Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 1992 Markús Örn Antonsson borgarstjóri, Marianne von Weizsacker, Ric- hard von Weizsacker, Steinunn Armannsdóttir eiginkona borgar- stjóra og Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands á Skólavörðuhæð. Sr. Hanna María Pétursdóttir, prestur og þjóðgarðsvörður á Þing- völlum, og Richard von Weizsacker, forseti Þýskalands, ganga úr Almannagjá upp á Lögberg. Opinberri heimsókn forseta Þýskalands lokið: Fyrsti erlendi þjóðhöfðing- inn sem heimsækir Ráðhúsið OPINBERRI heimsókn Richards von Weizsackers, forseta Þýska- lands, lauk með balletsýningu og móttöku í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Forsetinn hélt í gær til Þingvalla og Nesjavallavirlq- unnar í fylgd forseta Islands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, og einnig heimsótti hann Hallgríms- kirkju og ráðhús Reykjavíkur. Séra Hanna María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður og prestur á Þing- völlum, og eiginmaður hennar, séra Sigurður Ámi Þórðarson, tóku á móti Þýskalandsforseta og fylgdar- liði hans við Almannagjá laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun og litlar telpur á þjóðbúningum færðu frú Vigdísi og frú von Weizsácker blóm- vendi gerða úr íslenskum blómum. Sr. Hanna María bauð gesti vel- komna við útsýnisskífuna og sagði stuttlega frá sögu Þingvalla, jarð- fræði staðarins og Þingvallabænum. Frá útsýnisskífunni var gengið niður Almannagjá að Lögbergi þar sem dr. Sigurður Líndal sagði frá þing- haldi og lagasetningum á þjóðveldis- öld, í hveiju þær fólust og hvernig þeim var framfylgt. Þessu næst var ekið að Vinaskógi í Kárastaðalandi þar sem Hulda Valtýsdóttir, formað- ur Skógræktarfélags íslands, tók á móti forsetunum og fylgdarliði. Þar gróðursettu von Weizsácker og Vig- dís Finnbogadóttir sitt tréð hvort og dr. Bauer úr fylgdarliði Þýskalands- forseta afhenti Sveinbimi Dagfínns- syni, stjómarformanni Rannsókna- stöðvar Skógræktar ríkisins að Mó- gilsá, bókagjöf. Að Iokinni gróður- setningu var haldið að Nesjavöllum þar sem Gunnar Kristinsson hita- veitustjóri upplýsti Þýskalandsfor- seta um starfsemi Nesjavallavirkj- unnar og síðan var ekið upp að bor- holu 13 þar sem hópurinn „heyrði í“ og „sá“ jarðorkuna, en mikla gufu leggur upp af holunni og drunumar eru svo miklar að menn þurftu að hrópa upp í eyru hver annars til að heyra mælt mál. Þá var haldið til Reykjavíkur á Davíð Oddsson forsætisráðherra fræðir þýsku forsetahjónin um Perluna. ný þar sem hádegisverður var snæddur í Perlunni í boði Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra ís- lands. Á matseðlinum var íslenskur kavíar, Hvítárlax með hvítu smjöri og skyr og blábeijasorbet. Með þessu var dmkkið Moet et Chandon kampavín, gamalt brennivín og Chablis 1990. Síðdegis átti Þýskalandsforseti fund með Jóni Baldvin Hannibals- syni utanríkisráðherra á Hótel Sögu. Þessi fundur var ekki á upphaflegri áætlun heimsóknarinnar en að sögn utanríkisráðherra höfðu ritarar for- seta íslands og Þýskalands lagt til að þessi fundur yrði haldinn þar sem ekki varð af komu Klaus Kinkels, . utanríkisráðherra Þýskalands, vegna veikinda. Ræddu þeir tengsl íslands við Evrópubandalagið og hugsanlega aukaaðild að VES. Að loknum fundi sínum með utan- ríkisráðherra íslands hélt Weizsác- ker til Hallgrímskirkju þar sem hann skoðaði kirkjuna og var sagt frá hinu nýja orgeli kirkjunnar sem ver- ið er að smíða í Bonn í Þýskalandi. Um fimmleytið hélt svo Markús Örn Antonsson, borgarstjóri Reykja- víkur, móttöku í ráðhúsinu til heið- urs Þýskalandsforseta. Tók borgar- stjóri fram í ræðu sem hann hélt við það tækifæri að Riehard von Weizsácker, sem einnig er fýrrver- andi borgarstjóri Vestur-Berlínar, væri fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem tekið væri á móti opinberlega í ráðhúsinu síðan að það var opnað í vor. Opinberri heimsókn Richards von Weizsáckers og eiginkonu hans Mar- ianne von Weizsáckers til íslands lauk svo í gærkvöldi með balletsýn- ingu og móttöku í Borgarleikhúsinu, sem þau héldu til heiðurs forseta íslands. Balletthópur Komische Oper í Berlín sýndi brot úr ýmsum frægum verkum frægum og að því loknu var haldin móttaka þar sem boðið var upp á þýskt-íslenskt hlaðborð. Þýsku forsetahjónin verða áfram á íslandi fram á mánudagsmorgun í einkaerindum. í dag verða þau á Norðurlandi og munu meðal annars koma við í Laxárvirkjun, Náma- skarði, Dimmuborgum, Goðafossi og Akureyri en þar verður m.a. Lysti- garðurinn og Nonnahús skoðað. í kvöld halda þau til Hafnar en í fyrramálið verður farið að Jökulsárl- óni og farið í vélsleðaferð á Vatna- jökli. Þau koma aftur til Reykjavíkur með flugvél Landhelgisgæslunnar á sunnudagskvöld og halda brott frá íslandi snemma á mánudagsmorg- un. Héðan fara forsetahjónin í opin- bera heimsókn til írlands. Eigum að halda fast við NATO RICHARD von Weizsacker, forseti Þýskalands, sagði á blaðamann- fundi í gærmorgun að hann hefði í heimsókn sinni rætt við íslendinga um hugsanlega aukaaðild þeirra að Vestur-Evrópusambandinu (VES), um Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu og um þau átök sem nú ættu sér stað í Evrópu. Hann minntist einnig á samninginn um Evrópskt efnahagssvæði (EES) og sagði Þjóðverja leggja áherslu á að hann yrði staðfestur og gæti þar með tekið gildi samkvæmt þeirri tíma- áætlun sem fyrír lægi. Weizsácker sagðist sannfærður um að þessi samningur myndi hafa mikla kosti í för með sér fyrir allar þær þjóðir sem að honum stæðu. Hvað frekari þróun varðandi Evr- ópusamstarf varðaði sagði forsetinn íjóðveija bera mikla virðingu fyrir þeirri umræðu sem nú færi fram á Islandi og væri hann viss um að ís- lendingar myndu vera í stakk búnir til að viðhalda fullveldi sínu og sér- kennum. Þjóðin væri bundinn nánum böndum við land sitt og tungu og væri menning hennar almennings- Davíð Oddsson forsætisráðherra: Fagna ber sameiningu Þýskalands DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ræðu sem hann í hádegis- verðarboði til heiðurs Þýskalands- forseta í gær að sérstök ástæða væri til þess að fagna því að þýska þjóðin hefði sameinast á nýjan leik og Þýskaland væri nú öflug- asta lýðræðisríki Evrópu og jafn- framt fyrirmynd í mörgu, ekki síst á hinu efnahagslega og menn- ingarlega sviði. Forsætisráðherra sagði íslendinga leita eftir nánara samstarfí við Evr- ópuríkin og vænta þess að samning- ar um hið evrópska efnahagssvæði, sem nú væru á lokastigi, myndu gera okkur kleift að eiga góð og farsæl viðskipti við Evrópuþjóðir - og þá ekki síst Þýskaland, á næstu árum. „Þau EFTA-ríki, sem utan Evrópubandalagsins hafa staðið, leita nú mörg eftir samningum um inngöngu í bandalagið. Ísland er ekki á þeirri braut, en það breytir ekki því að ísland lítur á sig sem meðlim í fjölskyldu Evrópu - Evrópu- ríki - og er því auðvitað fullvisst um að þó að ísland kjósi að standa utan Evrópubandalagsins, þá muni það ekki hafa áhrif á samstarf og vin- áttu íslands og hinna Evrópuríkj- anna,“ sagði Davíð Oddsson. Hann bætti við að íslendingar hefðu hafíð viðræður um mögulega aukaaðild að Vestur-Evrópusam- bandinu og teldu að þar gæti þeim gefíst gott tækifæri til að koma sjón- armiðum á framfæri og fylgjast grannt með þróun öryggismála í álf- unni. Þeir litu ennfremur svo á, að slík aðild væri í samræmi við áhuga þeirra á að NATO yrði áfram burða- rás í vörnum vestrænna ríkja en ein- mitt innan Atlantshafsbandalagsins hefðu Þjóðveijar og íslendingar átt ágæta samvinnu. eign í fyllsta skilningi þess orðs. Forsetinn var spurður hvort að hann teldi að hægt væri að tala um „andann frá Reykjavík" eins og stundum væri gert. Hann svaraði að í hugum margra tengdist nafn Reykjavíkur ýmsum tímamótum jafnt varðandi hugsun sem ákvarðan- ir. Einungis örfáir staðir í veröldinni gætu sagt það sama. Hvað kynslóð bama sinna varðaði þá væri nafnið Reykjavík líka um alla tíð tengt ská- keinvígi þeirra Bobby Fischers og Boris Spasskíjs. Háttsettir þýskir stjómmálamenn hafa undanfarið ferðast mikið um Norðurlönd og er Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, til að mynda staddur í Noregi á sama tíma og Weizsacker heimsækir ísland. Var forsetinn spurður hvort að þetta mætti túlka sem svo að Þjóðveijar vildu senda þau skilaboð til Norður- landanna, þar sem ýmissa efasemda gætir um tengingu við Evrópubanda- lagið, að bandalagið hefði ekki í nógu ríkum mæli reynt að draga úr áhyggjum þeirra. Weizsácker sagði að þau tengsl sem tekin hefðu verið upp milli EFTA og EB með EES- samningnum væru ekki afleiðing efa- semda heldur þess að menn hefðu gert sér grein fyrir því að þeir ættu gagnkvæmra hagsmuna að gæta. Það sama ætti við um hugsanlega aðild að Evrópubandalaginu. Þegar aðildarumsóknir þessara ríkja væru til staðar eða umræða um aðild færi fram teldi hann að leiðtogar aðildar- þjóða EB ættu að setja fram skoðun sína væri farið fram á það. Hann benti líka á að ekki bara á Norður- löndum heldur einnig innan EB, t.d. í Þýskalandi, færi fram umræða um hvemig varðveita mætti sérkenni þjóða. Evrópubandalagið væri ekkert sjálfstætt fyrirbæri heldur það sem aðildarríki þess gerðu það að. Þannig væri nú unnið hörðum höndum um að því að koma á þeirri reglu að bandalagið tæki einungis ákvarðanir á þeim sviðum þar sem það væri þess betur umkomið en aðildarríkin hvert fyrir sig. Það að bandalagið og stofnanir þess yrði gert virkara ætti ekki að leiða til þess að dregið yrði úr áhrifum einstakra ríkja eða þau aukin eftir íbúafjölda þeirra. Fullvalda ríki væm og yrðu fullvalda ríki. Forsetinn var að lokum spurður um framtíð Atlantshafsbandalagsins og hvort hann teldi áfram vera þörf fyrir veru bandarískra hermanna í Evrópu. Hann sagði NATO ekki vera hugsanlegt án bandarískrar aðildar rétt eins og það væri tilgangslaust án evrópskrar aðildar. „Eg er þess fullviss að bandalagið sé okkur nauð- synlegt eins og stendur og verði það áfram í framtíðinni," sagði Weizsác- ker. Væri það hans mat að íslensk og þýsk stjómvöld væru alfarið sam- mála hvað þetta snerti. Við ættum áfram að halda fast við NATO í núverandi mynd. ►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.