Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992
Morgunblaðið/KGA
Útför Óla Kr. Sigurðssonar gerð frá Selijamameskirkju
Útför Óla Kr. Sigurðssonar, forstjóra Olís, var gerð frá Seltjarnarneskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni.
Vinir og samstarfsmenn Óla báru kistu hans úr kirkjunni. Á myndinni sjást frá vinstri Þorsteinn Már
Baldvinsson, framkvæmdastjóri, Gunnar Jóhannsson, forstjóri, Óskar Magnússon, lögmaður, Ágúst Einars-
son, framkvæmdastjóri, Fritz Johansen, stjómarmaður í Texaco í Danmörku, og Sven Gullev, forstjóri
Texaco í Danmörku. Auk þeirra báru kistuna þeir Sveinlaugur Kristjánsson, framkvæmdastjóri og Tryggvi
Geirsson, formaður Þróttar.
VEÐUR
VEBURHORFURI DAG, 18. JULI
YFIRLIT: Um 700 km suður af iandinu er nærri kyrrstæð 990 mb lægð
en miiii Jan Mayen og Noregs er 1015 mb hæð. Hiti breytist lítið.
SPA: Austlæg étt, víðast gola eða kaldi. Súld eða rigning suðaustan-
iands og með suður- og austurströndinni. Annars staðar verður skýjað
með köflum. Híti verður 10-14 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðaustlæg étt, víðast kaldi
og fremur svalt. Skýjað og dálítil rigning um norðanvert landið, en þurrt
og víða léttskýjað syðra.
Svarsími Veðurstofu (stands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
a
Léttskýjað
* / *
* /
/ * /
Stydda
&
Hálfskýjað
* * *
* *
♦ * *
Snjókoma
Skýjað
Alskýjað
V V V
Skúrír Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil flöður er 2 vindstig.,
10° Hitastig
Súld
Þoka
ríig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær)
Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fært er nú fjallabílum um
mestallt hálendið. Þó er Hlöðuvaliavegur ennþá ófær. Uxahryggir og
Kaldidalur eru opnir allri umferð. Að gefnu tilefni skal bent á að klæðn-
ingaflokkar eru nú að störfum vlða um landið og eru ökumenn beðnir
um að virða sérstakar hraðatakmarkanir til þess að forðast tjón af völd-
um steinkasts. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma
91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hiti 11 12 veður skýjaö mlstur
Bergen 17 alskýjað
Helsinkl 19 háttskýjaö
Kaupmannahöfn vantar
Narssaresuaq 12 akýjað
Nuuk S þokaá8(ð.klst.
Osló 21 skýjað
Stokkhólmur vantar
Þórshöfn vantar
Algarve 26 skýjað
Amsterdam 18 rlgning
Barcelona 26 þokumöða
Berlfn 26 alskýjað
Chicago vantar
Feneyjar 27 heiðskírt
Frankfurt 27 fikúr ó síft. klst.
Glasgow 20 skýjað
Hamborg 24 mistur
London 22 skýjað
LosAngeles vantar
Lúxemborg vantar
Madrid 34 léttskýjað
Malaga 27 léttskýjað
Mallorca 28 heiðskfrt
Montreal vantar
NewYork vantar
Oriando vantar
Par(8 22 skýjað
Madelra 22 léttskýjað
Róm 26 heíðskfrt
Vín 26 léttskýjað
Washington vantar
Wlnnipeg vantar
kl
12
00
IDAG
Helmild: Veðurutoia íslands
(Byggt ó veðurspá W. 16.15 f gœr)
Grindavík:
Samstarf sveit-
arfélaga á Suð-
umesjum í hættu
Grindavík.
FUNDAR stjórnar Hitaveitu Suðurnesja um málefni Bláa lónsins er
beðið með mikilli eftirvæntingu i Grindavík. Afgreiðsla málsins gæti
haft áhrif á hið mikla samstarf sem sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa
í málefnum sem skipta miklu máli fyrir þau.
Hér er átt við þá ákvörðun bæjar-
stjórnar Grindavíkur um að sækjast
eftir því að gerast rekstraraðili að
baðhúsinu við Bláa lónið en ákvörð-
unin hefur valdið miklum titringi í
bæjarstjórnum í Keflavík og Njarð-
vík. Málið hefur farið það langt að
bæjarstjóm Keflavíkur hefur farið
fram á hlutfallskosningu í stjóm
Hitaveitunnar um málið.
Þegar til samstarfsins var stofnað
var klásúla um það að í einstaka
málum gæti hver aðili fyrir sig ósk-
að eftir hlutfallskosningu, þá sér-
staklega í málefnum þar sem
ákvörðun eins aðila snerti málefni
annarra. Á þetta hefur ekki reynt
áður. í málefni Bláa lónsins em það
aðallega bæjarstjórnir Grindavíkur
og Keflavíkur sem eigast við en það
var Keflavíkurbær sem óskaði eftir
því að hlutfallskosning færi fram
sem gefur þeim að nokkru leyti
möguleika að hafna ósk Grindavík-
urbæjar og það er það sem fer fyrir
brjóstið á mönnum í Grindavík.
Samstarfið milli sveitarfélaganna
hefur að mestu leyti verið gott í
gegnum árin þó ágreiningsefni hafí
komið upp. Sveitafélögin reka sam-
eiginlega fyrirtæki eins og hitaveitu,
sorphirðu, framhaldsskóla og sjúkra-
hús. Þetta eru fyrirtæki sem fer vel
á að fleiri en eitt sveitarfélag reki
og sveitarstjórnir annars staðar á
landinu hafa oft litið til SSS þegar
rætt er um sameiningu sveitarfé-
laga. Nú gæti þetta samstarf verið
í hættu ef samkomulagið milli
Grindavíkurbæjar og HS verður fellt.
Eðvarð Júlíusson bæjarfulltrúi og
forseti bæjarstjórnar í Grindavík er
formaður stjómar HS að þessu sinni.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið að fundur stjórnar HS verði
í næstu viku. „Það er hætt við að
samstarfið milli sveitarfélaganna
verði stirðara ef samkomulag
Grindavíkurbæjar og HS verður fellt.
Það er að mínu mati miður því það
hefur verið gott á liðnum árum. Það
hefur verið samkennd með sveitarfé-
lögunum á svæðinu að hafa sam-
starf um að halda utan um það sem
gert er á Suðurnesjum og oft vitnað
í það af öðrum sveitarfélögum á
landinu. Bláa lónsmálið er einnig
þannig vaxið að það er smámál mið-
að við öll hin og ég skil pkki í þessu
upphlaupi nú,“ sagði Eðvarð Júlíus-
son.
Morgunblaðið hefur heimildir fyr-
ir því að unnið sé að lausn málsins
fyrir fundinn til að jafna ágreinings-
mál. Það hefur einnig komið mönn-
um á óvart hve hörð viðbrögð
ákvörðun Grindavíkurbæjar hefur
vakið hjá nágrannasveitarfélögum.
Það hefur einnig verið bent á að
smærri sveitarfélögin líti á óskina
um hlutfallskosningu sem árás á sig
og í versta falli gæti það orðið til
þess að fulltrúar þeirra verði varla
nema áheyrnarfulltrúar. Reglan er
að hver fulltrúi á eitt atkvæði i SSS
og hefur farið vel á því að sögn
manna.
FÓ
Viðræður halda áfram
um aukaaðild að VES
FULLTRÚAR íslenskra stjórnvalda áttu í viðræðum í Róm um aukaað-
ild íslands að Vestur-Evrópusambandinu á fimmtudag. Á fundinum
var gengið frá vinnuáætlun sem n
ir lok þessa árs og er stefnt að því
Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra,
sem var fulltrúi íslands á fundinum
ásamt Benedikt Ásgeirssyni, sendi-
fulltrúa, flutti yfírlýsingu á fundin-
um fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.
í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að
í kjölfar breytinganna í Evrópu sé
það mikilvægt að stuðla að öflugu
samstarfi og að ekkert ríki einangr-
ist. Bent er á það að ísland er ekki
aðili að EB og að íslensk stjómvöld
hafi ekki í hyggju að gerast aðili
að bandalaginu. Þar að auki hafi
ísland ekki eigin her og geti því
ekki tekið þátt í heræfíngum VES.
í yfírlýsingunni er jafnframt tekið
fram að íslensk stjómvöld telji, sem
stofnaðili að NATO, að Atlantshafs-
bandalagið eigi að vera aðal um-
að þvi að viðræðum ljúki fyr-
að næsti fundur verði í september.
ræðuvettvangur um öryggis- og
varnarmál. Að lokum er bent á það
að ísland hafi tvíhliða varnarsamn-
ing við Bandaríkin og því sé lögð
mikil áhersla á samstarf við banda-
rísk stjómvöld um öryggismál.
Gunnar Gunnarsson, skrifstofu-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði
að framhald yrði á viðræðunum um
aukaaðild að VES í september.
Rætt yrði við þau ríki sem hefðu
fengið boð um aukaaðild Noreg,
Tyrkland og ísland, saman. Gunnar
sagði að þetta hefði verið ágætis
fundur í Róm, lagðar hefðu verið
fram spurningar bæði frá þeim sem
hefðu hug á fullri aðild og aukaað-
ild, og svör myndu fást á framhalds-
fundum.
Humarstuldurinn í Ámesi óupplýstur:
Sennilega búið að
éta sönnunargögnin
HUMARSTULDURINN úr frystigeymslum Arness hf. á Stokkseyri er
enn óupplýstur og litlar líkur taldar á að humarinn finnist. Málið er
enn í rannsókn þjá lögreglunni á Selfossi en samkvæmt upplýsingum
þaðan eru allar líkur taldar á að búið sé að éta sönnunargögnin enda
hefur ágætt grillveður verið síðustu daga.
Sem kunnugt er af fréttum var ræða tvennskonar pakkningar,
tæplega 800 kg. af humri stolið úr skrautpakkningar með merki frysti-
frystigeymslúnum fyrir rúmlega hússins og hvítar pakkningar merkt-
viku. Verðmæti humarsins var tæp- ar „hótel“.
lega milljón krónur en um var að