Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992
33
Langisandur
- náttúruperla Akurnesinga
Stórkvistur, Spiraea henryi.
Mynd: Ó.B.G.
KVISTm
Spiraea
Blóm vikunnar:
Umsjón: Ág. Björnsdóttir
242. þáttur
1. grein
í þessum þætti og tveimur
öðrum mun Olafur Bjöm Guð-
mundsson, sá góðkunni og reyndi
ræktunarmaður, fræða okkur
ögn um kvisti en þeir hafa um
langt árabil verið eftirsóttir í
garða og fáanlegir í garðyrkju-
stöðvum.
Kvistir eða spireur, eins og
sumir vilja heldur kalla þá, er
stór ættkvísl skrautrunna af
rósaætt, sem lengi hafa verið
vinsælir garðmnnar bæði hér á
landi og erlendis, enda em þeir
flestir auðræktaðir og með af-
brigðum viljugir að blómstra,
jafnvel hér á norðurslóðum.
Heimkynni þeirra eru tempraðu
beltin á norðurhveli jarðar og til
ættkvíslarinnar teljast nokkrir
tugir tegunda. Ekki mun þó mik-
ið meira en helmingur þeirra
ræktaður í görðum til skrauts en
þar við bætist fjöldi blendinga
og valdra eða kynbættra teg-
unda.
Flestir era kvistimir sólelskar
plöntur en jarðvegur skiptir
minna máli. Sumir þola þó allveg
skugga og era jafnvel notaðir
sem þekjuplöntur undir tijám, en
blómstrun er þá lítil. Fjölgun er
auðveld með græðlingum síðsum-
ars, en einnig má nota skiptingu
og sáningu.
Hér á landi hafa kvistimir
lengi verið með vinsælustu
skrautrannum í görðum og ber
þar margt til: Þeir era blómsælir
mjög, auðveldir í ræktun og fjölg-
un, auk þess sem margir þeirra
hafa sérlega þokkafullan vöxt og
fagra haustliti í laufi.
Verða nú til nefndar nokkrar
tegundir sem náð hafa fótfestu
í íslenskum görðum, þó stiklað
verði á stóra og margar fleiri
mætti nefna sem hér vaxa og
dafna vel og ugglaust enn fleiri
sem eftir er að reyna.
Stórkvistur (Spiraea henryi)
er afar blómsæll og skemmtileg-
ur ranni um 2 m á hæð, með
fallega bogsveigðar greinar og
mergð hvítra blómsveipa í
júlí/ágúst. Mjög fallegur runnit i
en nokkuð hefur borið á að þær
plöntur sem boðnar hafa verið
til sölu undir þessu nafni hafi
verið misjafnar að gæðum, eink-
um hvað varðar stærð blómanna.
Bogkvistur (Spiraea veitchii)
er önnur hávaxin tegund (allt að
2 m), afar blómsæl og harðger.
Blöðin era smágerðari en á stór-
kvisti og blóm einnig. Það er því
léttara yfir honum en stórkvistin-
um, bæði hvað snertir hið glæsi-
lega vaxtarlag og blómgun. Báð-
ir era harðgerir og blómsælir vel.
Siæðukvistur (Spiraea sarg-
entiana) er heldur lágvaxnari en
áðumefiidar tvær tegundir, en
líkist nokkuð stórkvistinum. Er'
þó allur þéttvaxnari, blómin stilk-
lengri, gulhvít á lit. Sagður frek-
ar viðkvæmur og lítt reyndur hér.
Þessar þijár tegundir eru allar
frá Kína.
Ó.B.G.
Rit um sögu og starf
Rauða krossins
Frá Vaigarði L. Jónssyni
ATHYGLI fólks hefur opinberlega
verið vakin á þessa fögru sævar-
strönd á Akranesi. Vissulega minn-
umst við þess að Langisandur var
náttúruprýði Akraness. Þar kom
hópur fólks á góðveðurs dögum til
að njóta sólar og sjávarbaða. Langi-
sandur var vinsælt útivistar- og
göngusvæði, einnig æfíngavöllur
gullaldarliðsins vinsæla, vegna þess
að íþróttavöllur var enginn til hér
á Skaga. Endurminningarnar um
þetta og ótal margt fleira tengt
þessum fagra stað lifír í minni
þeirra sem iifðu þá daga. Nú er
öldin önnur og framvinda lífsins
markar ný spor, mörg þeirra til
heilla önnur hæpin. Það fáum við
staðfest þegar við göngum Laga-
sand í dag. Sandinum af þessu
svæði var hreinlega ekið í burtu.
Mestum hlutanum dreift undir nýja
íþróttavelli, sem ná alit frá Jaðars-
braut inn á Sómundarhöfða, mynd-
Frá Axel Axelssyni:
Ami Jóhannesson, Hrísalundi 10
Akureyri spurði mig hvernig ég
gæti komist að þeirri niðurstöðu að
áskrift að Stöð 2 væri ódýrari en
áskrift að Ríkisútvarpinu. Ég taldi
augljóst að hér væri ekki verið að
bera saman tvær tölur og komast
þannig að réttri niðurstöðu. Málið
er flóknara en það Árni! Það sem
ég vil leggja áherslu á er að allir
verða að borga áskrift að Ríkisút-
varpinu — einni sjónvarpsstöð og
tveimur útvarpsstöðvum. Þú getur
t.d. ekki greitt einungis afnotagjald
af Rás 1 og Sjónvarpinu og sleppt
Rás 2. Þú ræður hvort þú borgar
afnotagjaldið af Stöð 2. Þú ert ekki
skikkaður til þess. Á Bylgjuna geta
allir hlustað sem eru á hlustunar-
arlegt átak það. En Langisandur
er ekki svipur hjá sjón, hann er
eins og holdlaust hræ sem búið er
að húðfletta og mergsjúga. Það fer
hrollur um hvem sem verður á vegi
okkar á Langsandsgöngu. Nú er
þessi sjávarstönd leirbotn, gijót,
malarflekkir, og þarabreiða yfír allt,
ásamt rekadrasli. Svo mikið lækk-
aði sandurinn við þessa miklu sand-
töku, að brimaldan hefur náð eyði-
leggingartökum á jarðvegsbökkun-
um, svo þeir eru skörðóttir og mjög
illa farnir eftir stormasaman vetur.
Ekki nóg hve þetta er allt óhijálegt
og ljótt að sjá heldur er þetta stór-
tjón, sem ber að bregðast við og
lagfæra, ekki einhvemtíma heldur
strax, áður en ver fer. Gijóthleðsla
vel upp hlaðin þarf að koma við
bakkabrúnina alla strandlengjuna,
hún þarf að vera um leið vöm fyrir
sandfoki á hús og önnur mann-
virki. Síðan þarf að laga þama
þægilega göngugötu eftir bakkan-
um frá Sólmundarhöfða og niður
svæði hennar, þ.e. meirihluti íslend-
inga.
Og ekki einungis Bylgjuna, held-
ur allar hinar fijálsu útvarpsstöðv-
ar. Hér er um að ræða fleiri en 6
stöðvar á Stór-Reykjavíkursvæðinu
sem era fríar - enginn er beinlínis
skikkaður til þess að borga afnota-
gjöld af þeim.
Það er alveg rétt að afnotagjald
af Stöð 2 er nokkra hærra en af-
notagjald Ríkisútvarpsins. í því
sambandi vil ég benda á að mun
fleiri borga af Ríkisútvarpinu - þ.e.
nánast allar fjölskyldur á íslandi.
Ég er sannfærður um að ef Stöð 2
hefði allar íslenskar fjölskyldur í
sínum áhorfendahópi væri afnota-
gjaldið lægra - eins og hjá Ríkisút-
varpinu. Stöð 2 er rekin með auglýs-
að Sementsverksmiðjuþró. Þetta
yrði meira en bæjarprýði - þetta
yrði falleg og vinsæl útivistar- og
gönguleið, sem full þörf er fyrir.
Það eru gijóthaugar hér innan við
fjallið sem væra betur komnir hér
að Langasandsbökkum til gagns og
prýði.
Í Leynir hér innan við Höfðann
er búið að hlaða svona gijótvörn,
sem er þeim til sóma sem að unnu.
Það verk gekk fljótt og vel og ger-
ir mikið gagn. Þar sannaðist hve
auðvelt þetta verkefni er þegar á
því er tekið. Vissulega kostar allt
fé, en hvers virði er landið sem sjór-
inn brýtur á hveijum vetri? Við er-
um það heppin hér á Akranesi að
eiga fyrir þingmann sjálfan um-
hverfísráðherrann, því ættu að
verða hæg heimatökin. Ég leyfí
mér að skora á hann að leggja
okkur lið í þeSsu máli svo úr verði
bætt slæmu böli og eyðileggingu.
Hitt er svo óleyst og óráðið hvenær
Langisandur getur aftur staðið und-
ir nafni og verið perla Akumes-
inga. Ég heiti á góða menn sem
málum ráða að taka þetta föstum
tökum og bæta úr á varanlegan
hátt.
VALGARÐUR L. JÓNSSON
Höfðagrund 14, Akranesi
ingatekjum að langmestu leyti. Rík-
isútvarpið er rekið með skattpen-
ingum almennings - því hvað er
þetta annað en skattur sem allir
varða að borga eigi þeir útvarps-
tæki. Það er alltaf ódýrara að geta
valið og hafnað. Annars er þetta
mál flókið og erfítt að gera því skil
í fáeinum línum. En Árni, ég vona
að ég hafi svarað spurningu þinni
á fullnægjandi hátt.
AXEL AXELSSON
Einilundi 2, Akureyri
Pennavinir
Frá Ítalíu skrifar frímerkjasafn-
ari sem óskar eftir að skiptast á
frímerkjum við íslenskan frímerkja-
safnara:
Arrigoni Alberto
P.O. Box 170
33100 Udine
Italy
Frá Frakklandi skrifar 21 árs
gamall maður. Hann hefur áhuga
á að eiganst pennavini á íslandi sem
geta skrifað á frönsku, ensku eða
þýsku. Hann hefur áhuga á tónlist
og ferðalögum:
Benso Pascal
1 Rue Charles Baudelaire
06100 Nice
France
Frá Noregi skrifar fertug kona
sem safnar póstkortum og minja-
gripum. Hún óskar eftir pennavin-
um á íslandi:
Ingrid Bergquist
Blábor VN 3
N 8450 Stormarknes
Norge
Frá Svíþjóð skrifar 13 ára stúlka
sem hefur áhuga á bréfaskriftum,
tennis, skíðaíþróttum, lestri og
fleira. Hún óskar eftir pennavinum
á aldrinum 13 til 14 ára:
Maria Palm
Andvágen 3
274 33 Skurup
Sweden
Frá Ghana skrifar 25 ára kona
og óskar eftir pennavinum á Is-
landi. Hún hefur áhuga á ferðalög-
um, tónlist o. fl.
Sheila Moses
P.O. Box 135
Oguaa State (C/R)
Ghana
LEIÐRÉTTING
Rangur myndatexti birtist með
frétt um íslandsmótið í svifflugi
s.l. fímmtudag. Lengst til vinstri á
myndinni er Sigtryggur Sigtryggs-
son, sem var fyrstur í flugi fram
og til baka, þá kom Garðar Gíslason
íslandsmeistari og lengst til hægri
er Kristján Sveinbjömsson, sem var
efstur í þríhryningsflugi. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
RAUÐI kross íslands hefur gef-
ið út ritið „í þágu þjóðanna".
Það fjallar um sögu og starf
Rauða kross hreyfingarinnar
heima og á alþjóðavettvangi.
í ritinu er leitast við að gefa sem
gleggsta mynd af meira en fímm
aldarijórðunga mannúðarstarfi
Rauða krossins, sem byggist á
Genfarsáttmálunum og grundvall-
arreglum hreyfingarinnar, en þær
eru sjö með eftirfarandi lykilorð-
um: Mannúð, óhlutdrægni, hlut-
leysi, sjálfstæði, sjálfboðahjálp,
einig og alheimshreyfing. Einnig
er fjallað um starfsemi RKÍ frá
stofnun árið 1924.
Alþjóðahreyfing Rauða krossins
og Rauða hálfmánans mynda Al-
þjóðaráð Rauða krossins, Alþjóða-
samband félaga Rauða krossins
og Rauða hálfmánans og landsfé-
lög.
Alþjóðaráðið var stofnað árið
1863. Það er svissnesk stofnun,
sem mótar Genfarsáttmálana,
reglur sem kveða á um leyfilegt
athæfi í stríði, og hefur eftirlit
með að þeir séu haldnir.
Alþjóðasambandið varð til árið
1919. Það er í raun samtök
landsfélaga hreyfingarinnar, sem
mynda öryggisnet með gagn-
kvæmum skyldum landsfélaga.
Landsfélögin eru sjálfstæð og eiga
fyrst og fremst skyldum að gegna
heima fyrir. En þegar þjóð verður
fyrir meiri áföllum, en hún fær
ráðið við, hjálpa félögin hvert öðru
og er skemmst að minnast fjár-
framlaga frá Rauða kross félögum
um heim allan í Vestmannaeyja-
gosinu.
Ritið „í þágu þjóðanna“ er til
sölu á skrifstofu RKÍ og til útláns
úr bókasafni Fræðslumiðstöðvar
RKÍ.
(Úr fréttatilkynningu)
VELVAKANDI
ÍÞRÓTTATASKA
. Stór svört íþróttataska tap-
aðist í vesturbænum aðfaranótt
laugardags, 11. júlí. í töskunni
er fatnaður. Skilvís fínnandi
vinsamlegast hringi í síma
29575. Fundarlaun.
KETTLINGAR
Svartbröndóttir kassavandir
kettlingar af angórakyni fást
gefíns. Upplýsingar í síma
30605.
HVERJIR ERU
HÖFUNDAR
Sigurborg Hjaltadóttir:
Mig langar að vita hvort ein-
hver getur gefið mér upplýs-
ingar um tvö kvæði, sennilega
nokkuð gömul. Hveijir era höf-
undar, eru þau einhvers staðar
til á prenti og þá hvar? Vita
tnenn nánari deili á kvæðunum,
svo sem hvert var „vífavalið“ á
Jökuldal? Fyrra kvæðið byijar
svo: Ég reisti mér skrautlega
háreista höll í hugarins alvíða
geimi. Hamingjuljósin þar log-
uðu öll sem lýst geta í þessum
heimi. Umhverfís höllina átti
ég garð sem allur var skrúð-
blómum þakinn og daglega
stærri og stærri hann varð. Eg
stundaði hann sofandi og vak-
inn. Hitt ljóðið hefst þannig:
Ingibjörg þú ert yndið mitt. O,
hvað mig gleður brosið þitt. Þú
ert hið mesta vífaval sem verið
hefur á Jökuldal.
LEÐURSKÓR
í maímánuði sl. var haldið
strengjamót á Akranesi og glat-
aði stúlka svörtum leðurskóm,
reimuðum götuskóm þar. Hún
telur sig hafa sett þá í ranga
tösku þegar átti að halda heim.
Vinsamlegast hafið samband
við Soffíu TH. Bergsdóttur hjá
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í
síma 651187 ef skórnir hafa
fundist.
RAUÐUR
REGNGALLI
Glænýr, rauður, tvískiptur
regngalli (Micropor by frantic-
al, stærð L) tapaðist í Þórsmörk
ferðahelgina 3.-5. júlí. Finnandi
vinsamlegast hafí samband við
Eygló í heimasíma 666981 eða
vinnusíma 674700.
Afnotagjöld RUV
— eins konar skattlagning