Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992
Svanur RE á leið til Færeyja með loðnu:
Fá 720.000 kr. meira
fyrir aflann sinn þar
LOÐNUSKIPIÐ Svanur RE er nú á leið til Færeyja með 720 tonn af
loðnu. Ingimundur Ingimundarson stýrimaður á Svani segir að þeir
hafi ákveðið að selja þennan afla í Færeyjum þar sem þeir fá um
1000 krónum meira fyrir tonnið, eða 720.000 kr. meira fyrir aflann
en hér á landi.
Ingimundur segir að verksmiðjur
í Færeyjum bjóði nú 5.100 krónur
fyrir tonnið af loðnu en verðið á ís-
landi sé í kringum 4.000 krónur fyr-
ir tonnið. „Við höfum samt ekki
ákveðið enn hvort um frekari sig!-
ingar af okkar hálfu verði að ræða
Hafís norð-
ur af Vest-
fjörðum
TILKYNNT var um hafís 30
sjómílur norður af Vestfjörð-
um um miðnætti á fimmtu-
dag og í gærmorgun. Hafís-
inn er tiltölulega mikill en
búist er við að hann hrað-
minnki á næstunni.
Þór Jakobsson, veðurfræð-
ingur á hafísrannsóknardeild
Veðurstofu íslands, sagði að
hafís væri 30 sjómílur norður
af Hombjargsvita. Fregnir
hefðu borist af hafísnum um
miðnætti á fímmtudag og í
gærmorgun, föstudaginn 17.
júlí. Þór sagði að hafísinn væri
ekki hindrun á siglingaleiðum.
Hafísinn væri tiltölulega mikill
og næði yfír meira svæði en
að jafnaði. Þór sagði að ríkj-
andi vindátt sem hefði verið að
undanförnu hefði fært hafísinn
nær landi en nú væru hagstæð-
ar austlægar áttir og búist
væri við að ísinn færi hrað-
minnkandi á næstunni.
til Færeyja. Slíkar ákvarðanir verða
teknar í hverjum veiðitúr,“ segir
Ingimundur.
Aðspurður um hvort fleiri þættir
spili inn í Færeyjasiglinguna en
loðnuverðið eins og til dæmis hag-
stæðara olíuverð segir Ingimundur
ekki svo vera. „Olíuverðið er að vísu
lægra í Færeyjum en hérlendis en
það skiptir ekki ýkjamiklu á heildina
litið vegna þess hversu langt stím
er þangað,“ segir Ingimundur. Leið-
in til Færeyja frá loðnumiðunum er
um 400 mílna löng og reiknar Ingi-
mundur með að það taki Svan um
þrjá og hálfan sólarhring bara að
sigla fram og til baka frá miðunum.
Bæði sendibifreiðin og rútan eru illa farin eftir áreksturinn.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson.
Rúta og sendibifreið í árekstri
RÚTA með einum farþega og
sendibifreið lentu í árekstri og
fóru út af veginum í grennd við
Blönduós í gærmorgun.
Áreksturinn var með þeim hætti
að rútan ætlaði að aka framúr
sendibifreiðinni á Skagastrandar-
vegi rétt við bæinn Síðu. Við það
skullu bílarnir saman og lentu utan
vegar.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Blönduósi slösuðust öku-
menn beggja bílanna lítillega en
. farþeginn slapp ómeiddur. Báðir
bílarnir lentu í skurði við hlið vegar-
ins, sendibifreiðin á hvolfí en rútan
á réttum kili og eru báðir bílamir
mikið skemmdir.
Flugskýli og eldsneytisdreifingarkerfi á Keflavíkurvelli:
Aðalverktakar hefja fram-
kvæmdir á eigiii ábyrgð
ÍSLENSKIR Aðalverktakar hafa
ákveðið að hefja undirbúnings-
framkvæmdir vegna flugskýla og
eldsneytisdreifingarkerfis á
Keflavíkurflugvelli. Þessar fram-
kvæmdir verða á eigin ábyrgð
Aðalverktaka og eru hafnar í
trausti þess að Mannvirkjasjóðs-
nefnd NATO veiti til þeirra fram-
kvæmdaheimild í haust. Kostnað-
aráætlun fyrir verkið í heild er
um 60 milljónir dollara, eða tæp-
lega 3,6 milljarðar króna. Stefán
Friðfinnsson forstjóri Aðalverk-
taka segir að ekki sé búið að
reikna út nákvæmlega hve mikl-
um fjármunum fyrirtækið hættir
af þessum sökum en Ijóst að um
verulegar fjárhæðir verði að
ræða.
Gert er ráð fyrir að jarðvinnu-
framkvæmdir við verk þetta hefjist
í næsta mánuði þótt Ijóst sé að heim-
ild frá Mannvirkjasjóði NATO fáist
ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir mán-
aðarmótin september/október er
sjóðsnefndin fjallar um málið. Stefán
Friðfinnsson segir að ákvörðun Að-
alverktaka um að hefja framkvæmd-
ir á eigin ábyrgð sé tekin vegna
þess að fyrirtækið vilji halda þeim
starfsmönnum sem annars hefðu
orðið verkefnalausir og til að undir-
búningur verksins tefjist ekki vegna
frosta í jörð þegar og ef heimildin
fæst.
Yfirmaður Norður-Atlantshafs-
flota NATO mun hafa staðfest við
nefndina að verkefnin sem hér um
ræðir muni áfram vera á forgangs-
verkefnalista að lokinni heildarend-
urskoðun verkefna sem ljúka á í
september/október. Með tilliti til
þessa og til verkefnastöðu Aðalverk-
taka var ákveðið að hefja undirbún-
ingsframkvæmdir.
Aðspurður um hver gæti hugsan-
lega orðið kostnaður Aðalverktaka
ef ekki fengist sú heimild sem stefnt
er að segir Stefán að slíkir útreikn-
ingar liggi ekki endanlega fyrir þótt
vissulega hafí forráðamenn fyrir-
tækisins góða hugmynd um það og
að um verulegar upphæðir sé að
ræða. Hinsvegar megi nefna að efn-
iskaup fyrirtækisins vegna þessa
verks gætu nýst í önnur verkefni.
Flugvirkjar boða 2ja daga verkfall hjá Flugleiðum:
Raskar ferðum 7.400 farþega
Morgunblaðið/Artie Johnson.
Þyrla varnarliðsins yfir litháenska togaranum í gær.
Tvær þyrlur varnarliðsins í sjúkraflugi:
Sóttu sjómann af
togara frá Litháen
TVÆR af þyrlum varnarliðsins fóru í sjúkraflug um hádegisbilið í
gærdag og sóttu þær veikan sjómann af litlum togara frá Litháen
um 258 mílur suðaustur af Reykjanesi. Sjómaðurinn hafði fa!Hð í
botnlangaskurð fyrr I mánuðinum en eftirköst gerðu vart við sig
nú og hann þurfti að komast undir læknishendur hið snarasta.
Joseph L. Quimby uppiýsinga-
fulltrúi varnarliðsins segir að um
velheppnað flug hafi verið að ræða.
Þyrlusveit vamarliðsins barst beiðni
frá Landhelgisgæslunni skömmu
fyrir hádegið og var ákveðið að
senda tvær þyrlur ásamt eidsneytis-
siasiiaisiLN: b.x; A.asmsi®
Lesbók fylgir ekki Morgun-
blaðinu um þessa helgi og
nokkrar næstu helgar vegna
sumarleyfa. Lesbók kemur
næst út laugardaginn 15. ágúst
vél af stað. í fyrstu var talið að um
norskan togara væri að ræða en
er þyrlurnar komu á staðinn kom
í ljós að togarinn var frá Litháen.
„Þyrlumar voru komnar á stað-
inn um klukkan tvö en í fyrstu
gekk þeim erfíðlega að athafna
sig,“ segir Quimby. „Stórt loftnet
togarans hamlaði aðgerðum og það
var ekki fyrr en búið var að taka
það niður að hægt var að hífa sjó-
manninn um borð.“
Heimleiðin gekk vel og lenti þyrl-
an með sjómanninn við Borgar-
sjúkrahúsið um klukkan 5.20 síð-
degis. Þetta mun í fyrsta sinn sem
vamarliðið aðstoðar togara frá Lit-
háen hér við land.
FLUGVIRKJAFÉLAG íslands
hefur boðað tveggja sólarhringa
verkfall hjá Flugleiðum og á verk-
fallið að hefjast kl. 23 sunnudag-
inn 26. júlí. Einar Sigurðsson
blaðafulltrúi Flugleiða segir að
ef verkfallið skelli á muni það
raska ferðum 7.400 farþega í inn-
anlands- og millilandaflugi. Þar
að auki muni það koma illa niður
á markaðsstöðu ferðaþjónustunn-
ar erlendis. Flugvirlqar hafa setið
á fundum með forráðamönnum
Flugleiða hjá ríkissáttasemjara
að undanförnu en mikið ber í
milli. Slitnaði uppúr samninga-
fundi í gærdag en annar hefur
verið boðaður á mánudag. Geir
Hauksson formaður Flugvirkjafé-
lagsins segir að einkum strandi á
sérkröfum þeim sem flugvirkjar
gera í þessum samningum.
Einar Sigurðsson segir að það sé
mat yfirstjórnar viðhaldsdeildar
Flugleiða að verkfall muni hafa mjög
slæm áhrif á tilraunir félagsins til
að fá erlend flugfélög til að koma
með flugvélar til viðhalds í nýrri við-
haldsstöð félagsins á Keflavíkurflug-
velli.
„Flugvirkjum standa til boða
sömu launahækkanir og allir aðrir
hafa hlotið í þjóðfélaginu," segir
Einar. „Lengra getur fyrirtækið ekki
gengið en við munum halda áfram
viðræðum við flugvirkja til að ganga
úr skugga um hvort hægt sé að finna
leiðir til hagræðingar í starfí sem
bæði þeir og félagið geta notið góðs
af.“
Geir Hauksson segir að hvað sér-
körfur þeirra varðar sé höfuðmálið
að fá hækkaðar greiðslur í lífeyris-
sjóð flugvirkja. „Sjóðurinn stendur
nú mjög höllum fæti og jafnvel hef-
ur stjórn hans rætt um að lækka
þurfi greiðslur til ellilífeyrisþega
hans. Slíkt getum við ekki fellt okk-
ur við,“ segir Grétar.
Einar Sigurðsson segir að það
verði áfall fyrir Flugleiðir ef af verk-
fallinu verður því nú sé háanna-
tíminn í flutningum. Hann segir
jafnframt athyglisvert að verkfallið
sé aðeins boðað hjá Flugleiðum en
ekki öðrum innlendum flugfélögum.
Guðjón O. Guðjónsson
bókaútgefandi látinn
GUÐJÓN Ó. Guðjónsson, prent-
smiðjueigandi og bókaútgefándi,
lést í fyrrinótt á hj úkrunarlieimil-
inu Skjóli í Reykjavík, þar sem
hann hafði verið heimilismaður
um árabil. Hann var níræður,
fæddur 13. ágúst 1901.
Guðjón fæddist að Moshvoli í
Hvolshreppi, sonur Guðjóns Einars-
sonar bónda þar og Salvarar Sigurð-
ardóttur frá Hryggjum í Landeyjum.
Hann lauk prentnámi í Isafoldar-
prentsmiðju haustið 1917. Litla
prentsmiðju setti hann á stofn árið
1925 og starfrækti hana í Reykja-
vík. Hann starfaði sem prentari til
1945. Á því sama ári stofnaði hann
útgáfufyrirtæki sitt, Bókaútgáfu
Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Gaf hann
út allmikið af bókum, en stærsta
verk bókaútgáfunnar er Ritsafn Jóns
Trausta. Árið 1955 stofnaði Guðjón
prentsmiðju og hlaut hún nafnið
Prentsmiðja GuðjónsÓ. Hann rak
hana fram yfir 1980, en þá lét hann
af störfum.
Eiginkona Guðjóns var Marta
Magnúsdóttir, fósturdóttir Guð-
mundar Magnússonar skálds og
prentara. Hún lést fyrir nokkrum
árum. Guðjón og Marta eignuðust
tvær dætur.