Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 1
40 SIÐUR B 161.tbl.80.árg. LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tékkóslóvakía: Hamingjusamir Slóvakar fagna fullveidisyfirlýsingunni í gær fyrir framan þinghús þjóðarinnar í Brat- islava. Slóvakar, sem eru um fimm milljónir, hafa aldrei verið sjálfstæð þjóð. Vaclav Havel lætur af forsetaembætti Slóvakar lýsa yfir fullveldi Prag. Reuter. VACLAV Havel, forseti Tékkóslóvakíu, greindi frá því í gær að hann myndi segja af sér forsetaembætti á mánudag. Yfirlýsingin kom skömmu eftir að þingdeild Slóvaka í þingi Tékkóslóvakíu Iýsti yfir fullveldi Slóvakiu. Havel sagði í sjónvarpsræðu í gær að ákvörðunin um afsögnina hefði síður en svo verið auðveld fyrir sig. Ákvörðunin hefði byggst á þeirri staðreynd að honum væri ókleift að standa við þá eiðsvörnu skyldu sína, að þjóna einu ríki Tékka og Slóvaka vegna þess að þjóðirnar tvær sigldu hraðbyri í átt til fulls aðskilnaðar. „Ég vil ekki bera ábyrgð á þróun sem ég get ekki lengur haft áhrif á. Ég vil hvorki standa í vegi fyrir nauðsyn- legum breytingum né gegna emb- ætti þar sem ég hef aðeins formleg völd. Ég hef kappkostað að vinna af krafti og dug fyrir fijálsu og mannsæmandi lífi sérhvers íbúa Tékkóslóvakíu og sameiningu og ör- yggi ríkisins," sagði Havel. Stjórnmálaskýrendur telja að Rússlandsþing ákvcður við- skiptaþvinganir á Eistland Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA þingið samþykkti í gær tímabundnar viðskiptaþvingan- ir gegn Eistlandi. Ástæðan var sögð vera misrétti það sem Rússar, sem eru um 40 prósent íbúa Eistlands, þurfi að þola, einkum vegna laga um ríkisborgararétt. Eistneska utanríkisráðuneytið fordæmdi samþykkt þingsins harðlega í gær og sagði hana vera vísvitandi til- raun til að eitra samskipti ríkjanna örfáum dögum áður en viðræð- ur um samskipti þeirra eiga að hefjast. Harðlínumenn og fyrrum komm- únistar í Rússlandi hafa verið með æ herskárri ummæli í garð Eystra- saltsríkjanna og meintra brota þeirra gegn rússneskum íbúum að undanförnu. Tarmu Tammerk, rit- stjóri blaðsins Baltic Independent, sagði í samtali við Morgunblaðið Bosnía-Hersegóvína: Yonir bundnar við vopnahléssamning Sarajevo, London. Reuter, The Daily Telegraph. DEILUAÐILARI Bosníu-Hersegóvínu sömdu í gær um 14 daga vopna- hlé á fundi með fulltrúum Evrópubandalagsins (EB) i London. Samn- ingamaður EB, Carrington lávarður, sagðist vongóður um að í þetta sinn myndi vopnahléð halda þar sem deiluaðilar hefðu samþykkt að Sameinuðu þjóðirnar fengju að hafa yfirumsjón með öllum þunga- vopnum í lýðveldinu. Barist var víða í landinu í gær og jarðsprengja varð tveimur frönskum friðargæsluliðum að bana í grennd við króa- tísku borgina Zadar. Samkomulagið tekur gildi á morgun, sunnudag, og jafnframt var ákveðið að hefja framhaldsvið- ræður um varanlegan frið innan tíu daga. Kveðið er á um rétt allra til að halda aftur til heimabyggða sinna. Alls hefur um milljón manns fiúið heimili sín í lýðveldinu vegna bardaganna sem kostað hafa yfir 7.000 manns lífíð að sögn stjóm- valda. Serbar jafnt sem Króatar eru sakaðir um að hrekja fólk á brott til að þeir geti lagt landsvæði þess undir sig. Víða eru aðstæður flótta- fólksins hræðilegar og þar að auki sitja Serbar um ýmsar borgir og hindra flutninga á hjálpargögnum til þeirra. Álija Izetbegovic, forseti Bosníu- Hersegóvínu, var vondaufur um að Serbar myndu halda vopnahléð og sagði Radovan Karadzic, leiðtoga þeirra, hafa svikið öll fyrri loforð í þeim efnum. Varaforsetinn, Stjepan Klujic, tók í sama streng. „Undan- farin 70 ár hafa Serbar aldrei hald- ið neina samninga sem þeir hafa undirritað um málefni Balkanskaga. Ég vona að þeir afsanni hrakspá mína“. Sjá frétt á bls. 16. að nú virtist sem stefna harðlinu- manna væri orðin opinber stefna Rússlandsstjórnar og staðan í Eystrasaltsríkjunum væri farin að líkjast því sem hún var áður en rík- in fengu sjálfstæði eftir misheppnað valdarán harðlínumanna i Moskvu í fyrra. Þing Rússlands sagði að ef „hryðjuverk gegn rússneskum þegnum“ héldu áfram í Eistlandi myndu Rússar íhuga að segja upp samningi um samskipti ríkjanna frá janúar. Þingið mótmælti einnig mannréttindabrotum gegn Rússum í öllum Eystrasaltslöndunum. Þá bar utanríkisráðuneyti Rússlands fram harðorð mótmæli við Eistlend- inga vegna landakröfu þeirra, en Eistlendingar vilja aftur fá 150 fer- kílómetra lands, sem lagðir voru undir Rússland árið 1940. Eistneska utanríkisráðuneytið sagði að lögin um ríkisfang væru einhver þau fijálslyndustu í Evrópu, en fyrst um sinn fengju þeir einung- is eistneskan ríkisborgararétt sem hefðu búið í landinu fyrir innrás Sovétríkjanna árið 1940, svo og afkomendur þeirra. Rússar eiga að geta fengið ríkisborgararétt eftir um 3 ár og hafa að öllu leyti sama rétt og Eistlendingar þangað til nema þeir geta ekki kosið í þing- kosningum eða verið kjörgengir í kosningum öðrum en sveitarstjórn- arkosningum. Mestöll erlend viðskipti Eistlend- inga eru við Rússland, þó að mjög hafi úr þeim dregið eftir að Sovét- ríkin liðu undir lok. Um 30-60.000 rússneskir hermenn eru í Eistlandi, að sögn Tammerks, en í Eystra- saltsríkjunum í heild eru þeir um 100-150.000. Rússar í norðaustur- hluta Eistlands eru nú að íhuga einhvers konar sjálfstjórn, sagði Tammerk. Sjá viðtal við Tarmu Tammerk á bls. 16. ákvörðun Havels muni flýta fyrir klofningsþróuninni í landinu og auknar líkur séu nú á að Slóvakar lýsi yfir fullu sjálfstæði fyrir árslok. Leiðtogi Slóvaka, Vladimir Meciar, sagði að afsögn Havels kæmi sér ekki á óvart og taldi hann að í sjálfu sér hefði hún ekki verið svar við fullveldisyfirlýsingunni. ------» .......— George Bush: Biðlað til liðs- maima Perots Jackson í Wyoming. Reuter. GEORGE Bush Bandarikjaforseti batt enda á tveggja daga silungs- veiðar sínar í Wyoming í gær og hvatti stuðningsmenn Ross Perots eindregið til að veita sér brautar- gengi í forsetakosningpinum í nóv- ember. Frambjóðandi demókrata, Bill Clinton, er í síðustu skoðana- könnunum með mun meira fylgi en forsetinn. „Ég er með skilaboð í dag til allra sem stutt hafa Ross Perot og allra þeirra sem deila djúpstæðum von- brigðunum er urðu til að fylkja liðinu - ég hef meðtekið boð ykkar, skýrt og greinilega," sagði Bush á fjáröfl- unarfundi í smábænum Jackson. Forsetinn hvatti óánægða kjósendur til að hafna ekki stjórnmálunum með öllu. Sjá fréttir á bls. 17. Bægslast yfir „blóðpoll“ Keuter Grænfriðungar komu eftirlíkingu af hvalsporði fyrir í laug með gervi- blóði við inngang norska sendiráðsins í Vínarborg í gær. Lögreglumað- urinn á myndinni reyndi að stíga yfir blóðpollinn til að komast inn í sendiráðið. Mótmælin eru hluti af herferð gegn Norðmönnum vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að leyfa hrefnuveiðar á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.