Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992
13
stjórnmálamenn umturnist þegar
þeir komast til valda vegna þess þá
að valdahlutverkið, eins og þjóðin
leggur það fyrir þá, býður þeim það.
Valdahlutverk í íslenska samfélag-
inu eru af fornum toga, bera með
sér siðleysi gagnvart almenningi,
drembilæti og hroka sem einkenndi
fyrri tíða valdsmenn á íslandi oftar
en ekki. Embættismennskan tekur
við manninum nýkomnum í embætt-
ið og með tímanum mótar hún hann
í sinni mynd að meira eða minna
leyti. Vandi mannsins á toppnum,
sama hversu ágætur hann er, að
hann upplifir hlutverk sitt og emb-
ættismannakerfið allt í beinni mót-
sögn við lýðræðislegan ásetning.
Markleysur
Almenningur skammast en rök-
ræðir ekki, hneykslast en gerir sér
ekki grein fyrir hneykslunarhell-
unni, ekki því hvert siðferðið er sem
telst vegið að. Þannig er fundið að
bílakaupum, húsbyggingum, siðferð-
isbrestum eða kaupkröfum valda-
manna, því að'þingmaður eða ráð-
herra reynist engu siðvandari en
Pétur eða Páll. Öll athyglin beinist
að skattyrðum á þingi en ekki um-
ræðuefninu, símreikningum þing-
manns, ekki sögulegum ástæðum
fyrir Kröfluævintýri, kjólakaupum
þingforseta, ekki sameiningu þing-
deilda hvað þá þeirri staðreynd að
hugmyndagrundvellir flokkanna
fjögurra eru týndir og tröllum gefnir.
Sá sem ekki lætur skipast við rök
stendur í stað hversu oft sem hann
skiptir um nafn. Sá valdsmaður sem
ekki skoðar eigin gerðir í ljósi sög-
unnar dæmist til að endurtaka vit-
leysur hennar. Þeim sem rýfur hug-
tök úr samhengi við áþreifanlega
hluti eins og til siðs er að gera hér-
lendis við umræður um efnahagsmál
verður innlyksa í vítahring eins og
vitfirringur, engin leið að komast
að honum. Þar eltir hann sannfær-
ingu sína á eilífu hringsóli um fjar-
stæður, — ótrúr veruleikanum.
Hagtölur okkar nú um stundir
eiga sér enga festu í neinskonar
veruleika öðrum én talnanna sjálfra;
þótt þær vísi til efnahagslegra verð-
mæta bera þær þess ekki merki.
Slíkt þarf auðvitað ekki að brengla
dómgreind nokkurs manns meðan
tölurnar haldast innan skaplegra og
skiljanlegra marka eins og þegar
Rómvetjar notuðu orðið mill sem
merkir þúsund, og áttu þá við göngu-
þol herdeilda sinna. Sama gildir um
fyrri tíða talnafræði hvar sem var,
að mælieiningar voru ailtaf og bein-
línis til marks um áþreifanlega hluti.
í þjóðarsögu okkar tengdust hag-
stærðir jörðum og skepnum, talað
var um ærgildi, kúgildi, jarðarverð
o.s.frv. Hærri tala en hundrað var
varla til og kann að virðast ótrú-
legt. Stórt hundrað að vísu, tólf tug-
ir. Tökuorðið milljón er ítalskt orð
nánast óbreytt, milljone, þúsund
þúsund. Safn sem ekki inniheldur
nema hundrað einingar rennur ekki
út í eitt fyrir manni. En ekkert ann-
að en éndurtekningasöm umræða
daglegs lífs gæðir orðið milljón
kunnugleika. Enginn gerir sér fulla
grein fyrir hverskonar samsafn þús-
und einingar eru svo hversdagslegt
sem orðið milljón þó er.
Markleysan hefur þó fyrst innreið
sína þegar farið er að tala um þús-
und milljónir manna í milli dagsdag-
lega, — þótt sama gildi ekki um
stjörnufræði. Stjórnmálamenn nota
orðið á hveijum degi. Núverandi
fjármálaráðherra þjóðarinnar og
þann næsta á undan hefur í allan
vetur greint á um halla á ríkis-
rekstri við stjórnarskiptin, hvort
hann hafí verið fjórir eða níu millj-
arðar, nýjasta tala er tólf milljarðar.
Tólf þúsund þúsund þúsund — hvað?
Það er þetta sem Danir kalla „system
i galskabet".
Við höfum fyrir okkur menn sem
vaða elginn um andleg öryrkja-
bandalög, EFTA, EBE, EES, GATT
— og nú er hann loksins þagnaður
þessi sem talaði um hafréttarráð-
stefnuna hér á árunum. Geðveikis-
legt bros lék jafnan um varir hans
og enginn venjulegur maður skildi
hvernig ein ráðstefna gat varað
árum saman og samt verið svona
spennandi og skemmtileg. Annar
vildi eigna Islendingum skallasker
suður í hafi, og reif sig niður í rass
hvenær sem á það var minnst. Þeir
vaða elginn endalaust og láta sér
aldrei bregða, þetta eru svo sterkir
persónuleikar. Ummerkin eru orð og
skammstafanir sem þeir skilja eftir
í málinu eins og hrafnar drit í lyngi,
orð sem eru til marks um kaldrifjaða
sannfæringu manna í viðleitni þeirra
að halda andliti og embætti þótt
haugbrúnin sé hlaupin fram og kom-
in á skrið ofan brekkuna með þá
uppistandandi. Frammi fyrir fólki
sem sannfært er um það eitt að sá
sé húsbóndi á sínu heimili sem horfi
á sjónvarpsfréttir á hveiju kvöldi,
helst með konuna nærri en þó á
skjön við skjáinn. Og haldið þið
kjafti, krakkar! Raunvextir, nafn-
vextir, skattaleg töp, fortíðarvandi
og fjármálagat. Milljarður hér og
þar. Pabbi er að horfa á fréttirnar!
Höfundur er rithöfundur
taki höndum saman og snúi sér að
lagabreytingum. Lagabreytingum
sem yrðu til gagns við að koma
glæframönnum, lög- eða ólöglærð-
um, úr umferð með lítilli fyrirhöfn.
Lög sem kæmu í veg fyrir ítrekuð
„Ingibjargarmál" og önnur svika-
mál. Ég geri mér grein fyrir að það
er hvorki einfalt mál né fljótlegt.
Við neytendur og borgarar í þessu
landi eigum heimtingu á að tekið
verði á þessum mönnum. Mál sem
byggð eru á svikum eru alltaf að
koma upp. Kærur sem sendar eru
til RLR virðast jafnvel týnast í
skúffunum þeirra, þetta er alger-
lega óþolandi.
Snúumst til varnar
Mér dettur t.d. í hug lagabreyting
sem heimilaði nafn- og myndbirt-
ingu þeirra sem tækist að sakfella
og dæma. Hvað kæmi sér verr fyr-
ir þá menn sem glæframennskuna
stunda og betur fyrir almenning?
Hvað þekkjum við mörg til fólks
sem hefur verið beitt svikum í við-
skiptum, en greiddi sitt þegjandi?
Af þeirri einföldu og sorglegu
ástæðu, að það vissi sem er, að lík-
urnar til þess að ná fram rétti sínum
eru oft svo litlar vegna tímans sem
það tekur og kostnaðarins sem því
fylgir.
Þetta vita svikararnir. Þessu
verður að breyta.
Forðumst ónýta víxla og
skuldabréf
Séum við tilneydd til að taka
víxla eða skuldabréf sem greiðslu
fyrir verðmæti okkar og þekkjum
ekkert til greiðanda eða útgefanda.
Höfum þá samband við viðskipta-
banka okkar, hann getur séð í van-
skilaskrám hvort um vanskilamann
sé að ræða. Höfum líka samband
við Fasteignamat ríkisins eða þing-
lýsingadeildir fógetanna. Þar er
hægt að athuga eignastöðu manna,
að vísu bara eftir heimilisfangi,
a.m.k. ennþá. Rautt ljós ætti að
kvikna í okkur ef viðkomandi er
eignalaus þótt hann væri ekki á
vanskilaskrám bankanna.
Að lokum
Það voru Neytendasamtökin sem
sáu ástæðu til að útvega gjafsókn
í máli Ingibjargar og koma því fyr-
ir hæstarétt, kæra innheimtuaðil-
ana og þær innheimtuaðgerðir sem
tíðkast, útvega lögfræðing og yfir-
leitt að standa með henni, sem
manneskju, gegn kerfinu.
Værum við kannski betur sett.
með færri lögfræðinga en fleiri og
stærri neytendafélög? í dag bendir
margt til þess. Er ekki ástæða til
að tryggja starf neytendafélaganna
með þátttöku? Það eru okkar ótví-
ræðu hagsmunir að þau séu sem
öflugust. Ert þú félagi? Ef ekki, þá
get ég sagt þér að félagsgjald er
1.700 kr. sem greiðist einu sinni á
ári. Tökum á með þeim í krafti
fjölda og samstöðu. Umfram allt
þegjum ekki ef á okkur verður ráð-
ist / nafni laganna
Höfundur er húsfreyja á
Akureyri.
Sjúkrahús Keflavíkurlæknis-
héraðs að horfa fram á veginn
eftir Skúla Þ.
Skúlason
Nú er vonandi að baki samfelldur
tími niðurskurðar hjá okkur Suður-
nesjamönnum, lengra verður ekki
farið öðruvísi en að breyta verulega
gerð Sjúkrahússins. Það voru óneit-
anlega talsverð vonbrigði fyrir okkur
að lenda í flötum niðurskurði ekki
síst í ljósi þess að samfelld hagræð-
ing og niðurskurður í þjónustu hafði
verið í gangi síðan 1988 en vonandi
verður nú hægt að horfa fram á
veginn að nýju og haida áfram að
byggja upp þjónustu við Suðumesja-
menn.
Upphafið
Það var loksins 18. nóvember 1954
sem Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér-
aðs var vígt formlega til notkunar,
húsið hafði þá verið í byggingu í um
áratug. Upphaf að byggingu hússins
má rekja aftur til ársins 1942 þegar
Rauða kross-deild Suðurnesja er
stofnuð, og með ákaflega göfug
markmið, meðal annars það að afla
ijár til byggingar Sjúkrahúss. Horn-
steinn að húsinu var síðan lagður
12. september 1944 af þáverandi
forseta, Sveini Bjömssyni, en upp-
haflega gekk nú illa að hefja þar
rekstur. Strax í upphafi er starfsem-
in hófst var gert ráð fyrir því að
sjúkrahúsið yrði deildaskipt stofnun.
Það hefur þó ekki fengist formlega
staðfest enn þann dag í dag. Ef til
vill má vænta breytinga á því þegar
ný lög um heilbrigðisþjónustu verða
samþykkt á Alþingi. En í fmmvarp-
inu segir í kaflanum um Sjúkrahús
að „deildasjúkrahús sé Sjúkrahús
sem veiti sérhæfða meðferð í helstu
greinum læknisfræðinnar og nýtur
þjónustu stoðdeilda, til þess að rækja
það starf, svo sem röntgendeilda,
svæfingadeilda, rannsóknadeilda og
endurhæfingadeilda Þessar stoð-
deildir era starfandi með miklum
ágætum hjá Sjúkrahúsi Keflavíkur
utan endúrhæfingardeildar enn sem
komið er, en vænta má breytinga
þar á innan tíðar.
All ítarleg stefnumörkun fyrir
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs
var unnin árin 1972-1973 og hefur
sú stefnumörkun verið enn í gildi að
mörgu leyti. Markmiðin hafa ekkert
breyst frá þeim tíma og þær leiðir
sem valdar voru hafa fengið viður-
kenningu en aðeins hefur verið
spurning um fjármagn til að hrinda
framkvæmdum í gang. Á árinu 1975
var þó hafist handa við viðbyggingu
við Sjúkrahúsið (B-álmu) sem síðan
var tekin í notkun árið 1980 og hýs-
ir nú meðal annars fæðingardeildina.
En þá strax var fóki sem vann að
heilbrigðismálum Ijóst hvert stefndi
í málefnum sjúkra aldraðra og að
vegna mikillar aukningar sjúkra
aldraða næstu ár yrði að bæta aðbún-
að þessa hóps. Það er því ákaflega
nauðsynlegt að þau áform sem mörk-
uð hafa verið standist. Þar á ég við
að þegar framkvæmdum lýkur í Víði-
hlíð í Grindavík verði strax hafist
handa við D-álmu Sjúkrahússins í
Keflavík, því Víðihlíð leysir ekki
nema hluta af vanda svæðisins. Eg
á ekki von á öðru en að Fram-
kvæmdasjóður aldraðra líti með
skilningi til Reykjaness, eins og sjóð-
Skúli Þ. Skúlason
„Þrátt fyrir mikinn og
harðan niðurskurð hef-
ur ýmis starfsemi stoð-
deilda aukist jafnt og
þétt síðustu árin sem
bendir til þess að starfs-
fólk hefur bætt við sig
og gæði þjónustunnar
hafa samt aukist.“
urinn hefur gert allra síðustu árin.
Staðreyndin er reyndar sú að á
Reykjanesi búa um 25% þjóðarinnar
en aðeins 16% af framlögum sjóðsins
hafa runnið þangað.
Reksturinn
Hinn mikli rekstarvandi Sjúkra-
húss Keflavíkurlæknishéraðs hefur
tekið mikinn tíma og mikla orku frá
stjómendum í uppbyggingastarfi nú
síðustu ár, en árangur er farinn að
sjást af erfiðinu. Má nú meðal ann-
ars í fyrsta skipti í langan tíma, ef
þá nokkum tíma áður, sjá að niður-
staða rekstrarreiknings er jákvæð,
að vísu kemur það til að þessu sinni
vegna sölu eigna. Fjármagnskostn-
aður hefur verið allt of mikill undan-
farin ár og mikið fjármagn þannig
farið til einskis. Búið er að snúa
rekstri stofnunarinnar úr um 40
milljóna króna tapi á árinu 1987
nokkurn veginn í jafnvægi, eins og
sjá má á meðfylgjandi stöplariti. En
það hefur kostað miklar fórnir. Þyk-
ir mér þar verst að starfsemi skurð-
stofunnar sem er og verður lífæð
Sjúkrahússins um ókomna framtíð
var skert gríðalega en aðeins eru
skurðstofurnar starfræktar um 150
daga á ári nú í seinni tíð. En þrátt
fyrir mikinn og harðan niðurskurð
hefur ýmis starfsemi stoðdeilda auk-
ist jafnt og þétt síðustu árin sem
bendir til þess að starfsfólk hefur
bætt við sig og gæði þjónustunnar
hafa samt aukist sem leitt hefur til
þess að Suðurnesjamenn treysta
Sjúkrahúsinu sínu og leita þangað
meira. Auk þess hefur starfsfólkið
staðið vörð um stofnunina og gætt
að því að minnkandi fjárframlög
hafi ekki áhrif á gæði þjónustunnar.
Efling skurðstofunnar
I nánustu framtíð er mikilvægt
að efla enn freka ýmsa starfsemi
Sjúkrahússins. Ég nefni þá fyrst
starfsemi skurðstofunnar, bæði þarf
að auka fjárveitingar til stofnunar-
innar til að skapa henni grundvöll
til frekari verkefna og haga þarf
þannig til að stofnunin njóti ávaxta
aukinnar starfsemi, en ekki að fjár-
framlög séu skert um jafnmikið og
aukningu sértekna nemur. Slík kerfi
eru ekki hvetjandi og því varhuga-
verð. Skurðstofa Sjúkrahússins fær
líka vonandi hlutdeild í nýrri skipu-
lagningu sjúkrahússmála á höfuð-
borgarsvæðinu og fullyrði ég að að-
búnaður er til alls góður og getum
við sinnt ýmsum verkefnum hér suð-
ur með sjó. Ég minnist hér í því sam-
bandi á upplýsingar sem komu fram
í grein eftir landlækni sem birtist í
Morgunblaðinu 5. október 1990 þar
sem biðlistar vora til umfjöllunar.
Kannaðir vora biðlistar eftir algeng-
um aðgerðum á deildaskiptum
sjúkrahúsum í Reykjavík og á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hluta
þeirrar athugunar má sjá hér að
neðan. Gætum við kannski leyst eitt-
hvað úr vandanum.
Tegund Fjöldi á Biðtími
biðlista mán.
Bæklunarskurð- 1.365 12-17
lækningar
Háls-,nef og 840 6-12
eyrnaðgerðir
Lýtlækningaað- 1.000
gerðir
Víðihlíð í gang í sumar
Aðbúnaður sjúkra aldraðra fer
hægt batnandi. Hjúkranardeild
Sjúkrahússins í Keflavík mun hefja
starfsemi í ágúst og bætast þá 15
rúm við það sem fyrir er á Garð- .
vangi og við Sjúkrahúsið sjálft. {
Áfram verður haldið framkvæmdum
við seinni áfanga Víðihlíðar og hús-
næðið vonandi allt tekið í notkun á ,
árinu 1993.1 þeirri stefnumótun sem
unnin var árið 1988 er gert ráð fýr-
ir öldrunarlækni við Sjúkrahúsið og
þykir mér ekki óeðlilegt að innan
tíðar verði æskilegt að sami aðili
sinni öllum öldranarsjúklingum, bæði
þeim sem era inniliggjandi og líka
þeim sem njóta þjónustu heimahjúkr-
unar frá Heilsugæslunni.
Endurhæfingin mun valda
straumhvörfum
Nú nýverið samþykkti stjóm
sjúkrahússins að auglýsa innan tíðar
eftir sjúkraþjálfara við sjúkrahúsið í
hlutastarf og skapa honum viðunandi
vinnuaðstöðu. Er nú verið að gera
nauðsynlegar lagfæringar innanhúss
svo hægt sé að koma nauðsynlegum
búnaði fyrir. Starfræksla endurhæf-
ingar mun valda straumhvörfum í
starfi stofnunarinnar. Ekki bara fýr-
ir aldraða heldur ekki síst fyrir að-
gerðasjúklinga sem hingað til hafa
aðeins fengið þjálfun uppi á stofu
og á göngunum. Á jarðhæð í væntan-
legri D-álmu er síðan gert ráð fyrir
bærilegri aðstöðu til endurhæfingar
en málefnið er brýnt og þolir ekki bið.
Höfundur er formaður stjórnar
Sjúkrahúss Keflavíkur-
Iæknishéraðs og Heilsugæslu-
stöðvar Suðurnesja.
rekstrarreikningur
-50
Eins og sjá má á niðurstöðum rekstrarreiknings
hefur náðst talsverður árangur til betri vegar í
rekstri Sjúkrahússins.
seld þjónusta
Þrátt fyrir verulega hagræðingu á siðastliðnum
árum hefur starfsemi stoðdeilda eins og röntgen,
rannsókn og þjónusta slysastofu aukist og tekjur
sjúkrahússins aukist að sama skapi.
‘■áferiÉÍMB