Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JULI 1992
15
Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.
Gestir í kvöldverðar-
boði forseta íslands
GESTIR í kvöldverðarboði forseta íslands á Hótel Sögu á fimmtudags-
kvöld, til heiðurs Þýskalandsforseta og konu hans, voru hátt í tvö
hundruð talsins.
Kvöldverðarboðið sátu:
Richard von Weizsacker forseti
Þýskalands og frú Marianne von
Weizsácker. Dr. Heinrich Seemann
prótokolstjóri og frú Karin Seemann.
Hasso Buchrueker skrifstofustjóri
forseta. Dr. Rolf Hofsteller sendi-
herra. Dr. Norwin Graf Leutrum
sendiráðunautur. Hans-Henning
Horstmann talsmaður forseta. Kerst-
en Lahl ofusti. Andreas Körting deild-
arstjóri. Dr. Ursula von Langermann
deildarstjóri. Dr. Max Adenauer ræð-
ismaður. Dr. Franz Bauer ritstjóri.
Þýski sendiherrann dr. Gottfried Pag-
enstert og frú Elena Pagenstert. Dr.
Hans-Júrgen Heimsoeth aðstoðar-
maður forseta. Dr. Gúnter Thaisen
læknir forseta. Micchael Stelt lög-
reglufulltrúi. Frú Gabriele Weber
sendiráðunautur. Frú Karin Marchall
sendiráðsritari. Hr. Michael Averhoff
sendiráðsritari. Forsætisráðherra
Davíð Oddsson og frú Ástríður Thor-
arensen. Utanríkisráðherra Jón Bald-
vin Hannibalsson og frú Bryndís
Schram. Fjármálaráðherra Friðrik
Sophusson og frú Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir. Sjávarútvegs- og
dómsmálaráðherra Þorsteinn Pálsson
og frú Ingibjörg Rafnar. Viðskipta-
ráðherra Jón Sigurðsson og frú Lauf-
ey Þorbjarnardóttir. Umhverfísráð-
herra Eiður Guðnason og frú Eygló
Haraldsdóttir. Félagsmálaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir. Landbúnað-
ar- og samgönguráðherra Halldór
Blöndal og frú Kristrún Eymunds-
dóttir. Menntamálaráðherra Ólafur
G. Einarsson og frú Ragna Bjarna-
dóttir. Heilbrigðis- og tryggingarráð-
herra Sighvatur Björgvinsson og frú
Björk Melax. Forseti hæstaréttar
Guðrún Erlendsdóttir og hr. Örn
Clausen hrl. Forseti Alþingis Salome
Þorkelsdóttir og Hr. Jóel Jóelsson.
Fv. forsetafrú Halldóra Eldjárn. Dr.
Sigurbjörn Einarsson biskup og frú
Magnea Þorkelsdóttir. Pétur Sigur-
geirsson biskup og frú Solveig Ás-
geirsdóttir. Kaþólski biskupinn dr.
Alfreð Jolsson. Hjálmar W. Hannes-
son sendiherra og frú Anna Birgis.
Sendiherra Noregs Per Asen og frú
Liv Aasen. Erna Finnsdóttir fv. for-
sætisráðherrafrú. Vala Ásgeirsdóttir
fv. forsætisráðherrafrú. Frú Auður
Laxnesss. Steingrímur Sigfússon
varaform. Alþýðubandalagsins.
Form. Framsóknarflokksins Stein-
grímur Hermannsson fv. forsætisráð-
herra og frú Edda Guðmundsdóttir.
Formaður samtaka um kvennalista
Kristín Ástgeirsdóttir. Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson form. utanríkismála-
nefndar og frú Guðbjörg Benedikts-
dóttir. Markús Örn Antonsson borg-
arstjóri. Magnús L. Sveinsson forseti
borgarstjómar og frú Hanna Karls-
dóttir. Ólafur Davíðsson ráðuneytis-
stjóri og frú Helga Einarsdóttir. Þor-
steinn Ingólfsson ráðuneytisstjóri og
frú Hólmfríður Kofoed-Hansen.
Sveinbjörn Dagfínnsson ráðuneytis-
stjóri og frú Pálína Hermannsdóttir.
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og
frú Guðrún Jónsdóttir. Knútur Halls-
son ráðuneytisstjóri og frú Erna
Hjaltalín. Guðmundur Benediktsson
fv. ráðuneytisstjóri og frú Kristín
Claessen. Hörður H. Bjarnason próto-
kolstjóri og frú Áróra Sigurgeirsdótt-
ir. Gunnar Snorri Gunnarsson sendi-
herra. Pétur Thorsteinsson fv. sendi-
herra og frú Oddný Thorsteinsson.
Hannes Jónsson fv. sendiherra og frú
Karin Waage. Frú Doris Briem fv.
sendiherrafrú. Frú Guðrún Magnús-
son fv. sendiherrafrú. Dr. Sveinbjörn
Björnsson rektor Háskóla íslands og
frú Guðlaug Einarsdóttir. Dr. Jónas
Kristjánsson forstm. Stofnunar Árna
Magnússonar og frú Sigríður Krist-
jánsdóttir. Sr. Hanna María Péturs-
dóttir þjóðgarðsvörður og dr. Sigurð-
ur Árni Pétursson. Böðvar Bragason
lögreglustjóri og frú Gígja Björk
Haraldsdóttir. Bera Nordal forstöðu-
maður Listasafns íslands og hr. Sig-
urður Snævarr. Húsameistari ríkisins
Garðar Halldórsson og frú Birna
Geirsdóttir. Gunnar Bergsteinsson
forstjóri Landhelgisgæslunnar og frú
Brynja Þórarinsdóttir. Pétur Guð-
mundsson flugvallarstjóri og frú
Hrafnhildur Héðinsdóttir. Ludwig
Siemsen formaður Félags kjörræðis-
manna og frú Sigríður Siemsen. Helgi
Bergs formaður Bessastaðanefndar
og frú Lis Bergs. Hörður Sigurjgests-
son forstjóri Eimskips og frú Aslaug
Ottesen. Guðjón B. Olafsson forstjóri
og frú Guðlaug Guðjónsdóttir. Gylfí
Þór Magnússon framkvæmdastjóri
og Sigríður Dóra Jóhannsdóttir.
Kristján Ragnarsson framkvæmda-
stjóri LÍÚ og frú Kristín Möller. Dr.
Colette Búrling forstöðumaður Þýska
bókasafnsins og dr. Kjartan Gíslason.
Formaður Germaníu Þorvarður Alf-
onsson og frú Almut Alfonsson. Pró-
fessor Þórir Einarsson og frú Renate
Einarsson. Dr. Sigfús Schopka og frú
Helga Skúladóttir. Dr. Gylfí Þ. Gísla-
son fv. ráðherra. Úlfar Þórðarson
augnlæknir. Guðný Halldórsdóttir
kvikmyndaleikstjóri og Halldór Þor-
geirsson framkvæmdastjóri. Frú
Hera Sigurðardóttir. Guðrún Helga-
dóttir rithöfundur. Thor Vilhjálmsson
rithöfundur og frú Margrét Indriða-
dóttir. Steinunn Sigurðardóttir rithöf-
undur og Þorsteinn Hauksson. Bern-
hard Brasack sendiráðunautur og frú
Elín Magnússon. Wolfgang Treinies
sendiráðsritari og frú Helga Treinies.
Heinz Gúnter Langenberg sendiráðs-
ritari og frú Etsuko Langenberg.
Anne Monika Seibel sendiráðsritari.
Ræðismaður Helmut K. Holz og frú
Dr. Schnelder-Gádicke. Ræðismaður
Oswald Dreyer-Eimbcke og frú Erika
Dreyer-Eimbcke. Ræðismaður Fried-
rich N. Schwarz og frú Gaby
Schwarz. Ræðismaður Andreas How-
aldt og hr. Júrgen Howaldt. Ræðis-
maður Wolf Grútter og frú Kerstin-
Viktoria Fiöge. Ræðismaður frú
Emilía Gertrud Hartmann. Sr. Heim-
ir Steinsson útvarpsstjóri og frú Dóra
Þórhallsdóttir. Páll Magnússon for-
stjóri Stövðar 2. Jón Kristjánsson rit-
stjóri Timans og frú Margrét Einars-
dóttir. Kári Jónason fréttastjóri hljóð-
varps og frú Ragnhildur Valdimars-
dóttir. Sabine Gráfín von Nayhaus-
Cormons blm. Peter Bacher blm.
Friedbert Meurer blm. Jörgen Detl-
efsen blm. og frú Detlefsen. Wolf-
gang Wiedemeyer blm. Neuhauser
blm. Dr. Siegfried Löffler blm. Holg-
er Schmale blm. Hans-Heinz Schnád-
er blm. Sveinn Björnsson forsetarit-
ari og frú Sigrún Dungal. Vigdís
Bjamadóttir deildarstjóri og hr. Guð-
laugur T. Karlsson. Vilborg Krist-
jánsdóttir deildarstjóri og hr. Hrafn
Pálsson. Sigríður H. Jónsdóttir deild-
arsérfræðingur og hr. Sveinn Úlfars-
son. Aðalsteinn Maack og frú Jar-
þrúður Maack. Ólafur Jónsson fulltrúi
borgarstjóra og frú Ólöf Bjömsdóttir.
Estrid Brekkan deildarstjóri. Edda
Birna Kristjánsdóttir deildarstjóri.
Bjarni Vestmann sendiráðsritari og
frú Rakel Árnadóttir. Guðmundur
Helgason sendiráðsritari. Kristján
Andri Stefánsson fulltrúi.
Morgunblaðið/Sverrir
Skia, bandarískur fornleifafræðingur, og Margrét Hallgrímsdóttir,
borgarminjavörður, gera lýsingu á mannvistarleifum.
Fornleifarannsóknir í Viðey:
Mannvistarleifarnar sýna
sögu Islands í hnotskurn
- segir Margrét Hallgrímsdóttir
SKRAÐIR hafa verið 13.000-
14.000 hlutir og brot við fornleifa-
rannsóknirnar í Viðey. Rannsókn-
ir fara nú fram í rústum klaustur-
bæjarins sjötta sumarið í röð en
búast má við því að uppgröfturinn
taki um fimm sumur í viðbót.
Margrét Hallgrímsdóttir, borgar-
minjavörður, segir að í mannvista-
leifunum í Viðey megi í raun sjá
sögu Islands í hnotskurn og hvern-
ig mannlíf hefur þróast allt frá
10. öld.
Margrét Hallgrímsdóttir sagði í
samtali við Morgunblaðið að forn-
leifarannsóknirnar í Viðey væru
flóknar þar sem það þyrfti að fara
í gegnum mörg lög. f ár hefði upp-
gröfturinn hafist 1. júní og áætlað
væri að hann stæði fram í ágúst.
Þetta væri sjötta sumarið sem grafið
væri og telur Margrét að það megi
búast við því að það taki þijú sumur
í viðbót að ljúka uppgrefti á klaustur-
bænum. Síðan yrði að kanna hvort
önnur hús hefðu verið í tengslum við
klaustrið og tæki það líklega tvo
sumur. í sumar starfa 6-8 manns
við fornleifarannsóknimar.
Margrét sagði að verið væri að
ljúka við vinnu í skála klausturbæjar-
ins en hann væri um 100 fermetrar.
Hún sagði að mjög spennandi væri
að rannsaka þessar rústir þar sem
þær sýndu samfellda og fjölbreyti-
lega byggð í margar aldir og væm
vel varðveitar. Klausturbærinn væri
frá 13. öld en undir honum værrn
leifar af eldri byggð og því væri
hægt að sjá hvernig mannlíf hefði
þróast á staðnum frá þeim tíma.
Margrét sagði að auk þess að grafa
upp fornleifar væri unnið að fijókor-
nagreiningu til þess að kanna
gróðurfar og ræktun í Viðey en
Margrét Hallsdóttir, jarðfræðingur
ynni áð þeim rannsóknum.
GARÐPLÖNTU
Nú líður að lokum garðplöntusölunnar.
Við seljum meðan birgðir endast,
ALLAR GARÐPLÖNTUR með
AFSLÆTTI
Spurningar
til borgarráðs
Hinn 24. júní birti Morgunblað-
ið litla en einkar athyglisverða
fréttaklausu. Fréttin var þess efn-
is að borgarráð hefði, að tillögu
atvinnumálanefndar, samþykkt
að veita Stjörnuspekimiðstöðinni
350 þúsund króna styrk til undir-
búnings námskeiða hérlendis fyrir
útlendinga, námskeiða „sem með-
al annars byggja á íslenskum
stjörnukortsforritum" eins og seg-
ir í fréttinni. Af samhenginu má
ráða að orðið stjömukort sé þarna
notað í rangri merkingu og að átt
sé við það sem á erlendum málum
heitirhóróskóp, þ.e. stjörnuspá-
kort eða stjömumát. í fréttinni
er vitnað í bókun atvinnumála-
nefndar sem kemst svo að orði
að hér sé á ferðinni „athyglisverð
tilraun til þess að markaðssetja
ísland á nýstárlegan hátt“! í til-
efni af þessari óvæntu frétt lang-
ar mig til að bera fram eftirfar-
andi spurningar sem ég vona að
borgarráð sjái sér fært að svara.
1. Er meirihluti borgarráðs trúað-
ur á stjörnuspeki? Ef svo er ekki,
og borgarráðsmenn líta á stjörnu-
speki sem hégilju, fínnst þeim þá
réttlætanlegt að notfæra sér trú-
girni annarra til að hafa af þeim
fé?
2. Stóðu allir borgarráðsmenn að
þessari furðulegu samþykkt? Hafi
einhveijir greitt mótatkvæði, vona
ég að það verði upplýst, svo að
enginn sé hafður fyrir rangri sök.
Þar sem um ráðstöfun á al-
mannafé er að ræða, hljóta borg-
arbúar að eiga rétt á svörum við
þessum spurningum. Málið snýst
þó ekki um peninga eina. Það er
ekkert gamanmál og hlýtur að
varða allan almenning, þegar for-
svarsmenn höfuðborgarinnar
leggja nafn sitt við hindurvitni og
hjátrú aftan úr grárri fomeskju.
Reykjavík 13. júlí 1992.
Þorsteinn Sæmundsson.