðurstöðuna fráleita og mjög hæpið að hún fái stað- ist. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að hann telji rétt að viðskiptaráðuneytið fylgi lögunum eftir. Kristinn Björnsson forstjóri Skelj- ungs segir að þetta álit ríkislög- manns hafi ekki komið þeim á óvart þar sem þeirra eigin lögmaður, Gest- ur Jónsson, hafi komist að sömu nið- urstöðu er lögin um þetta vor sam- þykkt í apríl í fyrra. „Mér finnst það aftur á móti sérstök yfirlýsing af hálfu viðskiptaráðneytisins að ætla að skikka okkur til að selja þessi hlutabréf,“ segir Kristinn. „Á móti verða þeir væntanlega að finna kaup- endur því eins og staðan á hlutafjár- markaðinum er í dag er með öllu óvíst að okkur takist að selja nokkur bréf. Og það er á hreinu að við selj- um ekki hlutabréf okkar í útgerðar- og fískvinnslufyrirtækjum nema fá fyrir þau sanngjarnt verð.“ Kristinn segir að hann sjái ekki í fljóti bragði hvemig hægt er að skylda einhvern til að kaupa þessi hlutabréf en eign Skeljungs í ýmsum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum nemur nokkrum tugum milljóna. „Og ég vil nefna það hér að þótt þetta sé ákveðin túlkun hjá ríkislögmanni á lögunum hef ég vissu fyrir því að nokkrir þingmenn á alþingi telja að þetta hafi ekki verið ætlunin með lagasetningunni í fyrra og jafnvel til athugunar að breyta þessu á næsta þingi," segir Kristinn I máli Kristins kemur einnig fram að hlutabréfakaup Skeljungs og ann- arra sem flokkast með erlenda eign- araðild hafí í mörgum tilfellum verið til þess gerð að létta undir skulda- stöðu viðkomandi útgerðar-eða físk- vinnslufyrirtækis. „Við höfum oft þurft að aðstoða fyrirtækin með þessum hætti og mér finnst í raun hlálegt að skipa okkur að selja þau aftur þegar öllum má vera ljóst að mjög erfítt, eða ómögulegt, er að fínna kaupendur að þeim,“ segir hann. Álit ríkislögmanns í febrúar sl. óskaði sjávarútvegs- ráðuneytið eftir áliti ríkislögmanns á því hvort óbein eignaraðild er- lendra aðila í útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum hér á landi bryti í bága við lög nr. 34, 25. mars 1991, um fjárfestingu erlendra aðila í at- vinnurekstri. Yrði það niðurstaðan var jafnframt óskað eftir til hvaða aðgerða ætti að grípa. Með erindi þessu var ljósrit af bréfí viðskipta- Eignist erlendur aðili hlut í íslei útgerðar- eða fiskvinnslufyrirtæki. ráðuneytisins þar sem vakin er at- hygli á að viðskiptaráðuneytinu hafi borist upplýsingar um óbeina erlenda eignaraðild í sjö nafngreindum út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Hafi sú eignaraðild komið til eftir gildistöku laga nr. 34/1991. Fyrir- tækin sem um ræðir eru Grandi hf., Útgerðarfélag Akureyringa hf., Skagstrendingur hf., Þormóður rammi hf., Haraldur Böðvarsson hf., Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., og Síldarvinnslan hf. í Neskaupsstað. Það er einkum 4. grein laga þess- ara sem ríkislögmaður byggir álit sitt á. í þeirri grein segir m.a. að íslenskir ríkisborgarar og lögaðilar sem eru að öllu leyti í eigu íslenskra -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.