Morgunblaðið - 10.07.1992, Side 40

Morgunblaðið - 10.07.1992, Side 40
Gæfan fylgi þér í umferðinni siqváhMalmennar MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK slMI 691100, SlMBRÉF 691161, PÓSTHÓLF I55S / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTl 65 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. m—mmmammm—mmmmmmmmmmmmmmmm—m—m—mm Kringlan: Peningar hverfa ur fiskbíl PENINGAR hurfu úr paUbíl Ara Bjarnasonar fiskkaupmanns í Hafrúnu í Skipholti á meðan hann brá sér með físk inn í verslun í Kringlunni síðdegis í gær. Á meðan Ari fór inn í verslunina virðist sem óráðvandur maður hafi farið inn í bíl hans og tekið þaðan poka með peningum. Vegfarandi fann pokann á gangstétt og afhenti Ara hann. Þá vantaði 7-8 þúsund krónur í pokann. Áhugi á sól- arlandatil- boðum Dana FRÆNDUR okkar í Danmörku pjóta einmuna veðurblíðu um þessar mundir og láta freistandi tilboð um sólarlandaferðir lítt á sig fá. íslendingar hafa hins veg- ar sýnt þessum tilboðum áhuga samkvæmt upplýsingum Flug- leiða enda ekki von á byltingar- kenndum breytingum á íslenskri veðráttu á næstunni. Þó fengust þær upplýsingar þjá Veðurstof- unni að veður færi hlýnandi og ekki væri von á meiriháttar úr- komu næstu daga. Ásdís Auðunsdóttir, veðurfræð- ingur, sagði að veður væri aðgerð- arlítið og erfitt að spá um skýjafar. Engu mætti muna hvort stæði af hafi með þungbúnu veðri eða landi með léttskýjuðu. Björtu hliðamar væru hins vegar þær að veður færi hlýnandi og ekki væri von á meiri- háttar úrkomu á næstunni. Um helg- ina er gert ráð fyrir hægri vest- . Jægri og breytilegri átt og hlýnandi veðri. Skúrir gætu orðið vestan lands. Annars sagði Ásdís að spáin væri fremur loðin og hvorki hægt að ýta undir bjartsýni né svartsýni. Samkvæmt upplýsingum Flug- leiða hefur fólk haft samband við fyrirtækið og spurst fyrir um sólar- landatilboð danskra ferðaskrifstofa en þar í landi hefur verið einstök veðurblíða að undanfömu og lítil hreyfmg á ferðum af þessu tagi. DORGAÐA BRYGGJUNNI Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ríkislögmaður telur óbeina eignaraðild útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum ólöglega: Seljum ekki okkar hlutabréf nema fá sanngjamt verð fyrir - segir Kristinn Björnsson forstjóri Olíufélagsins Skeljungs ÁLIT ríkislögmanns um að óbein eignaraðild erlendra fyr- irtækja í íslenskum útgerðar- eða fiskvinnslufyrirtækjum sé ólögmæt sætir gagnrýni hags- munaaðila. í framhaldi af álitinu mun viðskiptaráðuneytið gera kröfu um að viðkomandi fyrir- tæki, m.a. Olís, Skeijungur, Hampiðjan auk Hlutafjársjóðs, selji hlutafé sitt í útgerðar- og fískvinnslufyrirtækjum. Krist- inn Björnsson forstjóri Skelj- ungs hf. segir að ekki komi til greina að Skeyungur selji sitt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækj- um nema fá sanngjarnt verð fyrir. Bryryólfur Bjarnason for- stjóri Granda hf. segir niður- stöðu ríkislögmanns fráleita og hæpið að hún fái staðist. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að hann eigi eftir að kynna sér álitið nánar og ræða við sjáv- Meðferðarheimili að Sogni: JVíutíu umsóknir bárust um 18 gæslumannsstöður Undirbúningur að meðferðarheimili fyrir ósakhæfa afbrotamenn á Sogni í Ölfusi gengur samkvæmt áætlun. Rekstrarstjóm vinnur nú að úrvinnslu umsókna og unnið er að bréýtingum á húsnæði. Starfsemi á meðferðarheimilinu á að hefjast í byijun september. Guðjón Magnússon hjá heilbrigð- isráðuneytinu sagði að verið væri að fara jrfir umsóknir um störf gæslumanna. Hann sagði að 18 stöður hefðu verið auglýstar og að 90 umsóknir hefðu borist. Rekstrar- stjómin væri að íjalla um þessar umsóknir og kalla fólk til viðtals. Að sögn Guðjóns er gert ráð fyrir að búið verði að fara yfir umsókn- imar 15. júlí nk. Hann sagði að auk gæslumannanna 18 ætti að ráða yfirlækni og yfirsálfræðing. Um- sóknarfrestur um stöðu yfírlæknis rynni út 15. júlí nk. Guðjón sagði að gera ætti sam- starfssamning við Sjúkrahúsið á Selfossi um að fá þaðan sjúkraþjón- ustu, umsjón um almennt skrif- stofuhald, bókhald og launagreiðsl- ur. Að sögn Guðjóns á eftir að semja um nákvæma útfærslu á þessu sam- starfi, en samkomulag um sam- vinnu væri milli viðkomandi aðila. Guðjón sagði að senda ætti gæslumennina í starfsþjálfun til réttargeðdeildar í Vástervik þar sem íslendingur væri yfirlæknir, en hann væri ráðgjafi vegna stofnunar meðferðarheimiiisins á Sogni. Hann sagði að yfirsálfræðingurinn færi með og hefði umsjón með námsdvöl- inni. Að sögn Guðjóns er stefnt að því að senda hópinn í ágúst, en ekki sé hægt að segja endanlega til um tilhögunina af því að eftir sé að senrýa um kaup og kjör á starfsþjálfunartímanum. Að sögn Ingólfs Þórissonar, for- manns byggingamefndar, á fram- kvæmdum vegna breytinga á hús- næðinu að ljúka um mánaðamót ágúst-september og ekki líti út fyr- ir annað en að það muni takast. arútvegsráðherra og ríkislög- mann um framkvæmdaratriði þess. í áliti því sem ríkislögmaður gerði að beiðni sjávarútvegsráð- herra kemur m.a. fram að sam- kvæmt lögum sem öðluðust gildi í apríl 1991 sé ólögmætt fyrir fyrir- tæki með erlendri eignaraðild að eiga hlut í útgerðar- eða fisk- vinnslufyrirtækjum. Verði stjóm íslensks fyrirtækis áskynja um slíka fjárfestingu í fyrirtækinu á hún tveggja kosta völ: Annaðhvort að leita leiða til að stöðva þá fjár- festingu sjálf eða með atbeina stjómvalda eða sætta sig við hina erlendu fjárfestingu og losa sig í því tilfelli við eignarhald sitt í út- gerðar- eða fiskvinnslufyrirtæki. Það er síðan á valdi viðskipta- ráðuneytisins að sjá um að lögun- um sé framfylgt. Bjöm Friðfinns- son ráðuneytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu segir að ráðuneytið muni gera þá kröfu til þessara fyrirtækja að þau losi sig við eign- arhald sitt í útgerðar- eða físk- vinnslufyrirtækjum og að verið sé að vinna að því hve langur frestur verði veittur til slíks. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að álit ríkislög- manns hafi ekki komið á óvart og hann væntir þess að viðskiptaráðu- neytið fylgi málinu eftir. Kristinn Bjömsson segir að hlutabréfakaup Skeljungs og ann- arra sem flokkast með erlenda eignaraðild hafi í mörgum tilfellum verið gerð til að létta undir með skuldastöðu viðkomandi útgerðar- eða fiskvinnslufyrirtækis. Honum fínnst hlálegt af ráðuneytinu að ætla að skipa þeim að selja þessi hlutabréf þegar ljóst liggi fyrir að mjög erfitt verði að fá kaupendur að þeim. Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda hf. segir að hann telji niðurstöðu ríkislögmanns fráleita og að með henni standi hlutafélög í útgerð og fiskvinnslu mjög ber- skjölduð gagnvart þessum lögum. „Eg skil ekki að mjög stór hlutafé- lög geti stjómað því hverjir gerist hluthafar í þeim,“ segir Brynjólfur. Sjá nánar á miðopnu. Fáskrúðsfjörður: Mjög mikil veiði á laxi MJÖG mikið hefur veiðst af laxi á Fáskrúðsfírði undan- farið. Mikið af laxi er í sunn- anverðum firðinum og i smábátahöfninni. Menn hafa staðið í tugatali og dregið lax úr sjó á Fá- skrúðsfirði í gær og fyrradag. Bæði veiðist vel á spún og með því að beita síld. Athygli vekur að hrygnumar era úttroðnar af hrognum. Laxinn er 6-7 pund en stærri fiskurinn er í smábátahöfninni. Einstaka bleikja slæðist með hjá stang- veiðimönnunum. Albert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.